Vísir - 30.09.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 30.09.1978, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 30. september JÓHANNESI PÁLI PÁFA ENTIST EKKI ÆVI TIL AÐ KOMA Á UMBÓTUM Giovanni Beneili Sebastiano Baggio Eduardo Pironio Paolo Bertoli Sergio Pignedoli Kjör Albino Luciani, kardinála frá Feneyjum, i páfastól kom heiminum á óvart. Lát þessa manns, sem tók nafnið Jóhannes Páll hinn fyrsti, kom ekki síður á óvart, enda var almennt ekki vitað til þess að páfi kenndi sér meins. Jóhannes Páll hafði setið á páfastóli í rúman mánuð, styttra en nokkur annar páfi síðan á miðöldum. Þrátt fyrir skamma setu á páfastóli, tókst Jóhannesi Páli aö hleypa ferskum andvara um hin forna embætti. Páfi var maöur hógvær, og kom það lifs- viðhorf fram á mörgum sviðum. Hann lét ekki krýna sig á hefð- 1 upphafi starfsferils sins sem páfa lýsti Jóhannes Páll þvi yfir, að hann myndi einbeita sér að þvi að kirkjan efldi bróður- kærleik og virðingu meðal manna. Efla þyrfti virðingu manna fyrir nágranna sinum, lifi hans, og umhyggju fyrir andlegu atgerfi og þjóöfélags- legri stöðu manna, þolinmæði og viðleitni til eflingar friði i veröídinni. Mikið starf var fyrir höndum, og búist var við að páfi tæki afstööu til ýmissa deilumála innan kirkjunnar, á þann veg að meira frjálslyndis gætti en verið hafði i tið fyrirrennara hans, páls páfa sjötta. Mál eins og afstaða til getnaðarvarna, staða konunnar innan kirkjunnar, skirlifi þjóna kirkjunnar, endur- skoðun kirkjulaga og staða kirkjunnar i Austurevrópu- Jóhannes Páll páfi blessar mannfjöldann á Péturstorgi. löndunum biðu úrlausnar. En páfa entist ekki ævi til þess að koma á umbótum. Hann lést i gærmörgunn 65 ára að aldri. Banamein hans var hjartalag, en hann hafði gengið undir nokkrar aðgerðir vegna hjarta- sjúkdóms á siðustu árum. Hann hafði ekki sýnt merki sjúk- leikans og kom siðast fram opinberlega tveimur dögum áður en hann lést, og virtist þá hinn hressasti. Búast má viö að þrjár vikur h’ði áöur en gengið verður til páfakjörs á nýjan leik. Þeir kardinálar, sem taldir eru lik- legastir til að hljóta kosningu að þessu sinni eru Paolo Bertoli, 70 ára gamall, Sergio Pignedoli, 68 ára gamall, Sbeastiano Baggio, 65 ára gamall, og Benelli kardi- náli, sem er yngstur hinna itölsku páfaefna, 58 ára gamall. Auk þess er Eduardo Pirohio frá Argentinu talinn koma til greina . Hann er 57 ara gamall. —GBG— bundinn hátt, heldur söng þess i stað messuyfir mannfjöldanum á Péturstorgi. t stað þess að láta bera sig á iburðarmiklum burðarstóli til athafnarinnar, kaus hann að ganga. Ræðan sem Jóhannes Páll páfi hélt af svölum Péturskirkj- unnar yfir um 200 þúsund manns, sem saman voru komnir á torginu, gaf mörgum góð fyrirheit um að til páfa hefði verið valinn venðugur maöur, manneskjulegur, og liklegur til að afla sér ekki aðeins virðingar heldur og elsku. ,,Þið megið vel vita að ég hef ekki til aö bera vit og þekkingu Páls páfa sjötta — né heldur hlýju og hjartagæsku Jóhannesar tuttugusta og þriðja, — en hér stend ég nú samt,” mælti páfi yfir mann- fjöldann. SAMSTAÐA LEIKARA ER GEYSILEGA MIKIL A myndinni sjáum við Gisla Alfreðsson, Lars Edström frá Svfþjóö, France Delhalle, Gerald Croasdell, Chester L. Midgen, Dernat K. Doolen og Luis Brandomi frá Argentiu. Mynd: JA Alheimssamtök leikara þinga í Reykjavík ..Leikarar voru lengi vel i út- jaðri þjóöfélagsins en I gegnum árin hefur okkur tekist að fá viöurkenningu.. Leiklistin er viðurkennd sem starfsgrein og viöhorf blaðanna sem áður ein- beittu sér að einkamálum leik- ara er að breytast. Aðalbarátta okkar beinist að þvi I dag að fá viöurkenningu fyrir réttind- um okkar. Höfundar, hvort heldur rithöfundar eða tónskáld njóta höfundarréttar, en léikár- ar þurfa að heyja harða baráttu. Það hafa einnig sprottið upp geysilega erfiö viöfangsefni með nýrri tækni, þar sem til dæmis ér unnt að hlusta á og horfa á dagskrá á sama tima nær alls staðar i heiminum.” sagði France Delahalle forseti alheimssamtaka leikara á blaöamannafundi i gær. Undanfarna viku hefur farið fram ráöstefna á vegum sam- takanna i Reykjavik. Fjölmörgefni hafa veriö rædd á þessari ráðstefnu. Leikararáö Noröurlanda hélt sérstakan fund og fulltrúar frá enskumæl- andi löndum héldu einnig sér- fundi. Stjórn samtakanna hélt héreinnigfundifrá miðvikudegi til föstudags. Þessi samtök ná til um 40 landa og i þeim eru bæði leikarar, söngvarar og balletdansarar svo nokkuð sé nefnt.” sagöi Gisli Alfreðsson formaður Félags islenskra leik- ara. Alheimssamtökin voru stofn- uðárið 1952þegarljóst var orðið aö með aukinni tækni væru komin upp margs konar vanda- mál sem ekki værihægtaö leysa nema á alþjóölegum grundvelli. „Samtökin standa vörö um leikarana og leiklistina og þau hafa til dæmis mjög þýðingar- miklu hlutverki að gegna i þeim tilvikum þar sem leikarar sæta ofsóknum. Viö höfum haft i frammi mótmæli þar sem við höfum fregnaö af slíku og ger- um okkur vonir um að við höf- um áhrif.” sagði Gerald Croas- dell varaforseti samtakanna. „Við þurfum enn að berjast við fordóma hjá ákveðnum höf- undum sem standa i vegi fyrir auknum réttindum til handa leikurum. Þeir h’ta á leikarann sem tæki en ekki sem túlkandi aöila. Eina alþjóðlega samþykktin sem ver okkur leikara er Rómarsáttmáhn frá 1961. Þaö hefur hins vegar ýmislegt breyst i heimnum frá þvi að hann var samþykktur og við veröum þess vegna stöðugt að vera á varöbergi.” sagði breski varaforsetinn. „Smærri löndin innan sam- takanna heyja flest hver bar- áttu I heimalandi sinu fyrir þvi að fastsett verði ákveðið lág- mark af innlendu leiknu efni i sjónvarpi og útvarpi. Hér á Is- landi höfum við aðeins yfirlýs- ingu titvarpsráðs um 8 klukku- stundir á ári.” sagði Gisli Al- freðsson Leikararnir geta stöðv- að efni A fundinum kom fram að samstaða leikaranna er mikil og þeir hafa iðulega beitt sam- takamætti sinum i láundeilum svo nokkuð sé nefnt. „1 launa- deilu okkar við Sjónvarpið kom fram að við hefðum tök á þvi að koma i veg fyrir að erlent leikið efni bærist til Sjónvarpsins. Þetta hefur veriö gert og nú siö- ast i Grikklandi fyrir skömmu.” sagði Gisli Alfreðsson. —BA—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.