Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2002 DV Menning 15 Sálin hreinsuð Síöustu mánuöi hafa galdrastrák- amir í Sigur Rós ferðast um heim- inn og kynnt (nýju plötuna) sína. Þeir stimpluðu sig út úr árinu með tvennum tónleikum í Háskólabíói og ég var viðstaddur seinna kvöldið, sl. fóstudagskvöld. Fyrstur á svið var Sigurður Ár- mann Halldórsson, Siggi Ármann, sem er ólíklegur poppari: rumur að vexti og í framan eins og hrekkju- svín. Af útliti að dæmi myndi mað- ur seint tengja hann við tónlistar- sköpun, hvað þá hina brothættu og ofureinlægu tónlist sem hann sem- ur. Hann gerði plötuna Mindscape í fyrra, sem hefði líklega týnst með öllu ef strákamir í Sigur Rós hefðu ekki tekið hann upp á arma sína. Siggi hitaði upp á öllum tónleikum Sigur Rósar í N-Ameríku nýlega og hljómsveitin hefur boðist til að að- stoða hann á næstu plötu. Með Sigga á sviðinu voru Kjartan og Orri Rós- armenn og María úr strokkvartett- inum Aminu, og var innlegg þeirra vel til fundið og nett. Sjálfur spilaði Siggi á kassagítar og söng með bjartri röddu en tók stundum óþarfa áhættu og réð ekki við tónana. Hann byrjaði á tveim nýjum lögum, annað - „Big Boys Cry“ - var verulega gott, en tók svo fimm lög af Mindscape. Eftir þennan skammt hefði verið passlegt að kveðja en Siggi tók tvö lög enn sem virkuðu sem antiklæmax. Lögin hans eru fullkeimlík í uppbyggingu og áferð en ef Siggi leggur meira í útsetning- ar og hugar að fjölbreytninni verður verulega spennandi að heyra næstu plötu. Sigur Rós er einstök hljómsveit í rokkheimum og maður- þarf líklega að kafa í hyldýpi miðaldatónlistar til að finna hliðstæðu. Með seiðandi tónlist sinni koma þeir félagar hlustendum sínum í upphafið og næstum trúarlegt ástand og þess vegna breytast gagnrýnendur jafnan í ungskáld í ástarsorg þegar þeir reyna með orðaflaumi að tjá vel- þóknun sína á stráknunum. Ég skal reyna að stilla mig, enda „kúlið“ i húfi, en ég verð að játa að þegar mesta snilldin skall á fylltist ég slíkri mannelsku og góðvilja að ég var búinn að gefa Rauða krossinum og Mæðrastyrksnefnd allar eigur minar í huganum. Maður verður hreinlega betri maður af því að hlusta á hljómsveitina. Ríkisstjórn- in ætti að senda Sigur Rós á túr um Miðausturlönd því þar er raunveru- leg þörf á henni. Ég hef alloft séð hljómsveitina á tónleikum en aldrei hefur mér fund- ist hún eins góð og á fóstudaginn. Eftir túrerí síðustu mánaða var hljómsveitin ægiþétt og æðisleg. Alltaf er gaman þegar stelpumar í Amínu eru með og strákamir voru í fínu formi, enda stutt í jólafrí. Jónsi er miðpunktur athyglinnar, hvort sem honum likar betur eða verr, og í frábærustu falsettuköflunum hefði maður ekkert orðið hissa þótt engla- vængir hefðu skotist út um bakið á honum og hann svifið upp í rjáfur. Fyrstu þrjú lögin voru þau sömu og () byrjar á. Ég verð að játa að ég er ekki alveg i skýjunum með (), en tónleikaútgáfurnar voru góðar, enda hjálpaði vel heppnuð Ijósa- og kvik- myndasýning mikið upp á og bjó til rétta andrúmið. Hljómsveitin var löngum á móti þvi að spila gömul lög á tónleikum en nú eru „nýju“ lögin orðin gömul og ákveðiö nýja- brum kannski komið aftur á gömlu lögin eftir saltleguna. Gestir fengu því „Svefn-g-engla“, „Ný batterí" og „Olsen Olsen" af plötu síðustu aldar- innar sem var sálhreinsandi og óvæntur glaðningur. Sveitin spilaði tvö óútgefin lög: „Salka“ gerði ekki mikið fyrir heilabúið í fyrstu at- rennu en „Mílanó" er gullfallegt lag. Sveitin spilaði „Hafssól" af fyrstu plötunni, Von, í gjörbreyttri og miklu betri útgáfu sem er byggð í kringum Georg að lemja á bassann með trommukjuða: mjög flott. Og svo tvö bestu lögin af ( ); „Ég er sæljón" (eþs „Njósnavélin") og „Popplagið", sem var lokalag kvöldsins. í það setti hljómsveitin allt sem hún átti og skilaði þvílíkri flugeldasýningu að salurinn í heild sinni spratt á fætur eins og gormur og klappaöi og gólaði á meira. Við fengum því miður ekki fleiri lög en hljómsveitin kom tvisvar og hneigði sig. Algjörlega frábærir tónleikar og ég spái því að Sigur Rós fái friðar- nóbelinn áður en öldin er úti. Dr. Gunni Bókmenntir Draumaheimur og dáleiðsla Molly Moon, söguhetjan í Molly Moon og dáleiðslubókinni, fannst í pappakassa þegar hún var nýfædd og er alin upp á skelfilegu munað- arleysingjahæli. Besti vinur henn- ar er Rocky sem er svartur og fannst í hjólalausum barnavagni. Lif þeirra á hælinu er ömurlegt og þau liða skort. Baðvatnið má að- eins vera tíu sentímetra djúpt og maturinn er hörmulegur. Börnunum er refsað harkalega ef þau hlita ekki reglum og þurfa þá að þrifa klósettin með eigin tannbursta. Munaðarleysingjahælið er sem sagt helvíti á jörð. En dag einn kemst Molly yfir merkilega bók á bókasafni bæjarins þar sem hægt er að læra dáleiðslu. Og hún upp- götvar að hún býr yfir miklum hæfileikum á þessu sviði og getur breytt lífi sínu til hins betra. En bókin sú er eft- irsótt af fleirum, og ekki er vist að tíu ára stelpa viti alltaf hvað er réttast að gera þó að hún geti dáleitt fólk. Molly Moon er enn einn ljótur andarungi sem fær uppreisn æru og fylgir þar í kjölfar Harrys Potters. Hún er með bleika, flekkótta fótleggi, svæfandi rödd og kart- öflunef. Engum líkar vel við hana nema Rocky og hann er ekki einu sinni alltaf til taks. Hún leitar sér huggun- ar í auglýsingum sem birta henni draumaheim þar sem allir eru glaðir og fagrir. Þegar Molly nær tökum á dá- leiðslunni nýtir hún hæfileika sína til að komast inn í þennan draumaheim, en þá rennur upp fyrir henni að hann er byggður á sandi og algjörlega óraunverulegur. Dáleiðslan kallast skemmtilega á við þetta óraunveru- leikaþema. Molly dáleiðir fólk til að trúa því að hún sé frábær, hæfileikarik og falleg, rétt eins og allur auglýs- ingaiðnaðurinn gengur út á að láta fólk trúa einhverju sem er ekki satt. í bókinni felst ádeila á neyslusamfélag- ið þar sem fólk er stöðugt að drekka Qube-gosdrykk og borða Heaven-súkkulaði en verður ekkert glaðara, fal- legra eða betra fyrir vikið. Þetta er ekki orðað með bein- um hætti en þó bent á líkindi dáleiðslunnar og auglýs- inga. Molly er góð stúlka sem fær óskir sínar uppfylltar og gleymir um stund raunverulegum gæðum lífsins. Hún er þó fijót að átta sig. Rocky er litlaust gæðablóð sem virðist standa sig vel í öllu. Prófessor Nockman er þrútið, sveitt og feitt illmenni og reyndar eru öll ill- menni sögunnar einkar ógeðfelld í útliti; má þar nefna stjómanda hælisins, fröken Adderstone, sem líkist „frekar karli en konu“ (7) og karlmannlegu eldabuskuna Ednu sem er þrekin, vöðvastælt og með sjóarahúðflúr (14). Vondu konurnar virðast því fara út fyrir kynhlut- verk sín. Útlitslýsingar eru ýkjukenndar og illmennin ekki síður ljót en vond. Dáleiðsluhæfileikar Mollyar virðast takmarkalausir en reyndar er farið yfir strikið þegar tölvur eru látnar dáleiðast og trúgirni lesanda misboðið. Að öðru leyti tekst höfundi ágætlega upp með fléttu sögunnar þar sem mörk raunveruleika og draumaheims eru óljós eins og hæfir umfjöllunarefninu. Þó verður atburðarásin nokk- uð ofhlaöin, einkum í seinni hlutanum. í heildina tekið er Molly Moon og dáleiðslubókin þó hressileg og spenn- andi saga þar sem spurt er margra áhugaverðra spurn- inga. Katrín Jakobsdóttir Georgia Byng: Molly Moon og dáleiðslubókin. Ásta S. Guöbjarts- dóttir þýddi. Bjartur 2002. Munið að siökkva á kertunum Hafið aldrei kerti nálægt gluggatjöldum. Rauði kross íslands /TÍT' SLÖKKVILIÐ HÖFUÐBORGARSV/EÐISINS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.