Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						34
FMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998
Fólk í fréttum
Finnur Ingólfsson
Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, Jöklafold 15,
Reykjavík, var kjörinn varaformað-
ur Framsóknarflokksins á flokks-
þingi flokksins á Hótel Sögu sl.
sunnudag.
Starfsferill
Finnur fæddist i Vík í Mýrdal 8.8.
1954 og ólst þar upp. Hann lauk
prófi frá Samvinnuskólanum á Bif-
röst 1975, stúdentsprófi frá fram-
haldsdeild Samvinnuskðlans í
Reykjavík 1978 og prófi i viðskipta-
fræði, þjóðhagfræðisviði, frá HÍ
1984.
Finnur var framkvæmdastjóri
Prjónastofunnar Kötlu i Vik i Mýr-
dal 1975-77, framkvæmdastjóri
Prjónastofunnar Dyngju á Egilsstöð-
um 1978-79, aðstoðarmaður sjávar-
útvegsráðherra 1983-87, aðstoðar-
maður heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra 1987-91. Hann hefur
verið alþm. fyrir Reykjaneskjör-
dæmi frá 1991 og er iðnaðar- og við-
skiptaráðherra frá 1995.
Finnur var formaður Stúdenta-
ráðs HÍ1980-81 og formaður stjórn-
ar Félagsstofnunar stúdenta
1983-85.
Hann var formaður Sambands
ungra framsóknarmanna 1982-86,
hefur setið í miðstjórn Framsóknar-
flokksins frá 1982, í framkvæmda-
stjórn flokksins frá 1982, í lands-
stjórn Framsóknarflokks-
ins frá 1990, gjaldkeri
flokksins 1986-94, formað-
ur fulltrúaráðs framsókn-
arfélaganna í Reykjavík
1986-91, formaður þing-
flokks framsóknarmanna
1994-95, sat í blaðstjórn
Tímans frá 1986, i stjórn
Prentsmiðjunnar Eddu
1987-89, formaður nefndar
um endurskoðun al-
mannatrygginga 1988, for-
maður nefndar um sam-
starf sjúkrahúsanna í
Reykjavík 1989, í samninganefnd
Tryggingastofnunar rikisins við
lækna 1987-91, formaður stjórnar
Heilsugæsluumdæmis Austurbæjar
nyrðra 1991-94 og formaður sam-
starfsráðs heilsugæslustöðva í
Reykjavík 1991-94.
Finnur var varafulltrúi þing-
mannasamkomu NATO 1991-93 og
varaformaður þingmannanefndar
íslands hjá RÖSE 1992-95.
Fjölskylda
Kona Finns er Kristín Vigfúsdótt-
ir, f. 30.12. 1955, hjúkrunarfræðing-
ur. Foreldrar hennar: Vigfús Magn-
ússon, f. 3.6. 1933, geðlæknir og
tryggingalæknir hjá Trygginga-
stofnun ríkisins, og k.h., Fanney
Reykdal, f. 20.12. 1933, d. 21.1. 1995,
húsmóðir.
Finnur Ingólfsson.
Börn Finns og Kristínar:
Fanney, f. 30.7. 1980,
nemi við MS; Ingi Þór, f.
24.5. 1982, nemi við Borg-
arholtsskóla; Hulda, f.
7.11. 1989, grunnskóla-
nemi við Foldaskóla.
Bróðir Finns: Magnús, f.
14.2. 1948, húsasmíða-
meistari í Reykjavik,
kvæntur Björgu Jóns-
dóttur, móttökuritara
við Heilsugæslustöðina í
Grafarvogi en dóttir
þeirra er Svala.
Foreldrar Finns: Ingólfur Sæ-
mundsson, f. 3.12. 1916, fyrrv. skrif-
stofumaður hjá Kaupfélagi Skaftfell-
inga, og k.h., Svala Magnúsdóttir, f.
20.3. 1920, d. 7.3. 1992, húsmððir.
Ætt
Ingólfur er sonur Sæmundar, b. í
Sólheimakoti og Eyjahólum í Mýr-
dal og síðar tómthúsmanns í Vík í
Mýrdal Bjarnasonar, b. í Hraunbæ
Þorsteinssonar. Móðir Sæmundar
var Margrét, hálfsystir Kristínar,
ömmu Vilhjálms Bjarnasonar, fram-
kvæmdastjóra Kassagerðar Reykja-
víkur, afa Elínar Hirst sjónvarps-
fréttamanns. Hálfbróðir Margrétar
var Gestur, langafi Þóris Páls Guð-
jónssonar, kaupfélagsstjóra í Borg-
arnesi. Margrét var dóttir Bárðar, b.
á Hemru Jónssonar, og Guðrúnar
Sæmundsdóttur.
Móðir Ingólfs var Oddný Runólfs-
dóttir, b. á Suður-Fossi, brðður Ein-
ars, föður Þorleifs jarðfræðings.
Systir Runólfs var Þórunn, amma
Þórs Vigfússonar, fyrrv. skólameist-
ara á Selfossi, og Eggerts slökkvi-
liðsstjóra. Runólfur var sonur Run-
ólfs, b. í Skálmarbæ Gunnsteinsson-
ar, og Guðlaugar Eiríksdóttur. Móð-
ir Guðlaugar var Hildur Gisladóttir.
Móðir Oddnýjar var Guðný Ólafs-
dóttir.
Systir Svölu er Hulda, amma Egg-
erts Skúlasonar fréttamanns. Svala
er dóttir Magnúsar, skósmiðs og
pósts í Vík í Mýrdal Einarssonar, b.
í Steig Runólfssonar. Móðir Magn-
úsar var Kristín Magnúsdóttir, b. á
Brekkum Jónssonar, Lafranssonar.
Móðir Magnúsar var Þóra Jónsdótt-
ir. Móðir Kristínar var Ólöf Bjarna-
dóttir, b. á Litlu-Hólum Guðmunds-
sonar, og Karitasar Ólafsdóttur.
Móðir Svölu var Sigurbjörg Ein-
arsdóttir, f. á Giljum Hjaltasonar, b.
í Suður-Götu Einarssonar, Jóhanns-
sonar. Móðir Hjalta var Ragnhildur
Jónsdóttir. Móðir Einars var Tala
Runólfsdóttir, b, á Skaganesi Sig-
urðssonar, og Ingveldar Jónsdóttur.
Móðir Sigurbjargar var Ingibjörg
Sigurðardóttur, b. á Giljum Árna-
sonar og Önnu Gísladóttur.
Andlát
Þórður Guðjohnsen
Þórður Guðjohnsen, verslunar-
maður við verslunina Hamborg í
Reykjavík, lést á Sjúkahúsi Reykja-
víkur, miðvikudaginn 18.11. sl.
Útför hans fer fram frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík í dag, fimmtudag-
inn 26.11. kl. 13.30.
Starfsferill
Þórður fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp. Hann stundaði nám
við Verslunarskóla íslands, lauk
þaðan verslunarprófi 1956, lauk
stúdentsprófi þaðan 1958, stundaði
nám i verslunarrekstri í Kaup-
mannahöfn um skeið og stundaði
nám við lagadeild HÍ.
Þóröur starfaði við verslunina
Hamborg um árabil. Þórður var rit-
stjóri Viljans, skólablaðs VÍ, og gaf
út um skeið, ásamt Magna Magnús-
syni og Finni Kolbeinssyni, tímritið
Frímerkið. Hann var einn af stofn-
endum Félags frímerkjasafnara.
Fjölskylda
Sonur Þórðar er Friðjón Stefán
Guðjohnsen, f. 2.12.1967, kerfisfræð-
ingur í Reykjavík, kvæntur Gíslínu
Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra hjá
Marvís. Móðir Friðjóns er Herborg
Margrét Friðjónsdóttir, f. 20.11.
1937, þingskrifari.
Systkini Þórðar eru Kristín
Guðjohnsen, f. 10.5. 1928, fyrrv.
skrifstofumaður hjá Flugleiðum og
á hún eina dóttur; Stefán Guðjohn-
sen, f. 27.5.1931, viðskiptafræðingur
og forstjóri í Garðabæ, kvæntur
Guðrúnu Egilsdóttur Ragnars og
eiga þau fjögur börn; Dóra Guðjohn-
sen, f. 29.5. 1938, líffræðingur í
Reykjavik, gift Bergþór Jóhanns-
syni grasafræðingi og eiga þau fjór-
ar dætur.
Foreldrar  Þórðar  voru  Jakob
Guðjohnsen, f. 23.1. 1899,
d. 11.10. 1968, verkfræð-
ingur og rafmagnsstjóri í
Reykjavík, og k.h., Elly
Hedwig Nowottnick, f.
2.3. 1903, d. 12.11. 1962,
húsmóðir.
Ætt
Jakob var sonur Stef-
áns Guðjohnsen, kaup-
manns á Húsavík, bróður
Þóru, móður Baldurs
Möller, fyrrv. ráðuneytis-
stjóra, fóður Markúsar Möller hag-
fræðings. Stefán var sonur Þórðar,
verslunarstjóra á Húsavík, bróður
Mörtu Maríu, móður Ingibjargar
Thors forsætisráðherrafrúar. Þórð-
ur var sonur Péturs, organleikara
við Dómkirkjuna og ættföður
Guðjohnsenættarinnar. Móðir Þórð-
ar verslunarstjóra var Guðrún Sig-
Þórður Guðjohnsen.
ríður  Knudsen,  dóttir
Lauritz Knudsen, ættfóð-
ur  Knudsenættarinnar,
og  Margrethe  Andreu
Hölter.  Móðir  Stefáns
kaupmanns var Halldóra,
systir Sveinbjörns Svein-
björnsson  tónskálds  og
Lárusar dómstjóra. Hall-
dóra var dóttir Þórðar,
háyfirdómara í Reykjavík
Sveinbjörnssonar,    og
Kristínar Katrínar, syst-
ur  Guðrúnar  Sigríðar
Knudsen.
Móðir Jakobs rafmagnsstjóra var
Kristín Jakobsdóttir, kaupmanns á
Vopnafirði Helgasonar og Elísabet-
ar Ólafsdóttur.
Elly Hedwig var dóttir Johan
August Nowottnick, vélfræðings á
Aldershof í Þýskalandi, og Berthu
Marie Nowottnick, f. Ackermann.
Tll hamingju
með afmælið
26. nóvember
95 ára________________
Sigríður Sigurðardóttir,
Hafnarbraut 17, Hólmavík.
90ára
Sveinbjörg Klemensdóttir,
Grettisgötu 19, Reykjavik.
Ársól Klara
Guðmundsdóttir,
Hrafnistu, Reykjavík.
Sigurmundur Guðnason,
Hringbraut 50, Reykjavík.
Anna Halldórsdóttir,
VíðOundi 6 H, Akureyri.
75 ára
Ingibjörg Pétursdóttir,
Efstalandi 6, Reykjavik.
Hjalti Sigfússon,
Kambaseli 31, Reykjavík.
Jón Bragi Hlíðberg,
Smáraflöt 36, Garðabæ.
70 ára
Valdimar Ásgeirsson,
Krummahólum 6, Reykjavík.
Sigurveig Kristjánsdóttir,
Skarðaborg, við Húsavík.
60 ára
Eggert Þorsteinsson,
Hamrabergi 22, Reykjavík.
Jóhanna Haraldsdótör,
Vesturbergi 163, Reykjavík.
Guðný Hrönn
Þorsteinsdóttir,
Engihjalla 9, Kópavogi.
Ester Bára Gústafsdóttir,
Álfaskeiði 84, Hafnarfirði.
Helgi Ingvarsson,
Sólheimum, Hvolhreppi.
50 ára
Guðmundur Karl
Stefánsson,
Miðtúni 64, Reykjavik.
Finnur Sigfús Hlugason,
Háaleitisbraut 34, Reykjavík.
Maria Björg Jensen,
Klyfjaseli 6, Reykjavík.
Gunnar Vilhelmsson,
Unufelli 23, Reykjavík.
Kristbjörg Guðjónsdóttir,
Bjamhólastíg 9, Kópavogi.
Svanhildur Leifsdóttir,
Sævangi 40, Hafnarfirði.
Steinunn B. Geirdal,
Eyrarkoti, Mosfellsbæ.
María Ragnhildur
Eyþórsdóttir,
Sunnubraut 2, Búðardal.
Pálmi Sveinsson,
Hvannahlíð 6, Sauöárkróki.
Júlfus Fossberg Arason,
Aðalstræti 3, Akureyri.
Marianne Ósk B. Nielsen,
Stekkholti 7, Selfossi.
40 ára
Einar Þór Garðarsson
vélamaður,Brekkuhlíð 16,
Hamarfirði.
Einar er í útlöndum á
afmælisdaginn.
Jóhanna Jóhannsdóttir,
Þingholtsstræti 30, Reykjavík.
Sólveig Jakobsdóttir,
Nökkvavogi 41, Reykjavík.
Ottó Ólafur Gunnarsson,
Starengi 20b, Reykjavík.
Einar Eyjólfsson,
Smyrlahrauni 34, Hafnarfirði.
Ásdís Viggósdóttir,
Neðribraut 7, Mosfellsbæ.
Birgitta Bragadóttir,
Lágholti 9, Stykkishólmi.
Karl Jóhan n Jóhannsson,
Borgarbraut 9, Grundarfirði.
Laufey Sigurlaug
Sigurðardóttir,
Klettagerði 4, Akureyri.
Birgit Maria Braun,
frá Saar Louis í Þýskalandi,
Högnastöðum I.,
Hrunamannahreppi.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40