Dagblaðið - 14.01.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 14.01.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. JANÚAR 1980. Leyfið nýrrí stjömu að skína: lohn Travolta í sjónvarpið „Ég” skrifar: Kvikmyndirnar Grease og Saturday Night Fever hafa báðar verið sýndar hér á landi eins og eflaust flestir vita. Leikarinn John Travolta varð mjög vinsæll og því finnst mér furðulegt að ekki skuli hafa verið sýndar hér aðrar myndir sem hann hefur leikið í, eins og t.d.: Kotter-sjónvarpsþættirnir, Carrie, Moment by Moment, The Boy In The Plastic Bubble og Bus stop. Þessar myndir yrðu áreiðanlega mjög vinsælar hjá ungu kynslóðinni sem gjarna vill sjá eitthvað annað en bara gömlu kempurnar. Auðvitað geta þær verið góðar en bara ekki of mikið af þeim. Af hverju ekki að leyfa nýrri stjörnum að komast að líka? » John Travolta sló sannarlega í gegn í myndunum Saturday Night Fever og Grease sem sýndar voru hér. „Ég” vill fá fleiri myndir með stjörnunni. Fríðrik gæti bjargað Reykja- víkur- mótinu Skákunnandi hringdi og lýsti áhyggj- um sinum yfir þvi ef ekki yrði af þátt- töku Friðriks Ólafssonar og Viktors Kortsnoj i Reykjavikurmótinu i skák sem hefst í lok febrúar. „Skákhreyfingin hér á landi mundi líða fyrir þetta. Ég tel að það sé á valdi Friðriks Ólafssonar, forseta FIDE, að koma í veg fyrir að einvígi Kortsnojs og Petrosjans rekizt á Reykjavikurmótið. Það þyrfti ekki að færa það til nema um nokkra daga til að Kortsnoj gæti tefit hér. Hann hefur lýst því yfir að hann taki þátt í Reykjavíkurmótinu ef það rekist ekki á einvigið. Það yrði auðvitað mjög þýðingarmikið fyrir Kortsnoj að tefla hér því þá reynir á hvort Rússum sé alvara með þvi að láta af útilokunarherferð sinni gegn Korts- noj. Það er ekki óeðlilegt að Friðrik beiti áhrifum sínum til að verða islenzku skákhreyfingunni aö liði.” Jón Guðmundsson hringdi: Ég æski þess hér með að komið verði upp umferðarljósum við Tollstöðina í Tryggvagötu. Umferð, bæði gangandi og akandi, er þar oft svo mikil að sam- felld bílalest myndast alla leið upp i Rauðarárvík og hefur það tekið mig upp í þrjá stundarfjórðunga að komast frá Skúlatorgi og vestur á Granda. Ég hefði haldið að það væri sparnaður fyrir rikið að koma upp ljósum og draga þar með úr bensíneyðslu bíla. Raddir lesenda Spurning dagsins Hefurðu lesii* eitthvað af uK- um? Steindór Marteinsson gullsmiður: Enga þeirra. Ég geri það kannski með tíman- um. Ragnhildur Hreiðarsdóttir húsmóflir: Nei, ég hef ekki haft tima til þess. Ég hef ekki einu sinni haft tíma til að at- huga hvort ég hef áhuga á einhverri þeirra. • Dóra Ingvarsdóttir tækniteiknari: Nei, en ég ætla mér að lesa einhverja þeirra. Tómas Þórðarson, vinnur hjá Smjör- líki hf.: Já, já, nokkrar af þeim. En þvi miður hafa þær ekki vakið hjá mér neinn verulegan áhuga. Eyvör Baldursdóttir, vinnur vifl út- akstur hjá Hólagarði: Já, 16 stykki. Þær eru allar mjög góðar. Helga Kristlefrsdóttir húsmóðir: Nei, ósköp litið. Ég hef ekki mátt vera að því fyrir vinnu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.