Íslendingaþættir Tímans - 14.12.1983, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 14.12.1983, Blaðsíða 3
Hjónin á Arnarstöðum Jón Vigfússon og Helga Sigf úsdóttir Jón Yigfússon Helga Sigfúsdóttir Fæddur 4. september 1896 pædd 21. september 1899 Dáinn 30. október 1983 Dáin 2. mars 1983 Ég sest niður við að skrifa þessi minningarorð nýkominn heim frá því að fylgja sveitunga mínum og vini, Jóni Vigfússyni, til grafar. Oft sækir á mig einhver tómleiki eftir jarðarfarir, en þessi tómleiki er öliu meiri t' dag en venjulega við fráfali mér óvandabundinna manna. Pó vissi ég að hverju dró og viðurkenni að Jón var búinn að skila hlutverki sínu í lífinu með miklum sóma og honum var ekkert að vanbúnaði með að leggja í sína hinstu för á þessari jörð. Ég trúi því að Jón sé nú kominn í bjartari og fegurri heim til fundar við alla gömlu kunningjana, sem þangað voru komnir á undan honum, og vafalaust hefur Helga, konan hans, verið'manna fyrst til að bjóða hann velkominn til hinnar nýju vistar, en Helga dó fyrr á þessu ári. Hún hafði óskað þess, að hún fengi að deyja á undan manni sínum, en hann kæmi þó fljótt á eftir. Henni varð sannarlega að þeirri ósk sinni. Jón og Helga voru bæði komin af traustum, eyfirskum ættum. Þau voru m.a. bæði komin af svokallaðri Randversætt, sem kennd er við Rand- ver Þórðarson er bjó í Villingadal í Eyjafirði á síðasta hluta 18. aldar og í upphafi þeirrar 19. Randver mun hafa verið langafi beggja hjónanna á Arnarstöðum. Þessi ætt er geysi fjölmenn og innan hennar finnst mikið af traustu og yfirlætis- lausu fólki. Báða þá kosti áttu Jón og Helga í ríkum mæli. Þegar foreldrar mínir fluttust til Eyjafjarðar fyrir þremur aldarfjórðungum, komust þau strax í góð kynni við þá grein Randversættar, sem kennd er við Leyning. Það voru börn þeirra hjóna Guðrúnar Ólafsdóttur og Sigurðar Sigurðssonar er bjuggu í Leyningi seinnihluta síðustu aldar. Þessi systkin, sem upp komust, voru fimm: Ólafur bóndi í Leyningi, Randver bóndi í Ytri-Villinga- dal, Sigurðurbóndi íTorfufelli.Guðrún húsfreyja í Syðri-Villingadal og síðar ráðskona hjá Ólafi bróður sínum og að lokum til heimilis hjá dóttur hennar var Jón Jónsson frá Skúfstöðum í Hjalta- dal, og bjuggu þau um skeið í Grundarkoti í Blönduhlíð. Sonur þeirra er Stefán bóndi að Borgarhóli í sömu sveit. Kona hans er Soffía Sæmundardóttir. Jónína andaðist á Sjúkrahúsi Skagfirðinga Sauðárkróki 13. nóvember s.l. Að leiðarlokum þakka ég þessari frænku minni samfylgdina og þá uppörvun, sem hún hefur veitt mér ásamt lexíunni gagnlegu um þrautseigju og þolinmæði. Það er von mín, að klæðið góða, sem áður er nefnt, endist til að bera vorsálina til ókunnrar strandar, þar sem brosin verða að blómum og sólin skín. Guðmundur L. Friðfínnsson., (slendingaþættir sinni í Saurbæjargerði í Hörgárdal, og yngst var Sesselja húsfreyja I ökli, nafnkunnur skörungur sem var á undan sinni samtíð á ýmsum sviðum. Hún var móðir Jóns á Arnarstöðum. Kynni foreldra minna og vinátta við þennan systkinahóp styrktist stöðugt með árunum og afkomendur þeirra hafa haldið vináttunni við okkur systkinin frá Villingadal. Það er hverjum manni ómetanlegt að eiga svo trausta og góða granna að vinum. Faðir Jóns á Arnarstöðum var Vigfús Jónsson fyrri maður Sesselju á Jökli. Hann var frá Hólum í Eyjafirði og systkin hans voru m.a. Jón bóndi á Vatnsenda og halfsystir hans er Geirlaug Jóns- dóttir í Hólum. Foreldrar Helgu á Arnarstöðum voru hjónin Sigfús Jónsson og Halldóra Randversdóttir fyrsta kona hans. Þau hjón voru bæði af Randversætt og afi Sigfúsar var Randver Sigurðsson bóndi á Jökli, bróðir Sigurðar í Leyningi, sem var afi Jóns. Þessi Randver var einn af fjórmenningunum, sem fóru í hundaleiðangurinn suður yfir miðhalendi lands- ins um hávetur árið 1856 svo sem frægt er orðið. Vegna þessarar frækilegu ferðar hafa seinni tíma menn lengt nafn hans og kallað hann Hunda- Randver til aðgreiningar frá öðrum frændum sínum með sama nafni. Helga ólst upp á Arnarstöðum og átti þar heima mestan hluta ævi sinnar, eins og fram kemur síðar. Jón fluttist með foreldrum sínum að Jökli þegar hann var ársgamall og þar ólst hann upp. Foreldrar hans áttu ekki fleiri börn saman. Jón missti föður sinn þegar hann var þriggja og hálfs árs, en móðir hans hélt þó áfram búskap á Jökli og gekk þar oft ein til verka. Fjórum árum eftir lát Vigfúsar gekk hún að eiga seinni mann sinn Þorstein Magnússon. Þorsteinn var mikill hagleiksmaður og þrekmaður meira en í meðallagi og Sesselju var við brugðið fyrir dugnað og framsýni, enda búnaðist þeim vel 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.