Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						LISTIR
30 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
STEFNT var til samsöngs sl.
mánudagskvöld í Salnum, tónlistar-
húsi Kópavogs, á vegum Tíbrár og
sungið allt sönglagasafn Jóns Þórar-
inssonar tónskálds. Jón var okkar
fyrsta nútímatónskáld (módernisti)
og flutti Íslendingum það sem efst var
á baugi, en kennari hans í Bandaríkj-
unum var Paul Hindemith, sem ásamt
Schönberg, Stravinskí og Bartók fór
fyrir öðrum í tilþrifamiklum tónskáld-
skap á nýliðinni öld, sem var sann-
arlega tími mikils umróts, þar sem
margt var rifið upp með rótum og
nýsáning unnin af kappi. Staðan í dag
er sú að eftir að rómantíkin var leyst
af hólmi með módernismanum og til-
raunatímanum, sem fylgdi í kjölfarið,
hefur staðan verið endurmetin og að-
greiningin horfið og saman mynda
þessir andstæðu straumar nú sam-
virka undirstöðu, þar sem öllu ægir
saman.
Á mjög skemmtilegan máta sýnir
tónsmíðaferli Jóns Þórarinssonar
þessi átök um listgildin, því fyrstu lög
Jóns, áður en hann fór til náms í
Bandaríkjunum, eru Íslenskt vöggu-
ljóð á hörpu og Fuglinn í fjörunni.
Síðan má heyra allt annan tón og nú-
tímalegri í tveimur lögum við kvæði
eftir Andrés Björnsson, Gömul vísa
og Vorvísa, og þá ekki síst í einhverju
glæsilegasta söngverki Jóns, laga-
flokkinum Of Love and Death, við
kvæði Kristínar Rosetti. Afturhvarf
til eldri gilda má svo heyra í lögunum
við kvæði Kristmanns Guðmundsson-
ar, Jeg fandt i morges, og Magdalenu
Thoresen, Jeg elsker dig, sem hún
trúlega yrkir til Gríms Thomsens, og í
lokalagi tónleikanna, Hin fyrstu jól,
við kvæði eftir Davíð Oddsson. Sem
sérstakt millispil má svo heyra frá-
bærar útsetningar Jóns á íslenskum
þjóðlögum, þar sem fornum söngarfi
okkar Íslendinga er ætluð verðug
staða í tónumsvifum nútímans. 
Tónleikarnir hófust á þremur þjóð-
lagaútsetningum, sem voru Blá-
stjarnan (Bjarni Thorarensen), Sökn-
uður (Jónas Hallgrímsson) og Úti er
þú við eyjar blár (gömul viðlög) sem
Ólafur Kjartan Sigurðarson söng ald-
eilis vel, sérstaklega Söknuð. Næstu
fjögur lög söng Auður Gunnarsdóttir
og þar birtust sérkennilegar and-
stæður tónmáls, því Morgunvísur og
Nú legg ég augun aftur eru af allt
annarri gerð en lögin við kvæðin eftir
Andrés Björnsson, sem Auður söng
mjög vel við glitrandi skýran undir-
leik Jónasar. Gunnar Guðbjörnsson
söng Dáið er allt án drauma (Halldór
Laxness), Vorkvæði (Jónas Hall-
grímsson) og Gróðurlaus fjöll (Davíð
Stefánsson) af töluverðum myndug-
leik, sérstaklega Dáið er allt án
drauma. 
Ólafur Kjartan söng af glæsibrag
lagaflokkinn Of Love and Death, sér-
staklega fyrsta (Three Seasons) og
þriðja lagið (My friend), en í þessu
tónverki er ritháttur Jóns margslung-
inn og áhrifamikill. Gunnar Guð-
björnsson söng af þokka þrjú lög við
kvæði eftir Stein Steinarr, Það vex
eitt blóm fyrir vestan, Siesta og Hljóð
streymir lindin í haga, þar sem píanó-
leikur Jónasar var blómstrandi falleg-
ur. Auður fékk svo að syngja fjögur af
vinsælustu sönglögum Jóns, Jeg
fandt i morges, Jeg elsker dig, Ís-
lenskt vögguljóð á hörpu og Fuglinn í
fjörunni, sem öll voru vel sungin, þótt
Fuglinn í fjörunni hafi verið einum of
órólega fluttur og t.d. millispilið allt of
hratt leikið af Jónasi. 
Niðurlag tónleikanna var lagið Hin
fyrstu jól (Davíð Oddsson), ágætt og
látlaust jólalag, sem söngvararnir
skiptust á að syngja en enduðu svo
þriðja erindið með rismiklum sam-
söng. Það var fróðlegt að heyra öll
sönglög Jóns, því eins og fyrr segir
spanna þau listrænt umrót nýliðinnar
aldar, en það ber þó einnig að hafa í
huga, að Jón lagði fleira til með sér af
góðri tónlist en sönglögin og mætti
sem best gera kammertónlist hans
sömu skil og sönglögunum að þessu
sinni.
Að marsera út með virðuleik
Það er árlegur viðburður fyrir jól,
að Blásarakvintett Reykjavíkur býð-
ur til kvöldlokkuveislu á jólaföstu og
að þessu sinni 2. desember í Fríkirkj-
unni.
Fyrsta viðfangsefnið var ?áttleik-
ur? (oktett) eftir Johann Nepomuk
Hummel (1778?1837), píanósnilling
og tónskáld, er lærði hjá Mozart, Al-
brechtsberger, Salieri og Haydn.
Fyrir utan mikinn fjölda tónverka
setti hann saman þriggja binda
kennslubók, Ítarleg fyrirmæli í píanó-
leik (Ausführlich Anweisung zum
Piano-forte Spiel), sem var gefin út
1828. Þrátt fyrir að Hummel væri á
sínum tíma skipað á bekk með Mozart
hefur mjög fölnað frægð hans. Nýleg-
ar uppfærslur á verkum hans hafa
vakið verðskuldaða athygli og ber
þessi áttleikur því glöggt merki, að
Hummel var gott tónskáld, enda
mátti glögglega heyra á leik félag-
anna, sem var sérlega skemmtilega
útfærður, að þeim leið vel með Hum-
mel.
Mozart átti næsta verk, stuttlegt
en snoturt Divertimento í B-dúr,
K.270 og er í það í flokki þeirra verka,
sem leika átti utandyra, þ.e. verkið er
ekki samið fyrir atvinnukammertón-
listarmenn, sem af fullri virðingu var
boðið til stofu og þakkað fyrir góðan
leik, heldur götuspilara, sem urðu að
leika tónlist sína undir gluggum
hlustenda, verk sem oftar en ekki
voru sérlega einföld en ekki ófögur.
Þriðja viðfangsefnið var kvintett í
Es-dúr eftir Johann Christian Bach
(Lundúna-Bach). Líklega er hér um
að ræða eitt af þremur verkum í Es-
dúr, í safni sjö verka sem nefnast sín-
fóníur og eru samdar fyrir tvö klarin-
ett, tvö horn og fagott. Þessi verk
voru ekki gefin út fyrr en 1957?58, hjá
Stein í Leipzig, og eru þessar þriggja
þátta kammersinfóníur vel gerð verk,
sem voru í heild mjög vel leikin.
Lokaviðfangsefnin voru umritanir
á sjö atriðum úr Brúðkaupi Figarós
eftir meistara Mozart. Það er svo með
umritanir að venjulega standa þær að
baki frumgerðinni og það var svo,
þrátt fyrir frábæran leik félaganna,
sem lyftu stemningunni upp undir
lokin með því að gera það sem at-
vinnukammermúsíkantar gerðu á
tímum Mozarts, að marsera spilandi
með virðuleik út að loknum leik.
Þannig lauk þessum skemmtilegu
og jólastemmdu tónleikum í Fríkirkj-
unni sl. þriðjudagskvöld. 
Listrænt umrót
nýliðinnar aldar
Jón Ásgeirsson
Morgunblaðið/Golli
Jón Þórarinsson
TÓNLIST
Salurinn
SÖNGTÓNLEIKAR
Flutt voru sönglög eftir Jón Þórarinsson.
Flytjendur voru; Auður Gunnarsdóttir,
Gunnar Guðbjörnsson, Ólafur Kjartan Sig-
urðarson og Jónas Ingimundarson. Mánu-
dagurinn 1. desember.
Fríkirkjan
KAMMERTÓNLEIKAR
Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar
fluttu kammerverk eftir Hummel, Mozart
og J.C. Bach. Þriðjudagurinn 2. desem-
ber. 
?Það var fróðlegt að heyra öll sönglög Jóns Þórarinssonar.?
Landfræðissaga Íslands eftir Þorvald
Thoroddsen er fyrsta bindi af fjórum,
en nú er liðin rúm öld frá því það var
gefið út síðast.
Landfræðissagan fjallar um hug-
myndir manna um Ísland, nátt-
úruskoðun og rannsóknir fyrr og síðar.
Hún er undirstöðurit um könnun
landsins og fjallar jafnframt um ýmsa
aðra þætti íslenskrar menning-
arsögu. Þetta bindi hefst með frá-
sögnum af siglingum Forn-Grikkja í
norðurhöfum og nær fram yfir alda-
mótin 1600. Þetta stórvirki Þorvalds
Thoroddsens kemur nú út í nýrri og
myndskreyttri útgáfu. Virtir fræði-
menn koma að verkinu og rita sér-
staka skýringarkafla í lokabindinu.
Þorvaldur Thoroddsen (1855?
1921) fæddist í Flatey á Breiðafirði.
Hann gekk í Lærða skólann og lauk
þaðan stúdentsprófi 1875, stundaði
síðan nám í náttúrufræðum í Kaup-
mannahöfn 1875?1880. Þorvaldur
hætti námi til þess að tryggja sér
starf heima á Íslandi þar sem hann
stundaði kennslu framan af, fyrst á
Möðruvöllum og síðan í Reykjavík.
Jafnframt kennslustörfum fór hann
könnunarferðir um landið flest sumur
allt til ársins 1898 og lagði með því
starfi ómetanlegan skerf til nátt-
úrurannsókna á Íslandi. Þorvaldur
fluttist með fjölskyldu sinni til Kaup-
mannahafnar 1895. Þar gaf hann sig
mest að ritstörfum og er Land-
fræðissaga Íslands hið fyrsta í röð
stórverka hans.
Útgefandi er bókaútgáfan Orms-
tunga. Bókin er 208 bls. Verð: 6.840
kr.
Fræði
Sigrún Klara Hannesdóttir lands-
bókavörður og Gísli Már Gíslason út-
gefandi með fyrsta eintak 1. bindis
Landfræðissögu Íslands Þorvaldar
Thoroddsen.
MT82MT246MT240                                                           MT72MT246MT102MT117MT240MT98MT111MT114MT103MT97MT114MT115MT118MT230MT240MT105MT240MT58  MT116MT97MT108MT100MT97MT114 MT109MT101MT240MT44 MT110MT233 MT98MT230MT107MT117MT114 MT115MT101MT109 MT101MT107MT107MT105 MT101MT114MT117 MT237 MT97MT108MT109MT101MT110MT110MT114MT105          
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72