Þjóðviljinn - 15.01.1986, Blaðsíða 8
Bolero
MENNING
-mögnuð
kvik-
mynd
Bolero/Les uns et les autres
Frakkland 1983
Leikstjórn, handrit: Claude Lelouch
Leikarar: Robert Hossein, Nicole
Garcia, Geraldine Chaplin, James
Caan, Daniel Olbrychski, Evelyne
Bouix o.fl.
Regnboginn.
Teningnum kastað
Hinum efnilego Teningi tekst vonandi að lifa af
„herferð viðtekinnarhugsunar“
Þrátt fyrir mikla listneyslu á
öllum sviöum, virðumst viö ís-
lendingar hafa harla lítinn áhuga
á að kafa til botns í listinni, eöa
kynnast því sem liggur til grund-
vallar hinum ýmsu stefnum og
straumum hennar. Þannig hefur
gengiö fremur illa að gefa út
listtímarit í þessu landi og hafa
slík sérrit jafnan lagt upp laupana
eftir nokkurn tíma, aö vísu mis-
jafnlega langan. A meöan ýmis
slúðurblöð lifa góöu lífi og fitna
eins og púkinn á bitanum, berjast
menningarritin í bökkum, þau fáu
sem eftir standa.
Reyndar eru þau menningarrit
sem tóra öll bókmenntalegs eðlis
og er það lán í óláni að ein list-
grein skuli þrátt fyrir allt vekja
nægilegan áhuga manna, svo að
henni megi hlúa með sérriti. Hitt
er svo annað mál að bók-
menntatímaritin virðast lítil áhrif
hafa á framboð og eftirspurn eftir
bókmenntum. Þar virðast sjón-
varpsauglýsingar ráða meiru, ef
ekki öllu. Mér er t.d. til efs að sá
meðbyr sem Milan Kundera hef-
ur fengið í íslenskum menning-
artímaritum upp á síðkastið, nægi
til að gera hann að metsöluhö-
fundi hér á landi.
En það er ekki ætlunin með
þessari grein að fjargviðrast yfir
bágbornu ástandi menningar-
mála í landinu, heldur fagna því
að loksins hefur nýtt listtímarit
litið dagsins ljós. Það nefnist
Teningur og fjallar um listir og
bókmenntir á breiðum grund-
velli. Fyrsta heftið kom út í des-
ember síðastliðnum og þótt það
láti lítið yfir sér og sé ekki á stærð
við stærstu slúðurritin, hefur það
að geyma hafsjó af fróðleik um
öll hin aðskiljanlegustu svið lista.
Ritstjórnin er skipuð sex
mönnum og eru þeir myndlistar-
menn, bókmenntafræðingar og
meðal þeirra má einnig finna
heimspeking. Metnaðinn skortir
ekki, en heldur ekki raunsæið.
Ritstjórar vita sem víst er að
margar tilraunir til útgáfu slíkra
rita hafa farið í vaskinn. Það
kemur reyndar fram í ritstjórnar-
grein blaðsins, en hún er fengin
að láni úr handritadeild Lands-
bókasafnsins og er frá því
skömmu fyrir aldamót. Þar er því
lýst yfir að brýn þörf sé fyrir tíma-
rit um listir og bókmenntir á ís-
landi, enda geti það varla kallast
annað en ófremdarástand að
ekkert slíkt rit skuli vera til.
Nú, nærri öld síðar, er e.t.v.
von til þess að listtímariti takist
að lifa af herferð vðtekinnar hug-
sunar, eins og Milan Kundera
nefnir stærstu óáran okkar tíma, í
ávarpi sem þýtt er og birt í fyrsta
hefti Teningsins. Raunar gæti
ávarp Kundera staðið sem eftir-
mæli allrar menningarlegrar við-
Bolero er mikið verk, tæplega
þrír klukkutímar í sýningu og
spannar næstum fimmtíu ár eða
frá því nazistar voru að leggja
undir sig Þýskaland og fram til
1980, eða svo.
Ekki færri en fimmtán manns
eru kvaddir til sögunnar í upphafi
myndarinnar, allt listamenn -
tónlistarmenn og dansarar. Tónl-
istin er í myndinni sá vefur sem
bindur fólk saman, hvort sem það
á heima í Berlín, New York, Par-
ís eða Moskvu - tónlistin og ástin.
Þegar heimstyrjöldin skellur á
tætist líf þessa fólks í sundur, fjöl-
skyldur tvístrast, eiginmenn og
feður falla á vígvöllunum, sumir
enda ævina í útrýmingarbúðum
nazista.
Næsta kynslóð, „börnin sem
höfðu lært að bjarga sér“, tekur
við, og þar með hefst annar þátt-
ur myndarinnar. Tuttugu árum
eftir stríðið, á tímum velmegun-
ar, hernaðaruppbyggingar og
efnahagslegs uppgangs er eins og
sálarkreppa einkenni þessa kyn-
slóð, siðferðisþrek hennar er í
lágmarki og leitin að lífsfyllingu
snýst upp í örvæntingu. Þegar
myndinni lýkur er þriðja kyn-
slóðin að koma til leiks, barna-
börn þeirra sem myndin hófst
með.
ANNA THEÓDÓRA i
RÖGNVALDSDÓTTIR
Claude Lelouch leikstýrði og
gerði handrit. Myndin er oft áh-
rifamikil, handritið tæknilega út-
sjónarsamt og kvikmyndatakan
glæsileg. Að vísu er myndin
nokkuð þunglamaleg á köflum,
jafnvel langdregin og leikstjóran-
um er nokkuð þung höndin í fjöl-
dasenum. En það breytir ekki
þeirri staðreynd að Claude Le-
louch hefur tekist að gera úr
þessu víðfeðma efni heilsteypta
og magnaða mynd.
Icelandic River
Kanadfsk íslendingabók
Út er komin í Kanada mikil bók
um þá innflytjendur íslenska sem
settust að við mynni íslandsár,
lcelandic River, viö Winnipeg-
vatn á áttunda áratugi aldarinnar
sem leið.
Höfundur ritsins Icelandic Ri-
ver Saga (838 síður) er Nelson S.
Gerrard og á sjálfur ættir að rekja
til landnema í þessum hluta Nýja-
íslands. Nelson lærði íslensku hjá
Haraldi Bessasyni prófessor í
Manitoba-háskóla, var hér við ís-
lenskunám í Háskólanum 1973-
76, og hefur síðan einbeitt sér að
þessu verki.
Meginhluti bókarinnar er ætt-
fræði kringum þá rúma þúsund
landnema sem settust að við
mynni íslandsár veturinn 1876-7;
foreldrar og fæðingarstaður á ís-
landi, æviágrip og heimili vestra
og afkomendur þeirra til vorra
tíma, sem ekki síst vekja áhuga
hugsanlegra skyldmenna hérna-
megin hafsins. Frumbyggjunum
er í bókinni raðað eftir héruðum,
svosem einsog í Landnámu.
Þá er í bókinni rakin saga þess-
arar nýlendu, sem framanaf var
heldur stormasöm: fyrsta vetur-
inn herjaði bólusótt og nokkru
síðar, árið 1880, flæddi áin illa
yfir bakka sína; að 'auki lentu
landnemar í illvígum trúar-
deilum. Allt þetta leiddi til þess
að snemma á nfunda áratugnum
fluttist stór hluti hópsins annað,
og er því starf Nelsons við að hafa
uppá frumbyggjum og afko-
mendum enn viðameira en í
fyrstu virðist.
Enn er rakið daglegt líf á Nýja-
íslandi og birtur fjöldi mynda af
fólki og störfum þess ýmislegum.
í ritdómi í ritinu The Icelandic
Canadian, þaðan sem þessar
fréttir eru fengnar, er verki Nels-
ons hælt á hvert reipi. Útgefandi
er Saga Publications, Arborg,
Manitoba.
- m.
Blásarar úr Sinfóníuhljómsveit æskunnar að leik við opnun Listahátíðar unga fólksins á laugardaginn. Mynd: Sig.
Listahátíð unga fólksins
Lofsvert framtak
Um síðustu helgi hófst aö Kjar-
valsstöðum Listahátíð unga
fólksins. Aö baki hátíöinni stend-
ur íþrótta- og tómstundaráö, en
val verkanna og dómnefndar-
störf önnuðust Samband mynd-
og handmenntakennara,
Samtök áhugamanna um kvik-
myndagerð, Félagáhugaljósm-
yndara, Félag íslenskra hljóm-
listarmannaog Félag íslenskra
leikara. Eins og sjá má á þessari
upptalningu tekur Listahátiö
unga fólksins til flestra þátta lista.
Myndlistin þekur allan vesturs-
al Kjarvalsstaða og vesturgang.
Þar má sjá málverk, grafík, högg-
myndir, svo og myndbönd, en
alls eru verkin á sýningunni 173
að tölu. Vissulega eru þau mis-
jöfn að gerð og gæðum, en víða
má sjá hugmyndaríka drætti og
þróuð vinnubrögð. Sýnendur eru
á aldrinum 15 til 25 ára, svo mun-
ur á þroska er mikill. Þá eru
nokkrir sýnendur þegar komnir á
braut myndlistar í námi, eru ne-
mendur í Myndlista- og handíða-
skóla fslands og Myndlistaskól-
unum í Reykjavík og á Akureyri.
Það er lofsvert framtak að gefa
ungu fólki kost á að spreyta sig á
sýningarhaldi sem þessu. Vænt-
anlega eru í hópnum verðandi
myndlistarmenn, sem eiga eftir
að gera garðinn frægan þegar
fram í sækir. Ef til vill er það galli
hversu aldursmunur er mikill á
sýnendum. Að ósekju hefði mátt.
setja aldursmörk við tuttugu ár,
því þeir sem eru eldri og komnir
áleiðis í alvarlegu myndlistar-
námi eiga væntanlega möguleika
á að sýna verk sín á öðrum vett-
vangi. En þrátt fyrir þetta, gefur
Listahátíð unga fólksins all góða
mynd af hæfileikum ungra fs-
lendinga á myndlistasviðinu.
HBR.
Teningur ásamt einum aðstandenda
sinna, Páli Valssyni. Mynd: E.ÓI.
leitni í landinu. og raunar hvar
sem er í heiminum. Fyrri listtíma-
rit á íslandi hafa sennilega logn-
ast út af vegna þess að þau voru
ekki boðberar viðtekinnar hug-
sunar, kitschmenningar og
heimsku.
En Teningurinn hefur alla
burði til að verða gott og farsælt
tímarit, ef marka má af fyrsta
hefti. Með honum ætti að vera
hægt að snúa vörn í sókn á tímum
þegar listir eiga í vök að verjast
sökum sinnuleysis yfirvalda.
Mestur fengur verður sjálfsagt að
kynningarstarfsemi blaðsins á því
sem efst er á baugi erlendis en um
langt skeið hefur ríkt nær algjört
sambandsleysi milli íslands og
þess sem verið hefur að gerast í
listum úti í hinum stóra heimi.
Þetta á ekki einungis við um
myndlist, heldur einnig kvik-
myndalist og tónlist.
Nú er bara að bíða og vona að
Teningur fái hljómgrunn meðal
manna, svo ekki fari fyrir honum
eins og þeim fjölmörgu listtímari-
tum sem farið hafa af stað með
glæsibrag, en dagað síðan uppi
vegna almenns áhugaleysis.
HBR.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN