Íslendingaþættir Tímans - 06.07.1971, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 06.07.1971, Blaðsíða 4
MINNING FRIÐRIKA SIGFÚSDÓTTIR, HÖMRUM, REYKJADAL Friðrika Sigfúsdóttir, húsfreyja á Hömrum > í Reykjavík, lézt á Sjúkrahúsi Húsavíkur 10. marz síðastliðinn eftir skamma legu. Friðrika fæddist á Bjarnastöðum í Mývatnssveit 5. marz 1896 og var því nýorðin 75 ára. Hún var dótt- ir hjónanna Sigfúsar Jónssonar og Sigríðar Jónsdóttur, sem bæði voru komin af þekktum mývetnsk- um ættum. Þegar Friðrika var barn að aldri flutti foreldrar hennar að Halldórs stöðum í Reykjadal og áttu þar heima upp frá því. Heimilið á Hall- dórsstöðum var mikið þrifnaðar heimili. Sigfús var kunnur um hér að fyrir snyrtilegan búskap en auk þess landsfrségur hesta- og tamn- jngamaður. Sigríður kona hans var dóttir Jóns Hinrikssonar frá Hellu- vaði ein af þeim stóra systkina- hópi. Hún þótti jafnan hin mæt- asta húsmóðir og bezta móðir. Friðrika ólst upp í stórum og glaðværum systkinahópi en Hall- dórsstaðasystkinin eins og þau félagsmálum héraðsins og iandsins, sem voru faðir hennar og eigin- maður, og naut þess, að sjá börn sín halda því starfi áfram, sem for- feður þeirra höfðu unnið að. Hún naut einnig þess, að á henn- ar starfsævi endurheimti þjóð hennar fullveldi sitt og sótti fram til stórbrotinna umbóta og fram- fara. Að mál skipuðust svo sem raun er á orðin, er m.a. vegna manndóms þeirrar kynslóðar, sem nú er að verulegu leyti til víðar gengin. í hópi þeirrar kynslóðar skipaði Sigurlaug í Hvammi veg- I legan sess. 1 Börnum hennar og öðru venzla- I fólkj færum við hjónin innilegar , fcamúðarkveðjur. ( | Ilalldór E. Sigurðsson. 14 munu jafnan hafa verið nefnd voru sjö og Friðrika næst yngst. Halldórsstaðasystkinin voru mjóg söngelsk eins og þau áttu ættir til. Söngur var mikið um hönd hafð- ur og fylgdi þeim systkinum og hefur músíkgáfan erfzt mann fram af manni. Á uppvaxtarárum Friðriku stóð menning Þingeyinga með mestum blóma. Áttu þeir það að þakka samtökum sínum, Kaupfélagi Þing eyinga, sem átt hafði mjög mikinn þátt í því að efnahagur bænda hafði þá batnað verulega. Halldórsstaðaheimilið fór ekki varhluta af þeim menningar- straumum sem um héraðið fóru. í Reykjadal var margt af ungu fólki að alast upp á þessum árum. Ung- mennafélagsandinn var ríkjandi, mikill félagsandi og baráttuvilji fyrir bjartari framtíð og trú á framtíðina í þessu umhverfi ólst Friðrika upp og var það góður skóli. Seinna komst hún í enn nánari tengsli við samvinnuhreyf- inguna, er Sigurður Bjarklind, bróðir hennar, varð framkvæmda- stjóri Kaupfélags Þingeyiriga og Pétur, bróðir hennar, varð sölu- stjóri. Þessi mótun írá æskuárunum fylgdi Friðriku alla tíð, reisn í fasi og mikill myndarskapur. Hún var alla tíð mjög söngelsk og tók mikinn þátt í sönglífi sveitar sinn- ar. Árið 1923, á Jónsmessu giftist Friðrika eftirlifandi manni sínum Jóni Friðrikssyni frá Helgastöðum. Þetta var merkisdagur í Reykja- dal, en þrenn hjón voru þá gefin saman. Það voru auk Jóns og Friðr iku, Halldór bróðir Jóns og kona hans og Valgerður systir Jóns og maður hennar. Jón og Friðrika hófu búskap á Halldórsstöðum, hluta af jörðinni, á móti Jóni bróður Friðriku en hann var giftur Emilíu frá Helga- stöðum. Tengslin á milli Halldórs- staða og Helgastaða voru óvenju sterk og mátti segja að með óvenju legum liætti væri. Þrjú systkini úr Halldórsstöðum voru gift systkin- um úr IJelgastöðum. Jarðnæðið á Halldórsstöðum sem Friðrika og Jón höfðu til af- nota mun ekki hafa verið mikið. En árið 1938 flytja þau svo í Hamra í sömu sveit og var Frið- rika jafnan kennd við þann bæ síð- an. Friðrika var mjög myndarleg kona í sjón og raun. Hún var frá- bærlega gestrisin og veit ég ekki annað heimili þar sem gestakoma hefur verið slík. En á Hömrum var jafnan veitt af sömu rausn og alúð hvernig sem á stóð og hve marga gesti sem að garði bar. Fjöldi barna hefur verið þar til sumardvalar. Friðrika var skapfestu kona en sérlega dagfarsprúð. Hún var sí- vinnandi og dugnaður hennar mik ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.