Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1992, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1992, Blaðsíða 11
Bitíð á barka Hvort Evrópubandalagið fær jafn já- kvæð eftirmæli eða hvort skrifuð verður einhver sagnfræði eftir daga þess, það mun tíminn leiða í Ijós. En til að sjá einhvern jákvæðan flöt á málinu má vel ímynda sér að hugmyndarík- ir vísindamenn í hinum ýmsu Evrópuríkjum taki höndum saman og hleypi af stokkunum verkefnum sem miða að betri nýtingu auð- linda, því við slíka ákvörðunartöku er allt of mikið embættismannavald, sem einkenn- ist af hugmyndaleysi og sljóleika, við lýði, eða það tekur á sig mynd geðþóttaákvarð- ana eða umbunar pólitísku poti. Embættismannavaldið byggir á þeim trúarbrögðum að hlunka sér niður í stóla og sitja þar sem fastast. Ftjóar breytingar eru eitur í beinum þess, því að þá getur þurft að færa stólana úr stað. Af einhveij- um ástæðum flýja til dæmis flestir hérlend- ir uppfinningamenn af landi brott og rán- dýr menntun og þekking fer í vaskinn af því að kerfið — og þá oftast í líki pólitískt valinna embættismanna — neitar að ljá fijóum hugmyndum eyra en faðmar þess í stað einhveija heimatilbúna gullgrafara- dellu. Á hinn bóginn hefur hið yfirþjóðlega vald yfir sér hvimleiðan blæ og öll mið- stýringarárátta hefur tilhneigingu til að verða alveg sambandslaus við hinar raun- verulegu aðstæður á hveijum stað. Það þarf ekki að nefna hrun Sovétríkjanna í því sambandi; okkur nægir að líta á okkar eigið þjóðfélag til að sjá þann vanda í smækkaðri mynd. Mér dettur til dæmis í hug saga af nokkr- um bændum í byggðarlagi einu norðan heiða. Þeir sóttu um lán, eina milljón, hjá opinberri stofnun til að byggja litla höfn, svo að útróðrar á gjöful mið yrðu þeim auðveldari. Aðstæður til hafnargerðar voru mjög góðar, enda höfðu fornmenn siglt þaðan til bardaga. En þessari beiðni bænd- anna var hafnað og þeim boðin upphæðin sem þeir sóttu um fjögurhundruðföld ef þeir legðu niður bú sín og tækju upp refa- rækt. Nú, nokkrum árum síðar, er það gæfa þessara bænda að hafa hrist höfuðin yfir „vitleysingunum fyrir sunnan". IV í heiðni bjuggu guðirnir í Ásgarði, en Ásgarður var mitt inni í Miðgarði og þar áttu mennirnir heima. Þegar Miðgarði sleppti tók Útgarður við, hin villta náttúra og öræfi og klappir, alveg heim að hafinu, en þar bjuggu jötnarnir, fjendur guðanna, en þeir héldu því fram að þeir væru eldri en guðirnir og heimurinn því með réttu þeirra. Hættum okkur ekki út á hálan ís goða- fræðinnar, en bendum á þær kenningar fræðimanna sem halda því fram að þessi heimsmynd heiðninnar svari til íslenska bóndabæjarins sem stendur einn úti í víð- áttunni, í stöðugum átökum við óblíða veðr- áttu. Við þetta þjóðfélagsmynstur miðaðist lífið í landinu öld fram af öld og lengst af voru bændur eini rótfasti þjóðfélagshóp- urinn í íslensku þjóðfélagi og menningin og hugsunarhátturinn mótuðust af þessari staðreynd. Á síðustu áratugum hefur bændastéttin hins vegar verið í stöðugri útrýmingar- hættu og nú er svo komið að sauðkindin líkist mest réttdræpum útlaga. Miðgarður, Útgarður, býlið og óbyggðin. í byijun aldarinnar voru sjávarþorpin full- trúi hins illkynjaða jötnaheims, sem heijaði á sveitirnar og ýtti við upplausn þeirra. Sjósóknin dró unga sveina frá Miðgarði til Útgarðs, þar sem spillingin þreifst í mót- sögn við hið heilbrigða og menningarlega sveitalíf. Eftir seinna stríð breytist þetta mynstur á þann veg að borgin og landsbyggðin verða fulltrúar þessara andstæðu heima, •þó með öðrum hætti sé. Náið samband okkar við fortíðina helgast ekki síst af því hve ung við erum sem sjálfstæð þjóð, eða réttara sagt hve nútíminn er nýr hér á landi. Hér er engin þriggja alda iðnaðarsaga, engar „glæstar stéttir“ sem öldum saman hafa lifað við ríkidæmi og sálarflækjur. Sjúkdómar sem heijað hafa á einangraðar yfirstéttir hafa helst tekið sér bólfestu í afskekktustu fjörðum. Okkar sögu svipar til sögu „þriðja heims- ins“ að því Ieyti hve stór hluti hennar er saga nýlendu og vegna þess hve nútíminn hellist skyndilega yfir okkur og lendir í miklum árekstri við fortíðina en sameinast henni um leið. Tvennir tímar, tveir heimar. Við höfum lifað tvenna tíma og búum í tveim heimum. Takist okkur að vinna úr þeim, hvíla í fangi fortíðarinnar og faðma um leið samtímann, má segja einsog í tímamótaverki stórmeist- arans að allt sé „í haginn búið undir mik- inn saungleik". Egill Skalla-Grímsson ber höfuð og herðar yfir aðra garpa í fornsögum vor- um, og Egla sjálf á raun- ar hvergi sinn líka, enda nýtur sagan þess í ríkum mæli hve stórbrotinn Egill er og hve margar og magnaðar athafnir hans reynast á langri ævi. Sigurður Nordal er hvergi myrkur í máli. „Um Egil Skallagrímsson, svipmesta skálds, sem uppi hefur verið á Norðurlönd- um, hefur verið rituð ágætust ævisaga á norræna tungu.“' Egil skotfi að vísu kurt- eisi og glæsimennsku Gunnars á Hlíðar- enda, kímni og orðheppni Grettis sterka og speki Njáls á Bergþórshvoli, en hann er afarmenni til vígs, lendir í háskalegum ævintýrum utanlands, þykir harðfylginn sér í deilum við norska höfðingja og langtum betri óðsmiður en aðrir kappar í fornsögum, og fengust þó ýmsir þeirra við kveðskap. Ekkert skáld okkar að fornu yrkir jafn skil- merkilega um sjálft sig og Egill á Borg; hvergi í íslenskum Ietrum er ofurharmi lýst á jafn minnisstæðan og frumlegan hátt og í Sonatorreki hans. En skáldskapur er þó ekki eina andlega íþróttin sem Egill stundar af áhuga; hann fæst einnig við rúnir og fjölkynngi. Þótt hann virðist í fljótu bragði ekki vera jafn magnað ákvæðaskáld og sá Þorleifur Ás- geirsson úr Svarfaðardal sem yrkir Jarlsníð af slíkum mætti að hvert járn í höllinni verður á gangi og allt skeggið rotnar af Hákoni Hlaðajarli og hárið öðrum megin reikar, þá orkar níðsstöng Egils svo rammt. á Eirík blóðöx og Gunnhildi drottningu að þau hrökklast úr Noregi og konungur á þangað aldrei afturkvæmt síðan. Vitur maður lét þess einhvers staðar get- ið fyrir ævalöngu að ævi hraustra drengja ljúki oft á þá lund að þeir lúti í lægra haldi fyrir ofurefli ella séu þeir beittir einhvers konar bröðgum. í Grettlu er það ekki eitt látið nægja að Þorbjörn öngull fari við átj- ánda mann að þeim Gretti og Illuga heldur hefur Þuríður í Viðvík þá sent Gretti óheilla- tré með þeim afleiðingum að garpurinn ligg- ur dauðvona í kofa sínum þegar Öngul ber að. í þokkabót gerist Glaumur sá drottin- sviki að hann bregst þeirri skyldu sinni að draga upp stigann enda var Öngli auðgengt í Drangey. Góðar hetjur varast rétt eins og heitan eldinn að beita brögðum eða svikum í því skyni að ráða niðurlögum óvina sinna; hitt þykir ávallt betra að treysta á hreysti sína og karlmennsku, jafnvel þótt andstæðingur vilji allt vinna til að ná sigri. Sönn hetju- mennska kemur einna gleggst í ljós þegar einvígi er háð eða hólmganga, enda tíðkuð- ust þá strangar leikreglur. Illmenni hika ekki við að deyfa eggjar andstæðinga og oft var berserkjum svo farið að þá bitu ekki vopn, en þó kjósa hraustir garpar held- ur að hníga í gras en að beita bröðgum til sigurs. Því kemur harla undarlega fyrir sjón- ir sú aðferð sem Egill beitti eitt sinn til að vinna bug á óvini sínum í hólmgöngu; en í það skiptið bregður Agli meir til galdra- manna en garpa. II Egill skáld er eini barkabítur þjóðarinnar svo að mér sé kunnugt um, en þó eru dæmi þess í fornum letrum að fantar og fordæður beiti slíkri aðfgerð til að ráða niðurlögum góðra drengja. í Eglu er hlutunum öðruvísi farið, enda hefur lesendum hennar löngum ofboðið sú villimennska sem bóndasonur af Egill skáld er eini barkabítur þjóðarinnar svo að mér sé kunnugt um, en þó eru dæmi þess í fornum letrum að fantar og fordæður beiti slíkri aðferð til að ráða niðurlögum góðra drengja. Eftir HERMANN PÁLSSON Mýrum sýndi á Gulaþingi forðum. Lýsingin á hólmgöngu þeirra Egils og Atla hins skamma er einkar fróðleg. Sverð Egils bítur ekki, enda hafi Atli deyft á því eggjarnar að hætti Óðins og berserkja, svo að Egill fleygir því frá sér, hleypur að Atla og gríp- ur hann höndum. „Kenndi þá aflsmunar, og féll Atli á bak aftur, en EgiII greyfðist að niður og beit í sundur í honum bark- ann.“ Lét Atli þar líf sitt. (210.)2 Aldrei hefur slík athöfn verið talin til drengsbótar, en hins vegar eru dæmi um >ess konar villimennsku i frásögnum af tröll- um og illvirkjum. Hjálmþés-saga og ÖIvis (191) lýsir berserkjum sem hefðu getað bit- ið á barka, að því er virðist: „Kemur á þá berserksgangur, höggva og leggja, beija og bíta konungsins hirð til beggja handa og ganga í gegnum fylkingar." Þó munu ber- serkir ekki hafa verið einu vígamennirnir sem iðkuðu slíkan ósið. „Það er óviður- kvæmilegt að menn bítist sem hundar eða hestar,“ segir í norskum lögum. (NgL. 11, 60.) í Örvar-Odds sögu (292) stendur kapp- inn fremst á bjargbrún og skimar niður um hamrana eftir syni sínum og er þá sjálfur vitni að því hvernig Eyþjófsbani verður tíu ára pilti að fjörlagi: „Og í því brá Ögmund- ur Vigni svo að hann féll, og þegar jafn- skjótt greyfðist hann niður að honum og beit sundur í honum barkann. Lét Vignir svo líf sitt.“ í Þorsteins þætti uxafóts reyn- ir skessan Skjaldvör að binda enda á ævi garpsins eftir að hún hafði fært hann nið- ur. „Hún greyfíst þá niður að Þorsteini og ætlar að bíta sundur í honum barkannj' en til allrar hamingju var þá skorist í leikinn, enda dregur brátt að niðurlögum kellu sjálfr- ar. (Flat. I, 259.) Naumast getur það talist einleikið hve orðalagi svipar saman í þeim þrem ritum sem nú voru nefnd, enda hljótum við að gera ráð fyrir rittengslum. Virðist ekki vera fráleit hugmynd að tiltækið „að greyfast niður að einhveijum og bíta sundur í honum barkann" lúti að heiðinni siðvenju; galdra- nornir og seiðskrattar kunnu að hafa beitt slíkri aðferð við fjörlöst. Fyrirmyndin að barkabiti kann að vera sótt til rándýra og jafnvel nagdýra. Meðan þeir Sigmundur og Siníjötli eru í úlfahömum (Völsunga saga. 8. kap.) ber svo við að „Sigmundur bítur í barkann framan“ á Sinfjötla, og einn dag sér hann tvo hreysiketti „og bítur annar í barkann öðrum.“ Aðrir barkabítar skeyta ekki um smá- muni. í Göngu-Hrólfs sögu (250) er það Sölvi nokkur sem hirðir lítt um leikreglur, enda er nú búið að höggva af honum báðar hendur: „Sölvi hljóp að einum manni og setti hausinn fyrir bijóst honum, svo að inn gengu' bringspalirnar. Var það hans bani. Eftir það felldi hann annan og beit sundur barkann í þeim“. Hitt kemur einnig fyrir að kurteis kappi hefur fellt andstæðing sinn i hólmgöngu, en forðast þó eins og heitan eldinn að beita sama bragði og Egill á Borg. í rauninni er örðugt að varast þá hugmynd að í Eglu sé kappanum fengið hlutverk sem þótti óhetjulegt í kurteisum afrekasögum. „Eigi nenni eg,“ segir Ásmundur, „að bíta sundur íþér barkann, er sverð mitt er fjarri.“ Hann hleypur síðan eftir sverði sínu, en Egill lá svo kyrr sem hár hans væri skorið. (Egils saga einhenda og Ásmundar ber- serkjabana, 330) Og þegar Högni Hálfdan- arson hefur fellt Sörla sterka, þá hleypur hann á hann ofan, lætur kné fylgja kviði og flytur svofellda ræðu yfir hausamótunum á andstæðingi sínum: „Fjarri mér er nú sverðið Sigurljómi, er eg þess helst við þarf, og mun það þykja illa að unnið, ef eg bít þig á barkann, sem tröll gera, og ef svo er sem sagt er að þú sért manna hugaðastur og fullhugi kallaður, þá liggðu hér nú kyrr og bíð mín, á meðan eg tek sverðið." Vita- skuld dignar hjartað í Sörla hvergi við slíka hótun, enda lýkur viðureign þeirra með vin- áttu og fóstbræðralagi. (Sörla saga sterka, 408-408.) (Hrafl úr óprentaðri ritgerð um „Forn- fræði Egils sögu“.) ’ Sigurður Nordal. Áfangar II (Rv 1944), 103 bls. Sbr. 33. nmgr. ! Jón Helgason hefur ritað um síðasta fjórðungmn í visu sem Egill orti eftir einvígið við Atla hinn skamma: ,jaxl- bróður lét eg eyða / eg bar sauð með nauðum," Telur hann að hún feli í sér tilvísun til barkabita, enda sé orð- takið „ek bar af sauði“ ofljóst fyrir bar’k á = barka. „Eg lét jaxlbróður (framtönnj eyða barka með nauðurn," merkir setningin þá i heild. Acta Philologica Scand- inavica XXIII (1957), 94.-96. bls. Skýring Jóns er vafa- laust rétt. Höfundur er fyrrverandi prófessor við Edinborgarháskóla. \ EINAR MÁR GUÐMUNDSSON Fiðlur, stjörnur og tungl Þá nótt svifu blokkirnar buit á vængjum úr spegilsléttu gleri. Við sáum undir iljar húsanna, fljúgandi fiska með grænleit undirdjúp í augum. Sjáðu þetta gula þorp! Svöitum höndum dregur myrkrið það áfram, syfjuð ský með bindi fyrir augum, fiðlur, stjörnur og tungl. Geturðu prílað uppá tindinn og snert stjörnurnar með strákústi, vafið regnboganum sem trefli um háls þér eða ferðast með næsta sel yfir fjörðinn? Bryggjustólparnir eru hættir að spegla sig í tunglbirtunni og Ijósin eru slökkt í græna salnum yfir fjöllunum. I turninum hafa hrafnarnir safnast saman með gult myrkur, þorp og vængi. Þú reyndir að halda ræðu en regngrá orðin hrundu og þú stóðst einn í fjörunni. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. MAl 1992 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.