Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2002, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2002, Blaðsíða 17
16 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 17 DV Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aösto&arritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahiiö 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðserrt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Ný og gömul pólitík Lesendur DV hafa á síðustu vikum verið leiddir um landið og þeim kynnt þar nýtt landslag í íslenskri póli- tík. Ferðin hófst í nýju suðvesturkjördæmi og þaðan var haldið réttsælis og endað í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur á þriðjudag. Mikil vinna hefur verið lögð í út- tekt DV á þessari nýju svæðaskipan á landsmálapólitik- inni sem skilað hefur ítarlegum og áhugaverðum frétta- ljósum. Viðtökurnar hafa enda verið góðar og er ljóst að lesendur kunna vel að meta þjónustu af þessu tagi. Um áratugi hafa menn átt að venjast gömlu kjördæm- unum átta og mörk þeirra eru svo skýr í hugum fólks að ugglaust tekur það mörg ár að má þau burt úr kollinum. Breytingin er mest úti á landi þar sem allt að þremur kjördæmum er steypt í eitt. Víða skilur að, svo sem á milli Siglufjarðar og Fljóta, Hornaflarðar og Austfjarða, Hafnarfjarðar og Suðurnesja og þá er sjálf höfuðborg landsmanna klofin að endilöngu eftir Miklubrautinni. Það er sumsé búið að hrista uppi í pólitískri landafræði. Af lestri fréttaljósa DV um nýju kjördæmin má ráða miklar breytingar á högum margra sitjandi alþingis- manna og eins hinna sem ætla sér frama í stjórnmálum á næstu árum. Norðvesturkjördæmið er skýrt dæmi um þessar miklu breytingar. Þar fækkar þingmönnum svæð- isins um þriðjung, en þeir voru samtals fimmtán í gömlu kjördæmunum þremur sem nú mynda nýja norðvestur- kjördæmið. Þessi fækkun hlýtur að kalla á harðari slag og víst er að sitjandi þingmenn munu þar falla af stalli. Á öðrum vígstöðvum má einnig vænta mikilla breyt- inga. í nýju norðausturkjördæmi situr helmingur þing- manna í veigamiklum embættum, en þar er að finna fjóra ráðherra ásamt forseta Alþingis. Einn ráðherra er hins vegar vestan Tröllaskaga og sömuleiðis er aðeins einn ráðherra að finna úr hinu nýja kjördæmi Suður- lands sem nær allt austan frá Hornafirði að Vatnsleysu- strönd. Þá fjölgar þingmönnum víða, um einn í suðvest- urkjördæmi, einn í suðurkjördæmi og þrjá í Reykjavík. Nýju kosningalögin og þær breytingar sem eru að verða á kjördæmaskipan í landinu brjóta áratugagamlar hefðir i íslenskum stjórnmálum. Nýju lögin eru ekki gallalaus en meginatriði er að þau laga óþolandi misvægi í atkvæðavægi. í síðustu þingkosningum þurfti frambjóð- andi á Reykjanesi að sannfæra fjórum sinnum fleiri kjós- endur um ágæti sitt til að tryggja sér þingsæti en fram- bjóðandi á Vestfjörðum. Það er of mikið og sýnir vel og sannar hvað gamla kerfið var óréttlátt í eðli sínu. Nýja kjördæmaskipanin lagar einnig hlutfallslega skekkju á milli byggðakjarna innan hvers kjördæmis. Kópavogur er þar gott dæmi, en það er bæjarfélag sem hefur verið að vaxa mjög að íbúafjölda á allra síðustu árum. Nú, þegar bærinn er hluti af landfræðilega minna og fámennara kjördæmi, fer vægi hans úr tæpum 30 pró- sentum í nærfellt 40 prósent. Athygli vekur í því ljósi að þaðan koma þó aðeins tveir sitjandi þingmenn. Að sama skapi eykst vægi Suðumesja í nýju suðurkjördæmi. Spurt er hvort nýjum kjördæmum fylgi annars konar stjómmálabarátta en menn hafa átt að venjast. Það verð- ur ekki séð að öðru leyti en því að þingmenn úti á landi þurfa að vera stórstígari en áður. Ein breyting kann þó að vega talsvert á metunum. Með nýja kerfinu aukast lik- ur á því að lítil framboð með dreift fylgi komi manni að, en að sama skapi minnka möguleikar framboða sem hafa talsvert fylgi á afmörkuðu svæði. Þetta gæti hleypt nokkru lífi í pólitíkina og er ekki vanþörf á því. Sigmundur Ernir DV Skoðun Klukkunni snúið við í Danmörku? Kjallari Ármann Jakobsson íslenskufræöingur Danska afturhaldsríkis- stjórnin hefur tvö áhuga- mál: að skera niður fé til menntamála og snúa við innflytjendastefnu síðustu áratuga. Nú hefur verið kynnt um frekari niðurskurð í sérkennslu nýbúa og yf- irvöldum er sérstaklega í nöp við það að þeir eigi kost á að hlúa að máli og menningu upprunalandsins. Skila- boðin eru einföld: Danir skulu vera danskir. Danmörk og ísland Fjölmenningarsamfélagið er þannig í raun og veru ekki lengur á dagskrá í Danmörku þó aö það sé tískuorð á íslandi. Munurinn er auð- vitað himinhrópandi. Danir hafa lengi tekið vel á móti innflytjendum og flóttamönnum. Lengi hefur verið óhugsandi að ferðast um Kaup- mannahöfn án þess að sjá framand- lega Dani sem margir tala þó dönsku reiprennandi. Danskir strætisvagnar eru fullir af nýbúum sem tala saman á dönsku. í íslensku vögnunum tala þeir gömlu málin enda hefur mun meiri fjármunum verið eytt í tungumála- kennslu nýrra Dana en gerist hér á landi. Auðvitað skiptir máli að í Danmörku er núorðið um margar kynslóðir að ræða en ekki verður heldur litið fram hjá því að á íslandi er ráðandi viðhorf að menntun eigi ekki að kosta neitt og hægt sé að mennta fólk mjög vel með litlum til- kostnaði. Sem raunar tekst furðuvel en niríílshátturinn í menntakerfmu hlýtur þó alltaf að koma niður á einhverju. „Erlendir“ Danir slá í gegn Danska stefnan hefur vita- skuld bæði verið dýr og haft ýmsa agnúa en þó skilað ótvíræð- um árangri. Ýmsir Danir af er- lendum uppruna hafa ekki aðeins lagað sig að nýja samfélaginu heldur orðið þar afreksmenn. Það á við um tvo nýkjöma þingmenn, Naser Khader og Kamal Qureshi. Sá fyrrnefndi er meðal áhrifa- meiri manna í danskri umræðu og sýnir með eigin dæmi að það er ekki náttúrulögmál að innflytj- endur séu á botni samfélagsins. Jafnvel repúblíkanar gætu hrifist af Khader sem eins konar Colin Powell Danmerkur, talandi dæmi um að sumir þurfa bara tækifæri og þá slá þeir í gegn. En Naser Khader er frekar undantekning en regla. Óhætt er að kalla innflytjendur og böm þeirra lágstétt Danmerkur. Enn eru sumir jafnari en aðrir í dönsku samfélagi. Menn eins og Khader og Qureshi sanna að þetta er hægt en ekki að Danir af erlendum uppmna hafi sömu tækifæri og aörir. Þeir þurfa að vera betri til að ná sama árangri. Vaxandi menningarárekstrar Um leið hafa árekstrar menn- ingarheima farið vaxandi. Siðir íslams eru að sumu leyti aftur- haldssamir og þeir sem hafa alið á kynþáttahyggju hafa getað snú- ið mörgum frjálslyndum með ein- fóldum rökum: Með frjálslyndi gagnvart annars konar menningu eruð þið að samþykkja kúgun kvenna sem þið mynduð ekki fallast á í eigin ranni. Margt hef- ur orðið til að kynda undir óþol- inu, þar á meðal hrottaleg hópnauðgun fjögurra unglinga af sigaunakyni á þrítugri konu á Strikinu. Það mál var sett í kyn- þáttasamhengi og hafði mikil áhrif. Ekki hefur tortryggnin gagn- „Danir hafa lengi tekið vel á móti innflytjend- um og flótta- mönnum. Lengi hefur verið óhugsandi að ferðast um Kaup- mannahöfn án þess að sjá fram- andlega Dani sem margir tala þó dönsku reiprennandi. Danskir strætis- vagnar eru fullir af nýbúum sem tala saman á dönsku. “ vart íslam minnkað eftir að „stríöið gegn hryðju- verkum" hófst. í þessu andrúmslofti hefur kom- ist til valda afturhalds- söm stjóm sem vill snúa klukkunni við og gera Danmörku „danska" á ný. Hún fer hægt og ró- lega af stað en greinilegt er hvert er stefnt. Tímaflakk mögulegt? Vandi hennar er hins vegar að það er ekki hægt að ferðast aftur í tíma. Danmörk án Dana af er- lendum uppruna er ekki lengur möguleg. í staðinn mun stjómarstefnan deila Dönum í fyrsta og annars flokks þegna og hætt er við að afleiðingarnar verði óskaplegar þegar fram í sækir. Sandkom Þverpólitískur dans Stöku sinnum skjóta upp kollinum mál sem menn taka afstöðu til, þvert á girðingar flokkakerfisins. Eitt nýlegt mál af því tagi hefur leitt saman unga frjálshyggjumenn á Vefþjóðviljanum og einn af for- ystumönnum ungs samfylkingarfólks. Þeir stíga nú sameiginlegan mótmæladans í tilefni af því að eró- tískur einkadans hefur verið bannaður. Vefþjóö- viljamenn minna á að samkvæmt stjómarskrá megi ekki skerða atvinnufrelsi manna nema með lögum - og þá fyrst að almannahagsmunir krefjist þess - og telja fráleitt að það standist að láta breytingu á lög- reglusamþykkt duga. Sigurður Hólm Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Félags ungra jafhað- armanna, kippir fast í sama streng á Kreml.is, segir ljóst að yfirvöldum standi á sama um stjómarskrá landsins og telur einsýnt að bannið ýti undir vændi. Hvorugur höf- undanna er feiminn við að gagnrýna stjómmálamann í eigin flokki, dómsmálaráðherra og borgarstjóra, enda báðir sagðir hafa orðið berir að því að bregðast réttum málstað ... Ummæli Yfiifréttastjóri og íþróttafréttamaður Átta sóttu sem kunnugt er um nýja stöðu „forstöðu- manns fréttasviðs Ríkisútvarpsins", en það er ný staða yf- irmanns fréttastjóra Sjónvarps og Útvarps. Forstöðumað- urinn verður að hluta til faglegur yflrmaður, þ.e. í frétta- legum skilningi, en fréttastjórar Sjónvarps og Útvarps hafa eftir sem áður umtalsvert faglegt ^ g . sjálfstæði og meginverkefni nýja for- Al JP stöðumannsins verður því að bera ábyrgð á rekstrarlegum þáttum. Þessi ppsumpart óljósa skilgreining endur- Æg speglast í fjölbreyttri flóru umsækj- ▼ £ \ r enda, en þar eru á ferð þrír frétta- ^ menn, einn útvarpsmaður, kerfis- fræðingur, sálfræðingur, markaðsfræðingur og stjóm- málafræðingur. Sumir þeirra eru lítt eða ekkert þekktir og hafa litla eða enga reynslu af fjölmiðlum en fyrir fram hefði mátt búast við að staða af þessu tagi þætti eftirsótt í fjölmiðlastétt. Einn umsækjenda, kerfisfræðingurinn, sækir raunar jafnframt um stöðu íþróttafréttamanns ... Vinsamleg eða fjjandsamleg yfirtaka? „Samruni FBA og íslandsbanka gekk snurðulaust þótt einhverjir myndu túlka hann þannig að þar eð hlutur eigenda íslandsbanka var tveimur hundraðs- hlutum stærrí en hlutur eigenda FBA hefði sá fyrr- nefndi yfirtekið hinn síðamefnda. “ Við ofmetum góðar aðstæður „Þótt margt megi finna vegakerf- inu til foráttu verður því ekki með neinum sanni kennt um allt sem úrskeiðis fer. Einbreiðu brýmar, yfir ár og læki, inn til dala og á heiðum uppi, eru oft taldar orsaka- valdar margra óhappa. Þó er þaö svo aö yfir flestar þeirra er vanda- laust að aka. ... Einbreiðu brýmar munu verða til staðar um ehihver ókomin ár. En látum ekki okkur til hugar koma, að við brotthvarf þeirra og malarveganna heyri slys- in sögunni til. Reynslan hefur því miður staðfest að þeim mun betri sem aðstæður eru þeim mun meiri er hættan á að viö ofmetum þær, að öllu sé óhætt, ekkert geti skeð. Bílamir verða sífellt kraftmeiri og að sama skapi hættulegri þegar bamaskapurinn nær tökum á okk- ur og þeir verða að leikföngum í höndum okkar. Umferðarmann- virki leysa ekki allan vanda. Veld- ur hver á heldur." Úr leiöara Bæjarins besta á ísafiröi. U pp vakningurinn flýr suður „Finnur Ingólfsson seðlabanka- stjóri sem boðað hefur 2,5% vaxta- hækkun strax og ráðist yrði í stór- iðjuna eystra var sendur út af örk- inni með loforð Landsvirkjunar um enn lægra orkuverð. Á móti krefst Landsvirkjun ríkisábyrgðar og komandi kynslóðum yrði sjálfkrafa gert að jafna mismuninn með hærra raforkuverði. Þessa dagana eru forstjórar Alcoa að gylla fyrir stjórn auðhringsins kosti þess að semja við auðsveipa ríkisstjóm ís- lands um Reyðarfjarðardæmiö, að ekki sé talað um sveitarstjórnar- menn sem ámm saman hafa þulið stóriðjubænina seint og snemma. Forsvarsmenn Alcoa gera sér enga rellu út af umhverfisspjöllum og hafa tilkynnt umheiminum aö á íslandi þurfi víst enga að flytja nauöungarflutningum vegna virkj- unarframkvæmda! Aðeins einn er farinn að pakka niður, sá hinn sami og vakti upp drauginn eystra, og hyggst nú bjóða sig fram öðru hvom megin Hringbrautar." Hjörleifur Guttormsson á heimasíöu sinni. Undanfariö hafa verið haröar deilur um tilraunir Búnaöarbanka íslands til yfirtöku Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrenn- is. Hafa þung orð fallið í þeirri orrahríð þar sem tii- raunir bankans tii yfir- töku hafa verið taldar óvinveittar án þess að nánar hafi verið farið út í þá sálma. í hreyfilegu hagkerfi er eðlilegt að sviptingar veröi á markaði. Fyr- irtæki em stofnuð, þau líða undir lok með einhverjum hætti þótt eigi sé sjálfgefið að þau eigi sér ákveð- inn líftíma. Fyrirtæki getur tekið margvíslegum breytingum þannig að að ákveðnum tíma liðnum frá stofnun þess sé fátt eitt eftir sem minnir á gamla fyrirtækið annað en nafnið eitt. Fyrirtæki sem haslað hefur sér völl í einum geira atvinnulífsins verður ef til vill síðar allsráðandi á sviði hugbúnaðar sem enginn hafði heyrt nefndan á upphafsárum fyrir- tækisins, enda orðið óþekkt þá. Vinsamleg yfirtaka Samruni og yfirtaka innláns- stofnana er ekki nein nýlunda í ís- lensku fjármálalífi. Á sínum tíma sameinaðist Sparsjóðurinn á Akra- nesi Landsbanka íslands án þess að mikið væri fjcillað um málið í fjöl- miðlum. Þegar Útvegsbankinn rið- aði til falls sýndu forsvarsmenn Sambands íslenskra samvinnufé- laga áhuga á að kaupa bankann, væntanlega með það að markmiði að sameina hann Samvinnubank- anum. Sú hugmynd féll fyrst og fremst í grýttan jarðveg meðal ýmissa skuldunauta Útvegsbankans sem ekki voru tengdir Sambandinu. Ótt- ast var að upplýsingar um stöðu fyrirtækja þeirra gætu borist með því móti til helsta keppinautarins í útflutningi sjávarafurða. Síðar átti það fyrir Samvinnubankanum að liggja að sameinast Landsbankan- um. Niðurstaðan varð sú að í sátt og samlyndi runnu fjórir viðskipta- bankar saman i íslandsbanka; einkabankamir þrír, Alþýðubank- inn, Iðnaðarbankinn, Verzlunar- bankinn og Útvegsbankinn. Lita ber þó þannig á að þrír bankar hafi sameinast og yfirtekið hinn fjórða. Enn hélt samrunaferli innan fjár- málageirans áfram þegar Fisk- veiðasjóður, Iðnlánasjóður og Iðn- þróunarsjóður voru sameinaðir í Fjárfestingarbanka atvinnulífisins. Ágreiningm- spratt um eignaraðild þar sem þeir aðilar er greitt höfðu atvinnuvegagjöld til sjóðanna töldu þau jafngilda að hluta til eignarað- ild er gerð hefði verið upptæk við sameininguna. Samruni FBA og íslandsbanka gekk snurðulaust þótt einhverjir myndu túlka hann þannig að þar eð hlutur eigenda íslandsbanka var tveimur hundraðshlutum stærri en hlutur eigenda FBA hefði sá fyrr- nefndi yfirtekið hinn síðarnefnda. Áður höfðu verið uppi þreifingar um sameiningu Búnaðarbanka og FBA. Framangreind tilvik verða vart túlkuð sem fjandsamleg yfir- taka. Fjandsamleg yfirtaka Dæmi um fjandsamlega yfirtöku eru fjölmörg. Einkenni hennar eru yfirleitt að beitt er brögðum sem ýmist eru á gráu svæði eða ólögleg. Algengt er að vegna fjandsamlegrar yfirtöku spretti málaferli, þar sem tekist er á um grundvallaratriði siðfræði og heilbrigðra viðskipta- hátta. í mörgum tilvikum komast skúrkar yfir fyrirtæki sem hafa neikvætt firmavirði á markaði. Það er að upplausnarvirði fyrirtækj- anna er meira en markaðsvirði þeirra. Þannig að besti kostur þess sem yfirtekur fyrirtækið er aö leggja það niður og selja eignir þess í hlutum. Annar kostur er að beita belli- brögðum, þótt um vel stæð fyrir- tæki sé að ræða, gera þau gjald- þrota með því að draga eins mikið fé út úr þeim með ólöglegum milli- færslum og kostur er. Dæmi frá Vesturheimi eru um að lífeyrissjóð- um starfsmanna yfirtekinna fyrir- tækja hafi hreinlega verið stolið eða þeir skertir verulega með flutn- ingi á milli fjármálafyrirtækja sem voru lítið annað en nafnið tómt. Slíkir yfirtökumenn hafa opinber- lega verið nefndu- fyrirtækjaræn- ingjar og dæmdir tU að endur- greiða milljónir dala er þeir hafa þegið vegna áforma um lögbrot og óvinveitta yfirtöku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.