Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Anna MargrétMagnúsdóttir fæddist í Reykjavík 7. ágúst 1952. Hún lést 17. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Petersen, f. 29.10. 1920, d. 19.7. 1992, og Elísabet Vil- hjálmsson, f. 25.2. 1921. Systir Önnu er Guðrún Petersen, f. 28.7. 1953. Auk þess átti Anna hálfbróður, Helga Vilhjálmsson, f. 17.6. 1943, d. 19.2. 2000. Anna Margrét var þrígift, síð- ast Reyni Axelssyni, f. 6.3. 1944. Þau eignuðust tvær dætur, Birtu, f. 25.7. 1990, og Maríu Elísabetu, f. 4.3. 1992. Anna Margrét lærði píanóleik hjá Gísla Magnússyni og Árna Kristjánssyni. Árið 1978 lauk hún lokaprófi frá tónmenntakennara- deild Tónlistarskólans í Reykja- vík. Í janúar 1979 innritaðist hún í University of Illinois í Urbana- Champaign. Þar varði hún dokt- orsritgerð sína í september 1985. Ritgerðin er á sviði heimspekilegrar fagurfræði og fjallar um eðli merkingar í tónlist. Frá árinu 1980 lagði hún stund á semballeik, fyrst undir leiðsögn Georges Hunters og Williams Heiles við háskólann í Illinois, og síðar Helgu Ing- ólfsdóttur í Reykja- vík. Frá árinu 1985 hefur hún kennt við Tónlistarskólann í Reykjavík. Jafn- framt hefur hún kennt við aðra tónlistarskóla, síðast við Tónlist- arskóla Garðabæjar frá árinu 1992. Hún hefur komið fram sem semballeikari á mörgum tónleik- um, bæði sem einleikari og í sam- leik. Einnig hefur hún ritað ýmsar greinar og haldið opinbera fyrir- lestra um tónlist. Frá haustinu 1999 hefur hún verið aðstoðar- organisti við Kristskirkju í Landa- koti. Útför Önnu Margrétar fer fram frá Kristskirkju í Landakoti í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég kynntist Önnu Magnúsdóttur sumarið 1988. Hún var þá nýlega heitbundin Reyni Axelssyni. Strax á fyrsta fundi okkar blasti hún við mér sem fluggáfuð, kát og töfrandi kona. Æ síðan var hún í hópi minna nán- ustu vina, eins og Reynir hafði verið í áratugi. Ég fékk að kynnast fræði- mennsku hennar, sem mér virtist geisla af greind og ímyndunarafli, og auðvitað ágætum hljóðfæraleik. Ég kynntist líka handavinnu henn- ar. Hún teiknaði og saumaði af mestu list. Mér lærðist með tímanum að allt sem henni var gefið hafði einmitt ekki verið gefið. Það voru sigurvinn- ingar hennar sjálfrar í grimmri bar- áttu við margkynjaða harðneskju heimsins. Sem barn þurfti hún að aura saman sjálf fyrir spilatímum sínum með því að passa minni börn í tíma og ótíma. Það var trúlega hið minnsta sem á hana var lagt um dagana. Verst var að eftir að hún ól Reyni tvær dætur, sannkölluð ljós í húsi, hófst flókin veikindasaga sem engum læknum lánaðist að binda enda á og jafnvel ekki að lina. Í þess- um veikindum gerði hún mig að trúnaðarmanni sínum. Auðvitað bar hún ýmis merki beiskra örlaga. Að mér sneri hún engu nema gáfum sínum, glaðværð og hlýju, jafnvel þegar hún var veik- ust. En einu sinni sagði hún mér, fáum dögum eftir leiftrandi vina- fundi þar sem hún virtist vera í ess- inu sínu og var hvers manns hug- ljúfi, að þar hefði hún ólgað og kvalizt hið innra, og hugsað bitrast er hún hló glaðast. Anna var ekki aðeins snjöll í list sinni, fræðum og samræðum. Hún var yndisleg. Og í raunum sínum var hún hetja þótt hún biði skelfilegan ósigur að lokum. Þorsteinn Gylfason. Skyndilega er brostinn einn hlekkur í fámennum hópi sembal- vina. Fyrir örfáum dögum var Anna Magnúsdóttir stödd í Skálholti. Svo vildi til að flestir semballeikarar hér á landi voru þá á staðnum. Tekin var mynd af hópnum. Anna var glæsi- legri og fallegri en nokkru sinni. Geislandi af áhuga og gleði sest hún við orgel kirkjunnar og leikur erfiða tokkötu eftir Bach með miklu fóta- spili. Hvernig var hægt að ná slíkri færni á skömmum tíma? Engin okk- ar nema Anna hefði getað slíkt. Þeg- ar komið var að hægum kafla sagði Anna við mig sem stóð þar hjá, „það er ekkert fegurra en þessi tónlist.“ Slík er minning þessarar skarpgáf- uðu konu. Ég sá hana ekki oftar. Nokkrum dögum seinna er hún öll. Mikill harmur er sleginn. Hennar er sárt saknað. Vegir okkar mættust víða. Að loknu doktorsprófi í tónlistarfræð- um frá Bandaríkjunum, þar sem hún m.a. hafði tekið tíma í semballeik, kom hún til mín í frekara sembal- nám. Hún lauk einleikaraprófi á skömmum tíma enda óhrædd við að takast á við erfiðustu verkefni. Minnisstæð er hin ferska hugsun hennar, óslökkvandi áhugi, vanga- veltur um stórt sem smátt og óseðj- andi forvitni. En ofar öllu var gleðin sem fylgdi henni við að takast á við verkefnin og gera þeim góð skil. Meðan á sembalnámi stóð giftist Anna vini okkar og tryggum sam- ferðamanni um mörg ár, Reyni Ax- elssyni stærðfræðingi. Þau voru gef- in saman í Skálholtskirkju. Við, tónlistarvinir þeirra, sáum um tón- listina við athöfnina. Skömmu síðar kaupir Anna gamla hljóðfærið mitt sem Þorkell maður minn hafði smíðað. Hún lék ávallt á það á tónleikum. Undrum sætti hversu vel hljóðfærið hljómaði í hennar höndum. Samvinna var með okkur um ára- bil vegna Sumartónleika í Skálholts- kirkju. Eitt sumarið er hún fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar. Annað sumar flytur hún erindi um Henry Purcell. Og enn eitt sumar hefur hún milligöngu um að fá hún kenn- ara sinn frá Bandaríkjunum, semb- alleikarann William Heiles, til að koma og flytja fyrra hefti Das Wohl- temperierte Klavier eftir Bach. Ótalin eru þau mörgu skipti sem hún ásamt Reyni og dætrunum kemur þessa löngu leið í Skálholt til að hlýða á tónleika. Einnig ótalin hin dýrmætu hvatningarorð er ávallt féllu. Hin síðustu ár hafa fundir okkar verið strjálli. Þó unnum við fyrir skömmu að námskrá fyrir sembal ásamt þriðja manni. Við hittumst á mörgum löngum fundum. Anna vildi koma að margvíslegum nýjungum. Hún naut menntunar sinnar og hvikaði aldrei frá sannfæringu sinni þótt í brýnu slægi. Ég kynntist henni þá frá nýrri hlið. Viljastyrkur hennar og skapfesta var í fyrirrúmi. Verkefni hennar urðu með tíman- um fleiri og fleiri. Auk kennslu í tveimur tónlistarskólum bætti hún síðastliðið ár enn við sig organista- starfi í Kristkirkju og kantornámi við Tónskóla þjóðkirkjunnar. Orka hennar virtist óþrjótandi. Reisti hún sér ef til vill hurðarás um öxl? Eng- inn veit sína ævi fyrr en öll er. Skyndilega brestur hlekkurinn og hún er horfin frá okkur öllum í blóma lífs síns. Eftir situr sorgin og söknuðurinn. Efst í huga er þó þakk- læti fyrir margar gleðistundir. Hugur okkar hjóna er með Reyni og dætrum þeirra tveimur. Megi þau öðlast styrk til að komast yfir hina sárustu sorg. Gæfan fylgi þeim um framtíð. Helga Ingólfsdóttir. Kveðja frá Tónlistarskóla Garðabæjar Mínar fyrstu minningar um Önnu Margréti Magnúsdóttur eru frá þeim tíma er ég kom frá námi er- lendis og hóf píanókennslu við Tón- skóla SDK. Þá var Anna stjörnunemandi skólans að öðrum ólöstuðum og spil- aði eins og engill á öllum tónleikum og hvenær sem færi gafst. Hún var nemandi Gísla Magnús- sonar og þó svo að hún hæfi tónlist- arnám frekar seint var hún slíkur fyrirmyndar nemandi að eftir var tekið. Það var eins og hún drykki í sig tónlistina með þessum stóru fal- legu brúnu augum sem allt virtust vilja vita og skilja. Það lá því beint við að Anna legði tónlistina fyrir sig og hún fór ekki troðnar slóðir. Hún lærði auk píanó- sins á gítar, sembal og orgel en lagði einnig fyrir sig tónvísindi og lauk því námi með doktorsgráðu. Tónlistarmenn eru oft viðkvæmir, taka persónulegt mótlæti og gagn- rýni nærri sér, hafa ekki þennan harða skráp viðskiptalífsins, en byrgja inni tilfinningar sem síðan fá útrás í tónlistinni. Anna var slíkur tónlistarmaður. Hún var mjög metnaðarfull en einn- ig afar viðkvæm og mátti ekki vamm sitt vita. Þegar ég tók við skólastjórastarfi við Tónlistarskóla Garðabæjar og hitti Önnu aftur eftir mörg, mörg ár, trúði hún mér fljótlega fyrir stöðu mála sinna en þau hjón höfðu þá um sinn slitið samvistir. Mér fannst það mjög dapurlegt og gladdist því mjög þegar við hófum skólastarf á liðnu hausti og hún sagði mér að hún væri flutt með eiginmanni sínum og dætr- unum tveim, sem henni þótti svo vænt um, í Mosfellsbæ þar sem þau höfðu keypt sér fallegt hús. Og þeg- ar voraði og birti tjáði hún okkur að sumrinu ætlaði hún að verja til að dytta að húsinu og umhverfi þess. Ég átti svo sem von á því að þurfa að sjá á eftir Önnu sem kennara, þó ekki hvarflaði að mér að það yrði á þennan hátt, því hún hafði hug á því að sækja um starf við nýstofnaðan Tónlistarháskóla og átti ég ekki annars von en að svo hámenntaður tónlistarmaður ætti þar vísan að- gang. Hún færði mér lífshlaup sitt er hún var að undirbúa umsóknina og sagðist vilja að ég vissi allt um sig. Þegar ég hafði lesið plaggið fór ég til hennar og spurði hana hvað svona mikið menntuð kona væri eiginlega að hugsa með því að vera að kenna byrjendum á píanó. Þá brosti hún sínu fallega brosi og sagði: „Mér finnst það svo gaman,“ enda var Anna góður kennari og elskuð og virt af nemendum sínum. Nemendur slíkra kennara eru ótrúlega heppnir og nemendur Önnu hafa misst mikið svo og við öll sem við skólann störfum, því Anna hafði ákveðnar skoðanir og var sterkur persónuleiki sem ekki lá á liði sínu en var alltaf jákvæð og hug- myndarík. Missir eiginmanns og dætra Önnu er þó mestur og meiri en tárum taki og vottum við, kennarar, nemendur og annað starfsfólk Tónlistarskóla Garðabæjar þeim okkar dýpstu samúð í þeirra miklu sorg um leið og við kveðjum góðan kennara og sam- starfsmann. Agnes Löve skólastjóri. „Ég er þetta undarlega sambland af mýkt og hörku,“ sagði Anna við sameiginlegan vin okkar fyrir skömmu. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyr- ir löngu þegar við bæði lærðum tón- list í Tónskóla Sigursveins. Við æfð- um stundum kammermúsík saman. Þá var gaman. Þegar Anna var svo í framhalds- námi í Illinois í Bandaríkjunum heimsótti ég hana. Mér leist svo vel á það sem hún sýndi mér að ég ákvað að reyna að komast í skólann. Það tókst, ekki síst held ég vegna aðstoðar Önnu. Þarna æfðum við líka kammermúsík. Seinna, þegar ég lauk námi og kom heim um ára- mót, var það aftur Anna sem stuðl- aði að því að hringt var í mig til Ur- bana og mér boðin vinna. Í Urbana var oft mikið skrafað, spáð og spekúlerað; í lífinu og tilver- unni, músíkinni, hvernig við mynd- um seinna spjara okkur í harkinu heima á Íslandi; og námið, af hverju við værum eiginlega að puða þetta. Jú, þetta var áskorun sem ákveðin nautn var í að takast á við. Get ég þetta virkilega, hef ég úthald, gáfur? Doktorspróf í tónlist frá virtum há- skóla í útlöndum. Þann hamar höfðu ekki margir Íslendingar áður klifið, og engin kona fyrr svo ég viti til. Anna leitaði alltaf krefjandi verk- efna finnst mér, áskorana. Hún hafði brennandi áhuga á sembalnum í Urbana og fylgdi þeim áhuga eftir þegar heim kom og lék víða opinber- lega. Ekki fyrir löngu frétti ég svo að hún væri farin að glíma við org- elið og orðin aðstoðarorganisti við Kristskirku. Mýkt og harka sagði hún, líka glaðværð. Þótt ég hafi sjaldnar hitt Önnu eftir að við komum heim frá námi finnst mér í minningunni hún ávallt hafa verið glöð og reif. Annað sneri ekki að mér. Ég vissi auðvitað af veikindum, en þegar við hittumst bar ekki á öðru en léttri lund og miklum áhuga á öllu sem bar á góma. Ef til vill hefur þó oft verið stutt í depurð og vanlíðan. Maður veit sjaldnast hvað inni fyrir býr. Síðast hitti ég Önnu nú í lok júlí, þegar við funduðum nokkur til að ræða hvað við gætum gert til að bæta stöðu okkar langskólageng- inna tónlistarmanna. Þarna var Anna mjög virk og hafði margt til málanna að leggja. Svo fréttist að ekki verði fleiri fundir, aðeins minningar. Nú rignir meir en gert hefur lengi. Jón Hrólfur. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson.) Okkur setur hljóð nú þegar strengir Önnu hljóma ekki lengur. Ekki einungis sembalstrengirnir heldur þeir sem létu dillandi hlátur hennar og geislandi bros snerta ann- arra hjörtu svo samhljómur ríkti. Anna vann mikilvirkt starf í ís- lensku tónlistarlífi, bæði með rit- störfum, kennslu og tónlistarflutn- ingi. Hún lauk fyrst íslenskra kvenna doktorsprófi í tónlistarfræð- um, með glæsilegum vitnisburði, og starfaði einnig að tónlist á alþjóða- vettvangi. Anna hafði nýverið gengið í Félag íslenskra tónlistarmanna og vænt- um við okkur mikils af liðstyrk hennar. Við minnumst hennar með virð- ingu og þökk og biðjum Guð að styrkja Reyni og dæturnar á kom- andi tímum. F.h. Félags íslenskra tónlistar- manna, Margrét Bóasdóttir. Fregnin um lát Önnu Margrétar Magnúsdóttur, tónlistarfræðings og semballeikara, hinn 17. ágúst sl. hryggði okkur samkennara hennar í Tónlistarskólanum í Reykjavík, því hún var okkur enn í fersku minni í starfi skólans síðastliðið vor í próf- um og fundum, glöð og geislandi af lífsorku. Ég man fyrst eftir Önnu er hún var nemandi minn í píanóleik þegar hún stundaði nám í tónmenntakenn- aradeild Tónlistarskólans í Reykja- vík, en hún lauk prófi úr deildinni vorið 1978. Hún hélt til framhalds- náms í Bandaríkjunum, þar sem hún stundaði hún nám við Illinois-há- skólann í Urbana. Þaðan lauk hún bæði meistaraprófi (MA prófi) og doktorsprófi í tónlistarfræðum. Eft- ir að hún kom heim og tók að starfa sem tónlistarmaður og kennari var hún ráðin við tónmenntakennara- deild Tónlistarskólans í Reykjavík. Helstu kennslugreinar hennar voru fagurfræði tónlistar, tónlist og sam- félag og tónbókmenntir. Ennfremur hafði hún með höndum rannsóknar- verkefni nemenda á lokaári deildar- innar sem þeir unnu í samvinnu sín á milli undir hennar umsjón. Þessi samvinnuverkefni gátu fjallað um fræðileg efni og stundum voru þau gagnlegs eðlis bæði kennurum og nemendum, en þau voru ávallt birt í bókarformi ár hvert. Bera bækur þessar vott um lifandi starf hennar með nemendum, sem hún hafði mikla ánægju af, því henni fór vel að vinna með nemendum deildarinnar. Auk þessara greina kenndi hún einnig formgreiningu tónverka (tón- bókmenntir) fyrir aðrar kennara- deildir og einleikaradeildir skólans á háskólastigi. Í krafti sinnar miklu menntunar og vandaðra vinnu- bragða innti hún öll þessi störf þannig af hendi, að nemendur henn- ar lærðu fagleg vinnubrögð og ná- kvæm, þar sem áhersla var lögð á gæði umfram allt annað. Auk þess sem Anna var framúrskarandi kenn- ari tók hún einnig virkan þátt í tón- listarlífinu í Reykjavík þar sem hún kom fram á fjölda tónleika sem frá- bær semballeikari. Eru okkur minn- isstæðir margir tónleikar sem hún hélt eða tók þátt í á undanförnum árum. Anna Margrét var falleg kona og það geislaði af henni í návist ann- arra. Á fundum kennara kom hún oft með góðar og skarpar ábending- ar, kímnin ráðandi og stutt í hlát- urinn. Það er erfitt fyrir okkur að ráða í tilgang örlaga, er svo hæfi- leikarík og gáfuð kona er skyndilega numin brott af sjónarsviðinu. Söknuður okkar í Tónlistarskól- anum í Reykjavík við fráfall Önnu Margrétar Magnúsdóttur er djúpur og fyrir hönd skólans vil ég færa eft- irlifandi eiginmanni Önnu, Reyni Axelssyni, og börnum þeirra okkar innilegustu samúð. Halldór Haraldsson. Með nokkrum fátæklegum orðum vil ég minnast elsku Önnu M. Magn- úsdóttur semballeikara. Óvænt frá- fall hennar bar brátt að. Minningarnar frá þeim stundum sem okkur auðnaðist að æfa og spila saman í gegnum árin eru sveipaðar hlýju og gleði sem stafaði frá Önnu, geislandi brosi hennar og örlæti. Það var ánægjulegt að vinna með Önnu að túlkun tónlistar. Hún var mjög músíkölsk – allt lá þetta svo opið fyrir henni. Örlæti hennar kom m.a. fram í því hve hún var ætíð óspör á hrós, uppörvun og hvatn- ingu, á sannfærandi hátt og full af áhuga. Í samræðum var hún örlát – ég minnist hlésins á síðustu æfingu okkar á heimili hennar 16. ágúst sl. – geislandi af áhuga og þekkingu ræddi Anna um túlkun orgelverka J.S. Bach, um framtíðaráform sín í orgelnáminu og kennslunni, um „öndun“ í tónlist og hve æskilegt henni þætti að hljómborðsnemendur sæktu söngtíma til aukins skilnings á hendingamótun og um tónlistar- nám dætra sinna. Hún var örlátur hlustandi, á tón- listarsviðinu sem og öðrum, athugul, skörp og skilningsrík. Síðustu æfingu okkar lauk með því að Anna lék á sembalinn sara- böndu eftir J.S. Bach og þátt eftir Scarlatti. Það var ógleymanleg stund. Færni hennar og kristaltær túlkun, sólskinið úti og björt og fagurlega búin stofan gerði þessa stund afar fagra og ógleymanlega. Heimili hennar og elskulegrar fjölskyldu hennar og myndlist eftir Önnu bera henni vitni um næmt feg- urðarskyn og listfengi. Hæfileikar hennar lágu víða. Mér er efst í huga þakklæti þegar ég hugsa til Önnu en jafnframt sakna ég hennar sárt. Ég sakna elskulegs og glaðlegs viðmóts henn- ar, vináttuhugar og skilnings og einnig tónlistarmannsins Önnu Magnúsdóttur. Það lágu í loftinu áform um frekara samstarf og ég vonaðist til að tengjast henni nánari vináttuböndum. En ég trúi að dauð- ANNA MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.