Alþýðublaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 3
alþýðu' biaoið Laugardagur 19. marz 1977 FRÉTTIR 3 A næturrölti með Æskulýðsráði Störf Æskulýðsráðs hafa verið nokkuð und- ir smásjá fjölmiðla að undanförnu. Hin frjálsu félög, skátafé- lög og fleiri hafa sum hver kvartað undan þvi, að starfsemi ráðs- ins drægi krakka frá þeim. Þessum ásökun- um og annarri gagn- rýni hefur siðan verið svarað. En út af öllu þessu f jaörafoki hefur vaknaö i brjóstum margra sú spurning, hvað þaö væri I raun og veru sem Æsku- lýðsráð gerði. Tilað svara þess- um spurningum og kannski fleirum, buðu formaður Æsku- lýðsráðs, Davið Oddsson og framkvæmdastjóri þess, Hinrik Bjarnason, blaðamönnum að kynnast starfseminni litillega, kvöld eitt i vikunni. Tómstundastarf i skóium Einn þáttur starfs Æskulýðs- ráðsins er mörgum kunnur en það er tómstundastarf i skólum. Eru krökkum kenndar ýmsar tómstundagreinar, svo sem skák, bridge, leðurvinna, borð- tennis, svo eitthvað sé nefnt. Alls eru greinarnar 15. Starfað eril4skólumunglingastigs ogá timabilinu október — desember ’76 voru 124 flokkar með 1480 þátttakendum. Siðari hluta vetrar, janúar — marz störfuðu 88 flokkar með 957 þátttakend- ur. Talsverð aukning er á þátt- takendafjölda frá þvi i fyrravet- ur. Félagsmiðstöðvar Ráðið rekur tvær félagsmið- stöðvar. önnur þeirra er I Breiðholtiog nefnist Fellahellir. Gestafjöldinn á ári hefur verið um 26 þúsund, en aðsóknin fer mjög eftir árstima. Vikulegur opnunartimi yfir vetrarmánuð- ina er 77 1/2 klukkustund. Yfir vetrarmánuðina l&tur nærri, að um 5000 manns sæki Fellahelli á mánuði. Af þessum fjölda taka um 30% þátt i starfi á vegum Æskulýðsráðs, 55% starfa i fé- lögum hverfisins og um 15% taka þátt i framboðnu starfi hverfisskólanna i Fellahelli. Allskyns tómstundastarf fer fram I Fellahelli, en þessa dag- ana hefur verið lögð mikil á- herzla á andreykingaherferð. Herferð þessi hófst meö þvi, að 16 manna hópur skólakrakka fór i reykingabindindi. Flestir krakkanna eru nú hætt aö reykja og er hópurinn orðinn mun stærri eða um 30 manns. Þess má geta, að húsnæðið, sem Féllahellir er 1 núna var upphaflega hugsað sem kjarn- orkubyrgi og plássið ekkert nýtt. Hin félagsmiðstöðin, sem Æskulýðsráð rekur er Bústaðir og er hún til húsa i Bústaða- kirkju. Bústaðir voru teknir i notkun fyrir rúmum þremur mánuðum og er þvi litil reynsla kominá staðinn. A þessum tima hafa komið um 7000 gestir. 1 Bústöðum er andreykinga- herferðin einnig rekin, en þegar okkur bar að garði var i gangi leiklistarnámskeið, ljósmynda- námskeið, borðtennis og fleira. Tónabær Þá er komið að sjálfu vand- ræðabarninu, Tónabæ. Deilur hafa staðið eigi alllitlar um þennan stað. A að reka hann eða ekki? Hvar á aldurstakmarkið að vera? Verzlunareigendur i hverfinu erekki mjög hrifnir af staðnum vegna stöðugra rúðubrota ung- linganna. Þessberþóaö gæta, að aðeins mjög litillhluti krakkanna nefur tekiö þátt i óspektunum en alls sóttu 51.740 gestir hinar ýmsu samkomur i Tónabæ á árinu 1976, þar af voru milli 30-40% ut- anbæjarfólk. Auk fyrrnefndrar starfsemi starfrækir Æskulýösráð báta- smiðastöð I Nauthólsvik. —ATA A.S.B. Félag afgreiðslu stúlkna í brauða- og mjólkurbúðum Starfsmannafélagið Sókn heldur aðalfund sinn, þriðjudaginn22. marz 1977 kl. 20.30, i Hreyfilshúsinu við Grensásveg. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Uppsögn samninga. 3. önnur mál. Stjórnin. SALA verðtryggöra spariskírteina ríkissjóðs hefst þriðjudaginn 22. mars \ Auglýsingasími blaðsins er 14906 W) SEÐLABANKI ÍSLANDS “ s/..\*»Vr || . ■ , ■ . . . l

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.