Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 21 Reuters YASSER Arafat, forseti heima- stjórnar Palestínumanna, ræðir við fréttamenn í bækistöðvum sínum í Ramallah á Vesturbakk- anum á sunnudaginn. Hann sagði m.a. að kosningar, sem Palest- ínumenn hafa boðað 20. janúar nk., geti ekki farið fram nema Ísraelar hverfi á brott með allt herlið sitt frá palestínskum svæð- um og bæjum. Raanan Gissin, háttsettur að- stoðarmaður Ariels Sharons, for- sætisráðherra Ísraels, sagði í gær, að Arafat ætti ekki að fara til miðnæturmessu í Betlehem á aðfangadagskvöld því að Arafat væri ekki friðelskandi maður. En Gissin gekk þó ekki svo langt að segja að Ísraelar myndu hefta för Arafats til Betlehem um jólin, líkt og þeir gerðu í fyrra. Í Betlehem um jólin? DEMÓKRATINN Mary Landrieu bar sigur úr býtum í tvísýnum kosningum til bandarísku öldunga- deildarinnar í Louisiana-ríki um helgina og minnkar því meirihluti Repúblíkanaflokksins í deildinni. Landrieu hlaut 52% atkvæða í kosningunum, en frambjóðandi repúblíkana, Suzanne Terrell, hlaut 48%. „Hún batt ánægjulegan enda á erfitt ár fyrir demókrata,“ sagði Joe Lieberman, öldungar- deildarmaður demókrata, í sjón- varpsviðtali um sigur Landrieu. Demókratar misstu eins sætis meirihluta sinn í öldungadeildinni og misstu sæti í fulltrúadeildinni í kosningum sem fram fóru í Banda- ríkjunum í síðasta mánuði. Eftir sigur Landrieu hafa repúblíkanar 51 sæti af 100 í öldungadeildinni, demókratar 48 og einn þingmaður er óháður, en hefur skipað sér á bekk með demókrötum. Kjósa varð aftur um öldunga- deildarþingsætið í Louisiana þar sem enginn frambjóðandi náði til- skyldum 50% atkvæða er kosið var í nóvember. Repúblíkani hefur ekki setið í öldungadeildinni fyrir Louisiana síðan 1877, þótt repú- blíkanar hafi staðið styrkum fótum í flestum öðrum Suðurríkjanna um árabil. Landrieu er 47 ára, tveggja barna móðir af frönsku bergi brot- in. Hún var fyrst kjörin til öld- ungadeildarinnar fyrir sex árum með innan við 6.000 atkvæða mun. Í kosningabaráttunni afþakkaði hún aðstoð leiðtoga Demókrata- flokksins og Bills Clintons, fyrr- verandi forseta – en stuðningur hans hefði hrakið á braut íhalds- sama, hvíta kjósendur – og gætti þess um leið að stilla sér ekki upp of nálægt George W. Bush forseta til að vekja ekki gremju svartra. Saxaði á meirihlutann Washington. AFP. ALLIR sannir Bandaríkjamenn, svo ekki sé nú talað um þá, sem lifa og hrærast í pólitíkinni, vita nú hvað þeir vilja í jólagjöf. Það er Bush-dúkkan, sem getur talað og jafnvel orðið fótaskortur á tung- unni. Rýkur hún út eins og heitar lummur. „Ýtið á hnappinn á baki Georgs og þá fáið þið að heyra 17 kröftugar og mjög þjóðræknislegar yfirlýs- ingar,“ segir á vefsíðu framleiðand- ans, sem heitir Talandi forsetar eða Talking Presidents Company. Segir eigandinn, John Warnock, að Bush-dúkkuna megi kalla „póli- tískan hasarkarl“, sem henti jafnt sem safngripur fyrir fullorðna og leikfang fyrir börn. Dúkkan er í dökkum jakkafötum með doppótt bindi og sé ýtt á hnappinn koma yfirlýsingarnar með rödd Bush sjálfs á færibandi: „Árásir hryðjuverkamanna geta skekið grundvöll stærstu bygginga en þær munu ekki veikja staðfestu þessarar þjóðar“; „Ég mun ekki gefast upp. Ég mun ekki unna mér hvíldar. Ég mun hvergi hvika í bar- áttunni fyrir öryggi og frelsi bandarísku þjóðarinnar.“ Dúkkunni, sem kostar vestra tæplega 2.600 kr., verða líka á mis- mæli eins og stundum hendir fyr- irmyndina. Nú eru á teikniborðinu Clinton-, Kennedy-, Nixon- og Reagan-dúkka og einnig af Bush eldra. Bush-dúkkan rýkur út Los Angeles. AFP. FÓRNARLÖMB fjögurra sprengju- tilræða í kvikmyndahúsum í Bangla- desh voru syrgð í gær og öryggis- gæsla hvarvetna í landinu var hert eftir að sprengja er fannst í öðru kvikmyndahúsi hafði verið gerð óvirk. Að minnsta kosti 17 létust og rúm- lega 100 særðust er sprengjurnar sprungu í þéttskipuðum kvikmynda- sölum í Mymenshingh, um 110 km norður af höfuðborginni, Dhaka, á laugardaginn. Fjölmiðlar höfðu eftir lögreglu að öflug, frumstæð sprengja hefði fundist í kvikmyndahúsi í ná- lægri borg á sunnudaginn, en hefði verið gerð óvirk áður en hún sprakk. Í Dhaka fylgdust vopnaðir lög- reglumenn með kvikmyndahúsagest- um, og var leitað á þeim áður en þeir fengu að fara inn. Málmleitartækjum var komið upp á íþróttaleikvangi í miðborginni þar sem landsleikur í krikkett fór fram á sunnudag og var leitað á áhorfendum. Altaf Hossain Chowdhury, innan- ríkisráðherra Bangladesh, sagði sprengjutilræðin hryðjuverk gegn þjóðinni, en harðneitaði því að hafa sagt, eins og nokkrir fjölmiðlar höfðu eftir honum, að hryðjuverkasamtök- in al-Qaeda hefðu staðið að baki til- ræðunum. Enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér, en lögreglan í Mymens- hing, þar sem tilræðin voru framin, kvaðst hafa handtekið 21 grunaðan. Hert gæsla í Bangla- desh 17 fórust í fjórum sprengitilræðum Dhaka. AFP. HELDUR lítið er um að vera á bílaverkstæðunum í Ósló og nær- sveitum um þessar mundir en handan landamæranna í Svíþjóð er allt að þriggja mánaða bið eftir plássi. Ástæðan er mikil viðskipti norskra bíleigenda við sænsku verkstæðin en þar kostar þjónust- an oft helmingi minna en í Noregi. Kom þetta fram í Aftenposten ný- verið. Þeir, sem þurfa að fara með bíl á verkstæði í Ósló, komast oft að samdægurs eða á næstu tveim- ur dögum en á verkstæðunum í sænska bænum Strömstad, rétt sunnan landamæranna, er biðtím- inn tveir til þrír mánuðir. Norsku verkstæðin hafa reynt að mæta þessu með nokkurri verðlækkun en talsmenn þeirra segja, að svigrúmið sé ekki mikið. Í Noregi séu allar tölur hærri en í Svíþjóð, laun, verðlag og allur til- kostnaður. Auk þess komi hátt gengi norsku krónunnar sér vel fyrir þá, sem versla í Svíþjóð. Sækja viðgerðir til Svíþjóðar AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Jólablað Húsfreyjunnar er komið út l l j Áskriftarsími 551 7044 Skrefi framar Sokkar, sokkabuxur, undirföt. oroblu@islensk-erlenda.is Kynnum OROBLU jólavörurnar í dag kl. 14-18 í Hringbrautarapóteki. Glæsilegur kaupauki ef keypt er tvennt frá Oroblu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.