Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Blaðsíða 15
13 V LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 15 „Nokkuð frétt af már?" Ég sá hann fyrst þegar hann kom á ritstjómina með almanak- ið. Hann var dökkur yfirlitum, með yfirskegg og harta. Bakið var bogið. Seinna óx skeggið um allt andlit, svart og síðar grátt. Þama var kominn Jóhannes Guðmunds- son eða Jóhannes grínari eins og hann kallaði sig. Það brást ekki í mörg ár að grínarinn kom með þetta meistaraverk sitt milli jóla og nýárs. Almanakið var hið eina sinnar tegundar og ekki ætlað til dreifingar. Hver dagur ársins bar sína mynd. Almanakið var því myndlistarsýning um leið. Á alm- anaksspjaldinu kynnti grínarinn sig og sitt starf. Þar kom fram að hann syngi, spilaði og hermdi eft- ir. Grínarínn allur Tilgangur heimsóknarinnar var að hitta valda félaga á blaðinu og um leið að fá af sér mynd með almanakið. Sú ósk var uppfýllt. Jóhannes grínari, sérstæður kvistur á mannlífstrénu, er allur og var jarðsunginn í vikunni. Með honum er genginn fatlaður ein- stæðingur sem háði erfiða lífshar- áttu í samfélagi sem var honum um margt andstætt. Löngun til að skemmta öðrum hjó með honum og það gerði hann á sinn hátt. Skemmtikraftar þurfa að koma sér á framfæri og það gerði Jó- hannes grínari en aðeins í ákveðnum hópi. Sá hópur nægði honum og tók honum eins og hann var. í þeim hópi eignaðist grínarinn vini og sú vinátta ent- ist. Arfur skemmtikrafta í raun fékk ég grínarann í arf. Þegar ég kom til starfa á Dagblað- inu voru þar fyrir blaðamenn sem um leið tengdust skemmtanalífi. Jóhaimes grínari þekkti þá og þeir þekktu hann. Grínarinn hafði nefnilega þann sið að hringja í þekkta skemmtikrafta. Hann kynnti sig og fram kom að hann væri í sama bransa og um leið áhugi á fræga fólkinu. Eftir það snerust samtölin minna um hina landsþekktu skemmtikrafta því grínarinn hafði þann sið að spyrja viðmælendur tíðinda af sjálfum sér. „Nokkuð frétt af mér?“ spurði grinarinn einatt í upphafi samtals. Hvort sem svo var eða ekki greindi Jóhannes frá því sem nýlega hafði á daga hans drifið. Þegar þessir blaðamenn og skemmtikraftar hurfú til annarra starfa varð grínarinn minn. Jó- hannes lét það ekki á sig fá þótt ég væri ekki kollega í skemmtana- iðnaðinum. Hann hringdi reglu- lega og spurði tíðinda af sér. Ég sá og til þess að mynd var tekin um hver áramót þegar grínarinn kom með almanakið. Þær myndir glöddu einstæðing sem hafði fátt á sinni dagskrá. Á almanakinu stóð: „Músík fyrir alla“ og einnig að grínarinn umgengist æ fleiri fræga skemmtikrafta. Það var rétt hjá Jóa grínara að hann mngekkst æ fleiri fræga skemmtikrafta en vafasamt verður að telja að músík grínarans hafi verið fýrir alla. Mér þótti vænt um það að grín- arinn spurði aðeins eftir mér á blaðinu. Væri ég ekki viðlátinn komu aðrir ekki til greina. Stæði illa á hjá var símtalið stutt. Þegar betri timi gafst lengdist spjallið. Grinarinn lét sér ekki nægja að hringja á vinnustað heldur hringdi heim þegar þannig lá á honum. Það verður að segjast eins og er að ekki voru alltaf mikil tíð- indi af þessum sérstaka skemmti- krafti. Því verður að fyrirgefast þótt sannleikanum hafi aðeins verið hagrætt. Þegar grínarinn spurði hvort ég hefði nokkuð frétt af sér brást það ekki að ég hafði heyrt af honum. Það gladdi Jó- hannes grínara ef maður sagði honum að um hann hefði verið spurt. Það var enda útgjaldalítiö af minni hálfu að geta þess. Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri Tengsl við þá frægu Jóhannes Guðmundsson átti erfiða æsku. Hann var mikið fatl- aður og sú fötlun setti mark sitt á hann, ekki aðeins líkamlega held- ur og andlega. Umhverfið í þröng- býli sjávarþorps gat verið harð- lynt og leikið þá sem minna máttu sín heldur grátt. Jóhannesi leið “því betur eftir að hann kom til Reykjavíkur á fullorðinsárum. Fjölmennið veitti vemd. í Reykja- vík komst hann einnig nær hetj- um sínum, skemmtikröftunum. Jóhannes grínari setti sig í samband við frægustu skemmti- krafta landsins. Eflaust hefur þeim þótt það sérkennilegt í upp- hafi en smám saman þróaðist samband og vinátta enda var grín- arinn einlægm- og hógvær. Vegur skemmtikraftanna og þeirra sem Jóhannes leitaði til var vandrat- aður en þeir fúndu hann. Þeir leyfðu hinum sérstæða manni að taka þátt, jafnvel stöku sinnum að troða upp, án þess að fara þá auð- veldu leið að spila með hann. Sú þátttaka veitti gleði og fúllnægju. Þeirri gleði miðlaði Jóhannes grínari þegar hann hringdi. Hann ljómaði þegar hann fékk smáhlut- verk i kvikmynd og þau hlutverk urðu fleiri. Kvikmyndaleikstjór- inn Friðrik Þór Friðriksson áttaði sig á því hve myndrænn Jóhann- es var og nýtti sér það. Um leið fékk grínarinn staðfestingu á því að hann væri maður 'með mönn- um. Qborganleg skemmtun Tvisvar sat ég skemmtun Jó- hannesar grínara. Sú skemmtun var kostuleg, óborganleg með öllu. Hann söng og spilaði á gítar og hermdi eftir. Sumar fígúrrn- grin- arans voru mjög „lókal“, frá upp- vaxtarárum hans vestur á fjörð- um. Það kom þó ekki að sök. Hatt- ur og búningur grínarans, kórón- aður með gervinefi, dugði einn og sér. Þegar hermt var eftir frægara fólki voru ráðherrar fyrstu stjóm- ar Ólafs Jóhannessonar teknir fyrir. Textinn skipti ekki máli enda skilaði hann sér misjafiilega. Jóhannes grínari var ekki skýr- mæltur. Grín hans og tilburðir allir vora slíkir að mig verkjaði i magann af hlátri. Svo var og um aðra boðsgesti. Skemmtikraft- inum tókst ætlunarverk sitt. Hann skemmti fólki og það ær- lega. Hann fór því ánægður heim og hafði frá nægu að segja næst þegar hann hringdi. Þá þurfti heldur ekki að hagræða sannleik- anum. Það höföu margir frétt af Jóhannesi grinara. Einum dýrmætt - öðr- um hollt Jóhannes varð að gjalda fötlun- ar sinna alla tíð. Kannski hefúr leiðin frá andúð, tillitsleysi og stríðni verið sú að leyfa huganum að reika og samsama sig frægum stjömum, erlendum jafiit sem inn- lendum. Þótt æviskeið grinarans væri aðeins rúmlega hálf öld hef- ur orðið hugarfarsbreyting á þeim tíma, nánast bylting í afstöðu til fatlaðra og þeirra sem minna mega sín. Jóhannes grínari naut þess síðari hluta ævi sinnar að eignast góða vini. Einn þeirra lýsti því svo í minningargrein í vikunni að það sem byijaði sem stundargaman hjá imgum drengj- um varð að vináttusambandi sem varð þeim hollt og Jóhannesi dýr- mætt. Sá hópur heimsótti hann og stytti honum stundir í einmana- leikanum. Kvaddur með stæl Jóhannes Guðmundsson var grátt leikinn af örlögunum. Lík- aminn var rýr og boginn. En með sínum hætti skilur hann eftir sig spor og minning hans lifir. Það sást best þegar hann var jarðsung- inn frá Fossvogskapellu um miðja vikuna. Athöfiiin var falleg og þar vantaði ekki fræga fólkið, vini grínarans. Honum tókst með sím- hringingum sínum og fölskvalausri vináttu að komast í hópinn. Þar voru vinir hans á Sjónvarpinu, söngvarar, leikarar og skemmtikraftar, Laddi jafnt sem Gísli Rúnar. Félagamir í Rió- tríóinu og góðvinir Jóhannesar sungu ljúflega yfir moldum hans við undirleik Gunnars Þórðarson- ar. „Nokkuð frétt af mér?“ spurði Jóhannes Guðmundsson í upphafi hvers samtals í sima. Það má skila því til grínarans að jarðar- förin hans hafi verið frábær. Aðr- ir hafa ekki kvatt með meiri stæl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.