Vísir - 08.10.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 08.10.1974, Blaðsíða 2
2 Visir. Þriðjudagur 8. október 1974. VfelRSm: Fengiröu þér litsjónvarp, ef sjónvarpið hæfi litasendingar? Auður ólafsdóttir: — Já, ef ég heföi efni á þvi. Myndin er mun skemmtilegri i litum. Jú, ég hef séö litsjónvarp og þótti það ágætt. Ég fengi mér þvi litsjónvarp þótt ég þurfi að visu ekki að endurnýja mitt sjónvarp strax. Rúna Knútsdóttir, húsmóöir: — Ég er nú nýbúin að fá sjónvarp, svo ég timi nú sennilega ekki að fá mér annað svona strax aftur. Dóttur mina var farið að langa svo i sjónvarp, að við fengum okkur það. Nei, það hefur ekki breytt miklu á heimilinu. Dóttirin og eiginmaðurinn horfa aðallega á þaö. Jón Agústsson, bifreiðaeftiriits- maður: — Já, tvimælalaust. Ég hef horft á litsjónvarp i Sviþjóð og það er sko ekkert sambærilegt, hvað það er skemmtilegra. Ég er nú nýbúinn að endurnýja sjón- varpið mitt, en ég gerði það hik- laust aftur, ef teknar yrðu upp litasendingar. Agúst Finnbogason, vélstjóri: — Það fyndist mér alveg sjálfsagt. Ég myndi fá mér slikt tæki strax og sendingar hæfust. Ég hef séð það erlendis, mig minnir i Eng- landi, og þótti það mun skemmti- legra i lit. Alda Bjarnadóttir, húsmóöir: — Ef ég hefði ráð á þvi. Ég hef séð slikar sendingar og það veitir manni aukna ánægju, þó með þvi fororði, að efnið sé með einhverju viti. Kristinn Jónsson, eftirlitsmaður: Já, svo framarlega sem ég hefði efni á þvi. Austurlenzku slagsmálamyndirnar ollu mikilli aðsókn á karatenámskeið: „ÞVÍ FER VÍÐSFJARRI AÐ HÉR SÉU MENN ÞJÁLFAÐ- IR í DRÁPSAÐFERÐUM" „Það er engum blöðum um það að fletta, að það eru slags- málamyndirnar, sem þessu valda”, sögðu félagar i Karate- félagi Reykjavikur. Félagið auglýsti námskeið um daginn og strax á fyrsta degi var aðsóknin svo mikil, að þeir, sem innrituðu nýja félaga, voru nær drukknaðir i mannhafinu. Þetta litla félag var stofnað i fyrra af nokkrum áhugamönn- um um karate, sem þá var litt þekkt sport á fslandi. Það var ekki fyrr en austurlenzkar slagsmálamyndir, sem njóta nú mikilla vinsælda viða um heim, fóru að berast til Islands, að áhuginn vaknaði á karate, kung fu og öðrum afbrigðum austur- lenzkrar glimu og sjálfsvarnar- aðferða. „Menn gera sér greinilega al- rangar hugmyndir um karate. Þeir halda, að hér séu menn þjálfaðir i öllum mögulegum drápsaðferðum, en þaö er viðs fjarri, að sá sé tilgangur okkar. Okkar félagsmenn vilja þjálfa sig likamlega og ekki sizt and- lega þvi enginn getur stundað karate, nema hann skilji anda þessarar iþróttar og sætti sig við strangan aga.” Karate átti sitt upphaf meðal búddamunka, er ekki máttu ganga vopnaðir, en urðu þó að verja hendur sinar gegn ræningjum. Þeir þróuðu með sér glimutækni, sem karate er runnin af, enda þýðir japanska orðið karate tóm hendi. „Það hefur komið fyrir einu sinni, að við höfum frétt af félaga sem fór að stunda slags- mál, og við rákum hann sam- stundis.” „Við teljum að bezta ráðið sé hreinlega að taka til fótanna ef maður sér fram á að til handa- lögmála komi. En karate á að kenna þeim, sem það stunda, hvernig þeir geti verið sterkir gagnvart slæmu fólki og veikir gagnvart góðu fólki.” Vísismenn litu inn á æfingu karatemanna fyrir nokkrum dögum og var þá japanski þjálfarinn að æfa þá i lappa- spörkum og olnbogaskotum. Við fengum manað þá kappa upp i aö brjóta spýtur með olnbogan- um eða hendinni með þvi að lofa að taka ekki myndir, þar sem slikt mundi gefa fólki rangar hugmyndir um iþróttina. Ékki gekk nú alltof vel að mölva spýturnar og gáfust þeir loksins upp eftir margar tilraunir. Karate byggir mikið upp á spörkum, enda getur þjálfaður karatemaður teygt sig til muna lengra með góðu fótarsparki en andstæðingurinn nær að koma handarhöggi sinu. Ef einhver er kominn i þá að- stöðu, að ekkert annað dugir en að greiða andstæðingnum karatehögg, hefur slikt högg i bezta falli alvarlegar lim- lestingar i för með sér og i versta falli dauða, enda er fátt um fina drætti, þegar karate er á annað borð notað i slagsmál- um. Við fengum það upp gefið hjá japanska þjálfaranum, að það væru 12 dauðapunktar á mannslikamanum. Vel úti látið högg á þá staði leiðir samstund- is til dauða. Hann vildialls ekki segja okkur, hverjir þessir stað- ir væru, heldur lagði rika áherzlu á það að karate væri fyrst og fremst holl iþrótt til likams- og hugarræktar, en ekki til þess ætluð að menn beittu henni fyrir sig i slagsmálum. — JB. Úff, púff og stuna. Japanski þjálfarinn sýnir, hvernig verjast má skyndilegri árás. Ljósm. Björgvin. ► LESENDUR HAFA ORÐIÐ Drottinn blessi prestvígsluna Asgeir H.P. Hraundal skrifar: ,, I blaðinu þriðja þessa mánaðar skrifar einhver Jón Baldvinsson i dálkinn „Lesendur hafa orðið” um prestvigslu Auðar Eir Vilhjálmsdóttur og kallar vlgsluna ókristilegan atburð. Mér finnst oröalagið vægast sagt ósmekklegt hjá Jóni og litt kristilegt hugarþel á bak við orð hans. Hefði þessi grein betur hæft sorpritaómennsku Mánudags- Notlð „ger" við hóríosi Ilúsmóðir hringdi: Varðandi grein um hárlos, sem birtist á siðunni i VIsi á mánudaginn, þá langaði mig að koma þvi á framfæri, að þurrger reynist mjög vel við þessari plágu. Ég og fjölskylda min höfum sjálf reynt þetta, og það hefur gefizt mjög vel. Liklega fæst ekkert betra meðal við hárlosi en gerið. Maöur getur tekið það i skyri, súpu eða hverju sem er, og eina til tvær teskeiðar i einu. blaðsins og komið þar fyrir færri augu Jóni Baldvinssyni til skammar en i jafn viðlesnu blaði og Visi. Ekki vantar hjá Jóni bibliuivitnanirnar, og vona ég, að hann haldi áfram að lesa bibliuna sina. Mér kemur Jón B. mjög for- neskjulega fyrir sjónir af skrifum hans og vonandi er hann ekki giftur, þvilikt „þegiðu kona” hjónaband hlyti slikt að vera. En ég vil benda Jóni á þá staðreynd, að flestir, ef ekki allir kirkju- söfnuðir lands vors, standa og falla með kvenfólkinu. Það væru færri kirkjur til i dag og ekki jafnmörgum mannúðar- málum hrint i framkvæmd af kirkjunnar hálfu, ef kvenfélaga safnaðanna nyti ekki við. Og svo eigum við á tuttugustu öldinni að segja þessum blessuðu konum að þegja og vera okkur karlmönnum undirgefnar. Nei, er ekki komið nóg af sliku i gegnum aldirnar? Aður en svo megi aftur verða, þurfum vér karlmenn að hafa viösýnna og frjórra imyndunar- afl, og i það minnsta eitthvaö á borð við þær. En það höfum vér ekki svo lengi sem við kunnum ekki gott að meta, nema það komi frá okkur sjálfum. Um þátt biskups i þessu máli, þá tel ég hann hafa sýnt kjark og einurð, sem svo oft áður i starfi, lofsveröan og honum til sóma. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir hefur fyrir löngu sýnt það i verki að vera bæði hempunnar og vigslunnar verð með sinum merku störfum i þágu kristninnar um fjölda ára skeið. Þarf ég ekki að fjölyrða það, til þess er hún of vel þekkt, hér i borg og um land allt. Um leiö og ég óska þeim á Suðureyri við Súgandafjörð til hamingju með nýja prestinn sinn, þá bið ég drottin að blessa séra Auði Eir, prestvigsluna, og það, sem henni fylgir, um ókomin ár.” Skortur á grundvelli niðurgreiðslna Svo geti ég ort þetta ágæta ljóð annað hvort skortir mig næðið, eða þá blíðlynt og elskulegt fljóð, eða efnið i horngrýtis kvæðið. Ég læt það alls ekki opinbert, hve örlitlu kvæðinu miðar. Þctta er bara til gamans gert á grundvelli árs og friðar. Og ég er aðeins örlitil grein á ómerkilegum lauki. Kvæðið var aldrei nauðsyn nein, og niðurgreitt þar að auki. Ben. Ax.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.