Þjóðviljinn - 20.10.1985, Blaðsíða 2
FLOSI
\iiku
skamrintur
af sýnifýsn
Þaö er komið framá kvöld. Viö heiðurshjónin
sitjum í betristofunni á heimili mínu. Hragl-
andinn úti lemurgluggarúðurnar, en inni er hlýtt
og notalegt. Hún er með handavinnuna sína, að
prjóna eða hekla, eða eitthvað svoleiðis, en ég
er að glugga í tíundu bók Platons um ríkið. Ég
geri aðeins hlé á lestrinum til að hugleiða ögn,
hvers vegna Platon í þessu öndvegisriti sínu
gerir svona harða hríð að skáldunum í samfé-
laginu. Þegar ég er Ijúfþreyttur af langri og linnu-
lítilli hugsun, á ég það til að lygna aftur augun-
um, finnst svona einsog hugsunin verði ögn
skýrari við það. Þá gerist það allt í einu, eins og
hendi sé veifað, að ný og frumleg hugmynd
fæðist innra með mér. Og ég hugsa sem svo:
- Platon er hér ekki að veitast að skáldunum
sem slíkum, heldur öllu fremur vissum hræring-
um í Ijóðlist.
Og ég verð svo frá mér numinn af þessum
innblæstri að ég opna augun. Þetta tekur konan
mín augljóslega sem vísbendingu um það að
óhætt sé að ávarpa mig, því hún tekur svo til
orða:
- Það er undarlegur andskoti hvað sumt fólk
er lagið við að koma sér inná myndir í fjölmiðlum
við öll möguleg og ómöguleg tækifæri.
Mér er það að sjálfsögðu Ijóst að ég á þann
kost vænstan að lækka flugið og koma niður á
hennar plan. Slík tillitssemi er í raun og veru
hornsteinn þeirrar lífshamingju sem hún býr við
á heimili mínu.
Eftir nokkra umhugsun svara ég:
- Jæja.
Svo stend ég upp, fer fram í eldhús og fæ mér
ískalt mjólkurglas og banana. Þegar ég kem
aftur inní stofuna er konan mín búin að sanka að
sér tiltækum dagblöðum og ég finn á mér að nú
er í uppsiglingu umræða um daginn og veginn,
eða eitthvað þaðanaf lágkúruíegra. Ég sest
með mjólkurglasið og bananann og ákveð að
bregða ekki þeim vana mínum að vera elsku-
legur í viðmóti. Ég finn það á öllu að nú á að
negla mig, en ég er við öllu búinn. Hún situr á
móti mér og ég finn að hún er að undirbúa
atlöguna, en ég þykist ekkí taka eftir neinu og
einbeiti mér að banananum.
Þá tekur hún til máls:
- Hvernig stendur á því að maður flettir varla
svo blaði að ekki sé í því mynd af þér?
Við þessu á ég satt að segja ekkert svar svo
ég segi, eins áreynslulaust eins og ég get:
- Var það nokkuð fleira?
- Ég meina það, heldur hún áfram. Látum nú
vera þó myndir birtist af þér þegar þú ert að
vinna einhver stórafrek, látum það nú vera, en
að það skuli ekki vera hægt að frumsýna leikrit
eða bíómynd, án þess að þú sért kominn fram-
fyrir Ijósmyndavélarnar, ég meina það, þetta er
ekki normalt. Hvað varst þú eiginlega að gera
uppí Breiðholti, þegar sundlaugin fyrir lamaða
og fatlaða var afhjúpuð? Varstu að kynna þér
fjármögnun félagsgeirans? Eða hérna-og hún
otar að mér öðru blaði. Við opnun hártoppa-
verksmiðjunnar. „Árnað heilla". Bara kominn á
toppinn - hártoppinn - ha! ha! ha!
Nú er mérorðið þaðþungt í skapi að ég yfirgef
svæðið enda sjónvarpsfréttir að byrja.
Ég sest fyrir framan sjónvarpið, talsvert fúll
og bíð þess að fréttirnar byrji. Ég get ekki neitað
því að sérstaklega eru það fréttir af opnun Kjar-
valssýningarinnar, sem ég er spenntur að sjá.
Sannleikurinn er sá að okkur bar að húsinu um
svipað leyti, mig og forseta lýðveldisins. Öll
pressan og sjónvarpið tók myndir, svo ekki er
loku íyrir það skotið að ég komi í sjónvarpinu.
Svo æxlaðist það ííka einhvernýeginn svo til að
þegar karlakórinn var að syngja lagiö „Einn
allra mesti kjarnakall hann Kjarval", þá var ég
ekki í meira en seilingarfjarlægð frá stjórnand-
anum. Kannske kæmi mynd af mér þar. Og ég
hugsaði sem svo:
- Ég þarf auðvitað ekki að gera mér neinar
vonir, því þarna voru víst fimmþúsund manns í
ganginum og allir meira og minna að reyna að
komast í sjónvarpið. Og ég rifja upp, þarna við
sjónvarpið, hvað loftlaust var orðið í ganginum á
Kjarvalsstöðum. Við hliðina á mér stóð mið-
aldra kona og sagði við förunaut sinn:
- Þetta er nú Ijóta loftið.
Og hann svaraði að bragði:
- Þú ættir að sjá loftið í sýningarsalnum.
Svo byrjaði fréttamyndin frá opnuninni á Kjar-
valsstöðum í sjónvarpinu og ekki kom eitt ein-
asta myndskot af mér, en afturámóti sá ég ekki
betur en konan mín og barnabarnið okkar væru
þátttakendur í löngu myndskeiði af karlakórn-
um, einmitt þegar hann var að syngja lagið við
Ijóðið sem var tileinkað þessari málverkasýn-
ingu:
Þurfti loft, já þrútið loft,
þunga af lofti bar hún.
Uppi í lofti og uppí loft,
undir Lofti var hún.
Ellý: nú má ég (og þó fyrr hefði verið)
Dömufrí
Á tíu ára afmæli kvennafrí-
dagsins á fimmtudaginn í
næstu viku ætlar Rás 2 að
láta konur stjórna öllum þátt-
um sem gamla gufuradíóið
ætlar að- sveifla út á öldum
Ijósváka Rásarinnar þann
dag. Allar konur sem sjá um
þætti á Rásinni verða kallaðar
til, en ekki nægir „fjöldi" þeirra
og voru tvær utanaðkomandi
fengnar. Önnur er hin gamal-
kunna útvarpskona, Arn-
þrúður Karlsdóttir, sem um
þessar mundir er í Noregi. En
hin er söngkonan sem fyrr á
árum yljaði mörgum um hjart-
arætur og söng til að mynda
Vegir liggja til allra átta sem
er ódauðlegt lag. En það er
engin önnur en Ellý Vil-
hjálms, sem hefur haldiö sig
úr kastljósi fjölmiðlanna um
alllangt skeið. Þáttur Ellýjar á
að heita: Nú má ég... og verð-
ur sendur út á sama tíma og
maður hennar, Svavar
Gests, hefur verið með sína
þætti á fimmtudagskvöld-
um.l
Megasarsafn
Fyrir jólin er fyrirhugað að
gefa út safn af hljómplötum
Magnúsar Þórs Jónssonar,
alias Megas, sem verða
eitthvað á bilinu sjö til níu
plötur. Á safninu á meðal ann-
ars að verða plata með úrvali
af Passíusálmunum sem
hann söng og lék um síðustu
páska í Gamla Bíói, meðal
annars með frábærri aðstoð
Ragnhildar Gísladóttur. Þar
fyrir utan á að fylgja ýmislegt
góðgæti tengt ferli hans með
sveitinni íkarusi, sem ekki
hefur verið gefið út áður, þar á
meðal hið fræga lag Ég þarf
að fara að fá hana fyllta. Sá
sem sér um útgáfuna er gam-
all vinur Megasar, Páll Bald-
vin Baldvinsson. ■
KGB - 150
Nú er loksins komin upp KGB
deild hér á Islandi. Hún er
raunar nokkuð óskyld þeirri
sem á uppruna sinn í austur-
vegi. KGB stendur nefnilega
fyrir Kristbjörgu Kjeld, Guð-
rúnu Ásmundsdóttur og
Bríeti Héðinsdóttur en þær
eiga allar fimmtugsafmæli á
árinu og í tilefni af því var KGB
stofnað. En félagið hefur
þann tilgang einan að halda
uppá sameiginlegt 150 ára af-
mæli þeirra, og samkvæmt
heimildum sem rannsóknar-
blaðamenn Þjóðviljans telja
áreiðanlegar er fyrirhugað að
halda eitt ofboðslegt gilli í
Þjóðleikhúskjallaranum í byrj-
un desember...B
Megas: nýtt og gamalt.
Skáldaþing
Og svo er það ein vísa.
Elías Mar rithöfundur lýsir
þannig skáldaþingi:
Hómer, Virgil, Virianen,
Whitman, Saffó, Proust,
Verlaine,
Dante, Tjekov, Thoroddsen,
Tolstoj, Shakespeare,
Skúli Ben.m
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. október 1985