Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						MIRIAM
BAT
YOSEF
uppá pallborðiö hjá Frönsurum og þeir eru
ósnortnir af þeirri list enn. Þess vegna er
dálítið ólánlegt, þegar symbólisti kýs að
búa í París, enda þekkir Miriam engan þar
í borg, sem aðhyllist þessa stefnu; hún tel-
ur sig einfara meðal Fransara og er ekki
hluti af neinni heild eða félögum.
Af þessu leiðir, að ekki er auðvelt fyrir
Miriam að lifa af listinni í Paris. En hún
lætur slag standa og tekst það einhvern-
veginn; meðal annars með því að kenna
teikningu í einkatímum. í kennslu sinni
byggir hún á aðferð, sem miðar að því að
virkja hægri helming heilans, en kennslu-
aðferðir hefðbundinna listaskóla virkja
vinstra helminginn, eftir því sem talið er.
Afleiðingin er sú, að hægra heilahvelið
verður óþroskað og þetta hefur farið vax-
andi í vestrænni menningu. Fólk treystir á
tækni og stærðfræði á Vesturlöndum og
hefur glatað hæfileikanum til að skynja
umhverfi sitt á líkan hátt og áður var
hægt og sumt fólk í fjarlægum löndum
getur enn.
En listamaður í París, sem telur sig ein-
fara, — er hann ekki ákaflega einmana?
Miriam telur sig ekki einmana, en segir að
sú hætta sé vissulega meira fyrir hendi í
borg eins og París heldur en Reykjavík til
dæmis. En það mun listamönnum sameig-
inlegt, að þeim leiðist aldrei, því þeir eiga
athvarf og verkefni, sem aldrei þrýtur.
: h
4
¦ -.
-m^
"itfá
*"Va? ' e«fytfr
"'^eaztdi^lii
ning.
s
?r*at
S*S^S
/
\
4 wL
/»'.*-
«*•>
'***»,
*<*&*,
.  i».
eo
*****
Miriam segir, að frekar skorti sig tíma til
að gera allt það sem hana langar til. Og
hún verður áfram í París, nema hún verði
á einhvern hátt neydd til að fara þaðan.
En samt er fátt eins fagurt og ísland í
góðu veðri, segir hún.
Myndir sínar vinnur Miriam oft á papp-
ír og þær eru ekki stórar heldur. Það kem-
ur bæði til af því, að í vinnustofu hennar
er hvorki hátt til lofts né vítt til veggja, og
svo hitt, að þægilegra er að flytja smærri
myndir með sér milli landa. Myndirnar
eru stundum einkennilega uppbyggðar í þá
veru, að hvít, ósnortin eyða verður í miðju
þeirra. Algengara er hjá flestum lista-
mönnum að myndflöturinn sé með ein-
hverskonar kjarna í miðjunni en þeim
mun minna, sem gerist í myndinni á út-
mörkunum. Miriam hefur á þessu ein-
kennilega skýringu. Hún segir að þetta
stafi frá draumi sínum eða ósk um viðvar-
andi óléttu. Það er að vísu ósk, sem ekki
fær rætzt. En Miriam hefur einu sinni
upplifað þetta ástand í nokkra mánuði,
nefnilega þegar hún gekk með dóttur sína
fyrir liðlega aldarfjórðungi. Það var stór-
kostlegt ástand, segir hún; það verkaði svo
vel á sálarlífið og listina, að hún getur ekki
gleymt því.
Olétta, sem engan enda tæki, væri
ákjósanlegasta ástand sem hægt væri að
hugsa sér, segir Miriam Bat Yosef.
GÍSLI SlGURÐSSON
***££*«*
/

s
"**ísr

gö*'Z'iHjn'f*ti
'""Oirt,Ó>*Ói.
—£££*+
:-:.'r'<¦¦?¦    : -V^HV'-'.:.v;-.'-*-'-A-l" .'•;.. ^'., ¦:-¦¦':': *'. '¦¦.-..,     ¦-:ST
H
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16