Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 28
LISTIR
28 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ ER „súperkonu-syndrómið“
sem fær á baukinn í þessum nýja ein-
leik eftir Björk Jakobsdóttur leik-
konu. Verkið kallast Sellófon og vísar
titillinn til þess að hin örþreytta
tveggja barna útivinnandi móðir, sem
leikurinn fjallar um, ákveður að
reyna að hressa upp á kynlífið með
því að freista eiginmannsins innvafin
í sellófon, samkvæmt ráði dömublað-
anna.
Leikurinn tekur um klukkustund í
sýningu og á þeim tíma fáum við inn-
sýn í líf og hugsanir ungrar „nútíma-
konu“ sem þarf að standa sig á öllum
vígstöðvum: á heimilinu, í vinnunni, í
líkamsræktinni, í rúminu og ekki síst
í augum annarra. Efniviður einleiks-
ins er því tekinn beint upp úr íslensk-
um samtíma og ættu flestir, sem
standa eða hafa staðið í sporum ungu
konunnar, að geta samsamað sig
þeim veruleika sem þarna er sýndur í
einstaklega kómísku ljósi.
Umgjörð leiksins er einn dagur í
lífi fjölskyldunnar og lýst er margs-
konar baráttu móðurinnar við börn-
in, leikskólakennarana, vinnufélag-
ana, móður sína og aukakílóin – svo
fátt eitt sé nefnt. Dagurinn byrjar illa
því konan hefur sofið yfir sig því hún
freistaðist til þess að horfa á „Surviv-
or“ í sjónvarpinu kvöldið áður. Hún
veltir fyrir sér hvort útivinnandi
mæður ættu ekki góða vinnings-
möguleika í Survivor; reynsla þeirra
af þrautum hversdagslífsins ætti að
geta fleytt þeim langt!
Björk Jakobsdóttir á sannkallaðan
stjörnuleik í hlutverkinu og sannar
enn að hún hefur afbragðstök á gam-
anleik. Áhorfendur skemmtu sér
konunglega og greinilega könnuðust
margir við þá baráttu sem þarna var
lýst. Sterkur broddur er víða í texta
Bjarkar og er spjótunum beint í ýms-
ar áttir en ekki síst gegn þeim áhrif-
um sem „jafnréttið“ hefur haft á líf
nútímakvenna svo og gegn þeim
kröfum um efnisleg gæði sem ungt
fólk gerir í dag.
Þetta er hreint út sagt bráð-
skemmtilegur einleikur hjá Björk.
Hugmyndin er bæði snjöll og tíma-
bær og maður veltir því fyrir sér
hvers vegna í ósköpunum enginn hef-
ur dottið niður á hana fyrr. Kannski
er nærtækasta skýringin að þær sem
þekkja þann heim sem þarna er lýst
hafi aldrei tíma til að setjast niður og
semja um hann leikrit! Björk Jakobs-
dóttir getur verið stolt af þessu verki
sínu og vonandi á hún eftir að rækta
augljósa hæfileika sína til að skrifa
meira fyrir leikhús í náinni framtíð.
Fríður hópur, með Ágústu Skúla-
dóttur leikstjóra í broddi fylkingar,
hefur aðstoðað Björk við að koma
þessum einleik á svið og hefur vinna
þessa hóps skilað sýningu sem er
óhætt að hvetja alla til að sjá, ekki
síst útivinnandi mæður (ef þær hafa
tíma og orku – og geta fengið barna-
píu).
LEIKLIST
Hermóður og Háðvör
Höfundur og leikari: Björk Jakobsdóttir.
Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir. Leikmynd:
Guðrún Öyahals. Búningar: Þórey Björk
Halldórsdóttir. Textílhönnun: Þórunn Eva
Hallsdóttir. Lýsing: Björn Kristjánsson.
Hljóðmynd: Arndís Steinþórsdóttir.
Hafnarfjarðarleikhúsið 30. apríl.
SELLÓFON
Ofurkona
í ati
Morgunblaðið/Jim Smart
„Björk Jakobsdóttir á stjörnu-
leik,“ segir í leikdómi.
Soffía Auður Birgisdóttir
ÞAÐ er ekki ofsögum sagt að þeim
Ásmundi Ásmundssyni og Þorbjörgu
Pálsdóttur hafi tekist að brúa kyn-
slóðabilið með sameiginlegri skipan
sinni í miðrými Kjarvalsstaða, en þar
sýna þau í tilefni af stórafmæli Mynd-
höggvarafélagsins í Reykjavík. Í
fyrsta sinn, að minnsta kosti frá því
Þorbjörg tók þátt í útisýningum
Myndhöggvarafélagsins á Skóla-
vörðuholti, fyrir ríflega þrjátíu árum,
fá höggmyndir hennar umgjörð sem
hæfir þeim fullkomlega.
Þorbjörg er af þeim skóla sem mót-
aður var á sjöunda áratugnum, öðru
fremur af George Segal og Ed Kien-
holz. Þetta voru listamenn sem höfn-
uðu venjubundnum efniviði, en tóku
að beina sjónum að mannverunni í
umhverfi sínu. Þetta var upphafið af
skipaninni eins og við þekkjum hana
nú á dögum. Ef til vill hefur það háð
Þorbjörgu að hún skuli ekki hafa búið
styttum sínum tilbúið umhverfi eins
og áðurnefndir listamenn gerðu svo
eftirminnilega. Fyrir vikið hafa stytt-
ur hennar að ósekju oft verið eilítið
einmana og áttlausar.
Með hvatvísi sinni og beinskeyttri
tjáningarþörf tekst Ásmundi að búa
til umhverfi þar sem styttur Þor-
bjargar eru eins og heima hjá sér. Ás-
mundur hefur fengið til liðs við sig
fjörmikla listamenn, sem maka sig
naktir litum – líkt og Hitt húsið hefði
farið á námskeið hjá Yves Klein – og
nota sig svo sem pensla á dúka sem
síðan eru settir upp á vegg, og látnir
mynda skilrúm sem brýtur upp gang-
inn með óvæntum hætti.
Ólíkt Yves Klein, sem lét fönguleg
módel sín stimpla sig á strigann –
auðvitað með hinum eina sanna Klein-
bláa lit – maka módel Ásmundar, af
báðum kynjum, sig í mörgum litum
svo úr verður moldbrún hræra eins
og sú sem Donald Judd hermdi upp á
þýska ný-expressjónista – Baselitz og
Kiefer – til marks um að þeir kynnu
ekki að fara með liti. Auk listamann-
anna í myndbandinu skreytir Ás-
mundur veggina með nokkrum ljós-
myndum í anda líkamsmálara á
Netinu.
Að auki fylgja með olíutunnur fyllt-
ar steypu og litprentaðar xerox-
myndir sem poppa upp, og keyra
fram ungæðislegan galsann í þessu
tveggja manna tali Þorbjargar og Ás-
mundar. Útkoman er frábært sam-
hengi umhverfis og höggmynda sem
valda vissu saknaðarskoti eftir þeim
árum þegar ólgandi Fluxus-menning-
in rann saman við poppæðið og litaði
myndlistina galdri líkt og henni væru
allir vegir færir. Þetta er einhver
hressilegasta sýning sem lengi hefur
sést á gangi Kjarvalsstaða og er
vissulega til marks um ágæti þeirra
Þorbjargar og Ásmundar og einstak-
lega farsælt samstarf þeirra.
MYNDLIST
Kjarvalsstaðir
Til 5. maí. Opið daglega frá kl. 10– 17.
BLÖNDUÐ TÆKNI
ÁSMUNDUR ÁSMUNDSSON &
ÞORBJÖRG PÁLSDÓTTIR
Kynslóðabilið brúað
Morgunblaðið/Golli
Frá sýningu Þorbjargar Pálsdóttur og Ásmundar Ásmundssonar.
Halldór Björn Runólfsson
STAÐIÐ verður í annað sinn að
Opna galleríinu á morgun,
laugardag.
Aðstandendur hafa fundið
því tómt húsnæði í Þingholts-
stræti 5 en þar var áður m.a.
verslunin Spaks manns spjarir.
Það verður í einn dag opið öll-
um starfandi myndlistarmönn-
um sem þar vilja sýna, sem og
gestum og gangandi sem það
vilja skoða. Fyrir mánuði tóku
yfir 20 myndlistarmenn þátt og
gestagangur var mikill. Fyrir-
komulagið er einfalt: Myndlist-
armenn mæta á staðinn með
eitt verk eða litla seríu hver.
Þátttaka er ókeypis. Mæting er
kl. 13:00 og uppsetning fer fram
á einni klukkustund.
Fyrstur kemur, fyrstur fær.
Enginn skráir sig fyrirfram.
Hver listamaður sér um að
setja upp og merkja sitt verk og
kemur með verkfæri til þess,
hamar og nagla, stöpla, sjón-
varp og myndband, o.s.frv.
Galleríið verður opnað almenn-
ingi kl. 14:00. Hver listamaður
ber ábyrgð á sínu verki á með-
an opið er og getur boðið til sölu
ef vill, en afhendir það þá eftir
lokun. Á boðstólum verður kaffi
og með því. Galleríinu verður
lokað kl. 18:00, listamenn taka
niður verkin og ganga frá.
Opna galleríið er umgjörð
um þá hugmynd að fá nýtt sjón-
arhorn á samtímamyndlist, þar
sem hún verður hluti af óháðum
og ófyrirsjáanlegum atburði,
nátengdum hversdagslífi fólks.
Það er starfrækt einhvers stað-
ar á Laugavegi eða nágrenni
fyrsta laugardag hvers mánað-
ar. Listamenn mæta með verk
sín klukkustund fyrir opnun og
setja í snatri upp sýningu sem
hverfur í lok dags. Aðstandandi
Opna gallerísins er félagið Við-
höfn, Laugavegi 25, sem hefur
það að markmiði að sameina
listamenn um að vekja athygli á
íslenskri samtímamyndlist.
Sýning í
einn dag
„Gert út frá Brussel? – Íslenskur sjáv-
arútvegur og Evrópusambandið? Sjáv-
arútvegsstefna ESB rannsökuð út frá
hugsanlegri aðild Íslands að sam-
bandinu“ er eftir Úlfar B. Hauksson.
Viðfangsefni þessarar bókar eru
hugsuð sem innlegg í umræðuna um
kosti og galla hugsanlegrar aðildar Ís-
lands að ESB. Farið er ofan í saum-
ana á þeirri grundvallarspurningu
hvort, og þá hvernig, Íslendingar
gætu tryggt hagsmuni sína í sjávar-
útvegi í aðildarviðræðum við ESB.
Bókin er í tveimur nokkuð sjálf-
stæðum hlutum. Í fyrri hlutanum er
umræðan bundin við sjávarútvegs-
stefnu ESB. Skýrt er frá upphafi og
uppbyggingu stefnunnar og hvernig
hún hefur þróast í gegnum tíðina.
Seinni hlutinn fjallar um aðildarsamn-
ing Norðmanna frá árinu 1994 og
hvernig norsk stjórnvöld beittu sér í
aðildarviðræðunum. Hugsanleg
staða Íslands innan sjávarútvegs-
stefnunnar er síðan metin út frá upp-
byggingu og þróun sjávarútvegsstefn-
unnar og út frá reynslu Norðmanna í
aðildarviðræðum.
Úlfar Hauksson lauk MA-prófi í
evrópskum stjórnsýslufræðum
(European Master of Public Admin-
istration) frá Kaþólska háskólanum í
Leuven í Belgíu árið 2000. Úlfar hefur
stundað ýmis störf bæði til sjós og
lands og er nú stundakennari við
stjórnmálafræðiskor Háskóla Ís-
lands.
Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bók-
in er 196 bls. kilja. Verð: 2.690 kr.
Sjávarútvegur
Geisladiskahulstur
aðeins 500 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is