Morgunblaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 26
MINNINGAR 26 FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Léttari og hressari með Herbalife. Þarftu að létta þig? 30 kg? Þú getur það með Herbalife! Hringdu í síma 557 5446 eða 891 8902, Ásta, sjálfstæður dreifing- araðili Herbalife. Miðbær Miðbær Til leigu gott stúdíóherbergi á frá- bærum stað. Sér eldunar- og baðaðstaða. Afnot af þvottavél. Leigist strax. Sími 863 3328 Grjótaþorp - 101 Til leigu stórt og gott herbergi á góðum stað í bænum. Sameigin- leg bað- og eldunaraðstaða. Stöð 2. Einnig afnot af þvottavél. Leig- ist strax. Sími 863 3328. Faxaból - Fákur Höfum nokkur laus pláss í vetur í mjög góðu húsi í Faxabóli. Leigist með fóðri og hirðingu. Upplýsingar í síma 860 1180. Vantar eins fasa MIG suðuvél. Upplýsingar í síma 861 8162. VERÐLAUNAGRIPIR Á NETINU, www.klm.is Mikið og fjölbreytt úrval af alls konar verðlaunagrip- um. BIKARAR, STYTTUR, VERÐ- LAUNAPENINGAR. Frábært verð og mikið úrval. Sími 467 1133. Kíktu á www.klm.is Hermann Ingi Jr. Spilar í kvöld. Aðgangur ókeypis. Get bætt við mig verkefnum. Nýsmíði, viðhald, parketslípun, -lagnir. Þ. Ólafsson ehf. sími 693 7596. Hermann Ingi Jr. Spilar í kvöld. Aðgangur ókeypis. 4 vélsleðar til sölu/Björgunar-sveit Hafnarfjarðar er með 4 Yamaha Ventura 700 vélsleða til sölu. Tveir eru árg. 2000, eknir 2.300 km og tveir árg. 2002, eknir 1.100. Sleðarnir eru með farang- ursgrind og kössum, ásamt negldum beltum og brúsagrind- um. Nánari uppl. í s. 570 5070. Skolphreinsun Ásgeirs sf. s. 892 7260 og 567 0530 Losa stíflur úr salernum, vöskum, baðkörum og niðurföllum. Röramyndavél til að staðsetja skemmdir í lögnum. FJARLÆGJUM STÍFLUR VALUR HELGASON ehf. Sími 896 1100 - 568 8806 Röramyndavél til að skoða og staðsetja skemmdir í frárennslislögnum DÆLUBÍLL úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum og niðurföllum – Við notum ný og fullkomin tæki ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is Ég, sem í minni geymi störf og þjón- ustu séra Guðmundar Óskars Ólafssonar við Fríkirkjuna í Hafnarfirði, hrökk við þegar ég las andlátsfregn hans í Mbl. Ég hafði ekki haft spurnir af erfiðum veikindum hans og var ekki um annað kunnugt en heilsa hans væri í góðu lagi. Hann var á góðum aldri, miðað við líftíma nútíma Ís- lendinga, sjötugur orðinn fyrir fá- einum vikum. Guðmundur kom til starfa við Fríkirkjuna í Hafnarfirði í nóv. 1972. Söfnuðurinn hafði þá um nokkurt skeið verið í lægð og innan hans var ekki laust við sundur- þykkju. Hagur hans var og fremur bágborinn og samstaða um úrræði ekki fyrir hendi. Nýjum presti var því nokkur vandi á höndum og þurfti að sjálfsögðu að kynna sér allar að- stæður til hlítar. Guðmundur hafði um skeið verið farprestur Þjóðkirkj- unnar. Það starf fólst í því að gegna ígripastörfum í leyfum og forföllum presta jafnt á landsbyggð sem í þétt- býli. Orð hafði farið af skeleggum ræðuflutningi hans ásamt ljúfmann- legri framkomu og góðum kennara- hæfileikum, en kennarapróf hafði hann tekið og stundað kennslu við grunnskóla fyrir og meðfram námi í guðfræðideild Háskólans. Er hér var komið sögu hafði fráfarandi prestur sagt upp starfi sínu, en bor- ist hafði til eyrna að Guðmundur Óskar hefði hug á að breyta til. Kom nú í minn hlut að ræða við hann, kynna honum allar aðstæður og bjóða honum starfið, enda var ég safnaðarformaður um þær mundir. Guðmundur Óskar var í fyrstu nokk- uð tvíátta um hvort hann þægi starf- ið, en hann var gjörhugull maður, skarpskyggn og nákvæmur, og velti málum ítarlega fyrir sér. Farprests- GUÐMUNDUR ÓSKAR ÓLAFSSON ✝ Sr. GuðmundurÓskar Ólafsson fæddist á Kaldeyri við Önundarfjörð 25. nóvember 1933. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 17. des- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Neskirkju 30. desember. starfið var farið að þreyta hann nokkuð, en löngun hafði hann sterka til að láta að sér kveða á akri kristninn- ar og átti sér þann draum að starfa í um- boði eigin safnaðar. Það átti sinn þátt í að hann þáði þessa stöðu þótt launin væru ekki upp á marga fiska og sjáanlegar kjarabætur ekki í vændum. Ég vissi að Guð- mundur Óskar hafði aldrei komið inn í Frí- kirkjuna i Hafnarfirði og spurði hvort hann þægi ekki að ég æki hon- um suður í Fjörð og sýndi honum kirkjuna og þá hann það með þökk- um. Er svo ekki að orðlengja það að þá er hann hafði grandskoðað kirkj- una varð honum að orði: „Satt er það, falleg er hún“ og nokkru síðar sagði hann og brosti: „Ætli ég láti ekki slag standa“. Tókumst við þá í hendur, enda taldi ég málið leyst, þótt eftir væri að fá formlegt sam- þykki safnaðarstjórnar og almenns safnaðarfundar. Guðmundur var í störfum sínum hvers manns hugljúfi, naut trausts og trúnaðar sóknarbarna sinna og í tíð hans, þau fáu ár sem hann þjón- aði Fríkirkjunni í Hafnarfirði, fór vegur safnaðarins vaxandi. Núna, er fráfall hans hefur að höndum borið, fylgja honum hlýjar óskir þeirra er hann muna og honum kynntust í gifturíkum störfum hans fyrir Frí- kirkjusöfnuðinn í Hafnarfirði. Blessuð sé minning séra Guð- mundar Óskars Ólafssonar. Snorri Jónsson. Lífið er ljósblik og myrkur, lífið er sæld og kvöl, fegurð og hljómur, fagnaðarómur, feigð og margs kyns böl. Lífið á sér margar hliðar, allt frá hástemmdri gleði til dýpstu sorgar. Við verðum öll að gjalda fyrir það að hafa lifað á þessari jörðu, hversu löng sem dvölin er. Sá, sem hér er minnst, lifði sjö áratugi, sem er ekki hár aldur nú á dögum. Hann hafði þó skilað löngu og farsælu ævistarfi, fyrst sem kennari, en síðar sem prestur fjölmenns safnaðar í höfuð- stað landsins. Loks varð hann heim- ilsisprestur Dvalar- og hjúkrunar- heimilisins Grundar hér í borg. Kynni okkar urðu fyrst, er hann þjónaði í Neskirkju. Hann bað mig að lesa upp þar nokkrum sinnum, og gat ég ekki neitað því. Og þegar hann hafði starfað um skeið á Grund, bað hann mig að lesa þar einu sinni í viku fyrir gamla fólkið. Eru nú tæp sex ár síðan séra Guð- mundur sló á þráðinn til mín og bað mig þessa. Guðmundur ritaði sögu Grundar, þegar stofnunin átti 75 ára afmæli, eða 1997. Rétti hann mér myndarlegt rit, áritað með vinar- kveðju. Hér er um vel unnið verk að ræða og greinargott yfirlit um merka starfsemi, sem farið hefur fram á þessum stað. Hvernig væri, ef stofnanir eins og Grund hefðu aldrei orðið til? Grund var þar í forustuhlutverki, undir forsjá kristilega hugsandi mannvina. Séra Guðmundur Óskar var formaður heimilisstjórnar Grundar síðustu árin, sem hann lifði. Víst hefðum við, sem þekktum hann, kosið að honum hefði enst lengur aldur en raun varð á. En hann var kallaður á brott af al- mættinu, sem við öll verðum að hlýða fyrr eða síðar. Þökk sé honum fyrir ævistarfið og þá mannlegu hlýju, sem hann átti til að bera. Ég þakka honum kynnin. Fari hann í friði, friður guðs hann blessi. Auðunn Bragi Sveinsson. Það var haustið 1981 sem við vor- um svo lánsöm að séra Guðmundur var við nám í Minneapolis og gátum við leitað til hans til að skíra fyrsta barnið okkar. Þetta var látlaus at- höfn en virðuleg. Séra Guðmundur hafði fengið lánaða hempu og Mar- grét Arnar hélt drengnum undir skírn. Þarna í Tvíborgum mynduð- ust vináttubönd sem áttu eftir að verða enn sterkari. Gjafmildi ein- kenndi þau hjónin Guðmund og Ingibjörgu. Eitt sinn komu þau yfir til okkar færandi hendi með frum- samið ljóð og bók um eldamennsku því eitthvað höfðu þau trú á okkur í þeim efnum. Við áttum eftir að kynnast því síðar að það var ekki einungis í óbundnu máli sem Guð- mundur átti gott með að koma fyrir sig orði heldur reyndist hann vera jafnvígur á hið bundna mál. Eftir að við komum heim úr námi skírði hann hin tvö börnin og fermdi báða dreng- ina. Við vorum nýflutt í Frostaskjól- ið þegar hann gaf okkur saman þar. Þó að húsið væri nánast tómt og hjónavígslan látlaus tókst Guðmundi að skapa hátíðleika og gerði hana virðulega og okkur ógleymanlega. Drengirnir okkar tveir voru þá þriggja og eins árs gamlir. Sá eldri varð eitthvað forvitinn meðan á at- höfninni stóð og vildi skoða það þeg- ar pabbi og mamma krupu á kné. Ekki truflaði þetta Guðmund við prestsstörfin sem skildi löngun barnsins til að skoða aðstæður. Síðar myndaðist sterk vinátta á milli yngri sonar okkar og dóttursonar Guð- mundar. Dvaldi sonur okkar löngum stundum í faðmi fjölskyldu hans í góðu yfirlæti. Þegar að fermingu þeirra kom vorið 1998 sá Guðmund- ur um athöfnina sem var einstök, há- tíðleg og okkur mjög minnisstæð. Við viljum þakka Guðmundi fyrir hans kærleiksríku og margvíslegu prestsstörf. Jafnframt viljum við þakka dýrmæta vináttu við fjöl- skyldu hans í rúma tvo áratugi. Guð gefi Ingibjörgu, Guðbjörgu og henn- ar fjölskyldu styrk í sorginni og blessi minningu sr. Guðmundar. Sóley Sesselja Bender og Friðrik Kristján Guðbrandsson. Ferðin er hafin sem við horfðum til næsta vor. GUÐJÓN MATTHÍASSON ✝ Guðjón Matthías-son fæddist í Ein- arslóni í Breiðavík- urhreppi á Snæfells- nesi 30. apríl 1919. Hann lést á Dvalar- heimilinu Grund í Reykjavík 14. des- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ingjalds- hólskirkju 20. des- ember í kyrrþey. Niðamyrkur, svartur bíll með hvíta kistu, Snæfellsjökull í fjarsk- anum. Ég man þig enn og minn- ing þína geymi milda bjarta æskubyggð- in mín … Rýni í sortann, rétt grilli í ljósin sem vísa veginn. Förum mun hraðar yfir en þínir lang- þreyttu fætur gátu bor- ið þig. þó árin líði þér ég aldrei gleymi og nú ég sendi kveðju heim til þín … Frost í lofti, sól við sjónarrönd, bleikur himinn, fjöllin ægifögur. Vörðurnar þær sömu og í barn- æsku, þegar við heimsóttum Hans- borgu ömmu á Hellissandi, undir jökli. Því þar mín liggja ótal æskusporin hjá litla bænum barn þar lék ég mér … Jökullinn færist nær, Arnarstapi horfir fránum augum út á hafið; Staðarsveit, Kirkjuhóll og vitinn í fjörunni sem lýsir ekki lengur. Bárðarás bendir út nesið í gegnum úfið hraunið. Hvít eyðimörkin er hljóðlát í morgunsárinu. en fegurst alltaf fannst mér þó á vorin þá fósturjörðin grænan kjól í fer … Lóndrangar rísa svartir upp úr hvítri mjöllinni, tígulegir verðir á æskuslóð, þegar þú varst lítill á moldargólfi hjá langafa með ljóð á vör og bros í augum. Hér voru manndómsárin með „fullsterk“ í stalli um tvítugt. Nú allt er hljótt og enginn á þar heima og eyðilegt er kringum bæinn minn … Fylgi andardrætti jökulsins sem lýsir okkur síðasta spölinn. Sólstafirnir flæða yfir hafflötinn, kasta birtu á litla þorpið í fjöruborð- inu, umlukt hrauni með fjallasýn. Gamla kirkjan á Ingjaldshóli er upplýst, forfeðurnir standa við leiðið, Snæfellsjökull gnæfir yfir. en alla tíð ég mun þó ávallt geyma minningu um þig og jökulinn. Reykjavík, 20. desember 2003. Sonarkveðja, Sverrir Guðjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.