Dagblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 13
13 Meðal leikara í nýjustu kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar er Hjörleifur Guttormsson ráðherra. Að morgni sumardagsins fyrsta var tekið atriði sem gerist i ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Þar tók Hjörleifur á móti fjögurra manna kínverskri sendinefnd. „Vinnuheiti þessarar myndar er í hita og þunga dagsins en ég reikna með að á endanum hljóti hún nafnið Okkar á milli,” sagði Hrafn er hann var inntur eftir myndinni. „Ég hef fengizt við að vinna að henni í frí- tímum um helgar og hátíðar. Reynd- ar er ég búinn að vera að bræða þessa mynd með mér í mörg ár. Fyrsti hluti myndarinnar er allur á kínversku,” hélt Hrafn áfram. „Þá kemur fjögurra manna sendinefnd til íslands. Þarna eru á ferðinni hátt- settir Kínverjar, einn þeirra er senni- lega fjarskyldur Mao en þaö kemur ekki í ljós fyrr en seinna. Tekið er á móti nefndinni í ráð- herrabústaðnum og þá hefst sá hluti myndarinnar sem er á ensku. Ég er síðan að velta því fyrir mér að láta menn tala sænsku í þriðja hlutanum en það er ekki endanlega ákveðið.” Meðal þeirra sem bregður fyrir í FÓLK Að ofan: Hjörleifur Guttormsson heilsar upp á Kínverjana fyrirframan ráðhcrra- hústadinn. — Til hliðar: rádherrann sminkaöurfyrir upptöku. DB-myndir Bjarnleifur. Nýja kompaníið: Hafa leikið saman síðan í haust Umþriðjunyurpróyramms Nýja kompanisins erfrumsaminn. h'rá vinstriá mvnd- inni cru Sreinhjörn Baldvinsson, Sigiirður Fhsason, Jóhann G. Jðhannsson. Tómas Einarsson og Siguróur Valgeirsson. DB-mvnd Einur Olason. bolus skemmtum við okkur við að leika jazz saman. Við veltum því dálítið fyrir okkur að stofna jazzhljómsveit og þegar við komum heim höfðum við samband við Sigurð Valgeirsson trommu- leikara. Hann var til í allt. Jóhann G. Jóhannsson bættist siðan í hópinn og loks Sigurður Flosason saxófón- leikari.” Sveinbjörn sagði að á efnisskrá Nýja kompanísins væri slatti af gömlum standördum sem ekki væri hægt að komast hjá að bjóða upp á. Þá eru þeir einnig með dáiítið af nýju efni og sömuleiðis talsvert af frum- sömdum lögum. Sveinbjörn gizkaði á að um þriðjungur prógrammsins væri heimatilbúinn. Á döfinni er að hljóörita frumsömdu lögin í sumar, en allt er óráðið með útgáfu á þeim. Sveinbjörn Baldvinsson kvað það ekki einu sinni hafa verið kannað, hvort einhver sæi sér fært að gefa lögin út. -ÁT- Nokkrir ungir sjálfstæðismenn lögðu leið sína til Bandaríkjanna í vetur og hittu meðal annars Richard Nixon fyrrum Bandaríkjaforseta að máli, eins og Mogginn og Vísir létu alþjóð rækilega vita af. Ungur hæstaréttaríögmaður, sem með var í förinni, varð rækilega reynslunni rík- ari af að eiga samskipti við Nixon, eina forseta Bandaríkjanna sem rek- inn hefur verið úr embætti fyrir mis- yndismennsku. Þannig var að Nixon áritaði fyrir herramennina bók sina, sem hefur að geyma ýmsa merka atburði úr lífi hans. Honum veittist erfitt að staf- setja nafn lögfræðingsins, svo að hann bað um card (nafnspjald). Lög- fræðingurinn hafði hins vegar aðeins handbært krítarkortið sitt, sem að sjálfsögðu kom að sömu notum. Nixon skrifaði síðan nafn mannsins með kærri kveðju og svo framvegis, — og stakk siðan krítarkortinu í vas- ann. Nú runnu tvær grímur á vesaiings lögfræðinginn. Var hann þá þannig inni við beinið eftir allt saman, þessi lágvaxni vinsamlegi naggur? Gula pressan hafði þá haft rétt fyrir sér. Bernstein og Woodward voru þá kannski ekki bara auviröilegir lyga- laupar. Hvað átti hann að gera? Hvað yrði sagt þegar hann tilkynnti heima á Fróni að Richard Nixon hefði stolið krítarkortinu hans? Hann yrði álitinn kolbilaður og klepptækur. Eftir nokkra umhugsun gekk lög- fræðingurinn á fund aðstoðarmanns Nixons og sagði sínar farir ekki slétt- ar. Aðstoðarmaðurinn brást við eins og hann væri alvanur að fást við slík mál, gekk að Bandaríkjaforsetanum fyrrverandi, seildist ofan i vasa hans og náði í krítarkortið. Kölluðu tangann eftir nefi Geirs Hallgríms- sonar Skátar i Reykjavík efndu til hátíða- halda á sumardaginn fyr ta á Geirs- nefi, tanga einum á Elliðavogi. Geirs- nef er nýtt örnefni i höfuðborginni en á sér samt ekki ómerk.-.ri sögu en ýmis önnur. Saga segir nefnilega að skátarnir hafi haft samband við Geir Hall- grímsson, formann Sjálfstæðis- flokksins og spurt hvort þeir mættu ekki nefna tangann eftir nefi hans. Geir hugsaði sig ekki um tvisvar og veitti skátunum góðfúslega leyfi til þess. Jón....? Hvaða Jón? Eins og fram kemur hér annars staðar á síðunni heitir sveitarstjórinn þeirra í Mosfellssveit Jón. Það nafn virðist vera vinsælt hjá þeim í Mosó, því þeir eru fleiri Jónarnir. Yfirverk- stjórinn heitir Jón, oddvitinn heitir Jón, bókavörðurinn heitir Jón og hefur meira að segja sama föðumafn og sveitarstjórinn, og flogið hefur fyrir að enn sé einn Jón að bætast við til starfa hjá hreppnum. Það dugar víst lítið hjá þeim að kalla og segja „Heyrðu, Jón . . .”! Hjörleijur ráðherra leikur í kvikmynd hjá Hrafhi Gunnlaugssyni Sveitarstjórinn í Mosó segir starfi sínu lausu Sveitarstjórinn í Mosfellshreppi, Jón Baldvinsson, hefur sagt lausu starfi sínu frá og með 1. september næstkomandi. Hann hefur þá starfað að sveitarstjómarmálum í þrettán ár en sjö ár hefur hann stjómað málum Mosfellinga. Á því tímabili hefur hreppurinn breytzt úr því að vera fámennur sveitahreppur í fjðlmennt byggðarlag með víðáttumiklum þéttbýliskjama. Jón Baldvinsson er þrjátíu og átta ára, kvæntur Signýju Jóhannsdóttur og eiga þau tvö börn. -A.Bj. Nýja kompaníið er kompaní fyrir Jón Múla Áfnason, ef marka má orð hans sjálfs í sjónvarpsþættinum Þjóðlíf á páskadag. Þar lék hljóm- sveitin tvö jazzlög og stóð sig með ágætum. „Við erum búnir að leika saman frá því siðasta haust,” sagði Svein- björn I. Baldvinsson gítarleikari Nýja kompanisins í samtali við blaða- mann DB. „Tildrögin að stofnun hljómsveitarinnar voru þau að ég og Tómas Einarsson bassaleikari lékum báðir með Diabolus in Musica i Kaupmannahöfn siðastliðið sumar. Þegar hlé varð á æfingum hjá Dia- ráðherrabústaðnum, auk kinverj- anna og Hjörleifs, má nefna Pál Flygenring ráðuneytisstjóra, Bene- dikt Ámason leikstjóra og Sirrí Geirs fyrrum fegurðardrottningu. Hrafn Gunnlaugsson kvað mynd- ina í hita og þunga dagsins vera gerða fyrir breiðtjald og alþjóðlegan markað. — „Að minnsta kosti ættu tungumálaerfiðleikar ekki að spilla fyrir henni erlendis,’ ’ sagði hann. Forsetinn fyrrverandi og krítarkortið

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.