Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 17
SEX metra hátt skærgult blóm
bærist fyrir vindi í landi Miðhúsa
við Egilsstaði. Það er Fjölnir
Björn Hlynsson, nýútskrifaður
með BA-gráðu frá skúlptúrdeild
Listháskóla Íslands, sem hannaði
og smíðaði gripinn úr járni og
krossviði. 
Fjölnir er sonur hjónanna Eddu
Björnsdóttur og Hlyns Halldórs-
sonar, en þau eiga og reka listiðj-
una Eik á Miðhúsum og eru löngu
víðkunn fyrir handverk sitt í tré
og bein, svo eitthvað sé nefnt.
Fjölnir á því ekki langt að sækja
sköpunarkraftinn og næmt auga
fyri formi og efnivið. Hann segir
ýmislegt á teikniborðinu en næsta
verkefni er þó sýning í Ásmund-
arsal í Reykjavík sem útskrift-
arhópurinn úr skúlptúrdeildinni
stendur fyrir innan skamms. 
Blómið, sem líklega mætti með
nokkrum sanni kalla trjáplöntu,
blasir við vegfarendum sem leið
eiga um þjóðveg 94, skammt
austan Egilsstaða og Eyvindarár.
Morgunblaðið/Steinunn
Listamaðurinn Fjölnir stendur
við blómið sitt sem trónir sex
metra upp úr Miðhúsalandi.
Sex metra blóm
bærist fyrir vindi
Egilsstaðir
JARÐGUFUSTÖÐ Landsvirkjunar
í Bjarnarflagi hefur verið stöðvuð, en
vél ásamt búnaði var tekin niður til
viðgerðar og endurbyggingar. Áætl-
að er að heildarkostnaður þessara
framkvæmda verði um 60 milljónir
króna, þar af nemur kostnaður við
viðgerð á hverfli í Hollandi um 30
milljónum króna. Vélinni er ætlað að
skila 3 MW afli að þessu loknu, en það
var einmitt upphaflegt afl stöðvarinn-
ar, en hefur dalað nokkuð að undan-
förnu vegna slits og lúa vélarinnar.
Áform Landsvirkjunar um miklu
stærri stöð í Bjarnarflagi hafa ekki
hlotið nema miðlungs jákvæðar und-
irtektir á suðvesturhorninu undan-
farin misseri á meðan önnur jarðhita-
svæði hafa verið nýtt af kappi. Því
hefur ekki þótt annað fært en að
standsetja gömlu vélina enn einu
sinni og nýta þannig eitthvað af þeirri
orku sem þarna færi annars til spillis
og þær heimildir sem þarna eru þó í
gildi. Hér heimafyrir hefur nývirkj-
unarmálinu þó ætíð verið afar vel tek-
ið, enda mjög jákvæð reynsla af
rekstri gufuaflstöðvar í sveitinni um
langt árabil. Nú hefur það gerst að
Gísli Már Gíslason formaður Nátt-
úrurannsóknarstöðvarinnar við Mý-
vatn hefur bent á þá möguleika sem
vissulega eru fyrir hendi til stórvirkj-
unar í Bjarnarflagi.
1967 var farið að ræða alvarlega
um að setja upp gufurafstöð í Bjarn-
arflagi. Vorið 1968 komst skriður á
málið og fékk Laxárvirkjun heimild
ríkisstjórnarinnar til „að reisa 2,5
MW raforkuver vestan undir Náma-
fjalli“. Þetta var m.a. mögulegt vegna
Kísiliðjunnar, en hennar vegna hafði
verið borað eftir gufu í Bjarnarflagi
nokkru fyrr og tekist vel.
Steinsteypt stöðvarhús var byggt
sumarið 1968. Notuð vél framleidd
1934 af BTH á Bretlandi var keypt til
verkefnisins, mótþrýstihverfill með
400 volta rafala. Stöðin var gangsett
fyrsta sinn 5. mars 1969 og gekk
rekstur hennar vel í meginatriðum
næstu árin. Vegna hættu á eldgosum
sem þó komu ekki, voru vélar og bún-
aður fjarlægð úr stöðinni um haustið
1978 en sett aftur upp og gangsett
fyrir árslok 1980 Lengst af hefur
stöðin skilað framleiðslu uppá 2,5 til
3,0 MW.
Að stofni til er upphaflega vélin
enn notuð, en rafali og ýmis annar
búnaður endurnýjaður, sumt oftar en
einu sinni og gufuveitan hefur tekið
miklum breytingum, ekki síst eftir að
umbrotahrina 1976 til 1984 gekk yfir
á svæðinu og eyðilagði margar af
eldri borholunum. Síðast var borað
eftir gufu í Bjarnarflagi 1980 og
fékkst öflug gufuhola. Verulega aukið
rekstraröryggi varð við tilkomu þess-
arar virkjunar bæði fyrir Kísiliðjuna
og byggðina í Mývatnssveit, en auk
þess létti raforkuvinnsla stöðvarinn-
ar á dýrri framleiðslu raforku með
dísilvélum á Akureyri, en á þessum
árum var Norðurland einangrað raf-
orkukerfi og orkuskortur viðvarandi
á svæði Laxárvirkjunar, sem þá
spannaði Eyjafjarðar- og Þingeyjar-
sýslur.
Sem fyrr segir átti Laxárvirkjunin
jarðgufustöðina fyrst en Jarðvarma-
veitur ríkisins áttu gufuveituna. Á
árinu 1987 keypti Landsvirkjun gufu-
veituna og nýtingarréttinn af Orku-
stofnun en nokkru áður hafði Laxár-
virkjun sameinast Landsvirkjun. 
Virkjunin í Bjarnarflagi er fyrsta
og elsta jarðgufuvirkjun á Íslandi og
ein af þeim fyrstu í veröldinni. Vegna
reynslu af þessari stöð öðluðust menn
kjark til að halda áfram á sömu braut,
næst í Kröflu en síðar einnig í Svarts-
engi og á Nesjavöllum. Nú árið 2001
er uppsett afl í jarðgufustöðvum á Ís-
landi um það bil 200 MW sem er
nærri fimmtungur heildar rafafls í
landinu. Eflaust mun það enn fara
vaxandi á næstu árum, eftir því sem
menn átta sig betur á kostum þessa
virkjunarforms. 
Jarðgufustöð Landsvirkjunar í Bjarnarflagi stöðvuð
Vél og búnaður endur-
byggð fyrir 60 milljónir
Mývatnssveit
Morgunblaðið/BFH
Gufustöðin í Bjarnarflagi.
BARNAMÓT HSH í frjálsum
íþróttum var haldið að Lýsuhóli
laugardaginn 23. júní. Góð þátt-
taka var í mótinu sem fram fór í
blíðskaparveðri og við góðar að-
stæður. 
Mikil gleði ríkti meðal keppenda
sem voru á aldrinum 7 -14 ára af
öllu Snæfellsnesi. Umf. Snæfell í
Stykkishólmi vann sigur í stiga-
keppni mótsins og tók við bik-
arnum sem fylgdi sigrinum. Röð
liðanna í stigakeppni mótsins var
sem hér segir:
1. Umf. Snæfell, Stykkishólmi
2. Umf. Grundarfjarðar
3. Umf. Staðarsveitar
4. Umf. Víkingur/Reynir, Snæ-
fellsbæ
5. Íþróttafélag Miklaholtshrepps
6. Umf. Eldborg, Kolbeinsstaða-
hreppi.
Daginn áður, föstudaginn 22.
júní var haldið héraðsmót HSH í
frjálsum íþróttum. Mótið fór einn-
ig fram að Lýsuhóli. Að sögn
mótshaldara var þátttaka ekki
nógu góð. En þeir sem mættu
lögðu metnað sinn í að standa sig
vel. Meðal keppenda voru gam-
alkunnir kappar frá HSH eins og
Einar Þór Einarsson og Geir-
mundur Vilhjálmsson. Bestu afrek
mótsins unnu þau Benjamín Þor-
grímsson frá Umf. Víkingi Ólafs-
vík fyrir 100 m hlaup á 11,25 sek.
og Sóley Fjalarsdóttir, Umf. Reyni
Hellissandi, sem hljóp 100 m á
14,5 sek. Þau voru jafnframt stiga-
hæstu einstaklingar mótsins.
Snæfell vann sigur í stigakeppni
mótsins og var röð félaganna eft-
irfarandi:
1. Umf. Snæfell
2. Umf Grundarfjarðar
3. Umf. Víkingur/Reynir
4. Umf. Eldborg
5. Íþróttafélag Miklaholtshrepps
6. Umf. Staðarsveitar 
Lið Snæfells sigraði á hér-
aðsmóti í frjálsum íþróttum
Stykkishólmur
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Sigurlið Snæfells á héraðsmóti HSH í frjálsum íþróttum sem haldið var
að Lýsuhóli. Með hópnum eru á myndinni Einar Þór Einarsson, þjálfari,
Kjartan Páll Einarsson og Gunnar Svanlaugsson forsvarsmenn Snæfells
í frjálsum íþróttum. 
MIKLAR framkvæmdir hafa ver-
ið við kirkjugarðinn á Ein-
arsstöðum í Reykjadal að und-
anförnu, en þar hafa Haraldur
Karlsson hleðslumaður og aðstoð-
arfólk hans verið að endurhlaða
gömlu grjóthleðsluna sem er utan
um gamla hluta garðsins.
Það eru einkum suður og aust-
urhlið sem eru úr grjóti sem
hlaðið var upp úr 1880 og var
tekið í brekkunum ofan við bæinn
Hamra. 
Grjótið er mjög þungt og mikið
af steinunum er allt að 250 kíló
og því ekki létt verk að hlaða. Að
sögn Haraldar er líklegt að grjót-
ið hafi verið flutt á sleðum að
vetri til, en ætla má að ekki hafi
verið hægt að setja nema einn
stein á sleða vegna þyngdarinnar. 
Einarsstaðakirkja var reist árið
1862 og smíðuð af þáverandi ábú-
endum jarðarinnar, þeim Jóni
Jónssyni og Sigurjóni Jónssyni.
Hún er úr timbri, en undirstöður
hlaðnar. Gert hefur verið við
kirkjuna nokkrum sinnum og
mikið 1962 í tilefni af ald-
arafmæli hennar, en 12. ágúst
það ár vísiteraði þáverandi bisk-
up, Sigurbjörn Einarsson, kirkj-
una. 
Kirkjan hýsir marga merka
muni og hana prýðir merkileg
altaristafla eftir Arngrím Gísla-
son. 
Auk þess að endurhlaða kirkju-
garðinn hefur verið skipt um
timburklæðningu á norðurhlið og
gluggar lagfærðir. Þá er verið að
mála kirkjuna að utan.
Kirkjugarðurinn á Ein-
arsstöðum endurhlaðinn
Laxamýri
Einarsstaðakirkja. Verið er að
mála kirkjuna að utan.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Haraldur Karlsson ásamt Guðrúnu Helgu Friðriksdóttur og Einari Her-
mannssyni sem vinna með honum að grjóthleðslunni á Einarsstöðum.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60