Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Sunnudagsblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Sunnudagsblašiš

						LAUSTUR
Klaustur var stofnað í Flatey
á Breiðafirði 1172, á dögum
Klængs Skálholtsbiskups Þor-
steinsonar 1152—1176. Var þar til
.vígður ábóti Ögmundur Kálfsson,
ríkur höfðingi. Bendir ýmislegt
til að Þorsteinn Gyðuson rikur
bóndi í Flate'y á síðari hluta 12.
aldar hafi átt þátt í stofnun
klausturs í eyjunni og lagt til þess
fé.
Klaustur þetta var af kanúka-
reglu Ágústínusar, kennd við heil-
agan Ágústínus kirkjuföður (d.
430). Var reglan prestaregla og
voru kanúkar kallaðir „canonici
regulares" til aðgreiningar kanúk
um höfuðkirkna.
Búningur Ágústínusarkanúka
var svartur kufl með hvítri yfir-
kápu (kórkápu). Af páfabréfi frá
1458 er svo að sjá að á Helga-
felli hafi verið sú grein Ágúst-
ínusarreglu, seni kennd er við
hinn heilaga Viktor.
Móðurklaustur hennar var við
París, getur þess prófessor Jón
Jóhansesson í íslendingasögu-
sinni, en hér að framan eru upp-
lýsingar frá honum um Viktors-
reglu á Helgafelli. Telur Jón að
Þorlákur helgi hafi verið í hinum
fræga skóla reglunnar í París og
síðan sett Viktorsreglu í Þykkva-
bæ, þegar þar var sett kanoka-
setur. Klaustrið í Flatey mun.
haía verið helgað Maríu og Jóni
postula,- en Flateyjarkirkja var
Jónskirkja postula. Klaustrið var
í Flatey til 1184, og mun enn vera
til rústir þess, en þá var það flutt
að Helgafelli í Helgafpllssveit
söguríku höfuðbóli og vel í sveit
selt miðsvæðis við Breiðafjörð.
Var fyrnefndur Ögmundur ábóti
til ársins 1187, talinn hafa drukkn-
að 1189. Hann var í biskupskjöri
með Þorláki helga Þórhallsyni
eftir Klæng biskup í Skálholti,
og sýnir það álit manna
á honum. í skipunarbréfi Ögmund-
ar ábóta frá því um 1186, eru
þessi nöfn kanoka á Helgafelli:
fyjólfur, Öláfur og Guðaiundur.
Er ekki um marga klaustursmcnn
að ræða og varla um löglega
klausturstofnun að ræða eftir
kirkjulögum og sýnir þetta sjálf-
stæði íslenzku kirkjunnar og að
hin almennu kirkjulög voru hér
ekki að öllu í gildi. Urðu munkar
og kanúkar aldrei f jölmennir í ís-
lenzkum klaustrum, en því áhrifa
meiri hver einstakur. Hins vegar
auðguðust klaustrin skjótt að lönd
um og lausum aurum, urðu auð-
ugustu stofnanir hérlendis, aðrar
en biskupsstólarnir.
Varð Helgafellsklaustur annað
ríkasta hérlendis og mun því hér
á eftir allmikið verða rakið jarða
kaup klaustursins til fróðleiks og.
glögvunar í hagsögu landsins.
Æsa hin auðga á Hólmlátri á Skóg-
arströnd gaf jörðina Þrándastaði
Flateyjarklaustri um 1176 að tal-
ið er. Er hennar og Þórhalls nianns
hennar getið í Hvamms-isturlu
sögu.
Næsti ábóti Helgafellsklausturs
var Þorfinnur Þorgéirsson 1187 —
1216, sonur Þorgeirs lang-
höfða Þorfinnsonar og Margrétar
Höskuldsdóttir læknls. Er svo að
sjá   að   hann   hafi  verið   prestur
suður á nesjum eftir Guðmundar
sögu góða að dæma. Þá verður
þriðji ábótinn þar Ketill 1217—20
Hermundarson frá Gilsbakka Koð-
ránsson og Hallfríður Runólfs-
dóttir prests og skálds Ketilssonar
biskups á Hólum Þorsteinssonár,
af glæsilegum höfðingjaættum,
frændi Kára ábóta í Þingeyrum,
sytursonur hans. Ketill var kape-
lán Páls Jónssonar Skálholtsbisk-
ups (d. 1211), og er álitið eða
talið fullvíst að hann hafi skrifað
sögu Páls biskups. Ef það er rétt
má ætla að Ketill hafi verið hinn
skörulegasti klerkur og mikið
glæsimenni. Einnig er getgáta
fræðimanha að hanri hafi skrifað
Laxdælu. Eftirmaður hans í ábóta-
sætiriu vár Hallur'122i—25, soriur
Gizurar Iögsögumanns í Haukadál
Hállsonár. Hallur var lögsögumað-
ur og hefðarklérkur, bróðir Mágn
lisar Skálholtsbiskups og Þorvalds
prests í Hruna síðan príors í Viðey
íöður Gizurar jarls og mágur:
Hrafns Sveinbjarnarsonar', á ÍEyri.
Hann varð síðar ábóti áð Þykkva-
bæ í Veri, og er hans lítið getið á
Helgafelli, þó er háns getið í með-
algöngu milli mága sinna Hrafns-
Jónas Guðlaugsson
skriíar
greínaílokk
um
íslenzk klaustur
ALÞVfcUBLAÐIÐ  -  SukkUDAGSBlJd&^ní)
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 313
Blašsķša 313
Blašsķša 314
Blašsķša 314
Blašsķša 315
Blašsķša 315
Blašsķša 316
Blašsķša 316
Blašsķša 317
Blašsķša 317
Blašsķša 318
Blašsķša 318
Blašsķša 319
Blašsķša 319
Blašsķša 320
Blašsķša 320
Blašsķša 321
Blašsķša 321
Blašsķša 322
Blašsķša 322
Blašsķša 323
Blašsķša 323
Blašsķša 324
Blašsķša 324
Blašsķša 325
Blašsķša 325
Blašsķša 326
Blašsķša 326
Blašsķša 327
Blašsķša 327
Blašsķša 328
Blašsķša 328
Blašsķša 329
Blašsķša 329
Blašsķša 330
Blašsķša 330
Blašsķša 331
Blašsķša 331
Blašsķša 332
Blašsķša 332
Blašsķša 333
Blašsķša 333
Blašsķša 334
Blašsķša 334
Blašsķša 335
Blašsķša 335
Blašsķša 336
Blašsķša 336