Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1945, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1945, Blaðsíða 12
220 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÁSÆLNI KONUNGSVALDS- INS FYRR Á TÍMUM — Eítir S. K. Steindórs — Grófartún og Presthús, voru hjá- leiguf frá Hofi, og voru eigendur ,j>eir sömu. Jörfi, hjet afbýli eitt er bvgt var úr Ilofslandi, eigandi var Bigurður lögrjettum. á Sandhóla- ferju, sonur Magnúsar Guðmunds- sonar í Iláfi í Holtum, var hann einnig af ættlegg Ej’jólfs í Stóradal. Krókur hjet enn eitt afbýli frá Hofi, var Þorleifur lögrjettum. Sig- urðsson í Arnarholti, eigandinn. Jarðirnar: Bakka, Lykkju og Brautarholt með 9 hjáleigum, áttu J>au, Sigríður á Rauðamel, Hákon- ardóttir Gíslasonar lögmanns, og sonur hennar Oddur lögm. Sigurðs- áön. ÁbúandijBrautarholts um þess- ar mundir, var Jens Jörgensson, danskur maður. Hafði hann verið í þjónustu, Andrjesar ívarssonar Rafns, eins þeirra Bessastaðamarma, er ■ land vort höfðu á leigu. Hann þótti „fáskiftinn og fyrirferðarlítill maður“, og mun ekki hafa verhl sjerlega óvinsæll. Ilann dólá Bessa- stöðum árið 1695, áður en leigu- samningstímabilið var á enda, og með því að Jens Jörgensson, „var kúnnugur hans brjefum og reikn- ingum“. — Hlaut hann umboðs- 'menskuna. eða „Forpaktarastarf- ið“. — Sem á þeim tímá þýddi í rauninni lítið annað, en að veita hínum erlendu kaupmönnum, vin- satnlega þjónustu, svo einnig að hafa um s.já, „með öllum konungs- ins förléningum, og allri landsins \ussri og óvissri inntekt“. Arið 1698, brá Jens sjer norður að Þingeyrum, og giftistt Sophiu, ^3 í 6 aita cjre in systurdóttir Lauritsar Gottrup, lög- rnanns. Embættisheitið, lögmaður, er eft- ir norskum lögunr, tekið í lögbók- ina ,.Járnsíðu“ í þingskapahætti, er lögleiddur var á Alþingi árið 1271. Kom lögmaðurinn í stað lög- sögumannsins, er verið hafði eitfi hið mesta virðingarstarf hjer á landi, altjfrá grundvöllun Alþingis. Hinn fyrsti lögmaður hjer á landi, var hinn kunni sagnritari Sturla Þórðarson. Oftast voru lögmenn- irnir þó tveir, cn er líða tók á 17. öldina, komu einnig;2 varalögmenn til sögunnar, og hjelst það þannig, þar til lögmannsstarfið var lagt niður árið 1800. Ýar Magnús Ólafs- son á Meðalfelli, bróðir Eggerts, hinn síðasti lögmaður hjer> á landi. Það þótti vitanlega alveg sjálf- sagður hlutur, að lögmannsstarfi gengdu einungis íslenskir nienn, cnda þurfa þeir að hafa glögga þekkingu á tungu vorri og sögu; i’jettarfari og venjum. Voru lög- tnenn kosnir af lögrjettunni, og jafnan kjörnir hinir mætustu menn í það vandasama starf, meðan iands menn fengu því ráðið. Hákon konungur 5,jvildi þó ekki unna landsmönnum, þessara i'jett- inda, og skipaði hingað árið 1300, tvo norska lögmenn,, þá Loðinn af Bakka og Bárð Högnasoon, en and- staða landsmanna og óvild gegn þessari „nýskipan" varð svo þrótt- rnikil, að konungur sá sitt óvænna, og kaus lögrjettan íslenska menn eins og verið ,hafði. En er aldir runnu, og ofstopi konungsvaldsins, færðist í aukana, og virðingin fyrir sjerrjettindum íslensku þjóðarinn- ar, var að engu orðin, tóku Dana- konungar að skipa danska menn til lögmannsstarfa hjer á landi. Laurits Gottrup, var hinn fyrsti þeirra, ,skipaði konungur hann lög- mann Vestur- og Norður-amtsins, árið 1695. En þá var viðnámsþrótt- ur landsmanna orðinn svo lamaður, að litlum eða engum mótmælum var hreyft gegn þessu freklega rjett arbroti. Um Gottrup segir „Eigi varð hann lögmaður af því, hann væri lögspak ari en margir aðrir hjer“. — Enda var þess varla að vænta, því hann hafði búið fsig undir annað æfistarf. .Og kom hingað til lands í þjón- ustu kaupmanna. Var hann um margra ára 'skeið ,undirkaupmaður‘ í Straumfirði. L. Gottrup var þó Is- lendingum velviljaður á ýmsan hátt og undi/hag sínum vel hjer á landi. Sennilega hefir hann verið orðinn allvel að sjer í tungu vorri, er hann varð lögnjaður, því þá hafði hann haft búsetu h.jer á landi í 20 ár. — Mun það hafa þótt nokkur bót f máli úr því, sem komið var og senni, lega hefur,Gottrup sjálfur talið sig vera hálfgildings íslending, því er Oddur Sigurðsson tók við lögmanns störfumjaf honum, árið 1714, hugði Gottrup ekki á brottför hjeðan af landi, og andaðist á Þingeyrum ár- ið 1723. Má það heita algjört eins-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.