Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 43 Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla og tryggingagjald sem fallið hafa í eindaga til og með 15. mars 2002, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. mars 2002 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í gjalddaga til og með 15. mars 2002 á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiða- gjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumæl- um, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miða- gjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningar- gjöldum, búnaðargjaldi, iðgjaldi í Lífeyrissjóð bænda, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af inn- lendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutn- ingsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum, sem eru: Tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, þróunarsjóðsgjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðv- um gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því, að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyr- ir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingar- gjald er 1.200 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvik- um. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðv- uð án frekari fyrirvara. Loks mega þeir gjaldendur, er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt, eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara. Fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. mars 2002. Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á Ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestfjarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum KASÍNÓMENN og kjörfurstar í íslenzk- um viðskiptum hafa látið mikinn að und- anförnu; raunar vaðið grundina í hné svo lýðurinn starir á þá hissa. Mafíósar og eit- urlyfjabarónar, svo vitnað sé í Hólamessu, eru þar fremstir í fylkingu „og fara svo snúðigt að menn verða að gæta sín, ef fyrir verða, að eigi falli“ eins og segir í Njálu um Gunnar og Sigfús- syni og Njálssyni á þingi, þótt ekki sé mönnum saman að jafna. Íslandsbankamenn mega stór- lega vara sig að falla eigi fyrir of- ureflismönnum sem fara eldi um ís- lenzkar fjármálastofnanir og eiga sér fyrirmyndir syðst á Ítalíu. En – hvernig má það vera að bankar og önnur fjármálafyrirtæki séu í þeirri hættu stödd, að menn, í ónáð allsherjargoðans, sölsi þau undir sig? Föstudaginn 8. marz vitnar Morgunblaðið í leiðara í Davíð goða innan hermimerkja: „Sumar þjóðir hafa það reynd- ar svo, að þær binda það í lög hversu mikil eignarhlutdeild ein- stakra aðila má vera í bönkunum. Ég hygg að það sé til að mynda þannig í Noregi. Það má vel vera, að slíkt gæti verið skynsam- legt að gera einnig hér á landi. A.m.k. er ekki æskilegt að menn hafi á tilfinningunni, að það séu einhver önnur sjónarmið, sem ráði stefnu banka en almenn arð- semissjónarmið, eins og einhverjir þröngir hagsmunir ráðandi hóps.“ Og enn kvað Davíð Oddsson: „Davíð sagði, að þó að nú sé í tízku að tala um kjölfestufjárfesta telji hann að í bankastofnun geti alveg dugað að stærstu eignaraðilar, sem komi til með að hafa leiðbeinandi forystu um reksturinn, eigi eign- arhluti á bilinu 3%–8% til dæmis. Hann telji hins vegar ekki æskilegt að einn aðili eða skyldir aðilar ráði 30–40% eignarhlut í bankastofn- un.“ Og enn og aftur: „Íslenzka þjóð- ríkið er þannig vaxið, að það er ekki hollt fyrir það að vera í hönd- unum á mjög fáum aðilum.“ Fyrri tvær tilvitnanirnar eru frá sumrinu 1998, en síðasta frá 1999. Þetta var þá. Þessu var haldið að mönnum, sem hlut áttu helzt að máli þegar undirbúningi að einka- væðingu bankanna var ýtt úr vör – undir fölsku flaggi – sem er aðall og einkenni stjórnarhátta Davíðs Oddssonar. Ráðamenn í bönkunum hefðu aldrei – aldrei – tekið í mál að sinna einkavæðingu bankanna, og síðan sölu, nema að um mjög dreifða sölu og dreift eignarhald þeirra yrði að ræða. En það þaut fljótlega öðruvísi á þeim skjá. Óðara en varði var gerð tilraun til að selja erlendum kjöl- festufjárfesti ráðandi hlut í sjálfum Landsbankanum. Ef það hvarflar að einhverjum að sú tilraun hafi verið gefin upp á bátinn, þá er það misskilningur. Hið nýja auðvald, sem stjórnarflokkarnir ganga und- ir, mun ekkert eftir gefa í sókn sinni til yfirdrottnunar í íslenzku fjármálalífi. Ekkert fær stöðvað það nema kjósendur taki í taum- ana. Í fyrrnefndum leiðara vitnar Morgunblaðið í forystugrein sína frá 12. sept. 1999: „Rök Morgun- blaðsins fyrir því að tryggja eigi dreifða eignaraðild að íslenzkum fjármálastofnunum við einkavæð- ingu þeirra eru í grundvallaratrið- um þau, að hið fámenna íslenzka samfélag muni ekki þola það til lengdar að nánast allar eignir þjóð- arinanr færist á fárra hendur. Óbreytt kvótakerfi er að sjá til þess að slíkt gerist varðandi helztu auðlind landsmanna, fiskimiðin, þótt enn sé ráðrúm til að snúa þeirri þróun við. Við eigum að læra af þeirri reynslu og koma í veg fyr- ir að sú þróun verði við einkavæð- ingu bankanna.“ Vel mælt og orð í tíma töluð nú á þessum dögum, þegar stjórnvöld hyggjast setja punkt aftan við óbreytt kvótakerfi, og Morgun- blaðsmenn og Ágúst Einarsson, stórkrati, aðalhöfundar þess að skálkaskjól er áformað: Auðlinda- gjaldið margumtalaða. Handónýtt málamynda „húmbúkk“ ætlað til að telja þjóðinni trú um að hún njóti einhvers af sjávarauðlind sinni meðan Grotti gripdeildarmanna malar þeim einum allt gullið. Viðeigandi dæmisaga úr Ljósvík- ingnum: „Sem sagt, sagði lækn- irinn, skipið er sokkið og stórfisk- arnir ríkja í hafinu. Hvað á að gera næst?“ Það vissi skáldið ekki. „Fljótt á að líta, sagði læknirinn, þá virðist vera brent fyrir að gera nokkuð, úr því sem komið er. Eins og þú sérð, þá er allt sokkið og margsokkið til helvítis. En þá geri ég það sem er í raun og veru það merkilegasta í þessu öllu saman, þó það sé svo einfalt að hvert barn getur sagt sér það sjálft, þegar bú- ið er að segja því það. Ég bjarga kokknum.“ Einfalt – og álíka snjallræði að bjarga kvótaslysinu með auðlinda- gjaldi. Stórfiskarnir ríkja Sverrir Hermannsson Fjármál Íslandsbankamenn, segir Sverrir Her- mannsson, mega stór- lega vara sig að falla eigi fyrir ofureflismönnum. Höfundur er alþingismaður og for- maður Frjálslynda flokksins. Í TILEFNI af 90 ára afmæli Íþrótta- og ól- ympíusambands Ís- lands var ákveðið að ráðast í hvatningar- verkefnið Ísland á iði 2002. Verkefnið felst í því að hvetja lands- menn til þess að hreyfa sig sér til ánægju og heilsubótar. Verkefnið styrkja m.a. Alþjóðaól- ympíunefndin, íþrótta- nefnd ríkisins og heil- brigðisráðuneytið. Þá er gott samstarf við fjölda aðila sem telja sér málið skylt, svo sem Landlæknisembættið, manneld- isráð, Beinvernd, Hjartavernd, Geð- rækt, Félag íslenskra sjúkraþjálf- ara, Náttúrulækningafélag Íslands o.fl. Mikilvægi hreyfingar Ekki þarf að rekja niðurstöður rannsókna sem staðfesta mikilvægi hreyfingar fyrir andlega og líkam- lega heilsu manna þar sem almennt sammæli er um þær. Hins vegar er brýn þörf á að hvetja fólk til hreyf- ingar og að fá alla til þess að muna eftir því að hreyfa sig í að minnsta kosti 30 mínútur á dag. Vinnuveit- endur leggist á árarnar með okkur hjá ÍSÍ og hvetjið starfsmenn ykkar til hreyfingar. Jafnframt eru sveit- arstjórnir og ríkisvaldið minnt á að hafa nauðsyn hreyfingar í huga bæði þegar kemur að ákvörðunum um skipulag og framkvæmdir. Þeir sem eru duglegir að hreyfa sig bæta heilsuna og auka sjálfsör- yggið. Bætt heilsa lækkar kostnað við heilbrigðiskerfið, fækkar veik- indadögum og eykur því þjóðarhag. Gleðin í fyrirrúmi Hver man ekki eftir ánægjunni í æsku yfir því að komast út að leika á kvöldin þegar fór að vora? Eftir- væntingin og gleðin vegna leikjanna, útiverunnar og samverunnar með öðrum var alltaf mikil. Það er von okkar sem stöndum að Íslandi á iði 2002 að sem flestir nái að öðlast aftur eftirvæntinguna og gleðina af að fara út til þess að hreyfa sig. Það er mik- ilvægt fyrir þá sem hafa haft hægt um sig og ætla að fara að hreyfa sig aftur að velja sér eitt- hvað sem þeim finnst skemmtilegt að gera. Þá eru mun meiri líkur á að áframhald verði á hreyfingunni. Vís maður sagði það góða reglu að fara tvisvar á dag út til þess að viðra hundinn jafn- vel þó enginn væri hundurinn. Heilsudagar í Smáralind Í dag, laugardag, kl. 12–17 og á morgun, sunnudag, kl. 13–17 fara fram heilsu- og hvatningardagar Íslands á iði 2002 í Smáralind. Þar munu fulltrúar frá ÍSÍ og sérsamböndum ÍSÍ verða á staðnum og dreifa fræðsluefni til almennings og einnig dreifa mann- eldisráð, Beinvernd, Hjartavernd, Geðrækt, Félag íslenskra sjúkra- þjálfara og Náttúrulækningafélag Íslands fræðsluefni, bjóða upp á ýmsar mælingar og veita góð ráð. Þá verður boðið upp á þétta dagskrá yf- ir báða dagana, bæði sýningaratriði frá hinum ýmsu íþróttagreinum og ekki síður atriði sem fela í sér þátt- töku gesta og gangandi. Þarna er tilvalið tækifæri fyrir fjölskylduna að eiga fróðlegan, skemmtilegan og heilsusamlegan dag saman. Landsmenn eru hvattir til þess að sameinast í baráttu sinni við sófann. Stöndum upp og leggjum fjarstýr- inguna frá okkur. Drífum okkur út og hreyfum okkur. Ferska loftið bíð- ur! Ísland á iði 2002 – baráttan við sófann! Hafsteinn Pálsson Höfundur er formaður almennings- íþrótta- og umhverfissviðs ÍSÍ. Hreyfing Nauðsynlegt er fyrir alla að hreyfa sig, segir Hafsteinn Pálsson, til að bæta heilsuna og auka vellíðan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.