Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 29
VANGAVELTUR Bergþóru
Jónsdóttur um listsköpun kvenna í
bæklingi þessarar nýju geislaplötu
vekja mann til umhugsunar um
stöðu konunnar í mannkynssögunni
yfirleitt. Hin skráða mannkynssaga,
sem ætti kannski frekar að nefna
sögu karlmannsins, sneiðir rækilega
hjá afrekum kvenna. Eða eru afrek
kvenna í sögunni ekki þess verð að
þeirra sé getið? Enginn vafi leikur á
því að konur liðinna alda fengu
sjaldan þau tækifæri til stórra
verka sem karlarnir og þess vegna
er fátt eitt um þær að segja þegar
talað er um tímamótaatburði ver-
aldarsögunnar. En það hefur ým-
islegt gerst í sögunni annað en það
sem veldur stríðum, misrétti þegn-
anna, orsakar byltingar og veltir
þjóðhöfðingjum úr sessi, fellir rík-
isstjórnir o.s.frv. Sem betur fer
hafa menn veitt þessum þætti at-
hygli á undanförnum áratugum,
þökk sé breyttum hugsunarhætti
almennt og ekki síst áhuga nútíma-
konunnar á gengnum kynsystrum
sínum. 
Tónlistariðkun kvenna er áhuga-
vert rannsóknarefni og ekki síst
konur í tónskáldastétt. Það er
skemmtilegt til þess að vita að eitt
af fyrstu tónskáldunum sem við
þekkjum skuli hafa verið kona og er
þar átt við abbadísina Hildegard frá
Bingen (1098?1179). Lítið bar á
konum í tónskáldastétt fram til 20.
aldarinnar en gjarnan eru nefndar
til sögunnar tvær konur á 19. öld,
þær Clara Schumann og Fanny
Mendelssohn. Þeirra er getið í tón-
listarsögunni vegna makans og
bróðurins en ekki
vegna þess að lista-
frek þeirra hafi mark-
að nokkur spor í sög-
unni. Þær voru m.ö.o.
aðeins merkilegar
vegna þess að þær
voru konur í starfs-
stétt þar sem karlar
voru og höfðu alltaf
verið allsráðandi og
eru því ekki góð dæmi
um tónsmíðaafrek
kvenna og sanna
hvorki né afsanna
hæfileika kvenna í
tónsmíðum. Það sem
máli skiptir er því að
tónskáld batna ekki
við það að vera konur og tónskáld
verða ekki verri þótt þau séu konur.
Kannski voru hæfileikar Clöru og
Fannyar minni en þeirra Roberts
og Felix, kannski voru afrekin
minni vegna þess að þær fengu ekki
sömu tækifæri og karlarnir. Hver
veit?
Tuttugasta öldin sýnir okkur allt
aðra mynd. Um og upp úr miðri 20.
öldinni fjölgaði konum í tónskálda-
stétt svo að engum þykir lengur til-
tökumál þótt kona láti að sér kveða
í tónsmíðum. Fyrir utanaðkomandi
lítur það út eins og að konur standi
körlum jafnfætis, að tækifærin séu
þau sömu og hjá körlunum, en vel
getur verið að reynsla kvennanna
sé önnur þegar að því kemur að
koma verkum sínum á framfæri.
Athyglisverð er sú athugasemd
Bergþóru í fyrrnefndri grein að
konur semji gjarnan í ?eilífu formi
sönglagsins?. Getur það verið vegna
þess að slíkum tónsmíðum sé auð-
veldara að koma á framfæri því þær
séu t.d. ódýrari í flutningi? Og ekki
vegna þess að sönglagaformið henti
af einhverjum ástæðum konum bet-
ur en önnur tónlistarform.
Geisladiskur Ásgerðar Júníus-
dóttur er stelpudiskur og strákarnir
eru þar í miklum minnihluta. Hann
ber konum í tónskáldastétt á Ís-
landi ágætt vitni. Sönglögin eru
flest prýðileg og grípandi en sum
skara óneitanlega fram úr. Fyrst
ber að nefna lög Jórunnar Viðar
sem að mínu mati skera sig úr. Jór-
unn er ótvírætt eitt merkasta tón-
skáld Íslendinga og einkum eru
sönglögin hennar miklar perlur.
Hún hefur sinn eigin tón sem er
engum líkur og til gamans má geta
þess að við fyrsta ?rennslið? vakti
strax athygli mína upphaf eins lags-
ins. Aha! hugsaði ég, þetta hlýtur
að vera Jórunn. Það sem heyrðist
var upphafið á Vorljóði á ýli. Hið
magnaða Kall sat undir kletti er svo
þekkt að þar kemur engin ágiskun
til greina. Í lagi Báru Grímsdóttur,
Svo þú gætir óskað, sem samið er
við texta Vilborgar Dagbjartsdótt-
ur, kveður einnig við
sérstakan tón. Þetta
er fínlega ofin tónsmíð
með hugmyndaríkum
meðleik strengja og
stuðningi kórradda.
Lög þeirra kvenna
sem hafa látið að sér
kveða í dægurtónlist-
inni koma þægilega á
óvart. Hrædýrið eftir
Margréti Örnólfsdótt-
ur er ansi hnyttið lag
sem fellur vel að kald-
hæðnislegu ljóði Stein-
unnar Sigurðardóttur.
Móeiður Júníusdóttir
er höfundur titillags
plötunnar, Minn heim-
ur og þinn. Lagið er ákaflega fallegt
og útsetning Atla Heimis Sveins-
sonar sömuleiðis. Næst ber að
nefna hið hugljúfa og grípandi lag
Sum orð eftir Margréti Kristínu
Blöndal. Í lagi Bjarkar Guðmunds-
dóttur, Verandi, kveður við óvænt-
an þjóðlegan tón sem ef til vill má
skrifa á skemmtilega útsetningu
Hróðmars Inga Sigurbjörnssonar.
Ekki má gleyma elstu tónskáldun-
um, þeim sem ómeðvitað ruddu
brautina fyrir þær yngri. Í þeim
hópi skara fram úr þær Ingunn
Bjarnadóttir og Selma Kaldalóns,
sem eiga hér hvor sitt lagið.
Ásgerður Júníusdóttir hefur hér
sett saman áhugaverða og afar fjöl-
breytta efnisskrá sem ætti að gefa
hlustendum nokkra innsýn í sköp-
unarverk íslenskra kvenna á tónlist-
arsviðinu. Hér má heyra allt frá
rótgróinni sönglagahefð í lagi
Selmu Kaldalóns til módernisma
Karólínu Eiríksdóttur og allt þar á
milli. Og ekki er annað að merkja
en þetta allt falli vel hvert að öðru.
Ásgerður hefur gert sér far um að
gera hvert lag um sig einstakt, beit-
ir óhikað mjög ólíkum túlkunarað-
ferðum og blæbrigðum raddarinnar
frá einu lagi til annars. Í þessu sam-
bandi mætti t.d. benda hlustendum
á að bera saman flutninginn á
þremur síðustu lögunum á diskin-
um: Verandi, Vorljóði á ýli og Spör-
fuglinum. Ásgerður er á plötunni
studd hópi úrvals hljóðfæraleikara
og söngvara, útsetningar eru marg-
breytilegar og unnar af smekkvísi.
Og síðast en ekki síst er ánægjulegt
að fá að kynnast svo miklu af tónlist
sem svo sjaldan heyrist.
Hljóðritun er prýðileg og umslag
fallega unnið með athyglisverðum
greinum Úlfhildar Dagsdóttur og
Bergþóru Jónsdóttur.
Hér er á ferðinni áhugaverð við-
bót við óvenju fjölskrúðuga geisla-
plötuútgáfu síðustu mánaða. 
Var einhver að tala um kreppu í
útgáfumálum?
Tónlist íslenskra kvenna
TÓNLIST
Geislaplötur
Selma Kaldalóns: Draumurinn. Hildigunn-
ur Rúnarsdóttir: Í ást sólar. Margrét Örn-
ólfsdóttir: Hrædýrið. Jórunn Viðar: Kall
sat undir kletti. Karólína Eiríksdóttir:
Mánuðurinn mars. Móeiður Júníusdóttir:
Minn heimur og þinn (úts. Atli Heimir
Sveinsson). Þuríður Jónsdóttir: Ljóð. Ing-
unn Bjarnadóttir: Óðum þagna æviþrár.
Ragnhildur Gísladóttir: Væri ég kona
(úts. Hlynur Aðils Vilmarsson). Elín Gunn-
laugsdóttir: Rigning í Reykjavík. Mist
Þorkelsdóttir: Þú ert átján. Bára Gríms-
dóttir: Svo þú gætir óskað. Margrét
Kristín Blöndal: Sum orð (úts. Marion
Herrera). Þóra Marteinsdóttir: Hefnd. El-
ísabet Jónsdóttir: Farfuglarnir. Björk
Guðmundsdóttir: Verandi (úts. Hróðmar
Ingi Sigurbjörnsson). Jórunn Viðar: Vor-
ljóð á ýli. María Brynjólfsdóttir: Spörfugl-
inn. Söngur: Ásgerður Júníusdóttir (sópr-
an) og kór fimm kvenna og tveggja karla.
Hljóðfæraleikur: Steinunn Birna Ragn-
arsdóttir (píanó), Bryndís Halla Gylfa-
dóttir (selló), Auður Hafsteinsdóttir
(fiðla), Þórunn Ósk Marínósdóttir (víóla),
Áshildur Haraldsdóttir (flauta), Hörður
Áskelsson (orgel), Reynir Jónasson
(harmónika), Marion Herrera (harpa).
Tónmeistari: Sveinn Kjartansson. Heild-
arlengd: 44?50. Útgefandi: Smekkleysa.
Útgáfuár: 2001.
MINN HEIMUR OG ÞINN
Ásgerður 
Júníusdóttir 
Valdemar Pálsson
KRISTINN Pálmason opnar sýn-
ingu á verkum eftir sig í Galleríi
Sævars Karls í Bankastræti á laug-
ardag kl. 14.
?Á sýningunni eru 10 til 13 verk
sem hafa verið að malla allt frá 1998
til dagsins í dag. Nokkur uppáhalds-
verk og önnur glæný,? segir Krist-
inn. ?Annars vegar er um að ræða
óhlutbundin málverk og hins vegar
tölvuunnar sviðsettar ljósmyndir.
Málverkin eru bæði unnin í olíu og
akríl en auk þess nota ég loftpensil
(airbrush). Einhvers staðar þarna á
milli eru svo verk sem falla undir
báða miðlana. Ekki er beinlínis eitt-
hvert þema í verkunum, frekar
margþættar og oft eðlislega óskyld-
ar hugmyndir settar saman en vissu-
lega tengjast verkin innbyrðis og
þótt ég setji sýninguna upp sem eina
heild er hvert verk sjálfstætt.
Þar sem bæði málverkin og ljós-
myndirnar eru að miklu leyti ferlis-
tengd verk er ein hlið myndefnisins
sjálf sköpun verkanna. Í ljósmynd-
unum kem ég inn á gerð málverks án
þess þó að um beina skráningu sé að
ræða. Í málverkunum má svo finna
vissan karakter ljósmyndunar, ekki
ljósmyndaraunsæi, öllu heldur visst
eðli ljósmyndarinnar sem slíkrar s.s.
flassið, lit filmunnar og hlut tímans,
án þess þó að um beinar tilvísanir sé
að ræða,? segir Kristinn.
Sýningin stendur til 21. febrúar.
Margþætt verk
BREIÐFIRÐINGUR er elsta
héraðsritið, sem út kemur á Íslandi.
Það hóf göngu sína árið 1942 og hef-
ur flutt geysimikið af fróðleik á tæp-
um sex áratugum. Það er vissulega
ómetanleg náma fyrir alla þá sem
kynna sér sögu þessa merka og
fagra héraðs.
Að þessu sinni flytur Breiðfirð-
ingur margvíslegt efni. Aðalefnis-
þættir eru þó þrír, að því mér sýnist.
Þar er fyrst að telja mikla ritgerð
(um 50 bls.) eftir ritstjórann Einar
G. Pétursson, er nefnist Gamlar
heimildir um fjallskil í Dölum. Ný-
lega kom í leitirnar fjallskilareglu-
gerð frá árinu 1809, en hún var talin
glötuð. Höfundur fjallar í upphafi
ritgerðar um þessa reglugerð og
birtir hana í heild sinni í ritgerð-
arlok. Auk þess skýrir hann frá öðr-
um fjallskilareglugerðum allt til
þessa dags og gerir grein fyrir
breytingum, sem á þeim hafa orðið.
Þá er kafli um réttarstæði og býst
ég við að mörgum þyki það fróðleg
frásögn.
Kristján Bersi Ólafsson á hér
greinina Barnafræðsla í Suður-
dalaþingum. En Suðurdalir munu
vera Hörðudalur, Miðdalur og
Haukadalur. Umfjöllunin tekur mið
af fræðslulögunum frá 1908. Eftir að
höfundur hefur gert grein fyrir
kennsluskipulagi samkvæmt þeim
lögum tekur hann fyrir kennslumál í
Suðurdalaþingum fyrir daga
fræðslulaganna. Þar segir frá
kennslu og kennurum. Síðan kemur
aðalhluti greinarinnar um fyrstu ár-
in, sem kennt var eftir nýju lögun-
um. Þar voru ýmsir byrjunarörðug-
leikar, sem vel birtast í bréfaskipt-
um. Þá er loks gerð grein fyrir
kennsluháttum og kennurum. Marg-
ar myndir eru af kennurunum. Þetta
er vitaskuld nokkurt framlag til
skólasögu og einkar fróðlegt að lesa.
Þá kemur að þriðja aðalefnisþætt-
inum. Hinn 4. júní árið 2000 var
haldin minningarathöfn í Hafnar-
firði um fræðimanninn og rithöfund-
inn dr. Lúðvík Kristjánsson, en
hann lést fyrr á því ári. Fimm fræði-
menn fluttu erindi um Lúðvík og
verk hans. Fjórir þeirra viku eink-
um að breiðfirskum efnum og eru
erindi þeirra birt hér. Einar Lax-
ness nefnir sitt erindi Spjall um
Lúðvík Kristjánsson. Árni Björns-
son á erindið Frá Þjóðháttadeild.
Jón Þ. Þór fjallar um Lúðvík og Ís-
lenzka sjávarhætti og loks segir
Orri Vésteinssson Af afa. Varla þarf
að taka fram, að öll eru þessi erindi
hin ágætustu og vel til sóma hinum
ágæta fræðimanni.
Auk þessara þriggja efnisþátta er
margvíslegt annað efni í Breiðfirð-
ingi, bæði í lausu máli og bundnu.
Er það yfirleitt hinn notalegasti
lestur og sumt af því prýðilega
áhugavert.
Breiðfirskur fróðleikur
BÆKUR
Tímarit
Tímarit Breiðfirðingafélagsins, 58.?
59.árg., 2000?2001. Ritstjóri: Einar G.
Pétursson. Reykjavík, 2001, 213 bls.
BREIÐFIRÐINGUR
Sigurjón Björnsson

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64