Morgunblaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 32
KVIKMYNDIR 32 FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ AUKASÝNING SUN. 4/1 - KL. 19 ÖRFÁ SÆTI LAUS LAU. 10/1 - KL. 18 LAUS SÆTI ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Frumsýning 7. jan. uppselt 2. sýning 10. jan. 3. sýning 17. jan. 4. sýning 24. jan. Sýningar hefjast kl. 20 Miðasala hafin í síma 555-2222 Leikhópurinn Á senunni nýtt barnaleikrit eftir Felix Bergsson Sun. 4. jan. kl. 14.00 - Síðasta sýning!! „Felix er hér í sínu besta formi... einlægnin þvílík að sterkt samband myndast við áhorfendur án nokkurra hafta..“ SH, Mbl. „Yndisleg sýning..“ SS, Rás 2 Miðasala í síma 866 0011 www.senan.is Stóra svið Nýja svið og Litla svið CHICAGO eftir J.Kander og F.Ebb Frumsýning su 18/1 kl 20 - UPPSELT 2. sýn fi 22/1 kl 20 - gul kort 3. sýn lau 24/1 kl 20 - rauð kort 4. sýn su 25/1 kl 20 - græn kort 5. sýn fi 29/1 kl 20 - blá kort Fö 30/1 kl 20 - UPPSELT Fö 6/2 kl 20, Lau 7/2 kl 20 Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is Meira (en) leikhús! SPORVAGNINN GIRND e. Tennessee Williams Í kvöld kl 20, Lau 3/1 kl 20 Lau 10/1 kl 20, Su 11/1 kl 20 RAUÐU SKÓRNIR e. H.C. Andersen í samvinnu við RAUÐU SKÓNA Frumsýning lau 17/1 kl 17 Su 18/1 kl 20 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Fö 9/1 kl 20, Fö 23/1 kl 20 LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 3/1 kl 14 - UPPSELT, Su 4/1 kl 14,- UPPSELT Lau 10/1 kl 14, Su 11/1 kl 14 Su 18/1 kl 14 - UPPSELT, Lau 24/1 kl 14, Su 25/1 kl 14 - UPPSELT, Lau 31/1 kl 14, Su 1/2 kl 14, Lau 7/2 kl 14 - TÁKNMÁLSTÚLKUÐ SÝNING Su 8/2 kl 14 SPORVAGNINN GIRND Á NÝJA SVIÐI JÓLASÝNING BORGARLEIKHÚSSINS **************************************************************** MUNIÐ GLEÐISTUNDINA FORSALURINN OPNAR KLUKKUTÍMA FYRIR KVÖLDSÝNINGU Óviðjafnanleg Vínartónlist Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN MIÐVIKUDAGINN 7. JANÚAR KL. 19:30 FIMMTUDAGINN 8. JANÚAR KL. 19:30 FÖSTUDAGINN 9. JANÚAR KL. 19:30 – ÖRFÁ SÆTI LAUS LAUGARDAGINN 10. JANÚAR KL. 17:00 – ÖRFÁ SÆTI LAUS Hljómsveitarstjóri ::: Ernst Kovacic Einsöngvari ::: Sigrún Pálmadóttir MIÐASALA OPIN Í DAG BÁKNIÐ fær á baukinn í Op- inberun Hannesar, satírunni þeirra Hrafns Gunnlaugssonar og Davíðs Oddssonar. Fáir þekkja innviði stjórnsýslunnar betur en Davíð, sem er jafnframt lands- kunnur húmoristi og rithöfundur. Leikstjórinn er einnig öllum hnút- um kunnugur þegar kemur að kerfinu, ekki síst ofríki þess, var á sínum tíma tekin fyrir af skatt- rannsóknarmönnum lýðveldisins og kom út með hreinan skjöld (ef ég man rétt), eftir mikið japl, jaml og fuður. Titilpersónan Hannes (Viðar Víkingsson), er deildarstjóri hjá Eftirlitsstofnun ríkisins þar sem hann hefur alið allan sinn starfs- aldur, en hann er kominn um fimmtugt. Þar skelfir Hannes kné- krjúpandi alþýðuna með langsótt- um leyfisveitingum fyrir öllum mögulegum sem ómögulegum hlut- um. Embættismannavafstri sem snýst um stimpla, reglugerðir, nefndarálit, undirskriftir og skýlir sér á bak við tölvuskjá og skrif- borð hins opinbera, Heima fyrir skríður hann undir pilsfald aldr- aðrar móður sinnar sem hefur ekki enn séð sér fært að sleppa af hon- um hendinni, veit innst inni að berskjaldaður er sonur hennar andleg sem líkamleg veimiltíta. Helsta afrek Hannesar á starfs- ferlinum er Gagnabanki ríkisins, þar hefur hann sameinað allar til- tækar upplýsingar um borgarana á einn stað. Í tölvunni hans er að finna bæði opinberar sem ólíkleg- ustu upplýsingar um einstaklinga landsins. Hvar þeir hafa alið manninn, verið að aðhafast, drukk- ið, borðað, jafnvel hvaða myndir þeir hafa tekið á leigu, o.s.frv. Stundar semsé í skjóli embættisins persónunjósnir af harðsvíruðustu gerð. Hann er stoltur af þessum smíðisgrip sem hann telur til blessunar fyrir land og lýð. Hannes er að því kominn að segja nýráðnum yfirmanni sínum (Jóhanna Vigdís Arnardóttir), frá leyndardómum tölvunnar þegar henni er stolið og þar með er líf og starf embættismannsins í upp- námi. Slíkur gagnabanki sem hann hefur komið sér upp hefur ekki enn verið lögleiddur af Alþingi og þjófnaðarmálið því hið erfiðasta. Hannes fer því sjálfur að leita og sogast inn í margsnúna atburðarás þar sem hans eigið öryggisnet og andlegur vanmáttur lúskrar á hon- um. Löggæslumenn gera honum lífið leitt jafnt sem síbrotamenn, stórtækur eiturlyfjahringur og ekki síst einkaritarinn Stefanía (Helga Braga Jónsdóttir) – sem hefur kveikt í honum girndarbál. Gamli Matthildarandinn svífur yfir vötnunum í háðsádeilu á skrif- finnsku, forsjá hins opinera sem komin er í orwellskar heljargreip- ar ómennskrar tölvutækni sem vokir yfir öllum okkar gjörðum. Kerfinu stjórnað af aukvisum, jafnt ómarkvissri löggæslu þar sem fáliðaður starfskraftur liggur yfir skoðun á upptækum klám- spólum, sem embættismönnum sem eru í raun vélrænar liðleskjur sem telja hlutskipti sitt að vera borgurunum sem fjandsamlegast- ar. Hrafn dregur upp margar meinfyndnar skyssur af þessu ótæti, líkt og er nýi stjórinn býður Hannesi upp á eðalkoníak sem þau svolgra í sig úr handskornum kristalglösum í sálarlausu plast- umhverfi. Þar er gulli kastað fyrir svín, kúltursleysi og bulluháttur allsráðandi í stofnuninni yst sem innst. Ráðaleysi Hannesar þegar hann getur ekki skýlt sér á bak við embættismannsfrontinn er grá- glettin lýsing á slíkum persónum sem oft ber fyrir sjónir innan veggja hins opinbera. Þegar borð- inu sleppir og Hannes er komin út í þjóðfélagið í leit að tölvuþjófnum er hann á algjörum villigötum. Kann ekki að umgangast aðra og klúðrar á báða bóga. Á þessu árekstragjarna ferðalagi verður nokkurt spennufall í framvindunni og grínið ómarkvissara. Undir lok- in nær síðan myndin dampi á nýj- an leik. Öllu gamni fylgir nokkur alvara. Bak við skopið er áminning um að fara að öllu með gát. Frelsið sem allstaðar blasir við okkur er vand- meðfarið og auðvelt að snúa því í andhverfu sína ef ekki er farið rétt að hlutunum. Sakleysislegir ker- fiskallar geta orðið ógnvekjandi afl ef þeir fá að valsa óhindrað í sínu horni, kæft baráttu litla mannsins með valdníðslu og stofnanahroka. Viðar Víkingsson leikstjóri mannar hlutverk Hannesar að flestu leyti á viðunandi hátt. Gerir hann að hrokafullri mannleysu og mömmudreng sem þrífst í skjóli valdsins sem honum er treyst fyrir en stöku sinnum skortir fag- mennsku í framsögnina. Jóhanna Vigdís slær á rétta strengi í hlut- verki sálarlauss stofnunarstjórans, kerfiskerlingin hennar minnir meira en lítið í harðsvíraðar val- kyrjur Linu Wertmüller. Helga Braga er klæðskerasniðin dís frygðardrauma Hannesar, þokka- full, hlý og skjólgóð freisting sem bælt möppudýrið þráir að umvefji sig. Hins vegar skortir sannfær- ingu í samskipti þeirra og óljós persóna og gjörðir Stefaníu helsti ljóður Opinberunarinnar. Sæbjörn Valdimarsson Völd og veifiskatar KVIKMYNDIR Háskólabíó/Sjónvarpið Leikstjórn, tónlist: Hrafn Gunnlaugsson. Handrit: Hrafn Gunnlaugsson, byggt á smásögu eftir Davíð Oddsson. Aðalleik- endur: Viðar Víkingsson, Helga Braga Jónsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Þórhallur Sverrisson og Theódór Þórð- arson. 90 mínútur. Ísland 2004. Opinberun Hannesar  Viðar Víkingsson fer með hlutverk Hannesar, deildarstjóra hjá Eftirlits- stofnun Ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.