Dagblaðið - 20.03.1980, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 20.03.1980, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980. K Tim Dwyer var tolleraður eftir sigurinn og aldrei þessu vant tókst að ná mynd af honum brosandi. DB-mynd Bjarnleifur. „Heyrðu, Tim, er ekki eitthvað skrifað á bikarinn?” Rikharður horfir dolfallinn á grípinn, en Dwyer er vafalaust með hugann í Hollywood. DB-mynd Bjarnleifur. Kvennalið Stúdentanna bætti upp vonbrigði karialiðsins með þvi að sigra IR i úrslitum bikarkeppni mfl. kvenna 45—35. Dömurnar úr ÍS eru hér kampakátar á myndinni og á bak við þær stendur þjálfarí þeirra, Trent Smock. DB-mynd Bjarnleifur. fflSS Helgina 29—30. marz gengst knattspyrnudeild Fram fyrir firmakeppni í knattspyrnu í íþrótta- húsi Alftamýrarskóla. Úrslit fara síðan fram mið- vikudaginn 2. apríl. Þátttaka tilkynnist Ágústi Guðmundssyni í síma 15330 milli kl. 9 og 6 til 26. marz. Leikjaniðurröðun afhendist fimmtu- daginn 27. marz hjá Ágústi í verzluninni Þing- holt Grundarstíg 2 Reykjavík. Mótsstjóri Sigurður Friðriksson. KNA TTSPYRNUDEILD FRAM Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Þrefalt hjá Valsmönnum! —eftir sigur á Stúdentum, 92-82, í slökum bikarúrslitaleik í eærkvöld svip. DB-mynd Bjarnleifur. Valsmenn tryggðu sér þriðja titilinn í körfuknattleiknum í vetur og þar með „fullt hús” er þeir sigruðu Stúdenta með 92 stigum gegn 82 i tilþrifalitlum bikarúrslitaleik í Laugardalshöllinni í gærkvöld. Bæði liðin — einkum þó Valsmenn — voru mistæk og virtust leikmenn vera taugaveiklaðir með af- brigðum. Aldrei náðist nein stemmning upp á meðal hinna 700 áhorfenda vegna hinnar slöku frammistöðu en hins vegar er fyllsta ástæða að óska Valsmönnum innilega til hamingju með glæsilegan árangur í vetur. Þeir hafa tvimælalaust verið með bezta liðið og uppskorið i fullu samræmi við það. I hálfleik í gær varstaðan 44—44. „Við stefndum reyndar bara á sigur i íslandsmótinu í haust en hinir sigrarnir koinu svona meira í framhjáhlaupi,” sagði Torfi Magnússon er hann hand- lék verðlaunagripinn eftir leikinn. Margir höfðu spáð því að nú myndu Valsmenn bíða lægri hlut og lengi vel framan af virtist sá möguleiki ekki ólik- legri en hvað annað. ÍS hafði nefnilega undirtökin megnið af fyrri hálfleiknum og framan af var leikur Valsmanna hreint út sagt í molum. Ekkert jafn- aðist þó á við vítahittnina sem var vægast sagt hörinuleg og var alveg sama hver átti i hlut. Meira að segja Dwyer gerði sig sekan um slaka hittni i vitunum. Stúdentarnir léku heldur ekki vel en betur en Valsmenn framan af og nutu góðs af. Eftir 6 minútna leik leiddi ÍS 15—12 og eftir að fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður var munurinn^ kominn i 7 stig, 24—17. Ætluðu Vals- menn að tapa gegn ÍS eftir að hafa unnið þá í öllum 5 viðureignum vetrar- ins? Flest benti til að svo yrði, en góður sprettur Vals undir lok fyrri hálfleiks- ins bjargaði miklu. Þegar nákvæinlega ein inín. var til hálfleiks leiddi ÍS, 44— 38. Á þessari ininútu tókst Valsmönn- um að jafna metin og minnstu tnunaði reyndar að þeir næðu forystu. Valsmenn gátu þvi vel við unað að halda jöfnu jafnilla og þeir léku. Það var sama hvar gripið var niður — flestir leikmenn virtust vera fjarri sínu bezta. Það var helzt að Kristján og Þórir sýndu eðlilega getu en hittni Þóris var þó engan veginn eins góð og gegn KR á mánudag enda slikt fátítt.Stúdentarnir léku heldur ekki vel og innáskiptingar íþróttsr Sigurður Sverrisson komu nokkuð spánskt fyrir sjónir á köfum. T.d. lék Jón Héðinsson óeðli- lega lítið með í leiknum. Smock virtist í fýlu og hitti ekki vel þrátt fyrir 31 stig i leiknum. Gunnar Thors byrjaði mjög v^l en dalaði er á leið og varð að fara af velli með 5 villur strax i upphafi síðari hálfleiks. Valsmenn komust loks yfir, 46—44, í byrjun síðari hálfleiks og komust síðan i 54—48. Bjuggust menn þá við þvi að þar með væru Stúdenlar af baki dottn- ir. En ekki aldeilis. Þeir komust i 56— 54 eftir voru liðin hnifjöfn eftir 7 min. leik, 62—62 og allt virtist geta gerzt. En þá hrundu Stúdentar. Á 2 og hálfri mínútu — tæpri þó — skoruðu Valsmenn 10 stig gegn aðeins 1 frá ÍS og koinust í 72—63. Þar ineð var hornsteinninn að sigrinum lagður. Það næsta sem ÍS komst því að jafna var 70—74 er 7 mín.voru til leiksloka. Siðan sigu Valsmenn fram úr og sigur- inn var aldrei í hættu. Var meira að segja svo öruggur _að varamenn og stuðningsmenn voru farnir aðTállast i faðma þegar enn voru rúmar tvær minútur eftir. Valsinenn fögnuðu injög i leikslok en i raun var synd hversu lítil stemmning myndaðist i kringum leikinn. Það var helzt að teppið hans Sigga stóra gerði einhverja lukku. Stig Vals: Tim Dwyer 26, Kristján Ágúslsson 2i — bezti maður vallarins, Þórir Magnússon 20, Torfi Magnússon II, Ríkharður Hrafnkelsson 8, Jón Steingríinsson 4 og Guðbrandur Lárus- son 2. Stig ÍS: Trent Smock 31, Steinn Sveinsson 14, Jón Héðinsson II, Bjarni Gunnar Sveinsson 9, Gunnar Thors 7, Gísli Gíslason 4, Ingi Stefáns- son 4 og Albert Guðmundsson 2. Dóinarar voru Sigurður Valur Hall- dórsson og Jón Otti Ólafsson og hafa þeir báðirdæmt miklu betur en í gær. Þeim urðu á óvenju mörg inistök en ekki bitnaði það sjáanlega ineira á öðru liðinu. - SSv.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.