Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1996, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1996, Blaðsíða 13
VIÐHORF TIL SAMAI ÍSLENSKUM FORNRITUM EFTIR HERMANN PÁLSSON I. Inngangur Síra Einar Hafliðason á Breiða- bólstað í Vesturhópi fæddist hinn 15. september árið 1307 og lést hinn 22. september árið 1393. Hann getur því sannarlega kallast fjórtándu aldar maður. Með góðum rök- um eru honum eignuð þrjú rit, rétt eins og Árni Björnsson hefur sýnt skilmerkilega í útgáfu sinni á Lárentíuss sögu biskups, en auk hennar skráði séra Einar svokallaðan Lögmannsannál, sem enn er varðveittur með hendi hans. Langtum minni tilkoma þykir að þriðja ritinu, en það er íslensk þýðing á ofursmáum þætti úr lat- ínu sem karl leysti af hendi árið 1381 þegar hann var tæplega hálf-áttræður. Klerkur einn í Niðarósi skrifaði þáttinn tveim nafngreind- um bræðrum á Möðruvöllum, og þeir báðu síra Einar að snara þessu á móðurmálið. í þættinum segir frá ríkum presti á Há- logalandi sem átti erindi norður til Finnmerk- ur; hann réðst í skip með norskum farmönn- um sem fóru þangað í kaupferð. og nú les ég prðrétt dálítinn sprett úr þættinum: Á æskilegri höfn þar norðurfrá komu Finnar til kaup-stefnu, svo sem siður er til, og höfðu hvorirtveggju sér túlka, því að Finnar þeir, sem eru á enda Finnmarkar allt norður við Gandvík, eru allir alheiðnir og hafa aðra tungu en vér Norðmenn. í meðal Finnanna var einn Finnur svo fróður og kænn í ijölkunnugri list að allir Finnarnir héldu hann og kölluðu svo sem formann og spámann allra annarra Finnanna fyrir sína fjölkynngi og það annað að hann sagði þeim fyrir óorðna hluti. Svo bar til á einum degi að fyrrsagður prestur söng messu í landtjaldi sínu, því að engi kirkja var þar nálæg. Stóðu allir kristn- ir menn að heilögu messu embætti, sem því stórmerki sómdi virðing að veita. Þar voru og ei síður Finnarnir nálægir, en hinn fjöl- kunnugi Finnur stóð við dyr landtjaldsins. Og þá er svo var komið í messunni að prest- urinn hélt uppi guðs líkama, hljóp sá Finnur- inn hinn íjölkunnugi brutt frá tjaldinu, hvað er túlkurinn kristinna manna hugleiddi og sá. Litlu síðar gekk hann út eftir honum vilj- andi skoða og rannsaka hvað hann hefðist að, og sem hann leitaði hans, fann hann Finn- inn hinn fjölkunnuga liggjandi á jörðu svo sem í óviti eigi langt frá landtjaldinu. Þá spurði túlkurinn kristinna manna hvað illt honum hefði að borist. Hann andsvaraði: „Ég sá hræðilega sýn. Maður sá sem syngur í landtjaldinu og þér kallið prest yðvarn, hélt í loft upp hendur sínar, hafandi í höndum sér barn dreyrugt, harla bjart og skínanda, svo að ég mátti varla í móti sjá, og við þessa sýn kom svo mikill ótti og hræðsla yfir mig, að útgengnum af landtjaldinu féll ég í óvit.“ Og að endaðri messunni kom presturinn þar til með kristn- um mönnum og lét þenna atburð sanna með svardögum. En það greinir eigi í þessum atburð hvort Finnurinn ljölkynngi snerist til réttrar trúar eða eigi. Hér skal ekki tína fleira úr þessari frá- sögn, sem er þó býsna merkileg af ýmsum rökum. í fyrsta lagi er hún elsti staðfesti vitnisburðurinn um samíska fjölkynngi sem enn er varðveittur á vorri tungu, en fjöl- kynngi Sama er mikilvægur þáttur í ýmsum fornsögum vorum. Nú skal þess snögglega minnst að Samar voru yfirleitt kallaðir FINNAR að fornu, þótt þeirri venju bregði að vísu einstaka sinnum, eins ég mun drepa á síðar. í öðru lagi sýnir frásögnin sem síra Einar þýddi meira fijálslyndi í garð heið- ingja, sem er fjölkunnugur í þokkabót, en oft verður vart í ritum kristinna manna fyrr á öldum; þess er ekki einu sinni getið hvort samíski galdramaðurinn snerist til kristni. Þótt lýsingin eigi vitaskuld að sýna hinn mikla mátt sem talinn var stafa frá þeim skiptum er brauð og vín verða að líkama Krists, þá mun mörgum þykja mest til um skyggni Finnans, en hann hefur verið maður ófreskur, svo að notað sé það orðtak sem hér hefur löngum gengið um þess konar fólk. í þriðja lagi er það athygli vert að Samaland er hér talið ná allt austur að Gandvík, sem sumir kalla nú Hvíta hafið að hætti Norð- manna og annarra menningarþjóða. Hér er vert að minnast þess að norðurslóð- ir Völuspár teygjast allt austur á Náströnd, sem er sambærileg við Nánes hjá Gandvík; í helgisögu Ólafs Haraldssonar er veldi kon- ungs talið hafa náð þang- að. í fjórða lagi má það teljast merki- legt að munkarnir á Möðruvöllum, sem kunnu að hafa verið deigir við lat- neska tungu, fóru alla leið vestur að Breiða- með þeim Gissuri galla Finnmerkurfara og kumpánum hans árið 1312. Um Gissur spjalla ég síðar. Þrætt hefur verið um uppruna nafns- ins Lappi. Sænski jurtafræðingurinn Carl Linnæus telur í Lapplandsför sinni árið 1732 að það sé dregið af sænska orðinu lapp, sem er hið sama og lappi á íslensku í merking- unni „pjatla“. Þessi skýring er engu fráleitari en ýmsar aðrar sem birst hafa síðan. Á því getur enginn vafi leikið að heitið Lappar eða Lappir var gefið í fyrirlitningar skyni, enda mun það ávallt hafa verið talið til niðrunar. í Vatnsdælu bregður fyrir þriðja nafninu á Sömum; þar er talað um SEM-sveina í merkingunni „samískir galdramenn“. Fyrri liðurinn í orðinu sem-sveinar er tökuorð úr samísku og er raunar stofn- inn í þjóðarheitinu Samar. Engin rök hafa verið færð fyrir því með hveiju móti þetta tökuorð barst í Húnavatnsþing; þess gætir bólstað í því skyni að fá þættinum snúið á móðurmálið, en heimildir benda í þá átt að meiri áhugi hafi ríkt á Sömum í Húnavatnsþingi en í nokkrum lands- hluta öðrum. Slíks áhuga verður vart þegar á tólftu öld, en hann dafnar þó einkum á hinni fjórtándu, öld síra Einars Hafliðasonar, enda virðast Húnvetningar hafa verið einu íslendingarnir um þær mundir sem höfðu persónuleg kynni af Sömum. II. Nafngiftir Áður en farið sé að svipast um eftir Söm- um í islenskum fornritum er nauðsynlegt að gera sér sem gleggsta grein fyrir þeim heit- um sem um þessa þjóð eru notuð. Óftast nær eru þeir kallaðir FINNAR, enda er Finnmörk við þá kennd. Á örfáum stöðum t.a.m. í Heimskringlu gegnir þjóðarheitið Finnar þó sama hlutverki og nú og er þá notað um íbúa Finnlands. Skylt er að geta þess að í ummælum mínum um þau nöfn sem notuð voru um Sama að fornu styðst ég ekki einung- is við þau verk sem lúta einkum að veruleik- anum sjálfum heldur einnig að skröksögum og öðrum skáldskap. í fornum sögum verður mörgu saman blandað, og oft er enginn veg- ur að greina ýkjur frá sannleika. Orðið LAPPIR kemur fyrir á einum stað í Flateyjarbók, og er þar notað um þjóðflokk sem átti heima á bak Finnmörk. Síðar verður þetta helsta heitið á Sömum. Mér hefur dottið í hug að nafnið kunni að hafa börist hingað Mynd: Sigurdur Valur. AMMA Skalla-Gríms mun hafa verið sam- ísk, en ýmsar ættir eru raktar frá Hallbirni hálftrölli, móðurbróður hans í Hrafnistu, til landnámsmanna. hvergi í fornum ritum utan Vatnsdælu, en engin tilviljun mun ráða því að þessi tvö heiti um Sama koma fyrst fyrir í húnvetnsk- um ritum, og annað þeirra hvergi annars staðar. 1 norskum fornlögum er orðið hálf- finnur skýrt á þá lund að það merki „mann sem eigi norskan föður og finnska (sem sé samíska) móður". Merkilegt má það teljast að orðið hálf-finnur virðist ekki hafa verið notað um mann sem átti samískan föður og norska móður. Slíkt bendir ótvírætt í þá átt að Norðmenn hafi hertekið samískar konur og gert þær að ambáttum sínum og barns- mæðrum. Hins vegar verður þess hvergi vart í fornritum vorum að Samar hafi sest að í Noregi og eignast þar börn með norskum konum. Hér er einnig vert að minnast þess að það samíska blóð sem runnið hefur um íslenskar æðar síðan á landnámsöld mun ein- vörðungu hafa borist hingað um kvenlegg. Að því er ég best veit kemur orðið hálf- finnur hvergi fyrir í islenskum fornritum, en hugmyndinni sem fólgin er í orðinu bregður þó fyrir í sögunum. í Egils sögu er vikið að háleyskum og naumdælskum mönnum, sem voru norrænir í föðurætt og áttu sér samíska móður, og hafa þeir viðurnefnin hálftröll og hálfbergrisi. í Heiðreks sögu veltir lærður maður því fyrir sér hvers konar fólk byggði Norðurlönd áður en norrænir menn komu þangað; hann staðhæfir að þá voru þar risar og sumt hálfrisar. „Gjörðist þá mikið sam- bland þjóðanna, risar fengu sér kvenna úr Mannheimum, en sumir giftu þangað dætur sínar.“ Síðari liðirnir í orðunum hálftröll, hálfbergrisi og hálfrisi gefa í skyn samískan uppruna. Móðurbróðir Skalla-Gríms er kall- aður Hallbjörn hálftröll í Eglu og víðar, má af því sjá að móðir Hallbjarnar hefur verið samísk, og ástæðulaust er að efast um að sú kona hefur verið amma Skalla-Gríms og ein af formæðrum allra íslendinga. í Ketils sögu hængs fer ungur garpur að heiman úr Naumudal (Namdalen), sem liggur á milli Þrændalaga og Hálogalands, lengst norður í land, kynnist þar samískri stúlku á Finnmörku, gengur að eiga hana og tekur hana heim með sér. En brúðurin unga fær heldur kuldalegar móttökur af tengdaföður sínum: „Hví býður þú trölli þessu heim hing- að?“ spyr hann son sinn og sýnir sonarkonu sinni engan sóma. Síðan hrekur hann konuna í burtu og neyðir son sinn til að taka sér al- norska konu. En með því að faðirinn hét Hallbjörn hálftröll og var því samískur í móð- urætt, hefur það löngum þótt heldur grálega mælt af bónda að kalla sonardóttur sína tröll. í orðum Hallbjarnar birtist rammur þjóð- ernishroki, sem gætir hvenær sem Samar eru kallaðir þursar, jötnar og öðrum illum nöfnum, en hitt er athygli vert um Ketils sögu hængs að hin samíska kona nýtur þar fullrar samúðar og skilnings. Eitt af auð- kennum Sama var að þeir gengu í klæðum af hreindýraskinnum. Um Heiði, fóstru Har- alds hárfagra, segir í Flateyjarbók: „Hún sat við eld og geispaði mjög. Hún var í skinn- kyrtli, og tóku ermar að olboga.“ Geispi konunnar bendir tvímælalaust til fjölkynngi, enda réð kella yfir rammri forneskju, og skinnkyrtillinn ber vitni um að konan var samísk. Tvenn sérkenni önnur gefa þjóðerni hennar í skyn. í fyrsta lagi býr Heiður norð- ur við Gandvík, og þarf þá naumast að sök- um að spytja af hveijum kynstofni hún var sprottin, og í öðru lagi sendir Haraldur hárfagri henni tvö villigaltarflikki gömul og tvær tunnur smjörs, en slíkt feitmeti hefur ávallt verið Sömum mjög að skapi. Með því að skinnklæði stungu mjög í stúf við norræna tísku í klæðaburði, þótti ýmsum vel til fallið að skopast að samískum konum með því að kalla þær skinnkyrtlur, en þetta sama heiti var einnig notað um tröllkonur. Hér er því um að ræða orð, sem er hægt að beita í tvíræðu skyni. í Áns sögu bogsveig- is er svofelld setning: „Án átti oft að beija um þær skinnkyrtlur norður þar.“ Enginn vegur er að vita hvort hér sé átt við samískar konur eða tröllkonur. Nú voru jötnar og Samar taldir hafa það samkenni að hvorirtveggja voru fjölkunnugir, eins og ég hef þegar getið; í slíku sambandi er einn- ig rétt að minnast þess að hvorugkynsorðið tröll, sem er skylt sögninni að trylla, merkti upphaflega galdraveru, fjölkunnugt fólk; síð- ar var tröll notað um jötna eða risa. Og orð- ið jötunn er skylt lágþýska orðinu eteninne, sem merkti „galdranorn". Frægasta dæmið um tvíræða notkun orðs- ins jötunn er að finna í öðru erindi Völu- spár, en þar riijar völvan upp æsku sína: Ek man jötna ár um borna þá er forðum mik fædda höfðu. „Ég minnist þeirra jötna sem fæddust fyr- ir óralöngu og ólu mig upp forðum.“ Skáld- konan lætur orðið jötnar gegna tvenns konar hlutverki hér: annars vegar lýtur það að þeim eldfornu þursum sem bjástruðu við hitt og þetta áður en mannkynið var skapað, og hins vegar vita jötnar einnig að þeim Sömum sem fóstruðu völuna og kenndu henni seið og aðra fjölkynngi. Framhald á næstunni. Höfundurinn er fyrrverandi prófessor við Edin- borgarhóskóla. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. OKTÓBER 1996 13'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.