Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isArgentínska þjóðin er í sárum eftir HM/C4 Bjarki er kominn í raðir Skagamanna/C1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í Á FIMMTUDÖGUM Morgunblaðið/Arnaldur Vegna hita og þurrka þarf að vökva gróðurinn í borginni með stórvirkum tækjum. Hitinn í Reykjavík mældist 20 gráður kl. 20 í gærkvöldi. HITAMET var slegið í Reykjavík á þriðjudag þegar hitinn fór upp í 22,4 stig og er það mestur hiti sem mælst hefur í Reykjavík í júnímánuði frá því að nútímamælingar hófust. Hæstur hiti fram að því var 20,7 gráður sem mældist 6. júní 1954, að sögn Björns Sævars Einarssonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Ís- lands, og segir hann að júníhitamet- ið hafi verið slegið vel og rækilega í ár. Hann segir að mestur hiti sem mælst hafi í Reykjavík sé 24,3 stig og var það 9. júlí 1976. Daginn eftir var reyndar næstum jafnheitt, en hitinn þá fór upp í 24,2 gráður, þannig að segja má að það hafi komið tveir ein- staklega heitir dagar í röð það árið. Björn á von á áframhaldandi blíðu hér suðvestanlands. „Það má gera ráð fyrir að það verði framhald á. Það verða austlægar áttir og vænt- anlega hlýjast suðvestan- og vest- anlands. Hitinn gæti farið upp í 18 stig hér á Suðvesturlandinu,“ bendir hann á. Ekki líklegt að fleiri hitamet falli í bráð Aðspurður hvort hann geri ráð fyrir að fleiri hitamet falli á næstu dögum, segist hann ekki búast sér- staklega við því. „Það er alltaf erfitt að fella svona hitamet, sérstaklega í Reykjavík, þar sem mikil hætta er á innlögn með vestanvindi frá hafi og þá dettur hitinn niður,“ bætir hann við. Björn segir að óvenjulegt sé að það sé svona hlýtt í veðri snemma í júní en bendir á að það eigi sér sínar skýringar. Að hans sögn hefur verið lægð sunnan við landið undanfarna daga og hæð fyrir norðan og þá ber- ist austlægar áttir og heitt loft sunn- anfrá, en loft þetta á uppruna sinn á meginlandi Evrópu. Íbúar Norður- og Austurlands hafa ekki notið sömu blíðu og aðrir landsmenn upp á síðkastið og segir Björn að þar hafi verið þoka og súld, þótt eitthvað virtist vera að rofa til á sunnanverðum Austfjörðum í gær. Næsta helgi er löng helgi og er líklegt að margir leggist í ferðalög og elti veðrið, en hvert ætli sé best að halda? „Það spáir austan- og norðaustanátt um helgina og það er útlit fyrir súld eða rigningu á aust- anverðu landinu, en skýjað með köfl- um og síðdegisskúrir vestantil. Þannig að það lítur út fyrir að besta veðrið verði á vestanverðu landinu,“ segir Björn og ítrekar að það verði hlýtt áfram. Búist við hlýindum næstu daga ÞAÐ hefur vart farið framhjá neinum að Heimsmeistara- keppnin í knattspyrnu stend- ur sem hæst um þessar mund- ir og er áhrifa hennar farið að gæta á fáeinar starfstéttir í landinu. Að sögn Sigurðar Árnason- ar, rekstrarstjóra hjá BM Vallá, hefur starfsemi í bygg- ingariðnaði raskast lítillega, þar sem leikir á mótinu eru sýndir klukkan hálfsjö flesta morgna vikunnar. „Ég tek ekki eftir að menn láti síðari leikina hafa áhrif á vinnuna, heldur láta menn freistast yfir leiknum klukkan hálfsjö. Starfsemin fer þar af leiðandi seinna af stað á daginn en vanalega, en hún stöðvast ekki,“ segir hann. Hann segir, aðspurður hvort unnið sé lengur fram á kvöld, svo ekki vera heldur sé reynt að vinna hraðar í stað- inn. „Það eru brettar upp ermarnar eins og maður seg- ir. Það þýðir ekkert annað þegar menn eru að skemmta sér að morgni,“ bætir hann við. Fáir til að taka við steypunni Sigurður segist ekki verða mikið var við knattspyrnu- áhorf starfsmanna BM Vallár, það hafi hins vegar borið við að fáir aðilar séu á staðnum til að taka við steypunni þegar þeir komi á sum byggingar- svæðin. „Við höfum ekki gefið leyfi til að starfsfólk mæti síð- ar. Menn fylgjast með í tölv- unni hjá sér í stað þess að vera heima,“ bendir hann á og segir að hann viti ekki til þess að starfsmenn hafi farið í sumarfrí gagngert á þessum tíma til að horfa á HM. Hann segist ekki hafa heyrt annað en að því hafi almennt verið vel tekið af atvinnurek- endum að vinnutímanum væri hliðrað smávegis til út af keppninni og bendir á að menn taki þessu með jafnað- argeði og bíði eftir að mótinu ljúki. „Ég hef helst merkt áhrifin í þessari viku þegar riðlarnir eru að klárast og þetta getur orðið verra eftir því sem líður á og meiri spenna fer að fær- ast í leikinn. Ég tek ekki eftir minni afköstum, heldur eru menn bara duglegri fyrir vik- ið þegar þeir mæta til vinnu,“ lýsir Sigurður. HM hefur áhrif á byggingariðnaðinn í landinu Starf- semin fer seinna af stað UM HELGINA verða opnaðir tveir af helstu fjallvegum landsins. Veg- irnir sem opnaðir verða eru Kjalveg- ur að sunnanverðu, en nyrðri hluti vegarins var opnaður fyrir viku, og einnig verður Fjallabaksleið nyrðri opnuð. Vegurinn inn í Lón opnast líka. Þá verður vegurinn frá hring- veginum að Dettifossi að vestan- verðu opnaður. Vegurinn upp að Laka er fær fjórhjóladrifnum bílum. Vegir um Kaldadal, Uxahryggi, Arn- arvatnsheiði og Sprengisand eru hins vegar enn lokaðir. Að sögn Ni- colai Jónassonar, deildarstjóra hjá Vegagerðinni, er verið að skoða hve- nær unnt verði að opna veginn um Sprengisand að sunnanverðu. „Það má segja að þetta sé mun fyrr á ferð- inni en við reiknuðum með vegna þess hve vorið hefur verið þurrt og mikill hiti í lofti,“ segir Nicolai. Fjallvegir opnaðir fyrr en venjulega                                       !  "# $  #         %      $     $     &''' $
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.