Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Veiðifélag Elliðavatns
Stangveiði á vatnasvæði Elliðavatns hefst 1.
maí. Veiðileyfi eru seld á Vatnsenda og Elliða-
vatni. Á sömu stöðum geta félagar úr Sjálfsbjörg,
unglingar (12-16 ára) og ellilífeyrisþegar úr
Reykjavík og Kópavogi fengið af hent veiðileyf i án
greiðslu.
Veiðifélag Elliðavatns
ERLENDAR FRETTIR
Frá menntamálaráðuneytinu:
Lausar kennarastöður við framhaldsskóla:
Viö Menntaskólann á Isafirði kennarastöður í íslensku, stærðfræði
og þýsku, heilar stöður, og hálfar stöður í efnafræði og frönsku.
Við Menntaskólann í Kópavogi kennarastöður í stærðfræði og við-
skiptagreinum.                 '
Við Menntaskólann að Laugarvatni kennarastöður í stærðfræði og
raungreinum.
Við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hálf kennarastaða í
tónlist og kórstjórn.
Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík, kennarastöður í fag-
greinum rafiðna, faggreinum hársnyrtlgreina, efnafræði, ensku, ís-
lensku, líffræði, stærðfræði og viðskiptagreinum.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík fyrir 22. maí
næst komandi.
Menntamálará&uneytift
DJOÐVIUINN mm Tíminn
»681333                  0 6818 66        ^68 63 00
Blaóburður er
BESTA TRIMMIÐ
og borgar sigr*
Blaðbera
vantar
víðsvegar
um borgina
Hafðu samband við okkur
DJÓDVIUINN
Síðumúla 6
Frá Grunnskólanum
í Mosfellssveit
Innritun nýrra nemenda í Grunnskóla Mosfells-
sveitar næsta skólaár fer fram dagana 4.-5. maí
n.k. kl. 9-14.
í Varmárskóla (6-12 ára) í síma 666154 og
Gagnfræðaskólanum (13-15 ára) í síma 666186.
Skólastjórar
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma
Guðný Stefanía Guðmundsdóttir
Vífilsgötu 22, Reykjavík
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 30.
apríl kl. 13.30.
Magnús Brynjólfsson
Guðmundur H. Magnússon        Hrafn Magnússon
Guðbjörg Richter               Kristín Erllngsdóttlr
og barnabörn
BandaríkinlA usturríki
„Waldheim
er sannur að sök"
Bandaríska dómsmálaráðuneytið telurfullgildarsannanir liggjafyrir
um óhœfuverk Kurts Waldheims, forsetaAusturríkis, íseinna
heimsstríði. Austurríska stjórnin íhugarstöðu mála og hefurjfallað
sendiherra sinn í Washington heim
M
enn hafa beðið í ofvæni eftir
því að bandarfska dóms-
málaráðuneytið gerði grein fyrir
forsendum þess úrskurðar síns að
meina Kurt Waldheim, forseta
Austurríkis, landvist í Bandaríkj-
unum ferðist hann þangað í
einkaerindum.
í gær voru spilin lögð á borðið.
Embættismenn ráðuneytisins
röktu það sem þeir nefndu óyggj-
andi sannanir fyrir því að Wald-
heini hefði haft hönd í bagga með
hryðjuverkum nasista vítt og
breitt um Balkanskaga í síðari
heimsstyrjöld. Bandarískir sér-
fræðingar hefðu farið ofan í
saumana á skjölum sem júgó-
slavneskir ráðamenn hefðu ný-
lega komið á framfæri og það sem
þar gaf að líta hefði tekið af öll
tvímæli og jafnvel þyngt sektar-
byrði forsetans enn frekar frá því
sem komið hefði fram í ásöku-
num Heimsráðs gyðinga fyrir ári
síðan. Því dýpra sem þeir grófu
sig niður í fortíð Waldheims, því
óverjanlegri varð málstaður
hans.
Rannsóknin leiddi í ljós að
Kurt Waldheim hefði þjónað sem
foringi í birgðadeild E hersins í
Júgóslavíu. Sú deild bar ábyrgð á
nauðungarflutningi sextíu og átta
þúsund karla, kvenna og barna úr
héraðinu Kozara þar sem skelfi-
legt hrannvíg á óbreyttum borg-
urum fór fram árið 1942.
„Þar sem birgðaforingi var
gerður ábyrgur fyrir öllum föng-
um í her nasista gefur auga leið að
Waldheim hefur haft yfirumsjón
með herleiðingu þessa fólks,"
sagði John Russell en hann hafði
orð fyrir sérfræðingum dóms-
málaráðuney tisins.
Waldheim hafði í fyrstu þver-
tekið fyrir að hafa verið í Kozara
þetta ár en varð síðan nauðugur
viljugur að draga þá fullyrðingu
til baka.
Það rennir enn einni stoðinni
undir ásakanir um hlutdeild
Waldheims í þessum óhæfuverk-
um að á hann skyldi hafa verið
hengt æðsta heiðursmerki hinnar
alræmdu Ustasjaleppstjórnar
nasista í Króatíu. Var hann einn
þriggja þýskra foringja í síðari
heimstyrjöld sem hlotnaðist sá
„heiður". Ustasja hreyfingin laut
forystu Ante nokkurs Pavelics og
tók þátt í ofsóknum á hendur
gyðingum og sígaunum „og villi-
mannlegar aðferðir þeirra gengu
meira að segja fram af harðs-
keyttum SS mönnum," segir í
mannkynssögu BAB.
En þar með er ekki öll sagan
sögð, sérfræðingar dómsmála-
ráðuneytisins grófu upp fleiri
misindisverk þar sem Waldheim
kom við sögu.
Kurt Waldheim tók þátt í
grimmilegum hefndarárásum á
júgóslavnesk þorp. Kurt Wald-
heim var annar æðsti foringi her-
sveitar sem sá um að smala saman
gyðingum sem bjuggu á tveim
grískum eyjum og voru þvínæst
sendir rakleiðis í útrýmingarbúð-
ir. Kurt Waldheim var yfir þýsk/'
ítalskri hersveit er tók höndum
fjögurhundruð áttatíu og fjóra ít-
ala sem sendir voru í einhverja af
þrælakistum Þjóðverja í Noregi.
Eirisog menn rekur minni til
Treystir heimurinn þessum Austur-
rlkismanni?
hafði Waldheim þrásinnis logið
til um feril sinn í síðari
heimsstyrjöld þar til Heimsráð
gyðinga fletti ofan af ósannindum
hans í fyrra. í þremur ævisögum
og skýrslu sem hann samdi um
það bil er hann varð aðalritari
Sameinuðu þjóðanna staðhæfir
hann að herþjónustu sinni hafi
lokið árið 1941 við það að hann
særðist illa á fæti. Þessar staðhæ-
fingar var hann neyddur til að éta
ofan í sig á síðasta ári því skýrslur
á skýrslur ofan færðu heim sann-
inn um að hann hafi í stríðslok
verið aðstoðarmaður yfirmanns
deildar í leyniþjónustu hersins.
Þá þegar lá hann undir grun um
að hafa átt hlutdeild í glæpaverk-
um og vó þar þyngst vitnisburður
sjö þýskra herforingja sem Júg-
óslavar höfðu í haldi en einhverra
hluta vegna var hann aldrei sóttur
til saka.
Ákvörðun dómsmálaráðu-
neytisins um að útiloka Wald-
heim frá því að sækja Bandaríkin
heim er ekki geðþóttaákvörðun
stjórnvalda heldur byggð á
skýrum ákvæðum í lögum um
meðferð kóna á borð við hann.
Engu að síður vita Austurríkis-
menn ekki sitt rjúkandi ráð og
stjórn þeirra hefur þegar kallað
sendiherra sinn í Washington
heim til skrafs og ráðagerða.
Hvort þetta mál muni hafa afdrif-
aríkar afleiðingar í för með sér í
samskiptum Bandaríkjanna og
Austurríkis kemur í ljós bráðlega
og einnig hvort fleiri ríkisstjórnir
feta í fótspor þeirrar bandarísku.
-ks.
Myndin er tekin í Júgóslavíu árið 1943. Sláninn fyrir miðju er eng-
inn annar en hinn skyldurækni herra Kurt Waldheim.
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. apríl 1987
Aðalheimild: REUTER
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16