Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 223. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						12
DAGBLADID. FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1981.
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1981.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
21
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Islandsmótið
hefstíkvöld
—Mikil starfsemi HSÍ í vetur og
fjörug handknattJeiksvertJð
framundan
Sljóm Handknattleikssambands íslands boðaði
til blaðamannafundar i gær. Július Hafstein, for-
maOur HSÍ, skýrði frá starfseminni i vetur og það
verður mikið um að vera á þessu 25. starfsári HSÍ.;
Fjöimargir landsleikir liér heima og tekið þátt i!
mótum erlendis. Fyrstu keppnisförinni er heitið lil
Tékkóslóvakiu 2. nóvember en fyrsti landsleikurinn!
hér heiina 28. nóv. við Norðmenn.
íslandsmótið i handknattleik hefst i kvöld með
leik Þórs og Gróttu a Akureyri i 3. deild en fyrsti
leikurinn i 1. deild verður fimmtudaginn 8. október
inilli íslandsmeistara Vikings og bikarmeistara
Þróttar. Leikurinn var færður aftur um tvo daga
vegna Evrópuleiks Þróttar. í tilefni 25 ára afmælis
HSÍ verður efnt til happdrættis til styrktar starfsemi
sambandsins. Nánar verður greint frá íslandsmótlnu
og starfsemi HSÍ i DB eftir helgina.
Butterfly-mót
íborðtennis
— í Laugardalshöll á morgun
Butterfly-mótið i borðtennis verður haldið i aðal-
sal Laugardalshallar laugard. 3. október 1981 og
hefst kl. 14. Umsjón hefur stjórn BTÍ en mótstjóri
verður Gunnar Jóhannsson. Verðlaun til mótsins
eru gefin af Butterfly-umboðinu. Keppt verður i
öllum flokkum, þó fer það eftir þátttöku hvort
meistaraflokkur og fyrsti flokkur kvenna spila
saman i flokki.
Þátttökutilkynningar ásamt þátttökugjaldi frá
hverju félagi skilist tii skrifstofu BTÍ íþróttamið-
stöðinni Laugardal, box 864 fyrir kl. 11 laugard. 3.
október, en þá verður dregið i töflu. Þátttökugjald
er kr. 40,00 fyrir karla en kr. 30,00 fyrir unglinga.
Raðað verður f töflu skv. lokapunktastöðu siðast-
liðið vor.
HSÍ-fundurdómara
¦ r
ogþjálfara
Á laugardag 3. október kl. 10 heldur dómara-
nefnd Handknattleikssambands íslands fund fyrír
alla landsdómara og aðalþjálfara allra félaga i Tóna-
bæ, Skaftahlfð 24.
Fundarefni er dómgæzla með tilliti til hinna nýju
leikreglna. Dómarar og þjálfarar eru hvattir til að
fjölmenna.
VÍÐIR
SIGURDSSON
SpennandiíNoregi
Mikil spenna er nú komin i 1. deildina i norsku
knattspyrnunni. Rosenborg, sem verið hefur i efsta
sæti lengst af, tapaði mjög óvænt á heimavelli fyrir
nýliðum Haugar sem þar með unnu sinn annan leik i
deildinni og geta enn bjargað sér frá falli. Lyn Oslo
er fallið og Brann fer sennilega sömu leið. Þegar
þrjár umferðir eru eftir stendur baráttan um norska
meistaratitilinn milli Rosenborg, Valerengen og
Moss. Vikingarnir hans Tony Knapp töpuðu um
helgina og eiga nú nánast enga möguleika, hörmuleg
markatala liðsins sér til þess.
Úrslitih i 19. umferð um siðustu helgi urðu þessi:
Lyn—Bryne
Brann—Lilleström
MosS—Valerengen
Rosenborg—Haugar
Start—Hamarkam
Viking—Fredrikstad
Staðan er níi þessi:
1—2i
3—0
2—2
0—2
1—1
0—2
Rosenborg
Valerengen
Moss
Viking
Fredrikstad
Bryne
Start
Hamarkam
Lilleström
Haugar
Brann
Lyn Oslo  .
Á sunnudag leika Valerengen og Rosenborg 6
Bislett leikvanginum i Osló og <tæti sá leikur ráðið
úrslitum f deildinni. Þá leika einnig Viking og Moss í
Stavangri.
-VS.
19 9
19 7
19 8
19 8
19 8
19 6
19
19
19
19
19
19
33-20 25
36-24 24
24-20 23
24-26 22
39-24 20
24-24 20
32-29 19,
8 19-18 18
5 21-22 18
6 18-29 15,
10 17-37 13
12 20-34 11
PáU Ólafsson, ungi fandsliðsmaðurinn f Þrótti, skoraði grimmt gegn Kunsevo á
dögunum. Getur orðið lykilmaður Þröttar i Evrópuleiknum.
Fyrsti Evrópuleikurínn ísögu Þróttar:
„Markmiðið að sigra þá
norsku með 4-5 mörkum"
— segir Ólaf ur H. Jónsson, fyriiiiði og þjátfari Þróttar, sem leikur við Kristiansand
íEvrópukeppni bikarhafa íhandknattleiká sunnudag
„Við hjá Þrótti höfum búið okkur
vel undir þessu Evrópuleiki við norska
liðið Krístiansand og markmiðið er að
sigra þá norsku með 4—5 marka mun i
leiknum i Laugardalshöllinni á suiinii-
daginn," sagði Ólafur H. Jónsson,
fyrirliði og þjálfari bikarmeistara
Þróttar, þegar DB hafði samband við
hann i gær. Á sunnudag kl. 20.00
verður fyrri leikur Þróttar og Kristian-
sand i Evrópukeppni bikarhafa. Siðari
leikurinn verður i Kristiansand sunnu-
dag 11. október eða viku siðar.
„Heimavöllurinn hefur mikið að
segja og við verðum að ná þessu for-
skoti, fjórum til fimm mörkum, ef við
ætlum að' komast áfram í Evrópu-
keppninni, í 2. umferð. Við byrjuðum
strax í sumar undirbúning. Fórum í
keppnisför til Vestur-Þýzkalands og
lékum þar nokkra leiki. Meðal annars
Danski leikmaðurinn
hjá ÍR vakti athygli
—þegar KR og ÍR léku á Reykjavíkurmótinu í handknattleik
KR sigraði IR 18—16 f úrslitakeppni
Reykjavikurmótsins i handknattleik i
fyrrakvöld. Nokkuð öruggur sigur. I
liði ÍR vakti Daninn Philip mikla
athygli, skemmtilegur hornamaður sem
flaug inn i teiginn, fékk knöttinn og
skoraði. ÍR leikur sem kunnugt er i 2.
deild en eins og liðið hefur leikið á
Reykjavfkurmótinu ætti að vera létt
hjá þvi að vinna sér sæti i 1. deild á ný.
KR-liðið er sterkt og bræðurnir
Alfreð og Gunnar Gíslasynir skoruðu
11 af 18 mörkum liðsins gegn ÍR.
Alfreð 6/1, Gunnar 5. Haukur Geir-
mundsson  og  Friðrik  Þorbjörnsson
skoruðu tvö mörk hvor, Haukur Otte-
sen, Jóhannes Stefánsson og Konráð
Jónsson eitt mark hver. Mörk ÍR
skoruðu Björn Björnsson 5/2, Philip 3,
Sigurður Svavarsson 3/1, Guðmundur
Þórðarson 2, Pétur Valdimarsson 2 og
Einir Valdimarsson 1.
í síðari leiknum á miðvikudagskvöld
sigraði Víkingur Val 21—17. Sökum
þrengsla í blaðinu i gær féllu út marka-
skorarar liðanna. Fyrir Víking skoruðu
Guðmundur Guðmundsson 5, Páll
Björgvinsson 4, Steinar Birgisson 4,
Ólafur Jónsson 3, Sigurður Gunnars-
son 2, Árni Indriðason 2/1 og Þor-
bergur Aðalsteinsson 1. Fyrir Val
skoruðu Jón Pétur Jónsson 6/2, Þor-
björn Guðmundsson 4/2, Theódór
Guðfinnsson 4, Steindór Gunnarsson 2
og Gunnar Lúðvíksson 1.
Staðan
þannig:
Víkingur
Valur
KR
ÍR
í  úrslitakeppninni  er  nú
2 2 0 0 43—34 4
2 10 1 36—35 2
2 10 1 35—38 2
2 0 0 2 30—37 0
Síðustu leikirnir verða á mánudags-
kvöld í Laugardalshöllinni. Kl. 20.00
leika ÍR og Víkingur, síðan KR og
Valur.
Lið lögreglunnar i Reykjavfk stm varð sigurvegari i firmakeppni KR f knattspyrnu 1981. Fremri röð fra vinstri: Þóröur
Hilmarsson, Kristinn Petersen fyrirliði, Guðmundur Baldursson, Hörður Hafsteinsson, Þorsteinn G. Ólafsson. Aftari röð:
Bjarki Eliasson yfirlögregluþjónn, Hörður Harðarson, Kristján Hilmarsson, Gauti Grétarsson, Óskar Bjartmarz formaður
ÍFL, Magnús Einarsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. k myndina vantar Stefán Konráðsson og Brynjar Stefánsson.
Liprir lögreglumenn
—sigruðu ífirmakeppni KR í knattspyrnu
Firmakeppni KR i knattspyrnu 1981 I þvert  &  venjulegan  knattspyrnuvöll  I skóli og Áburðarverksmiðjan og sigr-
luuk um siðustu helgi með sigri lögregl-   með sjö leikmönnum i liði. í úrslitaleik   aði Árbæjarskóli 6—0. í fyrra sigraði
unnar i Reykjavik. Þátttökulið voru 45   sigraði lögreglan Húsfélagið Engihjalla   Kristján Skagfjörð i keppni þessari en
og var leikið i niu ríðlum. Spilað var | 4—2. Um þriðja sætið léku Árbæjar-  | komst ekki i úrslit að þessu sinnii  -VS.
við hið þekkta lið Nettelstedt.
Töpuðum þeim leik með tveggja marka
mun, 15—17, og það var allgóð
frammistaða. Síðan kom nokkurt bak-
slag á Reykjavíkurmótinu. Við erum
með nýja menn og það tekur tíma að
þeir samlagist liðinu. En í leiknum við
sovézka liðið Kunsevo voru þó greini-
leg merki þess að þetta væri allt að
smella saman hjá okkur svo ég er
nokkuð bjartsýnn á árangur gegn
norska liðinu. Ég veit talsvert um
liðið. Það hefur fimm norska landsliðs-
menn í liði sínu og ágætar langskyttur.
Einnig góða vörn og við gerum okkur
grein fyrir því að við megum ekki van-
meta liðið. Það hefur gengið hjá því
eins og Þrótti síðustu árin. Komst upp
úr 2. deild 1979 og varð svo bikar-
meistari Noregs 1981 eða i vor," sagði
Ólafurennfremur.
Lið Þróttar í Evrópuleikinn á'sunnu-
dag hefur verið valið og er skipað
þessum leikmönnum. Markverðir Sig-
urður Ragnarsson og Ólafur Benedikts-
son. Aðrir leikmenn Ólafur H. Jóns-
son, Páll Ólafsson, Sigurður Sveins-
son, Jens Jensson, Jón Viðar Sigurðs-
son, Magnús Margeirsson, Lárus
Lárusson, Einar Sveinsson og svo tveir
sem bera sama nafnp Gunnar Gunnars-
son. í liði Þróttar eru þekktir landsliðs-
garpar af eldri og yngri kynslóð hand-
knattleiksmanna. Ólafur Benediktsson
Ólafur H. Jónsson — fyrirliði Þróttar
og þjálfari.
leikur
Þrótti.
þarna sinn fyrsta stórleik með
Stórsigur Standard
Standard Liege vann stærsta sigurinn
á Evrópumótunum i knattspyrnu,
þegar liðið vann Floriana, Möltu, 9—0,
i gærkvöld i Evrópukeppni bikarhafa.
Leikurínn var háður i Liege. Staðan i
hálfleik var 4—0. Standard sigraði 3—
1 á Möltu og þvi 12—1 samanlagt i
báðum leikjunum. Þeir Vordeckers
þrjú, Plessers 2, van der Snissen, Taha-
mata, Graf og Aríe Haan skoruðu
mörk Standard igær.
SAMBANDSLEYSI
VIÐ NORDURLÖND
Norðurlandablöðin hafa varia birt úrslitin
úr HM-leik íslands og Tékkóslóvakíu
Það var álit flestra knattspyrnuunn-
enda hér 6 landi að það mundi vekja
mikla athygli erlendis þegar ísland og
Tékkóslóvakía gerðu jafntefli í HM-
leik sínum á Laugardalsvelli á dögun-
um. En það er öðru nær, þegar undan-
skilin eru nokkur viðbrögð i þeim lönd-
um sem eru í sama riðli og ísland og
Tékkóslóvakia, einkum þó Wales.
Jafnteflið gaf Wales-búum aukna
möguleika á að komast í úrslitakeppni
heimsmeistarakeppninnar á Spáni
næsta sumar.
Það virðist að mestu leyti sambands-
laust við Norðurlöndin frá íslandi ef
marka má viðbrögð blaða i Dan-
mörku, Noregi og Sviþjóð við þessari
frétt. Að minnsta kosti er það ekki dag-
legur viðburður á knattspyrnusviðinu
að smáþjóð nái stigi af núverandi
ólympiumeisturum og fyrrverandi
Evrópumeisturum (1976), eins og
þarna átti sér stað. Flest blöð í Dan-
mörku hafa ekki eimi sinni getið úrslit-
anna og er Politiken þar á meðal.
Ekkert var minnzt á úrslitin í Ekstra-
blaðinu danska daginn eftir leikinn.
Tveimur dögum eftir hann birti blaðið
úrslitin, ekkert meir. í Svíþjóð er alveg
sömu sögu að segja. Stórblaðið Dagens
Nyheter gat ekki um úrslit leiksins dag-
inn eftir en var þó með úrslit . íir
öðrum HM-leikjum, sem háðir voru
sama dag. Tveimur dögum eftir leikinn
hafði blaðið sama hátt á og danska
Ekstrablaðið. Sama er að segja um flest
önnursænskblöð.
Ekki var það skárra i norsku blöðun-
um. Norska Dagblaðið birti fréttina,
sem fylgir þessari grein, og þar voru
úrslitin falin undir úrslitum i leik Sovét-
ríkjanna og Tyrklands í sama riðli.
Lagt út frá því að Wales hefði styrkt
stöðu sina. Staðan i riðlinum hjá
blaðinu röng.
-hsím.
Sovjet forbi
Tsjekkoslovakia
Moskva: Sovjet slo Tyrkia 4-0 i en
VM-kvalifisenngskamp i fotball i Mosk-
va onsdag kveld. Kampen ble spilt i
pulje3.
Dermed har Sovjet meget store
sjanser til á komme til sluttspillet i
Spania neste ár.
Soviet har erobret siu poeng pá tire
kamper, og det danner en solid basis
for avansement til sluttspillet.
Málene ble lagd av Aleksander Tsji-
vadse, Anatolij Dem|anenko, Oleg
Blokhin og Ramaz Sjengelia.
Wales styrket sine sjanser til en plass i
VM-sluttspillet i gár siden Tsjekkoslo-
vakia noe overraskende ikke klarte
mer enn uavgjort borte mot Island. Det
betydde at Sovjet passerte tsjekkerne
pá tabellen i gruppe 3 og russerne
styrket sine VM-sjanser hjemme i
Moskva. Sovjet hadde en mengde
sjanser, men misbrukte blant annet et
straffespark.
Stillingen i pulie 3:
5  4 10  10— 0
Norska félagið KIF eða Kristiansand
er stofnað 1921 og er því 60 ára á þessu
ári. Aðalgrein félagsins er handknatt-
leikur en einnig eru þar frjálsar íþróttir.
Árangur liðsins í handknattleiknum
hefur verið góður frá því það komst
upp í 1. deild. Annað sæti 1980 í 1.
deild og í vor þriðja sætið. Auk þess
bikarmeistari.
Heimavöllur liðsins er í Gimlehallen í
Kristiansand, sem talinn er mikil
„ljónagryfja". Áhorfendur þar þekktir
fyrir stuðning við liðið. En stuðningur
við íslenzk lið í Evrópukeppni í Laugar-
dalshöll er einnig orðlagður og ástæða
er til að hvetja fólk til að mæta á
þennan fyrsta Evrópuleik Þróttar og
styðja vel við bakið á leikmönnum
liðsins á sunnudagskvöld.      -hsím.
Pétur Ormslev — ekki skrifað undir
enn.
Lárus Guðmundsson — Armenia Biele-
feld vill fá hann strax.
Pétur hefur samið skrifa þýzkir:
„Tel líklegt
að það verði"
—segir Atli Eðvaldsson
„Nei, Pétur Ormslev hefur enn ekki
skrifað undir samning við Fortuna
Diisseldorf og það hefur ekkert verið
rætt um kaupverð milli hans og félags-
ins. Hins vegar tel ég mjög liklegt að
l'í'lur gerist atvinnumaður hjá félaginu
iiinan tiðar," sagði Atli Eðvaldsson,
þegar DB ræddi við hann i morgun. Að
sögn Viggós Sigurðssonar i Leverkusen
var þvi slegið upp í þýzku blöðunum í
morgun að Pétur væri orðinn atvinnu-
maður hjá Fortuna Diisseldorf. Félagið
hefði nú tvo íslenzka landsliðsmenn á
sínum snærum.
„Þjálfari Fortuna, Berger, fór til
írlands ásamt öðrum manni frá
félaginu til að fylgjast með Evrópuleik
Dundalk og Fram en Willie Reinke fór
hins vegar ekki. Pétur kom svo aftur til
Díisseldorf ásamt Þjóðverjunum í gær
en ekki var þá gengið frá neinum
samningum við Pétur. Hann verður hér
hjá Fortuna að minnsta kosti fram að
HM-leiknum við Wales, sem verður 14.
október í Wales. Ég hugsa að hann
skrifi undir samning við félagið og
hann getur ekki nema bætt sig með því
að vera hér við æfingar. Allir láta vel af
Pétri hér og hann mun leika með vara-
liðinu á þriðjudag. Þjóðverjarnir sögðu
mér að Fram hefði leikið betur á
frlandi en Dundalk. Dómari leiksins
hefði beinlinis gefið írska liðinu tvö
mörk — tvö rangstöðumörk. Síðan
hefði Hafþór Sveinjónsson verið
rekinn af velli og þar með voru mögu-
leikar Fram úr sögunni. En það verður
gaman að fylgjast með þróun mála
hvað Pétur snertir hjá Fortuna Diissel-
dorf. Það hlýtur að skýrast næstu
daga,"sagði Atli  ennfremur.
Þá má geta þess, að Willie Reinke
hafði samband við Lárus Guðmunds-
son, unga landsliðsmiðherjann í
Víking, og vildi strax fá hann til
Vestur-Þýzkalands til liðs við Armenia
Bielefeld, sem leikur í Bundeslígunni.
Lárus er nú í Frakklandi ásamt félög-
um sínum í Víking og getur verið að
hann  fari  til  V-Þýzkalands -hsím.
Stórmót í körf ubolta
— Portúgalir, Hollendingar og sennilega Finnar koma í byrjun janúar
—Islandsmótið hefst íkvöld með leik Njarðvíkur og Vals
„Við höfum fengið endanlegt  svar  I Grikklandi seinni hluta októbermán-
frá Hollendingum um aö þeir munu   aðar en vegna fjárhagsörðugleika varð
koma hingað um áramótin og taka þátt
í fjögurra liða móti," sagði Einar
Bollason, landsliðsþjálfari i körfu-
knattleik, á blaðamannafundi í gær.
„Portúgalar koma einnig og að ölliim
likindum Finnar en endanlegt svar
hefur ekki borizt frá þeim. Þá hafa
Skotar beðið um að fá að taka þátt i
þessu móti en við eruin ekki sérstaklega
hlynntir því þar sem þeir verða í riðli
með okkur á Evrópumótinu í apríl."
Hér er um að ræða stórviðburð i
íslenzkum körfuknattleik. Hér eru
sterkar þjóðir á körfuknattleikssviðinu
á ferð og leikir gegn þeim ættu að geta
komið landsliðinu að góðum notum
fyrir Evrópukeppnina. Þar leikur
ísland í C-riðli ásamt Skotum, írum,
Egyptum, Austurriki og Ungverjalandi
og verður leikið i Edinborg 26.—30.
apríl á vori komanda.
Næsta víst er að fjögurra liða mótið
fer fram dagana 5.—7. janúar næst-
komandi. Fyrstu leikirnir fara fram í
Reykjavík en síðan er fyrirhugað að
leika víðar, og koma þar Borgarnes,
Njarðvík og Keflavík helzt til greina
sem keppnisstaðir. Þess má geta að í
kjölfar hins góða árangurs íslenzka
landsliðsins í síðustu Evrópukeppni var
því boðið að taka þátt í miklu móti í
körfuknattleikssambandið að afþakka
þetta glæsilega boð.
Unglingalandslið Hollands, sem talið
er i hópi tíu beztu unglingaliða í
Evrópu um þessar mundir, er væntan-
legt hingað til lands þann 19. október
og leikur hér þrjá leiki gegn íslenzkum
jafnöldrum sínum. Að sögn Einars
Bollasonar er markmiðið með því að
leika gegn svo sterku liði það að læra
semmest og búa piltana sem bezt undir
framtíðina.
íslandsmótið
„Ég á von á því að keppnin í Úrvals-
deildinni í vetur verði mun jafnari en í
fyrra og af leikjunum í Reykjavíkur-
mótinu sýnist mér að við megum búast
við betri körfuknattleik nú en oftast
áður," sagði Kristbjörn Albertsson,
nýkjörinn formaður KKÍ.
Urvalsdeildin hefst í kvöld með
„sprengjuleik" íslandsmeistara Njarð-
víkur og bikarmeistara Vals í Njarðvik
og hefst leikurinn kl. 20. Á laugardag
kl. 14 leika ÍR og KR og á sunnudags-
kvöld kl. 20 leika Fram og ÍS. Báðir
leikirnir fara fram í Hagaskóla. Ár-
mann og ÍBK eiga að leika á sunnudag
,kl. 14 í 1. deild og mikill spenningur
ríkir í sambandi við Ármannsliðið því
flestir leikmenn þess frá þvi í fyrra hafa
gengið í önnur félög og ýmsar sögu-
sagnir hafa verið á lofti um hvort
Ármann mæti yfirleitt til leiks. Úr því
fæst endanlega skorið þegar flautað
verður til leiks á sunnudag.
Ýmsar blikur eru nú á lofti í sam-
bandi við niðurröðun leikja. Engir
tímar hafa enn fengizt í íþróttahúsi
Hagaskóla nema fyrstu vikur mótsins
og eru forráðamenn KKÍ mjög
óánægðir með frammistöðu ÍBR í mál-
inu. Endanlega mótaskrá frá KKÍ er
því ekki hægt að fá strax. Þá var lengi
vel óvist hvort KKÍ fengi inni í Laugar-
dalshöllinni í vetur vegna þess hve
gólfið væri farið að gefa sig undan
körfubúnaðinum. Á tímabili voru
aðeins tveir möguleikar í stöðunni,
körfuboltinn út eða gólfið út. Nú hefur
þó verið ákveðið að henda körfuknatt-
leiksmönnum ekki út í vetur hvað svo
sem síðar verður.
Sem kunnugt er hafa öll úrvals-
deildarliðin fengið til liðs við sig er-
lenda leikmenn. Meiðsli Stwart John-
son setja þó strik í reikninginn hjá KR-
ingum þar sem hann verður frá í sex til
átta vikur. Enn er óvíst hvort KR-ingar
fá annan leikmann í staðinn eða hefja
mótið alíslenzkir. Vitað er um þrjá er-
lenda leikmenn í 1. deildinni. Dakarsta
Webster leikur með nýliðum Hauka,
Mark Holmes með Grindavík og Tim
Higgins með Keflavik.
Eftirtalin lið taka þátt í deildakeppn-
inni: Úrvalsdeild: Njarðvík, Valur, ÍR,
KR, ÍS og Fram. 1. deild: Ármann,
Keflavík, Grindavík, Skallagrimur,
Borgarnesi og Haukar, Hafnarfirði. 2.
deild: A-riðilI: Þór, Akureyri, Tinda-
stóll, Sáuðárkróki, KFÍ, ísafirði og
(ME Egilsstöðum. B-riðill: Víkingur
Ólafsvík, UBK, Kópavogi, Bræður,
Reykjavik, Akranes og Hörður,
Patreksfirði. C-riðill: Léttir, Reykja-
vík, Esja, Reykjavík, ÍV, Vestmanna-
eyjum, og FH, Hafnarfirði. Fimm lið
leika i 1. deild kvenna, KR, ÍR, ÍS,
Laugdælir og Njarðvík. Til viðbótar
senda Reykjaskóli og Reynir, Sand-
gerði, lið í yngri flokkum.
,_________________________-VS.
Atletic Madrid
slegiðútíUEFA
Atletico Madrid, Spáni, sigraði Boa-
vista, Portúgal, 3—1 (1—1) í UEFA-
keppninni í knattspyrnu í Madrid i
gær. Dirceu, tvö, og Cano, víti,
skoruðu mörk Atletico en Diamantino
mark portúgalska liðsins. Það sigraði
samanlagt 5—4. Áhorfendur 25.000.
r           Greinai^erðfráKnattspymuráðiAkraness:
Akvörðun formanns KSI
óvirðing við dómstólinn
Blaðinu hefur borizt eftirfarandi
greinargerð frá Knattspyrnuráði Akra-
ness vegna kærumáls ÍA gegn KR,
undirrituð af Jóni Runólfssyni, for-
manni KRA.
„Eins og flestum knattspyrnuáhuga-
inönnum mun nú kunnugt, þá er lokið
múli þvf sem KRA stóð f gegn KR á
dögunum. Vegna þess hve máli þessu
voru gerð litil skil í fjölmiðlum vill
KRA gera stutta grein fyrir málinu eins
og það lítur út frá okkar bæjardyrum
séð. Til að spara rými þá verður liér
aðeins stiklað á stóru og minnzt á aðal-
atriði málsins.
Eins og menn muna spruttu dell-
urnar út af atviki i leik KR gegn ÍA í 1.
deild þann 3.9. sl. Atvikið var i stuttu
tnáli það að Óskar Ingimundarson fær
rautt spjald fyrir að yfirgefa leikvöllinn
i leyfisleysi (hann hafði fengið gult
spjald áður), eftir að hann fær rauða
spjaldið er Atli Þór Héðinsson sendur
inn á völlinn í stað Óskars. í knatt-
spyrnulögunum segir að ekki megi setja
leikmann inn á fyrir þann sem hefur
verið rekinn af leikvelli. Á þeim for-
sendum byggðum við okkar kæru.
Okkur var ljóst að tvennt hafði gerzt. í
fyrsta lagi setja KR-ingar mann inn á
fyrir mann sem stuttu áður hafði fengið
rautt spjald. Öllum sem hafa komið
nálægt knattspyrnu lilýtur að vera Ijóst
að það iná ekki. í öðru lagi gerist það
að dómarinn gefur varamanni leyfi til
að koma inn á, hann brýtur einnig
lögin. í hita leiksins verða báðum
aðilum á mistök á viðkvæmu augna-
bliki, KR er nýbúið að ná forystu i
leiknum og Skagamenn ieggja allt í það
að jafna á siðustu mínútunum sem oft
hafa reynzt liðinu drjúgar í sumar.
Atvikið er siðan kært til sérráðsdóms
KRR. Sá dómur tekur málio fyrir og
sýknar KR-inga á alröngum forsendum
(sjá meðfylgjandi Ijósrit). KRA sættir
sig ekki við niðurstöðurnar og lelur að
spurningunni sé ósvarað. Við áfrýjum
til dómstóls KSL Dómurinn ákveður
að'hraða inúlinii, svo niðurstaða liggi
fyrir áður en siðasti leikurinn i 1. deild
l'er Iram. Það reynist ekki hægt þar
sem KR biður um frest. Þá gerist sér-
stakt atvik. Formaður KSÍ tilkynnir
það í Morgunblaðinu að verðlaun í
íslandsmótinu verði afhent að loknum
leik Víkings og KR þrátt fyrir kæru
okkar, sem e.t.v. hefði getað breytt röð
efstu liða. Úr því að Víkingur vann KR
þá var að sjálfsögðu hægt að afhenda
þeim verðskulduð sigurlaun en öoru
iníili gegndi um Framara, þeir tóku á
móti verðlaunum, sem þeir áttu á
hættu að missa nokkrum dögum síðar,
eða hvað? Þessi ákvörðun formannsins
er að okkar mati óvirðing við dómstól
KSÍ, svo ekki sé meira sagt. Það liggur í
augum uppi að dómstóllinn er i miklu
erfiðari aðstöðu til að kveða upp hlut-
lausan dóm i svona stöðu. Áfrýjun er
siðan tekin fyrir og dómur upp kveð-
inn: KR sýknað. Að okkar mati eru
dómsniðurstöður svo loðnar að
spurningunni er enn ósvarað: Má setja
mann inn á i stað þess sem rekinn er út
af?"
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32