Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						(      10. tbl. 9. marz, 45. árg. 1969.      1
Matthías Johannessen:
J
mm
Samtal við Hafstein Björnsson, miðil
Vart getur ólíkari menn en
Runólf Runólfsson, húsmann í
Klapparkoti við Sandgerði og
Hafstein Björnsson, miðil. Þar
sem Hafsteinn situr nú and-
spænis mér og talar hæversk-
lega um líf sitt og starf, af
hjarta lítillátur vegna þess
þroska sem starf hans og
reynsla hafa veitt honum, dett-
ur mér í hug að ekki séu þeir
margir sem gætu svarað jafnó-
hikað og af jafnmikilli vissu
spurningunni í eftirfarandi
vísukorni lærimeistara hans,
Einars H. Kvarans:
Svo brýt ég og sjálfur bátinn
minn
og berst inn í gljúfra veginn. —
Við förum þar loksins allir
inn. —
En er nokkuð hinum megin?
Hafsteinn sagði að skyggni-
gáfa og dulrænir hæfileikar
væru ættgengir og kæmu oftast
fram í öðrum hverjum lið,
öimmusystir hans, Margrét Ól-
afsdóttir, hefði einnig verið
rammskyggn. Þegar hann var
drengur í Skagafirði, sá hann
ekki síður inn í álfheima en
þann veruleika, sem einn birt-
ist fólki með venjulega sjón.
Átti hann til að leika sér við
huldubörn. Fyrir honum var
líf þeirra og leikir eins mikill
veruleiki og áþreifanlegustu
staðreyndir þeirrar bylgju-
lengdar, sem við dauðlegir
menn erum stilltir inn á — og
kallast jarðvist. Hann hafði
haft gaman af, þegar ég sagði
honum frá samtali okkar
„Runka".
Þá brosti hann ofurrólega,
en ég sá að honum þótti þetta
vera mál milli mín og „Runka".
Það væri ekki í hans verka-
hring að skipta sér af því frek-
ar. Vænt þótti honum samt um,
hvað „Runka" hefði tekizt vel
upp að lýsa förinni til Fjóns
— og sannfæra mig! En ekki
kom honum á óvart að hann
skyldi fara að spreyta sig á
Jótlandi líka!
Mér lék forvitni á að vita,
hvernig fundum þeirra Einars
H. Kvarans bar fyrst saman
og spurði Hafstein.
Hann sagði svo frá:
„Ég var 22 ja ára gamall, þeg-
ar ég kom fyrst til Kvarans. Til
drögin voru þau, að ég hafði
árið áður verið vinnumaður á
Nesjum í Grafningi, hjá Gunn-
þórunni Halldórsdóttur og
Guðrúnu Jónasson, og höfðu
þær komizt á snoðir um að ég
væri eitthvað skyggn. Ég hafði
sagt fyrir um gestakomur og
lýst húsdraug þar á bænum,
sem þær þekktu báðar, Jóni
Þorsteinssyni að nafni. Það var
segin saga, að ef eittihvað tap-
aðist á bænum, fundum við Jón
það. Af því eru margar sögur,
sumar skráðar.
Vorið 1937 hélt ég til hjá
Gunnþórunni og Guðrúnu að
Amtmannstíg 5. Þær höfðu um
veturinn sagt Hallgrími Jóns-
syni, skólastjóra Miðbæjarskól
ans, frá þessum undarlega pilti,
sem hafði verið hjá þeim fyrir
austan, og ófreskum hæfileik-
um hans. Hann stóðst ekki mát-
ið, en kallar mig á sinn fund
að Grundarstíg 17, talar þar
við mig nokkra stund og seg-
ir svo séra Kristni Daníels-
syni frá mér, en séra Kristinn
segir af tur Einari Kvaran.
Á hvítasunnudag 1937 kem-
ur Hallgrímur Jónsson á Amt-
mannsstíginn með þau skilaboð
til mín, að þess sé ós-kað að ég
mæti annan í hvítasunnu heima
hjá Einari H. Kvaran vestur
á Sólvallagötu.
Það geri ég.
Þegar ég kem þangað, er
ég, eins og að líkum lætur,
mjög óframfærinn og feiminn,
eins og hver annar sveitapilt-
ur, sem kemur í fyrsta sinn á
alþekkt mennta- og menning-
arheimili. Þegar ég geng í stof-
una, situr Einar við skrifborð
sitt, en auk hans eru í stofunni
Snæbjörn Jónsson, bóksali,
séra Kristinn Daníelsson, Ein-
ar Loftsson, kennari, Guðjón
Sæmundsson, húsasmíðameist-
ari, og kona hans, Arnheiður,
fsleifur Jónsson, fulltrúi hjá
Sjúkrasamlaginu og Gíslína,
kona Kvarans.
Ég geng á röðina og heilsa,
en síðan er mér boðið sæti. Þá
verður alllöng og hálfvand-
ræðaleg þögn, þangað til Kvar-
an segir: „Það er sagt að þér
séuð skyggn."
Já, ég get ekki borið á móti
því.
„Sjáið þér nokkuð hér inni?"
spyr hann.
Ég þagði í fyrstu, en segi
svo, „Já, ég sé Harald Níels-
son."
Enn verður þögn, þar til
Kvaran segir, „Hvaða sannan-
ir eru fyrir því?"
Enn þagði ég, því að nú var
komið að þröskuldi sem mér
hafði aldrei tekizt að leiða
annað fólk yfir með mér: ég
hafði því engar sannanir á tak-
teinum. Ég bara sá.
Ég stóð þarna í stofunni
nokkra stund og gat engu
orði upp komið.
Trúlega hefur frú Gíslína séð

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16