Þjóðviljinn - 20.10.1985, Blaðsíða 17
NOTAÐ OG NYTT
- Shíanúk er sérkennilegur
maður. Hann segir eitt í dag og
annað á morgun, - hann er líka í
mjög erfiðri pólitískri klemmu.
Ég get nefnt þér sem dæmi um
áreiðanleik staðhæfinga hans að í
Svíþjóð hélt hann því fram að við
eyddum skógum Kampútseu í
sögunarmyllum sem svíar hafa
aðstoðað okkur við að koma upp.
Svíar vissu að þetta var ekki satt,
og þeir hlógu að honum.
Spurðu
þá sjálfa
Að lokum víkur tali okkar að
samskiptum Víetnam við Banda-
ríkin: af hverju haga kanar sér
einsog tapsárir stráklingar?
- Pví kann ég ekki að svara, þú
skalt spyrja þá sjálfa. Við erum
reiðubúnir að koma á eðlilegum
samskiptum inilli ríkjanna, og
teljum slík samskipti yrðu báðum
í hag.
- A síðustu mánuðum hafa ver-
ið stigin skref í þessa átt. Við höf-
um tilkynnt þeim að ekki standi á
aðstoð okkar við að grennslast
fyrir um afdrif týndra banda-
rískra hermanna, hafa uppá lík-
um þeirra og afhenda þau banda-
ríkjamönnum. Embættismenn úr
varnarmálaráðuneytum ríkjanna
hafa hist um þetta mál og þær
viðræður voru taldar mjög gagn-
legar, - við erum tilbúnir að ræða
þessi mál á ráðherrafundi.
Við viljum hinsvegar að
bandaríkjamenn láti af fjandskap
sínum í okkar garð. Við getum
ekki hjálpað þeim að finna lík
bandarískra hermanna í Víetnam
nema þeir hætti árásum sínum,
dragi úr áróðri sínum gegn okk-
ur, og hætti að ginna menn til að
yfirgefa landið með því að senda
skip sín að ströndum Víetnam til
að taka bátafólk.
Vandi bátafólksins er ekki síst
bandaríkjamönnum að kenna.
Fólk getur flutt frá Víetnam á
löglegan hátt með leyfi
stjórnvalda, og við höfum gefið
mörg slík leyfi. En við því fólki
vilja bandarísk stjórnvöld ekki
taka. Bátafólkið er hins vegar lið-
ur í pólitísku áróðursstríði og það
fær vildarmóttökur í Bandaríkj-
unum.
Meðan við sætum árásum frá
bandaríkjamönnum er ekki hægt
að leysa málin útaf týndum her-
mönnum. Hvað eiga stjórnvöld
að segja við víetnömsku þjóðina?
Að við ætlum að hjálpa ríki sem
ennþá sýnir okkur fullan fjand-
skap að finna leifar hermanna
sem voru sendir til landsins til að
drepa víetnama?
íslands
þúsund ár
Blaðamaður átti í erfiðleikum
með að koma í orð lokaspurningu
sinni til sendiherra Víetnam. Eg
byrjaði á að spyrja hann hvort
hann hefði séð bandarískar kvik-
myndir um Víetnamstríðið, til
dæmis Apocalypse Now, eða
Rambó tvö; það hafði hann ekki.
Síðan sagði ég að stríðið hefði
skilið eftir sig djúp spor í minn-
ingu vesturlandamanna, banda-
ríkjamanna og annarra: hvort ví-
etnamar hefðu endurskoðað af-
stöðu sína? Stríð væru jú svart-
hvít meðan þau stæðu yfir, en
eftirá hlytu að koma upp einhver
litbrigði? Hann svaraði því að
víetnamar reyndu að erfa ekki
stríðið við bandaríkjamenn, ekki
frekar en þeir væru óbitrir í garð
fyrri árásarmanna, frakka eða
japana.
Ég spurði hann þá í tengslum
við uppstokkun til vinstri og
hægri á umhugsun og afstciðu
vesturlandamanna til Víetnam-
stríðsins: hafa viðhorf í Víetnam
tekið breytingum á þeim tíu árum
sem liðin eru frá sigrinum?
Luu Quy Tan brosir með
glampa í augunum, styður tveim-.
ur fingrum á hnéðá mér og hefur
svar sitt:
- Við erum fjögur þúsund ára
gömul þjóð...
Mörður Árnason
Hver
a
Kjarval
9
■
Davíð Oddsson borgarstjóri hef-
ur haldið því fram á prenti nýlega,
að Reykjavíkurborg eigi Kjarval.
Eða svo gott sem. Vegna þess
að hann hafi breytt borginni með
því að ganga um hana. Hefði
hann ekki verið á vappi í Austur-
stræti þá hefði borgin verið allt
öðru vísi.
Og má vel eitthvað vel vera til í
þessu. Svoleiðis. Flest það sem
sagt er er bæði satt og logið. Það
er nefnilega ekki öll vitleysan
hálf.
Þó hefur þessi staðhæfing Da-
víðs um eignarhald Reykjavíkur
á Kjarval vakið upp miklar
deilur. Konan mín er til dæmis að
austan og hún er stórhneyksluð.
Reykjavík, segir hún, ja svei.
Þessi hundsrass og útsynnings-
trekt.
Ég lagði svosem ekkert til mál-
anna.
En svo kom NT og birti grein
um málið og hafnaði síngirni
borgarstjórans eindregið. Og
íhaldsins yfirleitt. Yfir öllu vilja
þeir gína þessir Sjálfstæðismenn,
segir í greininni. Frekjan er enda-
laus. Þeir vilja eiga ríkisstjórn-
ina, frystihúsin og ríkisútvarpið,
og nú vilj a þeir líka slá eign sinni á
Kjarval.
Aldrei skal það!
Við vitum betur hér á NT. Við
vitum það ofurvel að Jóhannes
Kjarval tilheyrir hinum dreifðu
byggðum landsins, þar sem hátt
er til lofts og vítt til andans veg-
gja, en ekki eins og hérna á möl-
inni. Hann á þar heima þar sem
sauðkindin fær sína magafylli
með morgundögginni og skáld-
sýnir mikils listamanns magnast í
bláma firrðanna og Samvinnu-
hreyfingin fæddist til hagsbóta
fyrir land og lýð.
Eins og búast mátti við tók
Morgunblaðið óstinnt upp þetta
tal. Það væri ekki einleikið með
þetta smekkleysi í NT að vera að
nefna Kjarval og þann illræmda
auðhring SÍS í sömu andrá og
sannaðist nú enn hið fornkveðna:
„Ég syng þeim ljóð sem gaf
mér brauð“.
Þeim mun fáránlegra væri
þetta, sagði Morgunblaðið, þar
sem Kjarval var hinn stolti ein-
staklingshyggjumaður sem var í
öllu sínu verki og öllu sínu æði
svarinn óvinur skipulagshyggj-
unnar, sem er sískríðandi eins og
ótal ormar út úr moðhaus vinstri-
mennskunnar og reynir að
laumast út um allt þjóðlífið.
Þjóðviljinn velti þessu máli
fyrir sér um stund og skoðaði það
vandlega hvort hér væri að fæðast
tilefni til stjómarslita. Svo
reyndist þó ekki. En hann varð
samt sem áður að láta að sér
kveða um svo mikið mál og það
gerði hann.
Verk Kjarvals, sagði í rit-
stjórnargrein í Þjóðviljanum, em
samfellt og linnulaust andóf gegn
vulgaribus markaðshyggjunnar,
sem má hvorki sjá grasbreiðu né
hraungjótu án þess að hún sé
hlaupin til að festa á hana verð-
miða og selja hana á fölskum for-
sendum eins og hverja aðra raf-
orku á útsölu. Oss er spum: Hve-
nær hafði Kjarval samið við Alus-
uisse? Hvenær hefði hann svikið
hið stóra hjarta hvalanna í hend-
ur bræðsluauðvaldsins?
Aldrei nokkurn tíma.
Kjarval, hélt Þjóðviljinn
áfram, er einmitt glæsilegasta
dæmi sem til er um mann sem af
hugsjónaástæðum afneitar lög-
málum framboðs og eftirspurnar.
Þegar stríðsgróðapungar döns-
uðu í kringum hann með fullar
hendur fj ár vildi hann heldur gefa
fátækri konu sem prjónaði á hann
hosur glæsilega Þingvallamynd
en selja þeim.
Kjarval, sagði blaðið ennfrem-
ur, tilheyrir hinum göfugustu
hugsjónum íslenskrar alþýðu í
einvígi hennar við amrískt doll-
aravald.
Nú setti menn hljóða um
stund. Þangað til einhverjum datt
í huga að spyrja Alþýðublaðið,
hvort Kratar vildu ekki leggja
eitthvað til þessara stjómmála.
Kannski ættu einmitt þeir Kjar-
val, þegar öllu væri á botninn
hvolft?
Nei, við, sagði Alþýðublaðið.
Þess þarf ekki. Við eigum nóg
með Jón Baldvin... Skaði
Sunnudagur 20. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17