Sunnudagsblaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 21

Sunnudagsblaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 21
Tadzjikar °r tyrkneskt mál, Gyðingar (um 2.3 milljónir í öllu landinu) og Síffaunar (132.000). Þeir bjuggu áður fyrr aðallega í suðvesturhér- hðunum, en eru nú dreifðir um atlt landið. í Kákasus lifa meira en 50 Þjóðir auk Rússa og Úkraínu- ^ianna. Þeim má skipta í þrjá meg- •nflokka eftir tungumálum- í eig- iniegar kákasusþjóðir, í indóevr- ópskar þjóðir og í tyrkneskar tjóðir. Hinum eiginlegu kakasus- bjóðum má aftur skipta í þrjá tiokka. Syðstir þeirra eru Georgíu- nienn (um 2.7 milljónir), sem er ÚÖlmennasta Kákasusþjóðin. Þeim Var óður skipt í ýmsa undirflokka, en þeir voru þó orðnir eiginleg Lettnesk stúlka f þjóðbúningi þjóð löngu fyrir byltingu. Þá má enn tclja sem sérstök þjóðarbrot Adzjara (sem eru múhammeðstrú- ar, ekki kristnir eins og aðrir Ge- orgíumenn) og fjallabúana Sjev- súra, Psjava, Thusja og Svani. í norðvesturhluta Kákasuslanda lifa adygiskar þjóðir: ICabardinar (yfir 200.000). Adygar (80.000), Tjerkessar (30.000) og Abasar (20.000). í norðaustur Kákasus búa Tjetjensar (420.000), stærsta þjóð- in í Norður-Kákasus. Skyldir þeim að menningu og tungu eru Ingusjar (106.000). í Dagestan eru Avarar fjölmennastir (yfir 270.000), þá koma Lesgerar (223.000) og Darginar (160.000). í þessum liluta Kákasus búa alls 25 þjóðir ög þjóðabrot. Indóevrópskar þjóðir í Kákasus eru Armenar (yfir 2.8 milljón í Sovétríkjunum öllum), Ossetar (410.000), Tatar (11.000) og Kúrdar (59.000). Af tyrkneskum þjóðum í Kákasus má nefna Azerbajdzjana (um 3 milljónir), Kumyka(135.000), Karatjaja (yfir 80.000) og Balkara (42.000), en heiti þeirra síðast nefndu er reyndar sama orðið og Búlgarar og bendir til skyldleika milli þe?rra þjóða. Auk þessara þjóða, sem taldar liafa verið, eru í Kákasus ýmis minni þjóðabrot svo sem Fjalla- Gyðingar, Sígaunar, Grikkir og Aissorar, en þeir tala semitískt mál og eru afkomendur Assýríu- manna. Kazakstan og Mið-Asía suðaust- ur af Kákasus er byggð sex fjöl- mennum þjóðum. Þær eru Uzbekar (yfir 6 milljónir), Kazakkar (yfir 3.6 milljónir), Kirgisar (um 1 millj ón), Turkmenar (yfir 1 milljón,), þessúm slóðum um 100.000 XJigur- ar, sem tala tyrkneskt mál, og 200.000 Dunganar, sem tala mál skylt kínversku. Þá býr þar einn- ig talsverður hópur Araba. í Síberíu búa geysimargar þjóðir. Fjölmennastir eru Rússar, sem byrjuðu að flytjast þangað þegar á 16. öld. Frumbyggjar Síberíu greinast í marga mála- flokka. Þar eru til úgrísk mál, samojedísk, tyrknesk, mongólsk, tungusísk-mansjúrísk, eskimóa- mál og fornasísk mál. Meðal þeirra sem tala úgrísk mál eru Sjantar (20.000) og Mansar (6.400) í Norð- vestur-Síberíu, þjóðir sem til skamms tíma hafa lifað frumstæðu veiðilífi. í Vestur-Síberíu eru samojed- ískar þjóðir mjög fjölmennar. Með ALPÝÐUBLAÐIB — SUNNUDAGSBLAÐ 245 Adzjarastúlka Tadzjíkar (1.4 milljónir) Karakal- pakar (170.000). Af þessum tala Tadzjíkar indóevrópskt mál, sem er einna skyldast persnesku, og það gera einnig Jagnobarnir, sem eru þeim náskyldir, og fáeinar smáþjóðir aðrar, en að öðru leyti eru tyrknesk tungumál einráð í Mið-Asíu. Auk þeirra þjóða, sem þegar hafa verið nefndar, búa á Drengur af Nivcherþjóff Samakona

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.