Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2000, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________PV Buena Vista við Hafnarstrætið á ísafirði: Sveiflan lifir á rakara- stofunni DV-MYND KOLBRÚN Villi Valli stendur viö stólinn í rakarastofunni Þegar tóm gefst til sest hann viö píanóiö og leitar aö nýrri laglínu. Þegar hann varö sjötugur í sumar gáfu börnin honum stúdíótíma í afmæiisgjöf og hann tók upp heilan geistadisk meö lögum sem hann hefur samiö á næstum fimmtíu ára ferli sínum sem tóniistarmaöur. mála myndir eða smíða ýmsa sér- stæða hluti. Hann er nefnilega einn af þessum mönnum sem eru alltaf að skapa eitthvað. Villi hefur aldrei borist mikið á og hefur til dæmis aldrei eignast bíl og ferðast enn á reiðhjóli um miðbæinn á ísafirði sem hefur verið starfsvettvangur hans og leikvöllur í háifa öld. í hljóðver eftir nærri 60 ár í tæp sextíu ár hefur VUli VaUi sem sagt spUað fyrir fólk sem er að skemmta sér og þegar hann varð sjötugur í vor gáfu börnin hans hon- um þá sérstæðu afmælisgjöf að þau sendu hann í stúdíó þar sem hljóð- rituð voru 14 lög eftir afmælisbarn- ið, með aðstoð valinkunnra manna sem sumir hefðu aldurs síns vegna getað verið barnaböm VUla VaUa en höfðu flestir lært tónlist heldur lengur en hann. Þama voru höfð- ingjar eins og Eyþór Gunnarsson, Árni Scheving, Veigar Margeirsson, Birgir Baldursson, Einar Valur Scheving, Þórður Högnason og Eð- varð Lárusson. EgiU Ólafsson og Ylfa Mist Helgadóttir syngja sitt lag- ið hvort og Herdís Jónsdóttir strýk- ur víóluna í tveimur lögum. „Þetta var í fyrsta sinn sem ég kem inn i hljóðver og þetta var af- skaplega skemmtUeg og eftirminni- leg upplifun að fá að spUa með þess- um sniUingum,“ sagði ViUi. Buena Vista á ísafirði Um þessar mundir er sýnd á ís- landi kvikmyndin um Buena Vista Social Club sem er heimUdarmynd tekin upp á Kúbu með öldnum tón- listarmönnum sem enn spUa af krafti og ástríðu þrátt fyrir háan aldur. Wim Wenders hefði líka get- að farið tU ísafjarðar tU þess að taka upp hliðstæðuna sem er djasshljóm- sveitin sem aUtaf er tU í tuskið þótt að minnsta kosti tveir meðlhna séu komnir yfir sjötugt og sumir orðnir sextugir. Þar leikur ViUi ásamt þeim Ólafi Kristjánssyni, Magnúsi Reyni Guðmundssyni, Gunnari Sumarliðasyni og Baldri og Karli Geirmundssonum. Þó að þessir höfðingjar séu ekki orðnir eins gamlir og Kúbverjarnir þá leiftrar af þeim sama spUagleðin og hinum suðrænu félögum þeirra. „Við spilum aUtaf saman okkur tU gleði og svo er ég enn að spUa dinnertónlist. Meðan ég hef gaman af þessu þá held ég áfram að spUa.“ -PÁÁ MYND ÞÓRIR H. ÓSKARSSON Hljómsveitln V.V. og Baröi áriö 1962 þegar bítlatímabiliö var aö skella á og menn hættir aö láta klippa sig / fremr'i röö frá vinstri: Guömundur Marinósson, Villi Valli og Ólafur Karvei Pálsson. Aftari röö: Baröi Óiafsson, Magnús Reynir Guömundsson, Þórarinn Gíslason og Ólafur Kristjánsson. - þar sem gestirnir kunna að tala saman Þegar sá sem þetta ritar var að alast upp í afskekktri sveit fyrir vestan heyrðust menn aldrei rífast. Þyrftu menn að skipt- ast á skoðunum þá gerðu þeir það á kurteisan og hljóðlátan hátt án stór- yrða. Þetta var ekki svona á ísafirði. Þar voru menn vanir að brýna raustina yfir brimhljóðið og í stjóm- málunum voru línurnar skýrar en fáar. Sá sem ekki er með mér er á móti mér. Þegar ég kom sem feim- inn sveitadrengur út á ísafjörð til að taka fermingarfótin út í reikning í Kaupfélaginu fór amma með mig á rakarastofuna hjá ViUa Valla í Hafnarstrætinu. Eru þeir að verða vitlausir? Meðan ég sat í stólnum, stóreygur yfir flestu sem fyrir bar, renndu karlarnir sem biðu sér í eina sennu um rækjuveiðar í Djúpinu. Ég hélt að þeir ætluðu að drepa hvor annan og rakspíraglösin skulfu í glerhUl- unum undan þungum bassaröddun- um. Ég var skíthræddur. ViUi Valli klippti mig með hraði og það krimti í honum af hlátri en hann var óhræddur að sjá. Villi Valli, sem heitir reyndar réttu nafni Vilberg Vilbergsson, var byrjaður að spila á böllum þegar hann var 12 ára og lærði af sjálfum sér á píanó og harmoníku en Guð- mundur Nordal kenndi honum að blása í saxófón. Mannlífið i Hafnarstræti í húsunum tveimur í Hafnar- stræti 11 var skrautleg mannlífs- flóra. í næstu dyrum við rakarastof- una var Verslun Jónasar Magg í Hafnarstræti „hálfeUefu" þar sem ýmsir spekingar söfnuðust saman og leystu lífsgátuna og í þamæstu dyrum var Ásta í blómabúðinni sem talin var rammskyggn. „Það var oft ansi heitt í kolunum í gamla daga, sérstaklega rétt fyrir kosningar. Það var gaman að þeim sem voru vel heima í pólitíkinni og lásu allt sem stóð í blöðunum, en nú hefur stórlega dregið úr hressUeg- um rifrildum," sagði Villi VaUi í samtali við DV. Rakarastofan í Hafnarstræti 11 er enn opin á hverjum degi. Villi hefur staðið við rakarastólinn í hálfa öld og séð marga hártískuna fara og koma. Neyddur tíl að spila á ný „Bítlatímabilið var erfiðast. Fyrst hélt ég að þetta væri eins og umferð- arpest sem myndi fara en svo neyddist ég tU að fara að spUa aftur á þessum tíma því ég klippti ekki fyrir matnum ofan í fjölskylduna." Lengst af hefur VUli búið fyrir ofan rakarastofuna og alið þar upp börnin fjögur með Guðnýju konu sinni. Þegar hann er ekiii að klippa fólk, eða spila á píanó, nikkuna eða saxófóninn, bá erípur hann í að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.