Dagblaðið - 14.01.1980, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 14.01.1980, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. JANUAR 1980. 27 1 Útvarp Sjónvarp i HEYRIRÐU ÞAÐ PALU? - útvarp kl. 17,20: Eitt af verðlaunaleik ritum Norðurianda í dag kl. 17.20 verður flutt í útvarpi leikritið Heyrirðu það, Palli? eftir Kaare Zakariassen. Þýðinguna gerði Hulda Valtýsdóttir. Leikrit þetta fékk verðlaun í norrænni barnaleikrita- keppni sem haldin var 1977. Rikisút- vörp Norðurlanda skiptu með sér leikritum til flutnings frá þessari keppni. Frá íslandi var sent leikritið Rauða höllin eftir Odd Björnsson. Heyrirðu það, Palli? fjallar um lítinn heyrnarskertan dreng. Hann gengur í skóla en ýmsir erfiðleikar verða á vegi hans vegna heyrnar- skerðingarinnar. Leikrit þetta var áður flutt i útvarpi í april 1977. Leikstjóri er Helga Bachmann og með hlutverkin fara: Stefán Jónsson, Jóhanna Norðfjörð, Randver Þorláksson, Karl Guðmunds- son, Jóhanna Kristín Jónsdóttir, Árni Benediktsson, Skúli Helgason og Ey- þór Arnalds. -ELA. Stefán Jónsson fer með aðalhlutverk 1 leikritinu Heyrirðu það, Palli? Myndin var tekin 1977 þegar leikritið var fyrst flutt. DB-mynd: Bj. Bj. LUKKUNNAR PAMFÍLL - sjónvarp kl. 21,10: Fær að kenna á heimamönnum — en lætur ekki troða sér um tær. Gamansöm finnsk mynd um verkfræðing ,,Ég get að minnsta kosti sagt að þessi mynd er bæði stórfyndin og skemmtileg, að minum dómi meina ég,” sagði Kristín Mántylá, þýðandi myndarinnar Lukkunnar pamfíll, sem sjónvarpið sýnir í kvöld kl. 21.10. „Myndin segir frá verkfræðingi sem fenginn er til að byggja brú uppi í sveit. Sveitamennirnir eru ekkert allt of hrifnir af þessum aðkomumanni og reyna allt sem þeir geta til að losna við hann. Verkfræðingnum, sem brýtur af sér. ELÍN ALBERTS DÚTTIR. er kennt um allt sem miður fer. Hann lætur ekki bjóða sér slíkt heldur lætur hart mæta hörðu og sýnir fram á að hann láti ekki troða á sér. Út frá þessu verða mörg spaugileg atvik,” sagði Kristín ennfremur. Myndin er finnsk sjónvarpsmynd i gamansömum dúr, byggð á sögu eftir Arto Paasilinna. Leikstjóri er Hanna Kahakorpi og aðalhlutverkið er í höndum Harri Kahakorpi. -ELA. GUNNLAUGUR A. JÚNSS0N Að velta steini upp brekku Sá dagskrárliður helgarinnar sem ég beið eftir með mestri eftirvænt- ingu var útvarp frá landsleik íslend- inga og Dana í handknattleik á laugardagskvöld. Voru þjóðirnar að leika um 5. sætið í svonefndri Baltic- keppni, og lauk leiknum með örugg- um sigri Dana sem skoruðu 28 mörk gegn 20 mörkum íslendinga. Það rifjaðist upp fyrir mér að fyrir næstum tuttugu árum eða árið 1961 léku þessar sömu þjóðir um 5. sætið i heimsmeistarakeppninni. Þá sigruðu Danirmeð aðeins eins marks mun, 14 mörk gegn 13, og íslendingar hlutu þvi 6. sætið. Er það bezti árangur sem islenzka landsliðið hefur náð. Allar götur síðan hefur keppikeflið verið að bæta þennan árangur eða a.m.k. að halda íslenzka landsliðinu í hópi beztu handknattleikslandsliða heimsins. Ekki mun ofmælt að segja, að handknattleikurinn sé frá þessum tímaþjóðaríþrótt íslendinga. Val íslenzka landsliðsins hefur sjaldan verið umdeildara en einmitt núna. Það er ekki 'að undra því gengið var framhjá mörgum af okkar sterkustu handknattleiksmönnum. Nægir þar að nefna Axel Axelsson, Ólaf H. Jónsson, Björgvin Björg- vinsson og Pál Björgvinsson. Hér togast á tvö andstæð sjónar- mið. Annars vegar eru þeir sem segja, að landsliðið eigi að vera skipað sterkustu leikmönnum okkar á hverj- um tima. Hins vegar eru þeir sem segja að mestu skipti að landsliðið verði sterkast í heimsmeistarakeppn- inni eða öðrum stórmótum og eigi uppbygging liðsins algjörlega að miðast við það. Jóhann Ingi Gunnarsson landsliðseinvaldur er í siðari hópnum. Hann hefur því skipað landsliðið ungum leikmönn- um í trausti þess að þeir verði orðnir okkar sterkustu leikmenn í heims- meistarakeppninnf árið 1981. Hafði hann lýst því yfir að hann mundi standa og falla með þessu liði sínu. Því kemur nú mjög á óvart hans yfir- lýsing að alveg óvíst sé að hann geti verið með liðið fram að þeim tima. Jóhann hefur hafið mjög umdeilda tilraun með íslenzka landsliðið og ekki kemur í Ijós, hvort hún hefur heppnast fyrr en 1981. Því má furðu- legt teijast ef hann ætlar nú að hlaupa frá verkefninu. Annars var fátt um fina drætti í helgardagskrá ríkisfjölmiðlanna, og furðulegt fannst mér að ekki væri hægt að veita handknattleikslýs- ingunni nema tíu mínútur af tíma út-f varpsins. Mestum tíðindum sætti að lát varð á andstreymi þeirra Jónatans og Máriu. Lifi þeirra allt fram í siðasta þátt var bezt lýst með orðum Pollyar ,,eins og að velta steini upp brekku”. Mér finnst þessi orð Pollyar eiga mjög vel við stjórnmálaleiðtoga okkar þessa dagana. Hlutskipti þeirra virðist heldur ömurlegt og ekki er hlutskipti fréttamanna skemmti- legra að reyna að hafa orð upp úr Geir Hallgrímssyni. Það fengu menn að heyra í gærkvöldi er Jón Ásgeirs- son, fréttamaður útvarps, og Sigrún Stefánsdóttir, fréttamaður sjón- varpsins, reyndu að leita frétta af gangi mála i „könnunaarviðræðum” hans. Þjóðin er orðin langþreytt á seinaganginum og á heimtingu að fá önnur svör en þau sem Geir lætur sér nægja að gefa. -GAJ MÚMÍNÁLFAR — sjónvarp kl. 20,30: Ehn gerast ævintýrin hjá Múmín-fjölskyldunni „Þessar myndir eru gerðar eftir einni af bókum Töve Janson sem nefnist Pípuhattur galdrakarlsins. Þessi pípuhattur er þeirri undarlegu náttúru gæddur, að geta breytt öllum hlutum, sem ofan i hann fara,” sagði Hallveig Thorlacius, þýðandi mynda- flokksins um Múmin-álfana. Það er fjórði þáttur af þrettán sem sýndur verður í kvöld eftir fréttir. ,,Hver þáttur er sjálfstæður en fjallar þó alltaf um sama fólkið. Það eru Múminpabbi, Mímínmamma, Múminsnáðinn og svo félagar hans, Snúður og Snabbi, sem eru af einhverju öðru sauðahúsi, og svo er það litla múminstelpan Snorka. Múmínálfarnir lenda í margvíslegum ævintýrum og stundum verða á vegi þeirra óvinir. Myndin um Múmínálfana er pólsk en gerð i samvinnu við Svía. Höfundurinn er sænskumælandi Finni,” sagði Hallveig ennfremur, en hún er þýðandi myndanna. Sögumaður er Ragnheiður Stein- dórsdóttir. -ELA. EINNIG FJÖLBREYTT URVAL ÍSLENZKRA SKERMA PÓSTSENDUM LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJÓS & ORKA Suðurhmdsbraut 12 simi 84488 NÝ SENDING AF ENSKUM SKERMUM

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.