Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Arnljótur Sig-urðsson fæddist að Arnarvatni, Mý- vatnssveit 23. júní 1912. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 15. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sigurður Jónsson, f. 25. ágúst 1898, d. 24. febrúar 1949 og Málmfríður Sigurð- ardóttir, f. 15. júní 1878, d. 15. ágúst 1916. Alsystkin Arn- ljóts voru: Freydís, f. 11. apríl 1903, látin. Jón, f. 19. janúar 1905, látinn. Ragna, f. 19. mars 1906, látin. Heiður, f. 24. desember 1909, látin. Huld, f. 20. október 1913. Sverrir, f. 4. febrúar 1916, látinn. Systkin samfeðra: Þóra, f. 16. febrúar 1920. Arnheiður, f. 25. mars 1921. Jón, f. 26. september 1923. Málmfríður, f. 30. mars 1925. Ey- steinn Arnar, f. 6. október 1927. Eftirlifandi kona Arnljóts er Vilborg Friðjónsdóttir, f. 28. janúar 1925 á Bjarnastöðum, Mývatnssveit. Þeirra börn eru: 1) Örlygur, f. 20. des- ember 1950, k. Anna Ólafsdóttir, f. 30. nóvember 1954, börn þeirra eru: dóttir, f. 23. febrúar 1972, látin; Hrafn- hildur, f. 9. október 1974, sambýlismað- ur Guðmundur Hreinn Sveinsson, f. 4. apríl 1968, sonur þeirra er Hlynur, f. 22. júní 1998; Arn- þór, f. 16. júní 1979; Erlingur, f. 16. júní 1979; og Einar, f. 8. júlí 1988. 2) Ingigerður, f. 27. febrúar 1959, m. Jóhann Böðv- arsson, f. 2. október 1957, börn þeirra eru Jóhanna Björg, f. 13. september 1985; Arnljót Anna, f. 3. mars 1991; og Friðjón, f. 1. júní 1992. 3) Kolbjörn f. 2. mars 1960. Arnljótur gekk í farskóla í Mý- vatnssveit og Bændaskólann á Hvanneyri. Hann stundaði bú- skap á Arnarvatni alla sína ævi. Útför Arnljóts fer fram frá Skútustaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Að morgni sumars þegar vaknað er til sólríkrar dýrðar og náttúran skartar og gleður auga og endur- nýjar hug og hjarta er höfðingi í Mývatnssveit fallinn frá. Mikill mannvinur og traustur félagi, sam- ofinn hrynjandi og samspili lífs og iðu í undurfögrum reit, engum lík- ur. Hvenær sem hjá garði var geng- ið voru mótttökur eins og hlýr sunnanþeyr og hugur óhagganlegur eins og á eilífðarbrautu, ofar skark- ala og daglegri mæðu, áhyggju og amstri. Búskapur aldrei umfangs- mikill, en gat þó orðið átakasamur inn á milli. Hábjargræðistíminn ekki gagnhelgur og gjarnan tilefni til að fresta önnum ef andinn bauð og samfélag skyldi gestum veita. Eitt sinn þegar leið lá í hérað og áð var á Arnarvatni hjá Villu og Ljóti mátti líta bændur víðast um sveitina með fullar hendur við að hirða hey í brakandi þurrki. Þetta var á fimmtudegi og vart minna umleikis hjá Ljóti en sveitungum hans. En þegar gestir birtust í gætt og inntu eftir, hvort ekki yrði af truflun eða töf, svaraði bóndi af sinni alkunnu rósemd og undur- hlýrri, hæglátri röddu: „Ég held það verði bara betra að eiga við heyskapinn næsta þriðjudag.“ Eld- húsborðið á Arnarvatni var vett- vangur gagnmerkra samræðna. Lagt á andans fák og honum riðið létt inn á velli þar sem fóðrið var hvanngrænt og auðugt af lífsspeki, gamansögum og hnyttni. Sjaldan sást bros og gleði andlits og augna hverfa, nema rétt á meðan hugur tók flug og ígrundaði eina andrá, hvernig næsta hugsun gæti á fögru og kjarnyrtu máli orðið nægjanlega innihaldsrík. En svo allt í einu staf- aði aftur geislaflóði góðlyndis, glettni og gleði úr augum og brosið breiddist út og yfir andlit eins og þegar ský rifast og sólin brýst fram og þekur allt himinhvolfið og oft djúpviturt svarið blandaðist þessari yndislegu hárfínu kímni, sem flokka mætti sem listgrein. Þrátt fyrir ósegjanlega hógværð og yfirlætis- leysi mátti glöggt finna, að vinur hafði ástundað vel sitt nám við há- skóla lífsins og ljóst, að einstök eðl- isgreind hans fékk þar byr undir báða vængi, hóf sig hátt og hélst til hinsta dags. Margra ánægjustunda er nú minnst við heimilislegt eldhúsborðið hlaðið krásum, ýmist kaffi, kleinum, soðnu brauði, hangikjöti, reyktum silungi og jólaköku, eða þegar skenktur var glænýr silungur með rúgbrauði, smjöri og bragðmiklum kartöflum. Greinilegt, að í Villu átti Ljótur gegnan og góðan lífsföru- naut og gagnkvæmur stuðningur eins og framast var kostur. Velvilj- inn og greiðviknin mikil og gestur leystur út með faðmlagi, kossi og fararblessun. Því eru það einstök forréttindi að fá að reyna rausn slíks öðlingsfólks, frábærra veit- enda til líkama og sálar. Gnóttir sannarlega gefnar í góðum vinum og samferðamönnum og þær heils- hugar þakkaðar, góð og gefandi kynni í gegnum tíðina. Guð blessi þig, Villa mín, og ástvini alla og vini og gefi ykkur huggun og styrk. Davíð Baldursson, Eskifirði. ARNLJÓTUR SIGURÐSSON ✝ Ingunn HelgaNíelsdóttir fædd- ist 17. desember 1923. Foreldrar hennar voru ættaðir úr Húnaþingi, Hall- dóra Guðrún Ívars- dóttir, f. 1887, d. 1967, og Níels Haf- stein Sveinsson, f. 1876, d. 1930, og höfðu áður setið á Ytri- Kóngsbakka í Helgafellssveit, en fluttust síðar að Þingeyrum, þar sem Níels hafði búið í upphafi aldarinnar ásamt móður sinni og bróður, og þaðan í frá í Þingeyrarseli vestan Vatnadals- hálsa allt til ársins 1930 er Níels hrapaði til bana í Víðidalsfjalli og heimilið leystist upp. Þeim hjón- um varð tíu barna auðið en tvo drengi, Svein og Ív- ar, misstu þau korn- unga, 1910 og 1911, en önnur börn þeirra eru: Ívar, f. 1912, Jó- hanna f. 1914, d. 1940, María f. 1916, d. 1973, Ingibjörg, f. 1918, Rósa f. 1920, d. 1995, Ingunn f. 1923, Helga, f. 1926, og Elsa, f. 1930. Eftirlif- andi eiginmaður Ingunnar er Hlynur Júlíusson, f. 1925 á Svalbarðsströnd, og eru börn þeirra Júl- íus, f. 1951, m. Hulda Gunnars- dóttir; og Helga, f. 1956. Áður átti Ingunn Sævar, f. 1949, kvæntur Ingibjörgu Gestsdóttur. Útför Ingunnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Myndin sem birtist: Rennandi vatn, lækur, hylur og foss, fjarlægur niður í Gljúfurá sem líður viðstöðu- laust inn í vitund sofandi barns; hrynjandi lífsins. Angan í lofti af smára og reyr, ljúfur þeyr úr suðri, jarmur lambs, hrossagaukurinn, ló- an, stelkurinn og spóinn. Tíkin sem fagnar gestum, hún er ljóslifandi áratugum síðar. Þetta er það sem mótar sálina, vorið, og situr í minni til dánardægurs. Ingunn Níelsdóttir flutti þessa músík með sér hvert sem hún fór, hún var runnin henni í merg og blóð. Allt fas hennar vitnaði um hljómfall sem var henni eðlislægt, en ekki ræktað: hvernig hún bar sig, létt- stíg, kvik, smávaxin og grönn með mjúka sveiflu í hverri hreyfingu, há- reist eins og dansari á góðum degi, hnakkakert ef henni misbauð. Þótt hún væri ljós yfirlitum, hafði hún suðrænan þokka og gæti hafa verið fædd á Hawaii, Kúbu, Jamaiku eða Trinidad, og fallið ósjálfrátt inn í hóp af syngjandi meyjum með blóm í hári. Rumba og samba, það voru hennar dansar, lokkandi tónlist misturfullra skóga, tregablandnir söngvar Bings Crosbys, rokkið öfl- ugt taktslag, Elvis Presley. Hún fór aldrei út fyrir pollinn, ferðaðist lítið innanlands, hún var heimakær hús- freyja sem ól upp mannvænleg börn, ekki bara sín eigin, ávallt til taks að hugga og leiðbeina, ástrík eiginkona, amma og langamma, dóttir, systir og móðursystir, frændrækin mjög, heilsteypt, einlæg, vinur í sorg og gleði. Hún var náttúrubarn sem undi sér í skjólsælum gróðri við sumarbústaðinn að rækta, hlúa að og vökva, hún málaði myndir, lands- lagið sem leitaði á, undi sér við smátt og stórt, áreitti engan, gerði litlar kröfur. Hún flíkaði ekki tilfinn- ingum sínum en stillti skap sitt og tók áföllum lífsins með þolgæði og seiglu sem var inngróin í eðli, lund og brjóstvit; ættarfylgja. Hún hafði þægilega nærveru, umlykjandi, án tilgerðar. Þetta er sú mynd sem svífur að þegar niðurinn í bæjarlæknum seytlar inn í drauminn, aðlaðandi mynd, heillandi sönn mynd úr bernsku manns sjálfs, mynd sem hugurinn hefur tekið ástfóstri við og varðveitir um ókomna framtíð. Níels Hafstein. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku mamma og tengdamamma, með þessum orðum lýsum við best okkar kveðju og þakklæti til þín fyr- ir allt sem þú varst okkur og við söknum sárlega. Guð geymi þig. Júlíus og Hulda. INGUNN HELGA NÍELSDÓTTIR Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Langdvölum utan- lands fylgir næstum óhjákvæmilega sá bagi, að dánarfregnir berast manni oft ekki fyrr en seint um síðir, kannski aldr- ei og það gildir því miður líka um andlát gamalla félaga; einkum þó þeirra sem engar bumbur voru barðar fyrir í lifanda lífi, og þá ekki heldur við fráfall þeirra. Og þannig var um félaga minn og velgerðar- mann, Þorvarð Magnússon, en hann lést nú í apríl og stóð þá á hálf ní- ræðu. Þorvarður var af Bergsætt, fæddur í Bár í Hraungerðishreppi, en fluttist barn að aldri að Rúts- staðakoti og síðar að Brennu í Gaul- verjabæ, en 1935, þá 19 ára gamall, er hann kominn til Reykjavíkur þar sem hann síðan ól aldur sinn. Ekki veit ég það gjörla, en hef grun um að rýr efni og berklar hafi lagst á eitt um að banna þessum vel gefna og námfúsa manni langskólanám við hæfi, en hann sneri dálítið á forlögin með því að afla sér á eigin spýtur mikillar menntunnar og stofnaði að lokum sjálfur dálítinn háskóla, sem var Bókaverslun Kron, er hann veitti forstöðu frá 1947 til 1964 og var löngum kenndur við. Hún var frá því að ég man eftir og til loka, í einlyftu, múrhúðuðu húsi, gráu, er stóð á horni Skólastrætis og Banka- strætis. Þessa merkilegu bókabúð byggði Þorvarður upp af fádæma natni og yfirburða bókþekkingu og gerði m.a. að einni helstu orkustöð sósíalískrar stjórnmálahreyfingar á Íslandi á sjötta áratugnum. Það gat næstum virst yfirskilvitlegt, hve grannt honum tókst að fylgjast með bókaútgáfu erlendis, jafnt fagur- bókmennta sem fræðirita í mörgum greinum og þá ekki síður hitt hversu vel honum lét að koma upp- lýsingum um bækur, eða bókunum sjálfum, til þeirra sem gagn gátu af þeim haft - eða aðrir gagn af því að þeir læsu þær. Það á naumast við að blanda sjálfum sér í minningu um látinn mann, en ég freistast þó til að taka tvö lítil dæmi af samskiptum okkar Þorvarðar til að undirstrika þetta. Sumarið 1960 kom ég heim frá Evrópu eftir fullra tveggja ára útivist. Í París hafði ég m.a. kynnst bandaríska rithöfundinum William Gardner Smith og lá víst ekki á því í mínum hópi; gallinn bara sá, að enginn kannaðist við William Gardner Smith. Nema Þorvarður í ÞORVARÐUR MAGNÚSSON ✝ ÞorvarðurMagnússon fæddsist að Bár í Hraungerðishreppi 3. febrúar 1916. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 3. apríl síðast- liðinn. og fór útför hans fram frá Foss- vogskapellu 9. apríl. Kron. Og hann vissi ekki aðeins öll deili á manninum, heldur færði hann mér úr eig- in bókaskáp eintak af bók hans, „The Last of the Conquerors“ er orðið hafði metsölubók í Bandaríkjunum nokkru eftir síðari heimsstyrjöld og ég vissi að var þá næstum með öllu ófáanleg. Og einhvern tíma árs 1963, að ég held, er ég sem oftar kom í búðina til Þorvarðar, dró hann fram mikinn doðrant á ensku og sagði að þessa bók skyldi ég lesa. Þetta var sú merka bók „The War- fare State“ eftir Fred J. Cook og er ekki að orðlengja það, að hann seldi mér bókina á afborgunum, en ég greiddi líklega fimmtíu fyrstu síð- urnar útí hönd. Ég var þá á Þjóð- viljanum og bókin endaði hjá Magn- úsi Kjartanssyni og varð honum langa hríð notadrjúg í baráttunni eins og menn muna. Líkar sögur hafa margir af viðskiptamönnum Þorvarðar fram að færa. Gildi þess- arar bókabúðar, ekki síst á fyrsta áratug nýs hernáms og menningar- einangrunar kalda stríðins, var því ekki lítið, þótt eflaust sé það tor- skilið þeim er venjast netverslun, tölvuvæddum bókaverslunum og bókasöfnum, undir handarjaðri sprenglærðra bókasafnsfræðinga. En Þorvarður í Kron ánetjaðist aldrei, hvað þá heldur að hann gæti látið sig dreyma um „staðlað Nav- ision Financials-viðskiptakerfi“ eða „InfoStore-verslunarkerfi“ og er raunar mikil furða hvernig hann fór að við þær aðstæður er honum voru búnar. Bókabúð Kron var þó vita- skuld ekki eina bókaverslunin í Reykjavík á sínum tíma og heldur ekki sú eina þar sem hægt var að fá erlent lesefni; hún var bara gagn- legri, óbrigðulli og skemmtilegri. Þar komust margir til bókvits. Hún var líka í þjóðbraut og því fjölsótt og þangað gerðu menn sér ferð langt að, jafnt ofan úr Moskó sem ofan af Mýrum og miklu víðar að; þá var hún litlu lengra frá Mennta- skólanum í Reykjavík en Skalli, svo að sá ódáinskjarni nemanda í hverj- um árgangi, sem allt gerir til að halda andlegu lífi, lagði líka leið sína til Þorvarðar. Minnisstæð eru mér einnig nokkur kyrrlát síðdegi yfir kaffi „avec“ í herbergjum hans á Bjarnarstíg 5, einu sérkennilegasta húsi í gömlu Reykjavík. Þar bjó hann með systrum sínum tveimur, sem voru mér að mestu huldukonur, en þessi notalegi griðastaður Þor- varðar þó ábyggilega þeirra til- verknaður. Ég votta öllum vanda- mönnum Þorvarðar Magnússonar samúð mína. Úlfur Hjörvar. MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaup- vangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda grein- arnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauð- synlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.