Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |



Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						ALÞYÐUBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996
mhiihod
21226. tölublað
Hverfisgötu 8 -10 Reykjavtk Sími 562 5566
Útgefandi  Alprent
Ritstjóri  Hrafn Jökulsson
Fréttastjóri  Jakob Bjarnar Grétarsson
Auglýsingastjóri  Ámundi Ámundason
Umbrot  Gagarín ehf.
Prentun  ísafoldarprentsmiðjan hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími  562 5566
Fax  562 9244
Tölvupóstur  alprent@itn.is
Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk
Ungt fólk og ábyrgð
ísland er aðili að Barnasamningi Sameinuðu þjóðanna og hefur
skuldbundið sig til að fara eftir ákvæðum hans í einu og öllu.
Ugglaust telja flestir að íslendingum veitist það létt verk enda
réttindamál betur tryggð hérlendis en víðast annarsstaðar. En
stöðu og réttindum barna á íslandi er reyndar áfátt í ýmsum atrið-
um, einsog glöggt kom fram við utandagskrárumræður á Alþingi
sem Rannveig Guðmundsdóttir formaður þingflokks jafnaðar-
manna efndi til í gær. Þannig sker í augu að í Barnasamningnum
má alls ekki láta afbrotamenn undir 18 ára aldri afplána fangelsis-
vist með fullorðnum glæpamönnum, en íslensk yfirvöld hafa lát-
ið það viðgangast árum saman. Rannveig upplýsti á Alþingi í
gær, að lengstaf voru tveir til þrír unglingar dæmdir til fangavist-
ar hérlendis á ári, en síðastliðin tvö ár hefur sú tala tvöfaldast.
Alþýðublaðið hefur áður vakið athygU á þeim afleiðingum sem
það hefur þegar ungmenni á villigötum eru vistuð innan um sí-
brotamenn. Nauðsynlegt er að stjórnvöld taki þegar á vanda
ungra afbrotamanna: lausnin er ekki í því fólgin að láta þá ganga
í skóla hjá verseruðum glæpamönnum. Samkvæmt hugmynda-
fræði fangelsisyfirvalda á ekki að stofna sérstakt fangelsi eða
vistheimili fyrir unga afbrotamenn, en sú aðferð að senda ung-
menni á Litla-Hraun er í senn ómannúðleg, heimskuleg - og
beinlínis brot á alþjóðlegum sáttmála.
Kveikjan að umræðunni sem Rannveig Guðmundsdóttir hóf á
Alþingi í gær eru fréttir af ofbeldisverkum meðal unglinga. Þótt
ekki sé hægt að fullyrða að afbrot ungs fólks hafi aukist síðustu
misserin er hitt því miður staðreynd, að ofbeldisverkin verða æ
alvarlegri og háskalegri. Yfirvöld standa úrræðalaus gagnvart
þessari hrikalegu þróun. Rannveig sagði meðal annars í ræðu
sinni í gær: „Umræðan hefur dregið fram mikla ágalla á okkar
löggjöf. Hún leiðir líka í ljós ákveðið úrræðaleysi barnaverndar-
yfirvalda, heilbrigðisyfirvalda og hjá lögreglu. ... Barna- og ung-
lingageðdeildin er eina úrræði sinnar tegundar hérlendis og hún
er talin tíu sinnum of lítil. Sjötíu börn eru þar á biðlista. Breyting-
ar eru fyrirhugaðar og rætt er um að loka deildinni á nóttunni.
Fyrr á árinu tilkynnti deildin að hún gæti ekki tekið við fleiri
börnum með einhverfu þrátt fyrir að þau greindust nú fleiri en áð-
ur."
Og Rannveig tók ömurlegt dæmi um hvaða áhrif þetta hefur
haft: ,,Fyrir tveimur til þremur vikum fannst tólf ára barn uppd-
ópað á hóteh og talið að barnið þyrfti læknismeðferð og vistun
strax. Barna- og unglingageðdeildin treysti sér ekki til að taka við
barninu. Bráðadeildir spítalanna standa ráðþrota, því börn í alvar-
legu vímuástandi eiga ekki samastað í heilbrigðiskerfinu."
Rannveig benti á nokkrar leiðir til úrbóta. Þörf er á sérstökum
meðferðarúrræðum fyrir afbrotaunglinga á aldrinum sextán til
átján ára, með það að markmiði að ekki komi til afplánunar í
fangelsi. Þá telur hún til bóta að sjálfræðisaldur verði hækkaður
úr sextán árum í átján, en tillaga í þá veru liggur einmitt fyrir Al-
þingi. I þessu sambandi skiptir vitanlega sköpum að mótuð verði
alvöru stefna í forvarnarmálum, til að stemma stigu við fíkniefna-
neyslu. Hertar refsingar fyrir fíkniefnasölu koma að litlu haldi við
að uppræta vímuefni meðal ungu kynslóðarinnar, og stuðla ekki
að nauðsynlegri hugarfarsbreytingu.
Þeir sem um þessar mundir hneykslast á vaxandi ofbeldi meðal
ungmenna, aukinni vímuefnaneyslu og lélegum námsárangri ættu
ekki að beina spjótum sínum að unga fólkinu. Ábyrgðin liggur
annarsstaðar: hjá uppalendum, þeim sem móta líf æskunnar og
þeim sem ættu að vera ungu fólki fyrirmynd. ¦
Af ástalífshlutverki yndis-
kvenna í Súmer
Gilgameskviða ,
Stefán Steinsson þýddi
og skrifaði inngang
Mál og menning 1996
Enkídú hét frummaður sem bjó
meðal dýra merkurinnar þar til
yndiskona ein tældi hann og flutti í
hús. „Yndiskonu" skilgreinir Stefán
Steinsson á eftirfarandi hátt í lærðum
skýringum við þýðingu sína á hinni
fornu súmersku Gilgameskviðu:
„Kona sem veitir ástsamlega þjónustu
í hofi eða musteri eða á vegum þess."
Yndiskonan góða sem kom Enkídú til
manns hét Sjamat og yar trúlega
þjónustumær í musteri ístar, hinnar
Bækur
Þórhallur
Eyþórsson
skrifar
munúðsamlegu ástar- og stríðsgyðju.
„Konur helgaðar henni gegndu ein-
hvers konar ástalífshlutverki á vegum
hofsins," segir enn í skýringum við
kviðuna, sem er hvorki meira hé
minna en elsta bókmenntaverk í
heimi, að stofni til frá 2100 fyrir Krist.
Þessi lýsing á atlotum þeirra
Sjamats og Enkídús kann að varpa
ljósi á umrætt ástalífshlutverk
yndiskvennanna (bls. 54):
„Sjamat losaði um barminn, afhjúpaði
kynsitt
og hann hreif til sín munúðsemi hen-
nar líkt og stormur.
Hún hélt ekki aftur af sér, tók honum
af fullu afli.
Hún breiddi út skikkjuna og hann
lagðist ofan á hana,
hún sýndi frummanninum hvers kona
er megnug."
Mannleg náttúra er söm við sig í
Súmer og á Seltjarnarnesinu. Hætt er
þó við að fáir jafnokar súmerska
frummannsins séu enn á ferli meðal
Seltirninga vorra tíma, ef eitthvað er
að marka frásögn af framhaldinu:
„Hann þrumaði af losta yfir henni;
sex daga og sjö nætur hélt Enkídú risi
og átti mök við yndiskonuna.
Þá varð hann saddur á töfrum hennar."
Við kynlegar athafnir þeirra skö-
tuhjúa saxast á dýrseiginleika Enkídús
og hann gerist siðmenntaður. Nú víkur
sögunni að alvarlegri málefnum. í
borginni Úrúk ríkti frægur konungur
sem hét á akkadísku Gilgames (en á
súmersku auðvitað Bilgames!) og var
sonur Lúgalbanda konungs. Nafn
móður hans var Ninsún en það merkir
„frú villikýr" enda mun hugmyndin
um „kúna góðu" sem móður konungs
vera vel þekkt í ritum Súmera.
Gilgames er guðlegur að tveim
þriðju en mannlegur að einum þriðja.
Samt kúgar hann unga menn og konur
í borginni þótt ekki komi fram hvers
eðlis sú kúgun er. „Ef til vill þvingar
hann mennina út í vonlaus einvígi og
fíflar konurnar," giska menn á og hljó-
mar það ekki ósennilega um svo göfu-
gan fornkappa. Guðirnir bregðast
skjótt við og senda honum mótherja til
að lækka í honum rostann. Það kemur
í ljós að sá er enginn annar en Enkídú,
ástmaður yndiskvenna sem fyrr er
getið. Þeir berjast og Gilgames hefur
sigur í viðureigninni. Þá sættast þeir
og „finna í fyrsta sinn fyrir sannri
vináttu, hvor fyrir sig." Vinirnir takast
á hendur mikla hættuför til
sedrusviðarskógarins til að berja á
„hryllingi mannkyns", óvættinni
Húmbaba. Síðar, eftir langt og óhægt
andlát Enkídús, rís Gilgames enn upp
og fer að hitta Útnapistím, sem komst
af úr Flóðinu Mikla enda eih'fur. Þessi
súmerski Nói segir honum frá yngin-
garjurt sem geti gert honum kleift að
sigrast á dauðanum. Auðvitað stelur
vondur höggormur jurtinni af
Gilgames og þar lýkur sögunni skyn-
dilega - „í elleftu töflu", með smáveg-
is viðbót í þeirri tólftu.
Stefán Steinsson á þakkir skildar
fyrir að snara Gilgameskviðu á van-
daða íslensku og rita fróðlegan
inngang og skýringar, að ógleymdum
viðauka um tungur og ritun í
Mesópótamíu. Hann hefur stuðst við
enskar þýðingar úr frummálunum,
sem sumar hverjar eru vafalaust
gerðar af vísindalegri nákvæmni.
Islenska þýðingin er tileinkuð
Benedikt Gröndal, hvað sem veldur.
Kápa bókarinnar er því miður jafn-
ósmekkleg og annarra í þessari
ritröð.B

t a I   11.
Atburðir dagsins
1688 Jóhann II konungur Eng-
lands flýr úr landi. 1936 Ját-
varður VIII Bretakóngur afsal-
ar sér krúnunni til að geta
gengið að eiga hina tvífráskildu
Wallis Simpson. 1963 Frank
Sinatra greiðir mannræningjum
240 þúsund dollara og endur-
heimtir son sinn. 1975 Breski
dráttarbáturinn Lloydsman
sigldi tvívegis á varðskipið Þór
í mynni Seyðisfjarðar, innan
við tvær sjómílur frá landi.
Afmælisbörn dagsins
Elliott Carter 1908, banda-
rískur tónsmiður. Alexander
Solzhenitsyn 1928, rússneskur
rithöfundur og NóbeJshafi. Je-
an-Louis Trintignant 1930,
franskur leikari. Rita Moreno
1931, leikkona frá Puerto Rico.
Annálsbrot dagsins
Þann 5. Octobris og etc. féll
svo fádæmalegt regn úr lofti
um flestar sveitir, sérdeilis á
Vestfjörðum víðast, að öngvir
menn (þá lifandi) mundu slíkt.
Féllu skriður svo miklar, að
margar jarðir og pláts heil stór-
lega sköðuðust. Ar og vatnsfoll
höfðu stóran yfirgang, ruddu
upp grjóti, aur og sandi, aftak-
andi víða allar engjar og eyrar,
einkum á Bjarnadal vestur.
Sjávarborgarannáll 1626.
Vísbending dagsins
Ef guð gæti bara gefið mér ein-
hverja greinilega vfsbendingu!
Einsog til dæmis háa innistæðu
á mínu nafni í svissneskum
banka.
Woody Allen.
Veggjakrot dagsins
Hjálpaðu löggunni og lemdu
þig sjálfur.
Málsháttur dagsins
Bróðir, bróðir, sagði refurinn
við rakkann bundinn.
Syndir dagsins
Flestir leggja meira kapp á að
iðrast syndanna en að forðast
þær.
Georg Christoph Lichtenberg.
Orð dagsins
Nú veit ég að sumarið sefur
ísál hvers einasta manns.
Eitt einasta augnablik getur
brœtt ísinnfrá brjósti manns.
Tómas Guömundsson.
Skák dagsins
Fréttir berast af ólgu í Novi
Sad í Serbíu, en skák dagsins
var tefld í þeirri ágætu borg ár-
ið 1992. Popovic hefur hvítt og
á leik gegn Kosic, og efnir til
mikilla og árangursrfkra óeirða.
Hvítur leikur og vinnur.
1. g5! hxg5 2. Rg6!! Rh7 3.
Hxh7! Kosic gafst upp: 3. ...
Kxh7 4. Dh5+ Kg8 5. Dh8
mát.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8