Dagblaðið - 14.01.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 14.01.1980, Blaðsíða 1
6. ÁRG. MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 1980— ll.TBL. RITSTJÓRN SÍÐLMÚLA 12. AÚGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMl 27022. Ég varö aö henda mérá mum /Ol röii va i sko thh M ■ — sjá viötal viö Jóhannes Reykdai fararstjóra íslenzka hjúkrunarhópsins í Thailandi á bls. 8 | Stal tveimur bílum og vaknaði á Hvolsvelli — sjá bls. 4 * Ljóslaus á 90 km hraða í miðbænum — sjá bls. 9 * Dalbær skal það heita Heimili aldraðra á Dalvík vígt um helgina — sjá bls. 4 * Sprenging á skrifstofu Aero- flot í New York — sjá erl. fréttir á bls. 6 * Órökstuddar fullyrðingar og dylgjur LI _ — sjá bls. 2 Langibarfjár- málaráðuneytis - sjá Fólk bls. 19 Umfangsmestu sakamál á íslandi í aldarþriðjung loks til lykta leidd? ÓVÍST UM AHRIF NÝS FRAMBURÐAR ERLU Rfkissaksóknari talarí Hæstarétti fram áfimmtudag - dómur í febrúar/marz í morgun hófst munnlegur mál- flutningur Geirfinns- og Guð- mundarmálanna í Hæstarétti. Þórður Björnsson ríkissaksóknari hóf flutning sóknarræðu sinnar kl. 10 i morgun og er áætlað að hann tali fram á fimmtudag — fjórar klukku- stundirádag. Þá taka við varnarræður Iög- manna sakborninganna sex og ætti þeirn að verða lokið fyrir miðja næstu viku. Hæstaréttardóms er að vænta i febrúar eða marz á þessu ári. Ef að líkum lætur munu margir verða til að fylgjast með flutningi málsins fyrir Hæstarétti, svo feiknar- lega athygli og umtal hlutu Geirfinns- og Guðmundarmálin á sínum tíma, enda umfangsmestu sakamál á íslandi i aldarþriðjung. Erla Bolladóttir, ein sakborning- anna, dró fyrir helgina til baka allan fyrri framburð sinn i málinu. Húns segist nú aldrei hafa farið til Kefla- víkur 19. nóv. ’74, ásamt Sævari Ciesielski, Kristjáni Viðari Viðars- syni og Guðjóni Skarphéðinssyni kvöldið sem Geirfinnur Einarsson hvarf að heiman frá sér. Óvíst er hver áhrif þessi nýi framburður Erlu kann að hafa á framgang málsins fyrir Hæstarétti, en skv. dómi Sakadóms Reykjavíkur frá 19. desember 1977 skal Erla sæta þriggja ára fangelsi fyrir meintan þátt sinn í málinu. Sakadómur kvað upp þyngstu dóma i sakamálum hérlendis um margra áratuga skeið yfir þeim Sævari og Kristjáni: ævilangt fangelsi. Guðjón Skarphjéðinsson var dæmdur í tólf ára fangelsi og hlutdeildarmaður Sævars og Kristjáns í dauða Guð- mundar Einarssonar, Tryggvi Rúnar Leifsson, var dæmdur i sextán ára fangelsi. Albert Klahn Skaftason, sem flutti lík Guðmundar Einars- sonar, var dæmdur í fimmtán mán- aða fangelsi. Dómarar í málinu í Hæstarétti verða hæstaréttardómararnir Björn Sveinbjörnsson, forseti Hæstaréttar, Ármann Snævarr, Logi Einarsson, Benedikt Sigurjónsson, Magnús Torfason og Sigurgeir Jónsson, til aðstoðar og til vara. Hann var skip- aður hæstaréttardómari sl. haust. Tveir sakborninganna i Geirfinns- og Guðmundarmálunum, Sævar M. Ciesielski og Kristján V. Viðarsson, voru viöstaddir i Hæstarétti i morgun, þegar málflutn- ingur hófst þar á slaginu kl. 10. Þeir hafa nú verið i gæzluvarðhaldi i rúm fjögur ár — en litu f morgun áberandi betur út en þegar réttað var i máli þeirra i sakadómi Reykjavfkur fyrir tveimur árum rúmum. A stærri myndinni situr Sævar Marinó á milli tveggja gæzlumanna f Hæstarétti i morgun, innfellda myndin er af Kristjáni Viðari þar sem hann kemur til dómhússins i morgun. DB-myndir: Ragnar Th.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.