Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn Sunnudagsblaš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn Sunnudagsblaš

						r
ÓVÆTTURÁ
HVALFJARÐAR-
STRÚND
t
Mýrgresi'ð vefur flatneskjunni á
milli Miðfellsmúla og Akrafjalls
grænan dúk, og neðst i lægðinni
Etnilli Grunnafjarðar og Hvalfjarðar
speglast blá,mi himins í kyrrum
vötnum. Það andar á móti þér hóg-
látum friði, þe.gar þú nemur stað-
ar og leiðir augum þessar víðu gróð-
urlendur, jaðráðar mararvogum mitt í
varðhring fjalla. Lóán syngur fagnað-
aróð á Iítilli þúfu, jafnvel munnsöfn-
uður stelksins lætur þýðlega í eyra
í þessu umhverfi: Hér erþað, sem
friðsældin  ríkir.
Landið mókir i upphafinni ró á
lognværum sumardegi, og tíbrá.ia
titrar yfir flóunum og lágri melöld-
unni vestan þeirra; fjöllin hafa gert
sér þann dagamun að stinga sér á
•kollinn í sjóinn. Bæirnir standa
strjált í hr.ing umhvorfis ósn'ortnar
víðáttur flóans, sumir á. bölum við
sjó fram, aðrir á bungum eða kinn-
um undir rótum fjallanna, lík't og
þeir hafi ek"ki hætt sér lengra en' á
jaðra hins græna dúks. Galtarholt
horfir við sól i brekkuhalli fyrir
miöju sviði og hefur vogað sér lengst
niður á flóana. Katanes hillir uppi á
sjávarbakkamim     frammi   vifi  Hval-
fjörð. ;
Minnsta vatmð á þessari gróður-
flatneskju er stekkjarleifj upp frá
túni í Katanesi, umkringt lágum og
jafnlendum flóa. Það er Katáhes-
tjörn. Annað vatn stærra, Hólma-
vatn, er allmiklu ofar, og rennur úr
því dálítill lækur, Kalmansá, í boga
suðaustur til fjarðarins. Stærsta
vatnið af þremur er vestur í miðri
lægðinni norðaustur af Akrafjalli og
hefur afrennsli út til Grunnafjarðar.
Það heitir Eiðisvatn, en lækurinn
Urriðaá. En þu sér'ð lítt til þessara
lækja úr fjarlægð, því að þeir sytra <
án alls yfirlætis í þröngum skorning-
um.
Þú stendur kyrr og lætur augu
þín:drekka í sig mýkt og þokka þessa
landslags. En þegar þau hafa drukk-
ið nægju sína, hefur þú gönguna og
stefnir beint af augum.
Þú hefur ekki lengí gengið, er þú
verður þess áskynja, að þessir flötu
flóar leyna á sér. Og þeir eru líka
torfærari en þig uggði. Þú stekkur
þúfu af þúfu, en þér miðar hægt
áfram, og ef þér skrikar fótur í spori,
sckkur þú í skóvörp í rauðaleir og
bleytu. Þú ert orðinn illa verkaður,
áður en langt er komið, og þér fer að
vaxa í augum vasl þitt og volk. Lóan
sem áður söng þér til yndis úti á
mýrinni, hreykir sér nú á þúfu þér
til storkunar, og nú fyrst skynjar
þú, hve frekjulega stelkurinn sveifl-
ar sér í kring um þig. Seiður tíbrár-
innar yfir grænum dúki flóans er
rofinn, og þú ert umkomulítill göngu
maður, sem hetur villzt í hvimleiða
torfæru.
H.
Og svo hverfum við rösk níutíu
ár aftur í tímann.
Um miðbik áttunda tugar síðustu
aldar bjó í Katanesi bóndi vifi þri-
tugsaldur, Guðlaugur Jénsson. Rona
hans hét Ragnheiður Sveinbjörns-
dóttir, prestsdóttir frá Staðarhrauni,
og var hún í allnáinni frændsemi við
ýmis stórmenni, sem þá voru fyrir
skömmu komin undir græna torfu, .
því að Þórður Sveinbjörjisson dóm-
stjóri var íöðurbróðii' hennar, en
Bjarni fkáid Thoraren ep i-^ó^urbróð
ir. Tvö systkm ¦ Katanesfrúarinnar
voru um þessar mundir við bú í ná-
grenninu, Margrét, ekkja á Kalastöð-
um, og Helgi á Hlíðarfæti i Svínadal.
Sjálf var Ragnheiður á fimmtugs-
aldri, og var Guðlaugur þriðji mað-
ur hennar. Voru þrjú börn húsfreyju
af fyrri hjónaböndum hennar á heim-
ilinu, elztur þeirra piltur, sem Vig-
fús hét, Gestsson.
í Galtarhoiti bjó Loftur Oddsson,
ættaður úr Kió-- yoru þe;- bræ*ur.
Loftur Guðmundsson á Neðra-Hálsi
og Þorsteinn Guámundsson i Laxar-
nesi, báðir afar hans. Þótti Loftur
í Galtarholti mætur maffur og hinn
bezti bóndi, en gerðist á efri árum
veikfelldur og þuaglyndur. Hafði
hann ekki kvrrnzt pn Mð '-efi bú-
stýru, Margréti Torfadóttur að nafni.
Sumarið 1374 bar þa;. 11 cíðmda,
að dýri einu, sem menn kunnu ekki
skil á, tók að bregða fyrir í búfjár-
högum þessara jarða. Sáu þag eink-
um un.glingar, sem voru á rjátli við
fénað á ílóunum, og sögðu þcir svo
frá, að' það væri ekki ÓHÍþekkt hundi
í stærra lagi. Þóttust þeir fljótí
verða þess áskynja, að þag ætti at-
hvarf í Katanestjörn. Er svo hermt,
að Vigfús. í Katanesi, er þá var á
fermingaraldri, hafi fyrstur.allra orö
ið dýrsins var, og sesrj'a sumir af
þeim samfundum þá sögu, að dýr
þetta hafi elt hann, en drengurinn
orðið skelkaður og hlauþið undan
sem fætur toguðu. Brátt hafi hann
þó\séð fram á, a'ð dýrið my.idi draga
hann uppi. og greip þá til þess 8r-
brifaráð'S að fley.s.iM ?ér niS'ir upp- á
Ííf og dauða. En þettá bragð heppnað-
ist svo vel, að dýri* sem var æríð
háleitt, var^ þess ekki vart, hvar
drengurinn lá og engdist í dauðans
angist, heldur hljóp fram hjá hon-
um. Þó verður ekki staðhæft, nema
hér sé eitthvað má.lum blandað, og
hafi þetta síðar orðið. þegar dýrið
gerðist aðsópsmeira.
Margir lögðu litinn trúnað á sögur
þær, sem komust á kreik um þetta
ókennilega dýr, og voru þessi býsn
ekki mjóg á orði höfð ajv sinni, að
minnsta kosti ekki utan sveitar, enda
hætti kvikindi þetta brátt ag sjást.
f

SUMARIO 1876 VEROUR LENGI í MINNUM  HAFI ~   ÞAÖ VAR
SUMAR „HINS NAFNFRÆGA, VOÐALEGA OG KYNLEGA KATANESDÝRS"
J
1 f M I N N   —   SUNNUDAGSBLAÐ
825
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 817
Blašsķša 817
Blašsķša 818
Blašsķša 818
Blašsķša 819
Blašsķša 819
Blašsķša 820
Blašsķša 820
Blašsķša 821
Blašsķša 821
Blašsķša 822
Blašsķša 822
Blašsķša 823
Blašsķša 823
Blašsķša 824
Blašsķša 824
Blašsķša 825
Blašsķša 825
Blašsķša 826
Blašsķša 826
Blašsķša 827
Blašsķša 827
Blašsķša 828
Blašsķša 828
Blašsķša 829
Blašsķša 829
Blašsķša 830
Blašsķša 830
Blašsķša 831
Blašsķša 831
Blašsķša 832
Blašsķša 832
Blašsķša 833
Blašsķša 833
Blašsķša 834
Blašsķša 834
Blašsķša 835
Blašsķša 835
Blašsķša 836
Blašsķša 836
Blašsķša 837
Blašsķša 837
Blašsķša 838
Blašsķša 838
Blašsķša 839
Blašsķša 839
Blašsķša 840
Blašsķša 840