Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Blaðsíða 21

Íslendingaþættir Tímans - 11.05.1972, Blaðsíða 21
Guðrún Jónsdóttir frá Yztabæ A hendur fel þú honum, sem himna stýrir borg, það allt, er áttu i vonum, og allt, er veldur sorg. Hann bylgjur getur bundiö og bugað storma her, Hann fótstig getur fundiö, sem fær sé handa þér. F. 23. júli 1894. D. 8. april 1972 bað fyrsta, sem i hug minn kemur við fregnina af láti frænku minnar, er þakklæti fyrir samveruna. Guörún Jónsdóttir var ein af þessum hljóðlátu hetjum hverdagsins, sem ekki bar sorgir sinar og erfiöleika á annarra borð, en vildi alla gleðja. Guja frænka, eins og við kölluðum hana, dvaldi á heimili okkar nokkra mánuði fyrir tiu árum, og þótt dætur okkar væru ekki gamlar, er þessi timi þeim ógleymanlegur. Sögur hennar og þulur voru óteljandi og eftirsóknar- verðar. En fleiri hlustuðu á hana, en litlu börnin. Guja frænka var leikari af guös náð. Hver man hana ekki á leik- sviðinu i ótal mörgum hlutverkum, þegar leiklistin stóð i sem mestum blóma hér á Siglufirði? Það var heldur ekki nóg, að hún léki, heldur lagði hún sig fram af lifi og sál við undirbún- inginn. Það væri synd að segja, að ekki hefði verið lif og fjör i litlu stofunum i Yztabæjarhúsinu, þegar verið var að sauma hvers kyns leikbúninga, útbúa hárkollur og klippa og lima ævintýra- legt skraut. Allt þetta fórnfúsa starf gaf lifi hennar mikið gildi. Þá var tónlistin ekki siður i havegum höfð á heimili hennar. Hún hafði yndi af fallegum söng og var organleikari i Siglu- fjarðarkirkju um skeið og kenndi söng i Barnaskólan um. Hún tók mikinn þátt i bindindisstarfi á Siglufirði og var einn af stofnendum og fyrsti gæzlumaður barnastúkunnar Eyrarrósar. Mikil hannyrðakona var Guörún og það, sem hún afkastaði var með ólikindum, mikið og smekklegt. bað, sem ef til vill lýsir henni bezt, var þaö, að allt, sem hún bjó til, gaf hún vinum sinum og velunnurum. Að lokum, elsku frænka min, kveð ég þig meö uppáhalds sálmaversinu minu. Haföu þökk fyrir allt. Hallfriður E. Pétursdóttir Hver var hún, hvað geröi hún, hvert fór hún - jú - hún var frumburður for- eldra sinna, kona mannsins sins og móðir barna sinna, hún vann heimilis- störf allt sitt líf - hvert er hún farin - aðeins á undan okkur hinum, bak viö tjaldiö mikia, sem skilur að lif og dauða. Hvað munum við bezt á timamótum sem þessum, frá langri ævi einnar konu, hvað munum við frá barnsárum okkar, þegar timinn leið svo fljótt, frá vetrum, þegar snjórinn var bara eitthvað til þess að leika sér i, frá sumrum, þegar sólin skein á hverjum degi? Minnumst við fjölskyldunnar, sem var svo fjölmenn, að alltaf hafði einhver tima til aö hlusta á okkur og leiðbeina. Minnumst við hátiðisdaga frekar en annarra daga, kannske jóla- kvölda, þegar hringurinn i kringum jólatréið var svo stór, að stofan rúmaði varla alla, eða var þaö minnis- stæðara jólabréfið þar sem i stóö ,,i ár vorum viö mamma þin elzt af þeim, sem hér voru á aðfangadagskvöld”? Um hásumar fyrir nærri 78 árum fæddist litil stúlka á Yztabæ i Hrisey. Hún hlaut nafniö Guðrún og var dóttir Jóns og Hallfriðar, sem þar bjuggu. Ég kynntist henni ekki fyrr en f jörutiu árum siöar, þegar ég var orðin nógu gömul til þess að skondra milli tveggja húsa norður á Siglufiröi, annað húsið var kallað aö A en hitt, er stóð norðar i götunni, var kallað Yztibær, þar bjó Guja frænka min. Margs er aö minnast frá þeim árum, gleði og sorgum, sem geymast i þeim gullastokk, sem óbrotgjarnastur reyn- ist og æskuminning nefnist. Okkar leiöir lágu svo varla saman aftur, fyrr en hún, heilsulaus og öldruð, vistaðist á Elliheimilinu Grund. Marga stundina, en þó alltof fáar, áttum við þar saman og skoöuðum aftur i gulla- stokkinn góða. Þrátt fyrir erfiðleika siöustu ára gat hún notið þess, sem fyrr hefði verið kallaöur munaður, en það var aö nota flestar stundir til lest- urs allskonar bóka, og viö áttum oft skemmtilegar samræður um það, sem við höföum siðast lesið. Guja fylgdist vel með öllu sinu frændfólki. Hún gladdist yfir allri okkar framför, yfir hverju barni, sem fæddist, og vafði börnin sömu hlýju og okkur. Hún var ekki glysgjörn, enda varö hennar veraldarauður aldrei stór að vöxtum, en hún fékk i vöggugjöf þá skartgripi, sem mölur og ryö fá ekki grandað, góðar gáfur og glaða lund, sem spegluðust i greindarlegum og góðlegum augum"*hennar. Allt hennar fas bar með sér gott ættarmót, og I dag sé ég hana fyrir mér, eins og hún var á æskudögum minum, ganga keika og sporlétta eða taka rösklega til hendi við hin ýmsu störf. Hjartanlegasta ósk min fylgir henni og bæn um, að hún megi ,,á grænum grundum hvilast og verða leidd að vötnum þar sem hún má næðis njóta.” Hún sannarlega reis undir þvi nafni sem ég alla tið nefndi hana og lét mig njóta þess - hún var Guja frænka min. S. M. P. f Nú sit ég hér og held um pennann, meðan sóiin sendir síðustu kvöldgeisia sina inn um litla gluggann minn, gömul og einmana. Einmana, segi ég. Aldrei verður nokkur maður einmana, sem á bjartar og ljúfar minningar frá löngu liönum dögum. Til þeirra er alltaf hægt aö flýja, þegar hugur og hönd eru oröin þreytt af ysi og önnum liðandi dags. bar öðlast þreyttur hugurinn þá hvild og ró, sem enginn skilur, nema sá, er á slika sólskinsbletti i eigin sál. Yfir þeim minuingum hvilir ætið sá helgi- islendingaþættir 21

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.