Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 18
18 | 25.4.2004 Sófinn á heimili myndlistarkonunnar Önnu Jóa stendur ekki upp við vegg, heldur er honum frjálslega komið fyrir gegnt arn- inum. Að baki sófanum er samt sem áður sófamálverk – sérlega breytilegt og lifandi – því þar standa trönur húsfreyjunnar. L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on Í tengslum við almennan heiðurssess sófans á heimilum landsmanna hefurþróast hefð fyrir skreytingu fyrir ofan sófann. Listakonurnar Anna Jóa ogÓlöf Oddgeirsdóttir hafa rannsakað sögu „sófamálverksins“, sem þær nefna svo, og eiga þá við hvers kyns myndlistarverk sem tengist sófa órjúfanlegum bönd- um í uppröðun íslensku stofunnar. Þess ber að geta að hugtakið „sófamálverk“ í erlendum málum vísar gjarnan til „veggfóðrunarlistar“ eða „lítilsigldrar fjöldaframleiðslu undirmálslistar“ eins og Bragi Ásgeirsson hefur bent á, en á sýningunni sem Anna og Ólöf stóðu fyrir í Listasafni Reykjavíkur árið 2001 var hugtakið víkkað út og sjónum m.a. beint að verkum nokkurra af dáðustu málurum nýliðinnar aldar. Og Anna Jóa hefur ekki sagt skilið við sófana, nýverið hélt hún erindi á menn- ingarfræðaþingi á Kýpur um tilflutning landslags í tengslum við þróun borg- armenningar á Íslandi. Fyrir sína hönd og Ólafar sýndi hún og fjallaði um sófa- málverksmyndir, en hinn hluta erindisins flutti Ástráður Eysteinsson út frá íslenskum bókmenntum og kvikmyndum. „Sökum veðurfars leggja Íslendingar almennt mikið upp úr heimilum sínum – þau eru yfirleitt hlýleg og búin öllum þægindum,“ segir Anna Jóa, aðspurð um hlutverk sófans á okkar tímum. „Sófinn gegnir tvímælalaust mikilvægu hlutverki sem miðpunktur stofunnar, sem aftur er miðja heimilisins þar sem gestum er boðið til sætis. Þá ver heimilisfólk þar töluverðum tíma, til dæmis við að lesa eða horfa á sjónvarp. Unglingar eiga það til að liggja tímunum saman uppi í sófa og þar þykir börnum gaman að hoppa og leika sér.“ Hún bendir á að veggurinn fyrir ofan sófann hafi sérstakt mikilvægi í þessu sam- bandi. „Þar er málverkum gjarnan valinn heiðursstaður innan heimilisins en við Ólöf höfum bent á hvernig slíkt birtingarform málverksins felur í sér táknrænar vísanir í mótun sjálfsmyndar Íslendinga á 20. öld þegar borgarmenning tók að myndast við flutning fólks á mölina.“ Sófamálverkshefðin endurspeglar aðlögun einstaklinganna á þessum gríðarlegu breytingartímum, sem fólst m.a. í því að flytja sveitina með sér inn í stofurnar í formi landslagsmálverks. „Þannig sat heimilisfólkið í stofusófanum nánast í heima- sveitinni sinni, undir fjallinu sínu eða jafnvel sjálfum helgireit þjóðarinnar – Þing- völlum. Sýningin okkar var sem sé einum þræði pæling um staði. Um sófann og málverkið sem ákveðinn stað, í borginni, sem vísar jafnframt á annan stað, sveit- ina.“ Hvernig hafa landsmenn í gegnum tíðina valið saman sófa og málverk? „Í grófum dráttum held ég að framan af 20. öldinni hafi tengsl sófa og málverks ráðist að miklu leyti af stefnum og straumum í samfélaginu, þá varð íslenskur myndlistarmarkaður til, sem og málverkið sem verðmæti. Sófamálverkið má m.a. rekja til fyrrgreindrar viðleitni Íslendinga, að flytja sveitina með sér til þéttbýlisins. Með aukinni almennri velmegun og neyslu höfðu fleiri efni á að eignast sam- tímalist og málverkið sem stofuprýði varð hefð. Og þótt hún eigi rætur í breytinga- tíma samfélagsins, þá bar smám saman minna á þeirri knýjandi tilfinningu sem ein- kenndi valið í byrjun. Um leið held ég að þótt fagurfræðilegir þættir hafi alltaf skipt máli, hafi í aukn- um mæli borið á því að málverk væru valin eftir lit, stærð og því hvort þau pössuðu við sófann eða öfugt. Samfara því fór myndefnið að skipta minna máli, þó að landslag eða afstrakt byggt á náttúrustemningum sé enn ráðandi. Þingvallamynd eftir Kjarval fyrir ofan sófa á samtímaheimili hefur þannig allt aðra merkingu en hún hafði á Alþingishátíðarárinu 1930.“ Eru sjáanleg kynslóðaskipti í viðhorfum fólks til sófa og myndlistar? „Sófamálverkið gegnir enn mikilvægu hlutverki sem táknmynd á heimilum landsmanna en þó held ég að viðhorfið sé afslappaðra. Börnum góðborgara í upp- hafi aldarinnar hefði ekki leyfst að hoppa og leika sér í sófanum og þar lágu ekki unglingar tímunum saman. Í dag er líflegt sófalíf hluti af heimilismyndinni. Og rétt eins og fínu sófarnir eiga gamlir og slitnir garmar sér tilverurétt í stofunni, jafnvel undir Kjarvalsmálverki.“ sith@mbl.is Á heimili 19 ára pars. Málverkið eftir Elínu Pétursdóttur.Útskorinn bekkur, málverk eftir Guðberg Auðunsson.Leðursófi á Hótel Holti ásamt málverki eftir Gunnlaug Scheving. L jó sm yn di r: A nn a Jó a/ Ó lö f O dd ge ir sd SETIÐ UNDIR ÞINGVÖLLUM SÓ FI ST A R S A M TÍ M A N S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.