Morgunblaðið - 01.07.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.07.2004, Blaðsíða 12
ERLENT 12 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Við hjá fasteignasölunni fasteign.is höfum verið beðin að finna sérbýli á svæði 108, 200, 210 eða 220 fyrir mjög ákveðinn kaupanda. Þó koma önnur svæði til greina fyrir réttu eignina. Góðar greiðslur í boði. Nánari upplýsingar veitir Ólafur Finnbogason, sölumaður á fasteign.is, í síma 5 900 800 eða 6 900 820. Kæri íbúðareigandi! SÍMI 5 900 800 Ólafur Finnbogason sölumaður B. ed. Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali SADDAM Hussein, fyrrverandi Íraksleiðtogi, á dauðadóm yfir höfði sér verði hann fundinn sekur um þá alvarlegu glæpi sem hann er sakaður um að bera ábyrgð á. Þetta sagði Malek Dohan al-Hassan, dómsmála- ráðherra í írösku bráðabirgðastjórn- inni, í viðtali við ítalska dagblaðið La Repubblica í gær. Hann tjáði blaðinu að bráða- birgðastjórnin væri nýbúin að sam- þykkja tilskipun um endurupptöku dauðarefsingar, sem Paul Bremer afnam, en hann var bandaríski land- stjórinn í Írak fram á síðastliðinn mánudag. Írösk stjórnvöld tóku í gær form- lega við vörzlu Saddams og ellefu manna annarra úr innsta hring hins upprætta valdakerfis hans, sem var við lýði í 24 ár. Tólfmenningarnir eiga í dag að koma fyrir sérskipaðan dómstól sem dæma á í máli þeirra. „Greinilega taugaóstyrkur“ „Við erum að innleiða dauðarefs- ingar á ný. Við erum fullvalda ríki ... og okkur er rétt og skylt að beita þeim ráðstöfunum sem við teljum gagnlegastar,“ segir Hassan. „Ef sönnur eru færðar fyrir þeim alvar- legu glæpum sem Saddam er ákærð- ur fyrir getur sérskipaði dómstóll- inn, sem settur var á fót í tíð hernámsins, dæmt hann til dauða.“ „Fyrir glæpi gegn mannkyni, þjóðarmorð og beitingu efnavopna getum við beitt dauðarefsingu,“ bæt- ir hann við. Saddam Hussein var „greinilega taugaóstyrkur“ þegar hann var af- hentur Írökum í gær, að sögn forseta hins sérskipaða dómstóls sem dæma á í máli hans. „Þetta var óraunveru- leg lífsreynsla,“ sagði dómarinn, Sa- lam Chalabi, í samtali við sjónvarps- stöðina ABC, eftir að bandarískir gæzlumenn hans höfðu afhent hann fulltrúum Íraksstjórnar. „Við tókum fyrst eftir því að Sadd- am Hussein hafði grennzt. Hann var ekki sú tignarlega mannsmynd sem maður var vanur að sjá í sjónvarpinu áður fyrr. Hann var taugatrekktur, mjög taugaóstyrkur, því hann vissi ekki hvað var að gerast. Allt tók þetta ekki meira en svona þrjár til fjórar mínútur,“ sagði Chalabi. Saddam var klæddur arabískum serk og var ekki lengur með þykka skeggið sem hann var með þegar hann var handtekinn í desember 2003, en þá voru síðustu myndirnar teknar af honum sem komið hafa fyr- ir almenningssjónir. Sagði Chalabi að nú væri hár hans „frekar sítt“, en „svart, ekki grátt“. Samkvæmt heimildum mannúðar- samtaka er Saddam haldið föngnum í búðum við flugvöllinn í Bagdad. Saddam á dauðadóm yfir höfði sér Bagdad, Róm, Washington. AFP.                !"# $%$&$ &%$ '()#*                 !""#$#%!% %#$$&'% (%) *+,-.)*/0/$!1%2 34%!%&'%%.5#$$$4'$ 6.5%2#$ %"2%)$!7% 89:;99 %353+:::#.!%< 22%$$%3%89* +   & ,    ,- . &  $$%3"$) -#23%88: 6.5%2#$ %!55%#"$",)2) "!$$$#%!7%4  + /     0 . & ,  0  1 &$/5$3%3"3%8993=/%5 .1 , 2  11 1 31      4 . 2  .          / 0  1 (4$7%4"0#%"3%899) $&.*  ,  +       5  .  24 /2 4 /. .  2  ,     ,  , 1 *./. 24  ,. .1          PALESTÍNSK kona í borginni Abu Dis hengir út þvott á húsþaki sínu við aðskilnaðarmúr Ísraelsstjórnar á Vesturbakkanum. Múrinn skilur m.a. milli Abu Dis og Austur- Jerúsalem. Hæstiréttur Ísraels úr- skurðaði í gær að núverandi lega múrsins bryti freklega í bága við réttindi Palestínumanna, sem búa nálægt og yrði því að breyta legu hans. Segir í úrskurðinum, að þótt ör- yggisástæður kunni að réttlæta múrinn, verði einnig að taka tillit til áhrifa hans á líf fólks. Það hafi ekki verið gert sem skyldi. Úrskurðurinn þýðir, að færa verður 42 km langan hluta af múrnum norður og vestur af Jerúsalem. Eins og hann liggur nú slítur hann í sundur þorp og akra, lifibrauð fólksins, og kemur í veg fyrir, að börn geti sótt skóla. Búist er við, að Alþjóðadómstóll- inn í Haag kveði senn upp dóm um lögmæti múrsins en fullkláraður verður hann meira en 700 km lang- ur. Reuters Legu múrsins skal breytt JOSE Manuel Durao Barroso, for- sætisráðherra Portúgals, sem nú hef- ur verið kjörinn næsti forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á að baki nokk- uð litríkan feril í stjórnmálunum. Steig hann sín fyrstu spor á þeim vettvangi sem harður maóisti en skil- greinir nú sjálfan sig sem hófsaman hægrimann. Barroso, sem er 48 ára, var aðeins 29 ára að aldri er hann tók við sínu fyrsta ráðherraembætti, sem innan- ríkisráðherra í stjórn portúgalska sósíaldemókrataflokksins, en síðar varð hann utanríkisráðherra og for- sætisráðherra í apríl 2002. Rétt er að nefna, að í Suður-Evrópu ríkir nokk- uð önnur hefð í nafngiftum stjórn- málaflokka. Þar eru sósíaldemókra- tískir flokkar til hægri, öfugt við það, sem er norðar í álfunni. Barroso, sem talar sjö tungumál reiprennandi, er einlægur Evr- ópusinni, sem studdi innrásina í Írak og leggur mikla áherslu á traust sam- band milli Evrópu og Bandaríkjanna. Þrátt fyrir ágreininginn um Írak hef- ur hann verið í mjög góðu sambandi við ráðamenn í Frakklandi og Þýska- landi og naut meðal annars stuðnings Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, í forsetaembættið. Þar að auki hefur Barroso getið sér gott sem slyngur samningamaður, hann er maður málamiðlana og hefur lagt sig eftir góðum tengslum við ráða- menn í nýju aðildarríkjunum. Vegna alls þessa kemur það kannski ekki á óvart, að leiðtogar ESB-ríkjanna 25 skuli hafa sæst á Barroso sem næsta formann fram- kvæmdastjórnarinnar. Við hann eru meðal annars bundnar þær vonir, að honum takist að lækna þau sár, sem Íraksstríðið hefur valdið. Barroso, sem tekur við af Romano Prodi 1. nóvember, segir, að í starfi sínu muni hann hafa að leiðarljósi raunsæi ásamt miklum metnaði. Jose Manuel Durao Barroso heitir hann fullu nafni en segist finna til með fólki, sem ekki sé vant nafnarun- um, sem tíðkast í sunnanverðri álf- unni. Þess vegna vill hann, að hann sé „bara kallaður Barroso“. Duglegur mannasættir Lissabon. AP, AFP. Reuters PADDY Ashdown, yfirmaður hinnar alþjóðlegu stjórnsýslu í Bosníu, rak í gær 60 serbneska embættismenn fyr- ir að aðstoða stríðsglæpamenn, eink- um Radovan Karadzic, við að komast hjá handtöku. Ashdown greip til þessara aðgerða strax í kjölfar leiðtogafundar Atlants- hafsbandalagsins, NATO, í Istanbúl en hann hafnaði að veita Bosníu aðild að friðarsamstarfi NATO vegna lít- illar samvinnu ráðamanna í hinum serbneska hluta landsins við að hafa uppi á stríðsglæpamönnum. Hefur Ashdown mikið vald til að hlutast til um málefni Bosníu samkvæmt Dayt- on-friðarsamkomulaginu frá 1995 en með því var bundinn endi á Bosn- íustríðið. Ashdown sagði í gær, að nauðsyn- legt hefði verið að reka burt þá, sem bæru ábyrgð á því andrúmslofti ótta og spillingar, sem ríkti meðal Bosníu- Serba. Hefðu þessir menn hingað til komið í veg fyrir handtöku stríðs- glæpamanna, einkum þeirra Karadz- ic, fyrrverandi leiðtoga Bosníu-Serba, og Ratko Mladic, fyrrverandi yfir- manns hersins. Meðal þeirra, sem voru reknir, eru Zoran Djeric, innanríkisráðherra Serbneska lýðveldisins í Bosníu, og Dragan Kalinic, forseti þingsins. NATO hefur stundum verið sakað um að veigra sér við að ráðast til at- lögu við hinn harðsnúna fylgismanna- flokk Karadzic en litið er á atburðina í gær sem upphafið að harðari aðgerð- um alþjóðasamfélagsins. Ashdown rekur Bosníu-Serba Sarajevo. AFP. ÞING Evrópuráðsins í Strass- borg samþykkti í vikunni ályktun vegna ástands fjölmiðlamála á Ítalíu. Segir að þingið hafi „áhyggjur af samþjöppun valds á sviði stjórnmála, viðskipta og fjöl- miðlunar á hendi eins manns, Silv- ios Berlusconis forsætisráð- herra“. Ráðherrann á megnið af einkareknum sjónvarpsstöðvum Ítala og hefur mikil ítök á öðrum sviðum en hann er einn ríkasti maður landsins. Bent er á að auk þess að eiga fjölmiðlarisann Mediaset geti ráð- herrann, stöðu sinnar vegna, haft óbein áhrif á ítalska ríkissjón- varpið, RAI, sem er aðalkeppi- nautur stöðva Berlusconis. Er ítalska þjóðþingið gagnrýnt fyrir að hafa ekki enn sett lög sem hamli gegn þeim miklu hags- munaárekstrum sem hljóti að verða þegar aðstæður af þessu tagi skapist, enda þótt það hafi haft til þess heilan áratug. „[Evrópuþingið] getur ekki samþykkt að lítið sé gert úr þess- ari óvenjulegu stöðu með þeim röksemdum að aðeins sé um að ræða hugsanlegan vanda,“ segir í ályktuninni. „Lýðræðisríki er ekki aðeins dæmt eftir því hvernig það starfar frá degi til dags heldur þeim grundvallaratriðum sem það heldur í heiðri gagnvart borgur- um sínum og alþjóðasamfélaginu. Skylda að ýta undir fjölræði Þingið minnir á grein 10 í Mannréttindasáttmála Evrópu og fordæmisrétt Mannréttindadóm- stólsins en samkvæmt þeim ber ríkjunum [í Evrópuráðinu] skylda til að vernda og, þegar nauðsyn krefur, grípa til beinna aðgerða til að tryggja og ýta undir fjölræði í fjölmiðlum.“ Þingmennirnir segja að fleiri aðilar, þ. á m. sérstakur fulltrúi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, á sviði fjölmiðla- frelsis og nýlega Evrópuþingið, hafi einnig látið í ljós svipaðar áhyggjur af fjölmiðlaumhverfinu á Ítalíu. Gagnrýna ofur- tök á fjölmiðlum Þing Evrópuráðsins um Berlusconi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.