Morgunblaðið - 28.07.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.07.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FORNBÆKUR Í vörulista okkar nr. 56, Norræna, eru norrænar bókmenntir, bækur um norræn tungumál og sögu og bækur um Ísland, Grænland og Færeyjar. Listinn kostar 150 norskar kr. en póstsending er frí. Upphæðin er endurgreidd við pöntun úr listanum. Listann má panta hjá: Ruuds Antikvariat Postboks 2698 St. Hanshaugen, 0131 Oslo, Noregi. Sími +47 2246 3476. Netfang: ruudsant@online.no Þ AÐ er blússandi hita- bylgja í Stokkhólmi 16. júlí, þegar djasshátíð borgarinnar er sett í 19. sinn á Skeppshólmi. Stokkhólmur er þeirrar yndislegu náttúru að vera að hluta til byggður á eyjum og hólmum þar sem eitt stærsta stöðuvatnið þeirra, Lögur- inn, mætir sundum og álum Eystra- salts. Skeppshólmur er ein af þessum fallegu eyjum í miðborg Stokkhólms. Þar er ekki mikið um mannabústaði, en þeim mun meira af opinberum byggingum, Skeppshólmskirkju og söfnum, og þar í norðausturhorninu er búið að koma fyrir risastóru sviði, öðru eilítið minna og fjöldanum öllum af bekkjum og borðum og veitinga- tjöldum í tugavís. Almenningi er fært út í eyna um tvo vegu; – með stræt- isvagni og bílum um Skeppshólms- brúna, og svo hina leiðina, sem Frónbúanum finnst miklu skemmti- legri, – með Djurgårdsbátnum. Hann er reyndar ekki á því skipperinn á honum að græni strætópassinn okk- ar, sem annars gildir í öll almenn- ingssamgöngutæki borgarinnar dugi í slíkt eðalfley. Djurgårdsbáturinn, þessi númer þrjú, sem hefur viðkomu á Skeppshólmi, er nefnilega aldar- gamalt gufuskip að hans sögn, og til að halda því við, þarf hver og einn sem um borð stígur að borga. Það er líka í fínu lagi, því báturinn er skemmtilega fornfálegur með göml- um eikarbekkjum langsum á bak og stjór, og það er eins og að ganga inn í löngu liðinn tíma að stíga um borð. Fjórtán ára ferðafélaginn hrekkur í kút þegar skipsflautan ymur ógur- lega; - annað eins heyrist ekki í þeim íslensku duggum sem hún hefur siglt. Á Fáfengi Það er reyndar þannig með margt í Stokkhólmi að gamlir tímar voka yfir manni við hvert fótmál. Villa Bergs- hyddan, þar sem við búum meðan á dvöl okkar í Stokkhólmi stendur er dæmi um það. Húsið stendur á háum kletti, Fåfängan, austast á eynni Suð- urmálmi. Um 1650 var byggður skans efst á klettinum, því þar var firnagott útsýni yfir innsiglinguna að borginni. Eftir miðja átjándu öld hafði varnarvirkið lokið sínu hlut- verki og í stað þess reis þar yndisleg- ur trjágarður og lítið lystihús. Á sama tíma var lítið hús úr bindings- verki reist í norðurhlíð klettsins, ef til vill fyrir þann sem hafði umsjón með trjágarðinum og lystihúsinu á toppi Fåfängan. Um 1860 fékk húsið upp- lyftingu; – kakelónum var komið þar fyrir og önnur hæð byggð ofan á það. Um 1860 var annað timburhús flutt á staðinn og tengt við það gamla. Þetta er Villa Bergshyddan, nú í eigu Stokkhólmsborgar. Enn hefur húsið verið gert upp. Kletturinn Fåfängan stendur eins og vin í miðri stórborg- inni. Þar er mikill gróður, fuglar og fiðrildi skemmta þeim sem þar búa, og tilfinningin er rétt eins og að vera langt uppi í sveit. Þegar horft er út af svölum hússins blasir þó höfnin við þar sem risastórar Finnlandsferjurn- ar liggja í leti á daginn og safna kröft- um fyrir kvöldsiglinguna út sundin, og útsýnið þar yfir og yfir á grænu eyna Djurgården með tívolíinu Gröna Lund er stórfenglegt. Í lyst- húsinu sem í dag trónir á toppi Få- fängan er nú rekið vinsælt kaffihús; en vei þeim sem heldur að það sé hlaupið að kaffinu þar; – kletturinn er hár og brattur og einasta hægt að komast þangað fótgangandi, annað hvort upp tröppur að vestanverðu, eða upp brattan stíginn að sunnan- verðu. Fåfängan, er sama orð og fá- fengi, sem ég fann reyndar ekki í ís- lensku orðabókinni nema sem fáfengilegur. Svíar hafa notað þetta orð um fyrirbæri eins og lystihús og sumardvalarstaði, þar sem ekkert er gert annað en að njóta lífsins og sum- arblíðunnar; - þar sem lífinu er eytt í eitthvað fáfengilegt; – orðabókin mín kallar það sem er fáfengilegt lítilfjör- legt eða hégómlegt. Ég spyr mig að því hvort það sé ekki einmitt mikil- vægt fyrir fólk að eiga sér athvarf í fáfengi, hverju nafni sem það nefnist – fáfengi þar sem hægt er að loka sig af frá amstri hversdagsins og skoða heiminn í ljósi hvíldar og afslöppun- ar. Villa Bergshyddan á Fáfenginu í Stokkhólmi er því gamalt hús, og fyr- ir Íslending sem þekkir enga bústaði eldri en gráu millistríðsárablokkir gamla austurbæjarins, sem Friðrik Þór gerði næstum rómantískar í Bíó- dögum, er dvölin þar rétt eins og að búa á Árbæjarsafni. Antikblá stofa og ámálað betrekk, eldgamlar ka- byssur, marrandi trégólf, gamaldags blómagarður og urmull af hvítum fiðrildum; – þetta eru notalegheit sem eru engu lík. Í dag er húsið notað sem gestabústaður fyrir norræna listamenn og trúlegt að flestir þeirra eyði tímanum þar í eitthvað annað en fáfengilegheit. Þessa vikuna voru gestir hússins norrænir tónlistar- gagnrýnendur sem boðið var til Stokkhólms að hlýða á tónlist; djass, óperur og fleira. Tilefnið var veglegt; í ár fagnar borgin 750 ára afmæli sínu. Þar sem gamla Klara stóð Djasshátíðin hefst ekki fyrr en seinnipart dags, og fyrri hluta dags- ins nota ég til að heilsa upp á gest- gjafann, Nönnu Hermansson á menningarskrifstofu Stokkhólms- borgar. Nanna er Íslendingum að góðu kunn; hálf-íslensk og hálf- sænsk, og starfaði hér á landi um ára- bil, meðal annars við Árbæjarsafn. Í dag hefur hún umsjón með nor- rænum menningarsamskiptum á vegum Stokkhólmsborgar. Skrifstofa Nönnu er í Menningarhúsinu, stórri og tiltölulega nýlegri byggingu við Sergelstorg í miðborgarhverfinu á Norðurmálmi, þar sem upplýstir gos- brunnar leika listir sínar fyrir nið- andi umferðina. Nanna rekur okkur gestunum sögu Stokkhólmsborgar allt frá því að Birgir Jarl nefndi borg- ina Stokkhólm í tveimur sendibréfum árið 1252. Það var í fyrsta sinn sem borgin er nefnd á nafn, og við það ár- tal er fæðing Stokkhólms miðuð. Menningarhúsið og Sergelstorgið standa þar sem áður var Brunke- bergsásinn og Klarahverfið. Mörg gömul hús voru í Klarahverfinu og sum illa á sig komin eftir jafnvel margra alda vanrækslu. Á sjötta og sjöunda áratugi síðustu aldar var hverfið rifið og ásinn graf- inn burt, og í stað litlu gömlu húsanna reis nýtt og nútímalegt hverfi. Það þykir sumum að með þessu hafi ákveðin grið verið rofin í borginni, og þunglamalegu og ferköntuðu stein- steypuhallirnar sem risu vera talverð lýti á annars heilsteyptri borgar- myndinni. Sennilega hefur vart verið um ann- að að ræða en að rífa mörg húsanna í Klarahverfinu, svo illa voru þau farin, en eflaust væru Stokkhólmsbúar sjálfir sáttari við hverfið í dag, hefði verið valin sú leið að leyfa því sem nýtilegt var af gömlum húsum að lifa og hönnun nýrra byggingar hefði verið í einhverjum tengslum við það sem eldra var. Hver voru Þorsteinn og Frey- gunn og I... sonur þeirra? En nú erum við komin út, og Nanna Hermansson leiðir okkur út- lendingana um götur Klarahverfisins gegnum torg Gústafs Adolfs og Hel- geandshólm, þar sem þinghús þeirra, Riksdagen stendur, og niður að kon- ungshöllinni nyrst í Gamla Stan, elsta hverfi borgarinnar. Unglingnum þykir það tíðindi að kóngurinn skuli ekki vilja búa í þessari svakalega stóru höll sinni, heldur á Drottning- arhólmi, víðs fjarri borgarfjörinu. Jú, hann hefur reyndar skrifstofu sína í konungshöllinni, segir Nanna, svo að varla ætti að væsa um hann í vinnunni. Árið 1980 var verið að grafa fyrir bílageymslum á Helgeands- hólmi, þegar í ljós kom ævagamall virkisveggur, – borgarmúr sem Gúst- af Vasa lét byggja um 1530. Þessi gamli borgarmúr þurfti ekki að fara langt til að fá verðugan sess og frið fyrir bílum, því Miðaldasafn borgar- innar var byggt upp kringum forn- minjarnar, og sænskir þingmenn þurftu að láta sig hafa það að leggja bílunum sínum annars staðar í bili. Gömlu gráu steinblokkirnar í gamla austurbænum eru ekkert ann- að en smábörn í samanburði við húsa- kostinn í Gamla Stan. Varla er hægt að ímynda sér að nokkurs staðar í veröldinni enn hægt að finna svo heil- steypt og fallegt hverfi með húsum sem eiga sér mörg hundruð ára sögu. Þarna er Nanna, leiðsögumaðurinn okkar í þessum indæla göngutúr, líka á heimavelli. Götur hverfisins eru þröngar, og þrjár þeirra, Österlång- gatan, Västerlånggatan og Stora Ny- gatan, hafa verið gerðar að göngu- götum og þar úir allt og grúir af ferðamönnum. En við erum svo heppin að hafa Nönnu með í för, og hún þekkir hinar göturnar, sem ekki eru síður skemmtilegar og búa yfir merkri sögu. Í Prestgötu sýnir hún okkur ævagamlan rúnastein, sem lík- lega er eldri en húsið sem hann hefur verið festur í. Þorsteinn og Freygunn létu reisa þennan stein yfir I... syni sínum..... stendur þarna á rúnaletri; – hvaða fólk var þetta og hvers vegna var steininum komið fyrir þarna í mörg hundruð ára gömlum hús- veggnum? og hvað hét I... sonur þeirra? – kannski Ingvi. Saga mann- skepnunnar verður áleitin og reynd- ar æ ágengari því meira sem skoðað er á gönguferð okkar. Stórtorgið í Gamla Stan á sér sögu allt til mið- alda. Þar standa geysilega falleg hús í gulum litatónum, sum hver gerð upp löngu síðar, en voru þá jafnvel látin líta út fyrir að vera eldri en þau eru. Börshúsið er yngra, eða frá 1776, - það hýsir Sænsku akademíuna og þar réðu menn ráðum sínum um að Hall- dór Laxness fengi Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1955. En sólgulu húsin við Stórtorgið geyma líka sögu annarra og skelfilegri atburða. Þegar Kristján annar Danakonungur var krýndur konungur Svíþjóðar árið 1520, rétt áður en Kalmarsambandið leið undir lok, lét hann hálshöggva átttatíu og tvo Svía á miðju Stórtorgi. Blóðbaðið á Stórtorgi er ein af dekkstu stundum í sögu Stokkhólms, og skelfilegar sögur eru sagðar af blóðstraumnum sem seytlaði í allar áttir niður torgið og inn í hverfin fyrir neðan. Þremur árum síðar, 1523, komst Gústaf Vasa til valda, – sá sami og lét reisa borgarmúrinn sem graf- inn var upp 1980, og þá loks varð Sví- þjóð sjálfstætt ríki, eftir meir en ald- arlöng yfirráð Dana í Kalmarsambandinu. Í aldargamalli átöppunarstöð Við erum á miðri Kaupmannsgötu þegar Nanna opnar dyr og leiðir okk- ur inn í ótrúlega fallegan og friðsælan bakgarð. Þessi garður tilheyrir hús- unum í Cepheus hverfinu. Það voru framsýnir og forsjálir menn í átt- hagafélagi Sankti Eiríks sem kröfð- ust þess að fá að gera hverfið upp árið 1930 og sannfæra þar með borgarbúa og borgaryfirvöld um að vert væri að leyfa gömlum húsum að lifa, og að þau gætu orðið gagnleg og til prýði ef þeim væri sýndur sá sómi að halda þeim við. Þeim tókst þetta ætlunar- verk sitt og eflaust má þakka frum- kvæði þeirra þá drift sem kom í við- hald húsa í Gamla Stan síðar á öldinni. Á Stóra Hoparegranda dreg- ur Nanna upp lykil að háu húsi með lágum dyrum. Húsið er frá því um 1600 og endurnýjað á 18. öld. Á ár- unum 1818–1930 var þarna átöppun- arstöð. Sautján piltar sem í húsinu bjuggu höfðu þann starfa að draga víntunnur frá skipum sem lönduðu á 750 ár í Stokkhólmi Í sumar fagna Stokkhólmsbúar því að árið 1252 tók Birgir Jarl sér penna í hönd og skrifaði bréf. Og hvað með það? Jú, í bréfinu var nafn borg- arinnar fyrst nefnt á nafn, og við það ártal miðar höfuðborg Svíaríkis aldur sinn. Bergþóra Jóns- dóttir heimsótti 750 ára Stokkhólm og heilsaði upp á liðnar aldir í húsum jafnt sem farartækj- um, fékk líka að sjá jörðina frá himni eins og Ída í Kattholti, á leið sinni á áfangastað: Djasshátíð Stokkhólms á Skeppshólmi. Ljósmynd/Yann Arthus-BertrandGömlu húsin við Stórtorgið. Lína Langsokkur frílystar sig á veröndinni á Sjónarhóli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.