24 stundir - 04.01.2008, Blaðsíða 16
10. Saffraneldhúsið
Yasmin Crowther
9. Sér grefur gröf
Yrsa Sigurðardóttir
8. Harry Potter og dauðadjásnin
J.K. Rowling
7. Þúsund bjartar sólir
Khaled Hosseini
6. Konungsbók
Arnaldur Indriðason
5. Lost in Iceland
Sigurgeir Sigurjónsson
4. Flugdrekahlauparinn
Khaled Hosseini
3. Viltu vinna milljarð?
Vikas Swarup
2. Leyndarmálið
Rhonda Byrne
1. Harðskafi
Arnaldur Indriðason
Listinn er gerður út frá sölu dagana 01.01
- 31.12 2007 í Eymundsson og Bókabúð
Máls og menningar.
METSÖLULISTI
Bækur á íslensku
10. Simple Genius
David Baldacci
9. Almost Moon
Alice Sebold
8. Icepick: Icelandic Street Art
Þórdís Claessen
7. Subtle Knife
Philip Pullman
6. Brotherhood of the Holy Shroud
Julia Navarro
5. Wintersmith
Terry Pratchett
4. Amber Spyglass
Philip Pullman
3. Witch of Portobello
Paulo Coelho
2. Shopaholic & Baby
Sophie Kinsella
1. Mephisto Club
Tess Gerritsen
Listinn er gerður út frá sölu dagana
25.12.07- 31.12.07 í Pennanum
Eymundsson og Bókabúð Máls og
menningar
METSÖLULISTI
Erlendar bækur
15. Hnífur Abrahams
Óttar M. Norðfjörð
14. Tvíburarnir
Tessa de Loo
13. Aska
Yrsa Sigurðardóttir
12. Síðasti musterisriddarinn
Raymond Khoury
11. Bíbí, sagan um Bíbí Ólafsdóttur
Vigdís Grímsdóttir
Á þessum degi árið 1965 lést T.S.
Eliot í London, 76 ára gamall.
Ljóðabálkur hans The Waste Land,
sem kom út árið 1922, var tíma-
mótaverk.
Eliot var Bandaríkjamaður,
fæddur 1888 og flutti til Bretlands
árið 1914, þá 25 ára gamall. Hann
gerðist breskur ríkisborgari árið
1927. Hann var um tíma kennari
og bankastarfsmaður en bók-
menntirnar áttu hug hans allan.
Hann orti ljóð og samdi leikrit og
var auk þess afar áhrifamikill gagn-
rýnandi. Árið 1939 sendi hann frá
sér ljóðabók fyrir börn, Old Poss-
um’s Book of Practical Cats. Tón-
skáldið Alan Rawsthorne samdi
síðan tónverk upp úr ljóðabókinni
og það verk varð grunnur að hin-
um gríðarlega vinsæla söngleik
Cats eftir Andrew Lloyd Webber.
Eliot hlaut bókmenntaverðlaun
Nóbels árið 1948.
MENNINGARMOLINN
Eliot deyr
16 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 24stundir
KOLLAOGKÚLTÚRINN
kolbrun@24stundir.is a
Í morgun fékk ég stór-
fenglega hugmynd en
mér líkaði hún ekki.
Samuel Goldwyn
Ævisaga metsöluhöfundarins
Harold Robbins er komin út. Höf-
undurinn er Andrew Wilson sem
áður hefur sent frá sér rómaða ævi-
sögu glæpasagnahöfundarins
Patriciu Highsmith. Bókin, sem
kemur út í tilefni þess að árið 1997
voru tíu ár liðin frá dauða Robbins,
hefur hinn sérstæða titil The Man
Who Invented Sex, en kynlíf var
aðalumfjöllunarefni Robbins í
þeim fjölda metsölubóka sem hann
skrifaði. Robbins leit aldrei á sig
sem bókmenntamann heldur skrif-
aði til að verða ríkur og var
reiðubúinn að gera næstum hvað
sem var til að koma bókum sínum
á framfæri. Hemingway spurði
Robbins eitt sinn að því í hverju
bókmenntalegur metnaður hans
fælist og Robbins svaraði: „Í því að
verða ríkur.“ Hann átti nokkrar
lúxusvillur, fjórtán bíla og lúxus-
snekkju. Hann naut þess að lifa
hinu ljúfa lífi, átti fjölda ástkvenna
og hélt svallveislur þar sem naktar
konur skemmtu gestum og sneisa-
fullar skálar af kókaíni stóðu öllum
sem vildu til boða.
Kynlíf og spilling
Robbins er höfundur bóka á
borð við The Carpetbaggers, The
Dream Merchants og The Lonely
Lady og bækur hans seldust í 750
milljónum eintaka. Þar er fjallað
um villt kynlíf, peninga, spillingu
og græðgi og fyrirmyndir að per-
sónum hans eru iðulega frægt fólk
síns tíma, eins og Howard Hughes,
Jean Harlow og Lana Turner. Með-
al aðdáenda höfundarins voru
Pablo Picasso, Mario Puzo (höf-
undur Guðföðurins), Jackie Coll-
ins, Sidney Sheldon og Camille
Paglia. Gagnrýnendur fóru yfirleitt
óblíðum höndum um verk Robb-
ins en hann lét sér á sama standa.
Þegar hann sendi fyrrverandi út-
gáfustjóra sínum, Alfred A. Knopf,
bók sína The Carpetbaggers fékk
hann hana endursenda með orð-
sendingunni: „Takk, en ég les ekki
svona rusl.“ Um skáldsögu hans
The Betsy sagði einn gagnrýnandi:
„Þetta verk er ekki skáldsaga frem-
ur en skrímsli Frankensteins var
mannvera.“ Annar sagði lýsingar
hans á konum skelfilegar: „Þessar
kjánalegu kvenpersónur eru með
hrærð egg í stað heila.“ Sjálfur
sagðist Robbins vera femínisti en
framkoma hans gagnvart eiginkon-
um sínum benti svo sannarlega
ekki til þess.
Robbins sagði bandaríska og
breska gagnrýnendur ósanngjarna í
sinn garð. „Þjóðverjum finnst ég
frábær. Rússum finnst ég hafa ein-
stakt lag á að lýsa bandarískum
samtíma og Skandinövum finnst
ég vera meistari í sálfræðilegum
lýsingum,“ sagði hann.
Blygðunarlaus lygi
Robbsins spann upp ótal ævin-
týralegar sögur um æsku sína og
einkalíf, sagðist til dæmis vera
munaðarleysingi sem hefði verið
skilinn eftir nokkurra mánaða
gamall fyrir utan kaþólst munaðar-
leysingjahæli þar sem hann hefði
alist upp. Ein eftirlætissaga hans
var af því þegar hann gegndi her-
þjónustu í seinni heimsstyrjöld og
var sá eini um borð í herskipi sem
komst lífs af með því að synda í
land eftir að skipið hafði verið
skotið niður af nasistum. Í hinni
nýju ævisögu hrekur Wilson þessar
sögur sem voru flestar blygðunar-
laus lygi höfundarins og þáttur í
umfangsmikilli markaðssetningu
hans á sjálfum sér.
Árið 1982 í brúðkaupi dóttur
sinnar fékk Robbins hjartaáfall og
næstu ár glímdi hann við heilsu-
leysi og var að mestu bundinn við
hjólastól. Hann hafði auðgast gríð-
arlega á ferli sínum en síðustu árin
hafði hann sóað auði sínum og
glímdi við fjárhagserfiðleika.
Hann lést árið 1997, 81 árs, og
skuldaði þá rúmlega milljón doll-
ara.
Hulunni svipt af Harold Robbins
Hið ljúfa líf metsöluhöfundar
Harold Robbins var einn
vinsælasti rithöfundur
20. aldar. Hann skrifaði til
að verða ríkur og lifði
hinu ljúfa lífi þar sem
konur og kókaín komu
mjög við sögu. Nú er
komin út ævisaga þessa
umdeilda metsöluhöf-
undar.
Með eiginkonu númer tvö,
Grace Þau lifðu í opnu hjónabandi,
nokkuð sem Grace sagði eftir skiln-
að þeirra að hún myndi ekki vilja
endurtaka.
➤ Robbins gekk þrisvar sinnumí hjónaband. Fyrsta hjóna-
bandið stóð í 28 ár en á þeim
tíma átti Robbins tvö börn ut-
an hjónbands.
➤ Robbins var umkringdurfrægu fólki þau ár sem frægð
hans var sem mest. Það fólk
lét ekki sjá sig við jarðarför
hans.
➤ Skáldsögur hans höfðu mikiláhrif á handritshöfunda sápu-
ópera á borð við Dallas og
Dynasty.
MAÐURINN
Harold Robbins Hann leit
á ritstörf sem auðvelda
leið til að verða ríkur.
Friðþæging eftir Ian McEwan
er komin út í kilju.
Það er heitasti dagur sumars-
ins 1934
þegar 13
ára strákur,
Briony, sér
systur sína,
Cecili, af-
klæðast og
baða sig úti
í garði á
sveitasetri
þeirra.
Robbie
Turner, æskuvinur hennar,
stendur og horfir á. Áður en
næsti dagur rennur upp hefur
líf þeirra þriggja tekið algjöra
kollsteypu. Friðþæging er í
hópi meistaraverka hins virta
breska rithöfundar Ian McEw-
ans og hefur sópað til sín
margvíslegum viðurkenn-
ingum. Þýðandi er Rúnar
Helgi Vignisson. Kvikmynd
hefur verið gerð eftir þessari
stórkostlegu sögu.
Meistaraverk
eftir McEwan
AFMÆLI Í DAG
Isaac Newton
vísindamaður, 1642
Jacob Grimm
ævintýrasafnari, 1785