Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1968, Blaðsíða 17

Íslendingaþættir Tímans - 15.05.1968, Blaðsíða 17
Benedikt Þórðarson bóndi Kálfafelli, Suðursveit Hinn 17. febrúar s. 1. andaðdst í Landsspítalanum Benedikt Þórðarson bóndi á Ká'lfafelli í Suðursveit. Þessa mæta og merka manns vildi ég minnast með örfáum orðum. Bene- dikt var mér kunnugur frá fornu fari, var ég þá ungur að árum. En einmitt fyrir það man ég hann vel. Fyrir rúmum 50 árum var Benedikt hér kaupamaður á Hvanná í tvö sum ur hjá foreldrum mínum. Þorleifur heitinn alþm., í Hólum útvegaði föð- ur mínum þennan ágæta mann. Benedikt kom eitt harðindavorið austur, fótgangandi, með mal sinn um öxl og varð ekki mikið fyrir því. Menn mundu ekki leggja slíkt á sig nú á tímum, þó ungir væru, enda eru samgöngur nú allar gjörbreytt ar frá því þær voru, fyrir rúmri hálfri öld síðan. Með Benedikt er fallinn í valinn góður drengur og vildarmaður, sem öllum verður eftirminnilegur, er hann þekktu. Benedikt var vörpulegur maður á velli og vel knár og kappsamur og harðduglegur að öjju, sem hann gekk aðlaðandi og góðviljaður og sérstak lega skemmtilegur og sagði vel frá, enda maðurinn vel gefinn. Þeir bræður allir, Þorbergur rit- höfundur og Steinþór bóndi í Hala hafa allir haft mikla og skemmtilega frásagnargáfu. Verða slíkir menn öll um minnisstæðir. Austur-Sikaftafellssýslu er ein hin sérkennilegasta og eftirminnilegasta hérað þessa lands. Rismikil hafaldan mœðrakennara, Vestfirðinigi að ætt. Af k.unnugum var mér sagt, að hjónalband þeirra hefði verið gott og ástúðiegt. Nú þegar hún stend- «r í sporum saknaðar og trega, votta ég henni fyllstu samúð mína og minna. Far þú vel frændi og vinur, þú Vanst kvaddur héðan árla morguns „á vængjum morgunroðans til meiri starfa Guðs í geim.“ Hafðu kærar þakkir fyrir ó- 'glieymanlega samfylgd. Stefán Jónsson, Hlíð í Lóni. ÍSLENDINGAÞÆTTIR brýtur þar við víðáttumikla sanda og þar eru himingnæfandi tindar og glóhvítir jöklar. Þar renna mörg og mikil fljót til sjávar, og ógurleg sum á að horfa. í þessari stórbrotnu náttúru ólst Benedikt upp. Á þessum söndum, bæði þar og víðar í landinu, er búið að gera sum þessi flæmi að töðu- völlum og einn slíkur völlur, er fyrir vestan bæinn á Kálfafelli og mun Benedikt hafa átt nokkurn þátt í því, að þar var hafizt handa á sínum tíma. En í þessu stórbrotna umhverfi verða stundum skjót veðrabrigði. Benedikt var yngstur þeirra bræðra fæddur á Hala í Suðursveit 20. júlí 1894, foréldrar Þórður Steins son bóndi þar og kona hans Anna Benediktsdóttir. Benedikt var bóndi á Kálfafelli frá 1919 til dauðadags. Bjó hann þar öruggu og farsælu búi. Benedikt gift ist 17. júní 1919 Ingunni Þórðardótt ur bónda á KálfafelLi Jónssonar, mesta myndarkona, sem lifir mann sinn. Eignuðust þau 3 myndarleg börn og eru 2 þeirra búendur í Suður sveit. Var heimiii þeirra hjóna orð- lagt fyrir alla rausn og myndarbrag. Benedikt hefur gegnt fjölmörgum opinberum störfum fyrir sveit sina og hérað í áratugi og öii störf hans einkenndi heiðarleiki, snyrtimennska og árvekni, var t. d. í hreppsnefnd yfir 30 ár. Benedikt var vinsæli og sveitungar hans treystu honum vel og reynslan hefur sýnt það, að það var haldgott. Eitt af mörgum störfum Benedikts sem bar vott um trúmennsku hans, var umsjá með kirkju byggðalagsins á Kálfafellsstað, er var til fyrirmynd ar. Sá ég það, fyrir nokkrum árum er og heimsótti þennan góðkunningja minn. Hann var formaður sóknar- nefndar frá 1925. Ungmennafélagið Vísir var stofnað í sveitinni 1912 og meðal annarra munu þeir bræður Benedikt og Stein þór hafa verið frumkvöðlar að því. Slíkir menn eiga hugsjónir. Benedikt var í stjórn þess lengi, fyrst eftir að það var stofnað. Hann var gerður þar heiðursfélagi. Það hefur orðið mikill sjó'narsvipt- ir í Suðursveit við fráfall Benedikts á Kálfafeili. f þeirri sveit starfaði hann allt sitt líf. En minningin um mikinn og góðan dreng lifir. 10. 3. 1968. Einar Jónsson, Hvanná. t Látni bróðir. Þá eru Leiðir skild- ar um sinn, en báðir trúðum við því og það meðan við vorum í blóma lífsins að þær mundu liggja saman aftur á öðru tlverustigi. Verður okkur ekki eftir þeirri trú. í sjötíu og þrjú ár vorum við búnir að lifa saman, fyrst sem óvita börn, síðan vaxandi ungling- ar, og þann síðasta og lengsta sem starfandi menn, fyrst í föðurhús- um o.g síðan í nábýli með um tíu km. milli bæja okkar. Frá þessum árum er margs að minnast. Vitanlega skjóta æsku- minningarnar þar fyrst upp kolli, þeirra er lengi ljúft að minnast. Þú varst hetjan í hópi ungling- anna í byggðarlaginu, tilbúinn að bjóða öilum út og flýja ekki af hólmi, þótt við ofurefli væri að etja, jafnvel þeir fullorðnu stóðu í undr un og horfðu á drenginn. Þá varð einhverjum að orði. „Oft er gott efni í götdum fola“ aðrjr sögðu „hann sér sig með aldrinum strák urinn“ og hann sá sig fyrri en varði. Strax um fermingaraldur var þér treyst sem fullorðnuim manni. Þrótturinn gerði þig athafnasam- an, galsinn var horfinn og sner- ist í athygli hjá hinum unga manni. Þó var altaf lif þar sem þú varst, og þegar í það fór vild- ir þú ógjarnan láta þinn hlut. En nú voru það ekkj hendur sem voru látnar skipta, heldur andans brand ur sem hvívetna hefur reynzt drjúgur í sókn og vörn, og hon- uim beittir þú óhræddur við hvern seim var að etja, jafnvel við háð- um einvígi á þeim vettvangi, en 17

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.