Morgunblaðið - 26.10.2003, Page 30

Morgunblaðið - 26.10.2003, Page 30
SKOÐUN 30 SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sími 552 1400 fax 552 1405 Laugavegi 170, 2. hæð, 105 Reykjavík Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur löggiltur fasteignasali Heimasíða: www.fold.is - Netfang: fold@fold.is Einbýlis-, par- og raðhús í Foldahverfi í Grafarvogi Vorum að selja tvö einbýlishús í Foldahverfi í Grafarvogi. Í báðum tilfellum fengu færri en vildu. Okkur vantar einbýlis-, par- eða raðhús í þessu hverfi fyrir þessa aðila. Verð allt að 30 millj. Tilbúnir kaupendur, bæði sem búnir eru að selja og aðrir með eignir í hverfinu í skiptum. Áhugasamir hafi samband við sölumenn Foldar fasteignasölu í gsm-síma sölumanna: Ævar 897 6060, Þorri 897 9757, Böðvar 892 8934, Helgi 897 2451. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár SUÐURHÓLAR 20 - 2. HÆÐ - SÉRINNG. - LAUS STRAX Erum með í sölu mjög góða og snyrtilega 92 fm (er 3ja samkv. teikn.) á 2. hæð í nýl. máluðu fjölbýli. Íbúðin skiptist í andd./hol, góða stofu, 3 góð herbergi m/skápum, gott baðh. m. tengt fyrir þvottavél og þurrkara, eldhús með nýl. innréttingu. Gólfefni eru parket og flísar. Eignin er laus fljótl. Stórar suðursvalir og geymsla við inng. Sérinng. af svölum. Erla tekur á móti ykkur í dag frá kl. 14-16. - Verð 11,5 millj. HVERFISGATA 16 - 1. HÆÐ - VIÐ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sérlega falleg og sjarmerandi 2ja herb. 68 fm íbúð upp á 1. hæð. Björt og rúmgóð stofa og svefnherbergi. Flísalagt baðherbergi. Eldhús með góðri innréttingu og borðkrók. Það er fallegt parket á öllum gólfum nema á baði. Húsið er viðgert og málað að utan. Sérgeymsla í kjallara. Verð 10,3 millj. Áhv. 3,4 millj. Örn tekur á móti ykkur í dag frá kl. 13-15. FISKAKVÍSL 28 - 2. HÆÐ -ÚTSÝNI Sérlega falleg og vel skipulögð 121 fm íbúð á tveimur hæðum, með glæsi- legu útsýni af tvennum svölum. Bað- herbergi flísalagt, gegnheilt eikarpark- et á öllum gólfum. Íbúðin er í 2ja hæða fjölbýli. Nýtt járn á þaki og sam- eign vel umgengin. Sérlega fallegt og mikið útsýni yfir borgina. Áhv. 5,8 millj. byggingarsjóður og lífeyr- issjóður. Verð 17,8 millj. Kristján tekur á móti ykkur í dag frá kl. 13-15. GULLSMÁRI 6 - 2. HÆÐ Nýtt á skrá. Björt og afar vel skipulögð 4ra herb. 86 fm íbúð á 2 hæð (3ja hæða fjölb.) í nýviðgerðu og máluðu fjölbýli. Þrjú svefnherbergi innan íbúðar. Rúmgóð stofa, eldhús með beykiinnr., flísalagt bað og vestursvalir úr stofu. Verð 13,5 millj. Alfreð og Eva taka á móti ykkur í dag frá kl. 14-16. BERGSTAÐARSTRÆTI 56 - HÆÐ OG RIS Sérlega sjarmerandi, mjög björt og vel skipulögð 123,3 fm íbúð í þríbýli, sem er hæð og ris. Á hæðinni eru sam- liggjandi stofur, rúmgott eldhús, baðherbergi flísalagt m. baðkari. Tvö stór og rúmgóð svefnherbergi. Á efri hæð er 21,1 fm vinnuherbergi með fallegu útsýni. Það eru falleg furuborð á gólfum neðri hæðar. Búið er að endurídraga rafmagn og endurnýja rafmagnstöflu, einangra gólf, járn á þaki 10 ára. Verð 18,3 millj. Áhv. 4,9 millj. Kristín tekur á móti ykkur í dag frá kl. 13-15. Opin Hús Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Freyjugata 26 - opið hús Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali. Vorum að fá gullfallega 65 fm íbúð með sérinngangi á 1. hæð. Íbúðin hefur öll verið endurnýjuð frá grunni. Merbau parket á gólfum, glæsileg innrétting í eldhúsi, endurnýjað bað- herbergi. Sérþvottahús. Góðar stof- ur. Áhv. 4,4 millj. húsbréf. V. 11,5 m. Hrafnkell (691 0896) sýnir íbúðina í dag, sunnudag, milli kl. 14.00 og 16.00. 4313 ÞAÐ er laugardagurinn 9. október og sólin hellir miðdegisgeislum sín- um yfir okkur dauðlega menn sem silumst hægt upp brekkurnar í áttina að Kárahnjúkum. Á hæðinni fram- undan er rútan Tanni og nokkrir vel búnir bílar hjálp- arsveita Austfjarða, fullir af fólki sem hefur notað blíð- viðrið hér á fjöllum til að kanna að- stæður og undirbúa viðbrögð í hugs- anlegum björgunaraðgerðum. Víðáttumikill fjallasalurinn brosir enn við okkur þegar við veifum til hjálparsveitarfólksins sem er á heim- leið, en sakleysislegir skaflar út frá hverri nibbu sýna okkur svo ekki verður um villst að hér má lítið útaf bera til að landvættir sýni á sér ann- að andlit. Gamla rútan klifrar stolt upp síð- ustu hæðina í þessari ferð og á ann- arri framrúðunni trónir listaverk eft- ir einn ferðafélagann, glæsilegur dreki í flugtaki og undir honum áletr- unin Vekjum drekann. Um leið og við nemum staðar á hólnum blasir eyðileggingin við. Geislar haustsólarinnar reyna af veikum mætti að verma sárin í öxl fremri Kárahnjúks. Ljótur skurður ristir ávala hlíðina, en kollur hnjúksins þar fyrir ofan mun teygja sig upp úr vatninu eins og minnismerki um orrustu. Rétt fyrir neðan hálffenntan skurðinn er djúpt sár sem stingur í augu. Það minnir mig óhugnanlega á holundir fórnarlamba hryðjuverka á götum fjarlægra borga. Þeir sem veittu landinu þetta sár hafa ekki áhyggjur af óhugnanleika þess, það mun hvort sem er fara und- ir vatn. Við stígum út og öndum að okkur fersku fjallaloftinu, sem ekki er ekki búið spilla fyrir fjallabúum og gest- um þeirra. Við ásatrúarmenn og landvernd- arfólkið sem fylgir okkur erum ekki einu gestirnir hér í dag því hér er líka staddur hinn ungi félagsmálaráð- herra, Árni Magnússon. Mér verður hugsað til þessa unga manns sem er hér í alvarlegum emb- ættiserindum. Ungur maður sem brosti svo fallega til okkar í sjónvarp- inu rétt fyrir kosningar og leit út fyr- ir að hafa mjúkt hjarta. Skyldi honum ekki hafa brugðið við þessa sjón? Skyldi honum ekki of- bjóða miskunnarleysið og fyrirlitn- ingin sem felst í þessum aðgerðum. Skyldi honum ekki finnast sárt til þess að vita að afkomendur hans fái aldrei að njóta þessarar einstöku náttúrufegurðar? Upp um allar hlíðar brölta gular vinnuvélar og undan þeim skríður landið eins og tár seytli af hvarmi. Skógarbóndinn og skáldið Hákon Aðalsteinsson er með okkur í för og af vörum hans hrýtur vísa sem léttir af okkur mesta drunganum. Þessi vísa fæddist í haust þegar hann var eitt skipti sem oftar á ferð við Hnjúkana og horfði á vélarnar í hlíðunum: Gulnar lauf á breiðum bala blöðin fella víðirunnar þar sem leika lausum hala lýs á höfði fjallkonunnar Við erum slegin en höldum þó okk- ar striki. Við erum hingað komin til að ákalla goð og góða vætti. Við ætlum að biðja landinu okkar griða og við ætlum að reisa þeim níðstöng sem svívirða móður sína, jörðina. Við tendrum eld í höfuðáttum og reisum fána allra landsfjórðunga við eldinn. Goðarnir stíga inn í hringinn og Hilmar Örn ákallar landvættina og guðina. Hann biður jörðina að þiggja blæti okkar og allir viðstaddir finna hvernig þessi annars sundurleiti hóp- ur er skyndilega orðinn að einu, sterku afli. Fólk úr öllum landshlutum, hvert með sinn guð í farteskinu sameinast. Allir vita, að hér skiptir engu máli á hvaða guð við trúum, það sem hér fer fram er engum guði þóknanlegt. Athöfnin er látlaus en mögnuð. Jafnvel þögnin er mögnuð. Við stönd- um þétt saman í heiðna hringnum okkar sem táknar hringrás lífsins og syrgjum eins og fjölskylda deyjandi manns. Við skynjum sársauka jarðarinnar og baráttu hennar fyrir lífi sínu. Við horfum yfir svæðið sem senn mun sökkva. Stórkostleg gljúfrin verða bráðum aðeins dauðadjúpar og ósýnilegar sprungur í botni mann- gerðrar stíflu. Horfin að eilífu. Níðstöngin er reist og henni snúið gegn þeim sem bera ábyrgð á þeim óhæfuverkum sem hér eru framin. Þegar hópurinn leggur af stað nið- ur af hólnum sem senn hverfur í svelginn brjótast tilfinningar fram. Sumir eru reiðir, aðrir aðeins hrygg- ir. Þó vita allir í hópnum að sjálf munum við ekki hegna sökudólg- unum í þessu máli. Sagan mun dæma þá og skömm þeirra mun verða uppi meðan land byggist. Ráðherrann er farinn þegar við komum niður að vinnubúðunum. Hann sagði í viðtali fyrir stuttu að mikið hefði batnað og þótt enn væri eitthvað ógert þá væri þetta allt í vinnslu. Sá hann það sama og við hin? Verkamennirnir eru á kreiki utan- dyra í nýju skónum sínum. Þeir eru með stáltá og stálbotni og kuldann leiðir inn á fótinn. Einn þeirra bendir á plastkamrana fyrir utan mötuneyt- ið og hryllir sig. Veggina hélar að innan í frostum, þar er enginn vaskur og ekki pláss þar til að losa af sér gallann. Yfirfullir ruslagámarnir standa vörð um dyrnar að mötuneytinu þar sem hann sest í blautum og skítugum gallanum til að borða. Það fer lítið skár um hann hér en í reykingagámnum þar sem þeir sitja þétt saman með krókloppna fingur. Hvíldin í herberginu er heldur ekki næg, þunna svampdýnan gefur þreyttu baki lítinn grið og svitinn sem myndast á baki og rassi þegar setið er á plaststólnum er lengi að þorna af skrokknum innan við þessa þunnu veggi. „Þetta er eins og fangelsi,“ segir einn þeirra. „Nema hvað það vantar veggina og hliðin. Ég veit ekki hvað ég held þetta út lengi.“ Aumingja karlinn. Hann veit ekk- ert um fangelsismúra íslenskrar náttúru. Enn er bara haust, sólin skín löngum stundum og veðrið er gott. Svona verður þetta ekki lengi. Myrkrið nálgast og við höldum til byggða niður glerhálar brekkurnar. Dagarnir styttast og Ullur nálgast á skíðunum sínum. Brátt mun nátt- úran umbreytast á fjöllum og veðrin engum eira. Í sjónvarpinu talar konan frá Landsvirkjun fallega um stóra byggð, skóla og kaffihús sem séu í undirbúningi við Kárahnjúka. Búum við, – ég og þessi kona, í sama landi? Mundi hún velja að vera með börnin sín þarna? Ég loka augnum og depurð hellist yfir huga minn. Vont að við skulum alltaf þurfa að læra af biturri reynslu og að í þetta skiptið verði það of seint. Kárahnjúkar kvaddir Eftir Jóhönnu G. Harðardóttur Höfundur er blaðamaður og Kjalnesingagoði. Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði ákallar landvættina. Hópurinn biður landinu griða og reisir níðstöng.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.