Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1981, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1981, Blaðsíða 7
Feróasaga eftir Sturlu Friðriksson 2. hluti Drekalandið Bhutan Farið aftur í forneskju Bhutönsk stúlka meö sprek í strákörfu. Viö þorpið Punakha Dzong Nú er komiö að Punakha Dzong, sem eitt sinn var höfuöborg landsins, allt fram til 1954, aö yfirstjórnin fluttist til Thimphu. Þarna er mikiö klaustur og er nú vetraraö- setur munkanna, sem á sumrin dveljast í Simtokha-klaustrinu í Thimphu. Selflutn- ingur þessi er viöhaföur vegna þess aö loftslag er hlýrra hér niöri t dalnum. Viö göngum upp brattar trétröppur inn í húsagarð. í miðjum garöi var fagúrt banyon-tré, sem munkarnir telja vera heilagt. Hofiö er allt skreytt buddhamynd- um. Hér þurfum viö þó ekki aö draga skó af fótum okkar þegar inn er gengiö, vegna þess hve mikið dúfnadrit er á gólfinu. Dyrnar hafa staöiö opnar og enginn stuggar viö fuglunum. En nú eru munkarnir einmitt væntanlegir til vetrardvalar sinnar og fugladritið veröur hreinsað á morgun viö komu þeirra í klaustriö. Merkileg hringlaga dómsdagsmynd er á hofveggn- um utan dyra er sýnir afdrif manna og dýra viö andlát þeirra. Sum lenda í hreinsunar- eldi, önnur fara á æöra stig viö endur- holdgun á leiö til himna, eöa niöur á viö tii heljar. Klaustriö stendur á nesi milli tveggja áa. Heitir önnur áin Fo Chhu, eða karl-á, en hin Mo Chhu eöa kven-á. Tii aö komast í klaustriö þarf aö fara yfir aöra ána á hengibrú. Fólk situr á torgi eöa rekur klyfjaöa hesta yfir brúna. Þaö viröist vera aö flytja varning til þess aö koma honum á markaö og senda til Thimphu. Klaustriö er eins og miöaldakastali, þar er menntasetr- iö og miöstöö héraðsins, en í skjóii þess búa bændur, og hingaö koma þeir meö varning sinn. Eins og að koma aftur í miðaldir Merkilegt er aö fylgjast meö þjóölífi á þessum leiöarenda. Hér er gömul höfuö- borg, klaustur og endastöð á þjóðvegi, en samt getur hér aö líta fáein hús og bændabýli. Ekki er hér nein greiöasala, eöa skýli, engin verzlun eöa samkomuhús. í vestrænum heimi væri við svipaöar aöstæöur aö minnsta kosti biðskýli, kaffi- hús og minjagripaverzlun. En hér eru aörir hættir og jafnvel aörir tímar. Viö erum komin langt aftur í miöaldir. Aö vísu ekur hingaö vörubíll, sem er nútímatæki, en lengra ná áhrifin ekki, utan viö grjótgaröinn um torgið og handan árinnar liggur fortíöin. Og hér fyrir noröan og austan er landiö enn ósnortiö af innrás bílsins og aöeins fært manni og múlösnum, og þar býr þjóöin enn í fornri einangrun. Bændurnir, sem bíöa hér eftir flutningabílnum eru meö lifandi hænsni í körfu eöa mjöl og ull í sekkjum, og aörir eru meö ávexti, rófur eöa rauðan pipar. Konur og börn hafa slegizt í förina, tii þess að hitta nágranna eöa hafa vöruskipti. Þó er hér enginn markaöur. Og við erum hér sem framandi verur og stöndum langt fyrir utan þennan fjarlæga en forvitnilega heim. Ekinn er sami vegur til baka yfir fjailiö og nú læöist þoka upp eftir hlíöunum og hylur útsýni yfir dalinn, en í norðri sér á fjallatinda í hinum afskekktu byggöum iandsins. í fjallaskaröinu er nýbyggt sælu- hús og þar snæöum viö nesti okkar. Ég litast um í skóginum og safna berjum og fræjum, sem ég ætla mór aö reyna viö íslenzkar aöstæöur. í giljum og hlíðum vex fura og greni, yllir og ösp. Hátt í lofti fljúga tveir svartir gammar og leita fránum augum aö einhverju æti, en Alpasvöiungar svífa yfir trjátoppunum. Neöar í dalnum eru rhododendron-runnar og milli þeirra skjót- ast skrautlegir litlir fuglar, fagurgrípir, fjólubláir á bak og gulrauöir á bringu. Næst er haldiö sem leiö liggur framhjá höfuö- staönum Thimphu aö vegamótunum viö Chhuzom og þaðan til vesturs um 24 km veg aö Paro, sem er lítið þorp inni í dalverpi í vesturhluta landsins. Viö snæö- um kvöldverö í lágreistum skála. Heitir hann Olathang, en í skóginum til hliöar eru nokkur smáhýsi, sem voru reist á tímum krýningarhátíöar konungs. Kvöldveröur er svínakjöt og baunir, en svín eru óhelg og telst ekki til syndar aö slátra þeim. Allt umhverfiö er hreint og fágaö. Bæöi náttúra og mannvirki skarta hreinum skær- um litum. Morgunsólin kemur upp fyrir hvíta fjallatinda, sem gnæfa upp viö heiðan himinblámann og árdagsgeislar lýsa upp þetta fagurskreytta fjallasel. Landamærin lokuð síðan Kínverjar tóku Tíbet Sólbjartan morgun ökum viö vestur fyrir þorpiö Paro og lengra upp meö Paro-ánni í átt aö tíbezku landamærunum. Þar stendur gamalt virki og hof er nefnist Drukgyel Dzong, og byggt var áriö 1647 eftir aö Bhutan haföi unniö stríö gegn Tíbet. Nú er hofiö aö hluta brunniö og yfirgefiö. Þarna sést til snæviþakinna fjalla. Hæst ber Chomo Lhary, sem er annað hæsta fjall í Bhutan, 7314 m hátt. En einmitt hér, framhjá þessu hofi, lá þjóöteiö- in norðvestur til Tíbet. Nú eru landamærin lokuö, síðan Kínverjar hernámu Tíbet, og hofiö hefur misst þá þýöingu, sem þaö haföi sem bækistöö viö þjóðbrautina og virki þar sem unnt var aö fylgjast meö umferöinni frá Tíbet. Áöur fyrr voru mikil viöskipti milli þessara landa, en nú er varaö viö aö fara of nálægt landamærunum til þess aö valda ekki árekstrum, því veröir skjóta á þá sem þeir álíta grunsamlega, og Bhutan-stjórn gætir þess vandlega aö viröa vel þau landamæri sem liggja aö Kína. Annars eru þessi landamæri auö- greind í landslaginu því þau fylgja fjalla- tindum og efstu sköröum. Rétt neöan viö hofgaröinn rennur tær fjallalækur, og þar standa menn á blóövelli og hafa slátrað stórgrip, sennilega jakuxa. Þeir eru aö hreinsa garnir og þvo þær upp úr lækjarvatninu. Yfir þeim flögra hrafnar, og hefur hópur fugla safnazt saman til þess aö krunka yfir gorinu. Hér er hrafninn helgur fugl og er talinn vera að þylja bænir með krúnki sínu. Munkar færa þeim jafnvel fórnir og gefa þeim litaöar smjörkúlur, sem þóknun fyrir bænahaldiö. Sennilega eru þessir slátrarar múhameöstrúar, því bændur hér eru buddhatrúar og deyöa helzt ekki sjálfir nein dýr. Kóngurinn fer á blákindaveiðar Nokkru neöar í dalnum er hiö forna Kyichu-klaustur, sem er taliö elzta klaustur landsins. Þar mætir okkur ábóti í rauöum skrautklæöum. Hann er aö taka á móti móöur konungsins, sem er væntanleg í heimsókn. í hliöinu stendur ung og fögur kona, sem sögð er vera dóttur ábótans. Ber hún mikla og forkunnarfagra hálsfesti úr rafi, en armband úr silfri, sem á er drekahöfuð, og má víöa sjá þetta þjóðar- tákn í útskuröi og máluöum skreytingum. Á baki hennar hvílir barn bundiö meö linda. í gömlum varöturni Ta Dzong, annars vegar dalsins, hefur verið komiö fyrir nokkrum þjóöminjum og náttúrugripum. Þar hanga uppi gömul herklæði, meðal annars hinir sérstæöu kollháu hjálmar meö eyrnahlíf- um. Þar er einnig skrautlegur vefnaöur og fáein áhöld. Meöal náttúrugripa er blákind, sem er sérstæö fjallakind á þessum slóöum. Er hún aö mestu leyti friöuö, en þó fer konungur ööru hvoru á kindaveiöar og fylgir mikil viöhöfn þeim veiöiferöum. Blákindin heldur sig hátt til fjalla líkt og steingeitin í Ölpunum. Reyndar er margt keimlíkt meö þessum fjarlægu fjallabyggö- um. Veöráttan hér er ekki ólík og í Sviss. Loftiö er tært, hæfilega svalt og ferskt. Snæviþaktir tindar gnæfa viö heiöan himin í fjarska. Neðar eru dökkgrænar, furuvaxn- ar hlíöar. En í flötum dalbotninum eru gulir kornakrar eins og reitir á taflboröi. Þar rækta bændur hirsi, bygg og hveiti og jafnvel hrísgrjón. Vélknúin tæki eru ekki til Hér í Bhutan eru landbúnaöarstörfin mjög frumstæö. Hvergi sést vélknúið tæki. Korniö er slegiö meö sigö eöa Ijá og stöngunum safnaö í stakk. Um þetta leyti er unniö aö uppskeru og þreskingu. Viö fylgjumst með fólki, sem vinnur. á akri niöri við ána. Karlmaður grípur visk úr kornhlaö- SJÁ NÆSTU SÍÐU 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.