Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Mynd sem aflvaki skáldskapar
Halldór Laxness hefur
sjálfur lýst hrifningu
sinni af útilegumanni
Einars Jónssonar og að
hann fékk vin sinn,
Guðmund frá Miðdal, til
að gera kápumynd eftir
höggmyndihni á
Sjálfstætt fólk
Eftir EIRÍK JÓNSSON
Sigríður Jónsdóttir, móðir Jóns Sveins-
sonar, (Nonna).
Meðal þess sem orðið
hefur Halldóri Lax-
ness að efniviði við
samningu skáldverka
sinna eru myndir af
einstaklingum og
listaverkum. Slíkir
áhrifavaldar á skáld-
verk hans hafa lítið verið kannaðir. Hér
skulu nefnd dæmi. Fyrst sem skáldið grein-
ir sjálft frá:
í fyrsta bindi ævisögu sinnar kemst
Halldór Laxness svo að orði um ljósmynd
Sigríðar Jónsdóttur úr Vogum við Mýrdal,
móður Jóns Sveinssonar (Nonna):
„Hver sem virðir fyrir sér ljósmynd
Sigríðar úr Vogum frá blómaskeiði ævi
hennar geingur þess ekki dulinn að mynd-
in er af glæsilegum kvenskörungi eins og
einlægt hafa verið á íslandi, og ekki í forn-
sögum einum; þó stundum kanski ekki
nema ein og ein öld ... Það var ljósmynd
þessarar konu sem ég hafði fyrir mér þeg-
ar ég var að gera tilraun til að lýsa Úu í
Kristnihaldi." (í túninu heima I. útgáfa,
bls. 158-159.)
II
í tímaritinu Óðni (XII. árgangur, bls.
76) er grein um Eggert Stefánsson söngv-
ara (1890-1962) ásamt mynd af honum,
þeirri sem fylgir þessari grein. Líklegt má
telja að skáldið hafi haft þessa mynd fyrir
sér þegar hann lýsti í Brekkukotsannál
mynd söngvarans Garðars Hólms sem
hékk uppi í stofum Brekkukots og Hringj-
arabæjar:
„En sú mynd er ég nú greini frá var
sérstök. Þessi ljósmynd var-af úngum
manni með upplitníngarsvip, og sá á vánga
honum. Hann virtist sjá í draumleiðslu
einhverja undrasjón áleingdar; en einkum
léði þó klæðaburður hans myndinni andblæ
sem var óskyldur lífi okkar hér: hvítsterkj-
að hálslín, skínandi skyrtubrjóst og lafa-
frakki með silkikraga sem stirndi á ..."
(Brekkukotsannáll I. útgáfa, bls. 35-36.)
Varla mun unnt að lýsa þessari mynd
af Eggert Stefánssyni með glæsilegri
hætti. Þyki einhverjum vafasamt að Hall-
dór Laxnes hafi haft þessa mynd fyrir sér
þegar hann lýsti þannig mynd Garðars
Hólms skal honum bent á eftirfarnadi frá-
sögn Halldórs Laxness í Skáldatíma:
„Það er til marks um örlæti Eggerts
Stefánssonar að einusinni þegar hann var
Halldór KlIJan Laxnesa
Sjálfsfæf f fólk
II
Kápumynd Guðmundar frá Miðdal ettir
Útilegumanni Einars Jónssonar.
Eggert Stefánsson. „Þessi (fósmynd var
af úngum manni með upplitníngarsvip
staddur heima í Reykjavík en ég að fara
af landi brott kallaði hann mig f konsert-
sal í Gamla Bíó til að halda sérstaklega
fyrir mér saungskemtun þá sem hann efndi
til í bænum. Hann saung fyrir mér alla
saungskrána eins og hún lagði sig heilan
kvöldkonsert... Ég var einn áheyrenda í
þessum fimmhundruðmanna sal — og ein
gömul koha, móðir hans. Hann saung af
háfjalli forklárunarinnar. Ég hef ekki kom-
ið á þær saungskemtanir er hafí haft
meiri áhrif á mig en þessi... Mörgum árum
síðar skrifaði ég skáldsögu um íslenskan
saungvara Garðar Hólm sem ekki saung
nema í eitt skifti og það fyrir móður sinni
daufri og blindri." (Skáldatími I. útafa,
bls. 255-256.)
III
I öðru bindi ævisögu sinnar segir Hall-
dór Laxness m.a. svo frá upphafi heila-
brota sinna um kotunginn:
„En hér er tími til kominn að gera loka-
játningu um reynslu, sem uppáféll mig í
bernsku og kynni að bera í sér frumglæði
heilabrota minna um kotúnginn frá önd-
verðu. Það er sagan um fyrstu líkneskjuna
sem hreif mig á ævinni, þegar ég stóð
líklega sjö ára gamall í fordyri íslands-
bánka andspænis myndinni af útilegu-
manninum eftir Einar Jónsson... Hvað sem
ég kynni að segja um Einar Jónsson ...
sinusinni hvað, þá er þessi mynd af mann-
inum sem kemur ofanaf fjöllum með barn
sitt í fángiriu og konu sína dauða á bak-
inu, stafinn sinn og hundinn, enn hin sama
opinberun — og áskorun — og þegar ég
sá hana fyrst. Eg bað vin minn Guðmund
Rubens: Bildnis eines Gelehrten —
Mynd af lærðum manni. Alte Pinako-
tek, Munchen.
frá Miðdal að gera teikníngu af þessu
líkneski til að prenta á kápuna af Sjálf-
stæðu fólki." (Úngur eg var I. útgáfa,
bls. 222.)
Spyrja má hvort það listbragð skáldsins
í Sjálfstæðu fólkiað Bjartur í Sumarhúsum
ber í sögulok Ástu Sóllilju dauðvona inn
f heiðina eigiekki rót sína í túlkun Einars
Jónssonar á Útlaganum: „Loks þótti Bjarti
útséð um það, að stúlkan mundi fær til
gangs ... tók ... Ástu Sóllilju í fang sér
og sagði henní að halda vel um hálsinn á
sér ... Síðan héldu þau áfram." (Sjálfstætt
fólk I. útgáfa II. bindi, bls. 347.)
Útlagi Einars Jónssonar táknar í raun
sérstök íslensk örlög, sögulok sem að
nokkru má lesa úr það sem á undan fór.
Að því leyti standa lok sögu Bjarts í Sum-
arhúsum nær Útlaganum en áþekkum at-
riðum í erlendum bókmenntum. í umfjöllun
dr. Peters Hallbergs um Sjálfstætt fólk í
bók hans Hús skáldsins er Útlaginn ekki
nefndur. Skylt er að geta þess sem dr.
Hallberg segir þar um sögulokin: „Bjartur
með Ástu Sóllilju deyjandi í fangi sér
minnir á áþekkt átriði í einu stórbrotnasta
leikriti heimsbókmenntanna Lear konung
með Kordeliu andvana í örmum sér." (Hús
Skáldsins I. bindi, bls. 246. Þýðing Helga
J. Halldórssonar.)
IV
Meðal handrita íslandsklukkunnar sem
varðveitt eru í Landsbókasafni er minnis-
bók (nefnd Minnisbók b) sem Halldór Lax-
ness safnaði í efni sem hann notaði við
samningu skáldverksins. í minnisbókinni
er að finna lýsingar skáldsins á málverkum
nokkurra hollenskra málara á sautjándu
öld. Þessar lýsingar voru fyrst prentaðar
í grein dr. Peters Hallbergs, íslandsklukk-
an í smíðum, sem birtist 1957 í Árbók
Landsbókasafns íslands 1955-1956. Grein
dr. Hallbergs fylgdu hvorki myndir af þess-
um málverkum néupplýsingar um hvar
þær væri að finna. í ritinu Rætur íslands-
klukkunnar, sem Hið íslenska bókmennta-
félag gaf út árið 1981, eru birtar nokkrar
myndir af þessum málverkum á milli blað-
síðna 104 og 105 ásamt lýsingum skálds-
ins á þeim. Þar er einnig sýnt hvernig
Halldór Laxness nýtti sér þær við samn-
ingu íslandsklukkunnar. Sem dæmi um
þessar myndir má nefna mynd Peters
Pauls Rubens (1577-1640): Bildnis eines
Gelehrten, sem fylgir þessari grein. Um-
fjöllun Halldórs Laxness um þessa mynd
tekur næstum eingöngu til klæðnaðar þess
sem myndin er af. Þar segir meðal ann-
ars: „ ... hvítur kragi uppúr hálsmálinu (í
áttina við Byron-kraga) utan yfir geysivíð
kápa eða sloppur úr gljáandi efni svörtu
með afarháan kraga sem geingur beint
(óklofinn) niður í og alveg niðrúr þegar
maðurinn situr (eins og á prestshempu enn
í dag) ... " Þessi lýsing ásamt bókinni í
handarkrika mannsins á mynd Rubens
virðist hafa orðið kveikjan að eftirfarandi
í íslandsklukkunni: „Loks kom mikill
virðíngarmaður akandi, í alvíðri hempu ...
og guðsorðabók á ístrunni. Ef þessi maður
var ekki sjálfur Hollandsbiskup var hann
að minsta kosti prófasturinn til Rotterd-
amsþínga ... " (I. útgáfa, bls. 158.)
Hér hafa verið tilgreind dæmi um mynd-
ir og listaverk sem orðið hafa Halldóri
Laxness afivakar í sköpunarstarfi. Rann-
sókn á slíkum vinnubrögðum við samningu
skáldverka væri verðugt verkefni í þeirri
grein bókmenntafræðinnar sem hefur það
hlutverk að varpa ljósi á tilurð þeirra.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12