Sunnudagsblaðið - 10.05.1964, Blaðsíða 12

Sunnudagsblaðið - 10.05.1964, Blaðsíða 12
Gestur GuÖfinnsson skrifar + •• ALOG OG EYOING teinabæja STEINAR hcitir jörð ein í Austur- Eyjafjallahreppi í Rangárvalla- sýslu. Þetta er allmikil jörð, enda hefur löngum verið margbýli þar. T. d. er getið átta búenda í Stein- um árið 1888. Hefur þá vcrið stað- arlegt heim að líta í Steinum. Sjö bæjanna stóðu í röð undir gró- inni hlíðarbrekku og sneru stöfn- um fram á hlaðið, sá áttundi stóð að húsabaki ásamt hlöðum og hey- görðum. Framan bæjanna stóðu önnur útihús, ennfrcmur kirkjan. Mannhæðarhár grjótgarður var of an við bæjarhúsin til varnar fyrir hruni úr fjallinu, en móbcrgshamr ar allháir eru í Steinafjalli upp af bæjunum og skerst þröngt gil nið- ur gegnum hamrana, um það fell- ur ósköp meinleysisleg lækjar- sytra, Steinalækur, sem hverfur stundum alveg í grjótið eða þorn- ar upp að sumarlagi, cn á það til að færast í aukana í rigningatíð og leysingum og ryður þá gjarnan fram aur og grjóti. Ekki fara þó miklar sögur af tjóni á mönnum eða mannvirkjum i Steinum fyrr á öldum af völdum Steinalækjar Qða grjóthruns úr fjallinu. í isl. anná'sbrotum stendur þó þessi klausa við árið 1604 um harla ó- vcnjulegan kirkjugest í Steinum: „Kringum 1. febr. var bærinn Steinar í hættu fyrir hruni úr fjalli, svo sem einu sinni áður liafði vcrið, og olli það afskaplegu slysi, einkum úr vesturátt. Auk annars hrapaði stcinn úr fjallinu, barst með ofsaflugi bcint á bæinn og gcystist í gegnum og braut í einu slagi ris þriggja liúsa, þar sem inni voru húsmunir og heima- menn sjálfir; og þannig fór hann yfir kirkjugarðinn, inn í kirkjuna sjálfa allt inn að prédikunarstól og braut allt og bramlaði, cr fyr- ir var. En hann cr talinn svo stór og þungur, að 12 menn geta rétt bifað honum úr stað með vcrkfær- um“. En það var ckki einungis margt um manufólkið og búendurna i Steinum um þcssar mundir lield- ur einnig og ekki siður ýmsar kynjaverur, sem gerðu garðinn frægan og sögur fara af. Þar bjuggu álfar og liuldufólk í hcll- um og stcinum og áttu sína kirkju rétt eins og aðrir og þótti cngum mikið. Stóð hún „upp á Eamba- lágum, að sögn Margrétar dóttur Rafnkels í Núpakoti, sctn var svo rammskyggn, að hún sá nærri Ijós í hverjum stcini". Til bar það og, að sitthvað óhreint slæddist heim á bæina í Steinum, sér í lagi und- an óveðrum cða ofsahlaupi í Stcinalæk, og útburðargól heyrð- ust, þcgar svo bar undir. Nykur var í Hellisvatni og villtust sum- ir á honum og héldu hcst vera, þegar ltann flæktist á land, mun- aði stundum mjóu, að illa færi. Mikið af þcirri vitneskju, sctn varöveitzt hefur um þessar kynja- vcrur allar, eigum við að þakka Jóni Sigurðssyni þjóðsagnasafn- ara í Steinum, setn var liinn ötul- asti skrásctjari slíkra fræða. Mcrk ust eru þó ef til vill munmnæli um álögin á Steinabæjum, scm Jón kvað vera þau, að Steinalæk- ur skyldi taka af bæjarliúsin, l>° ekki meðan kirkjan væri, en það kom fram með eftirminnilcgum hæÞi um hálfri öld eftir dauða Jóns, enda var þá aflögð kirkjan í Steinum. Hér verður nú lílillega rakin sagan um álög og cyðingu bæj- anna í Steinum, tildrög álaganna og lýsing á þeim náttúruhamför- um, scm cyöingunni ollu, en um þá atburði eru tiltækar góðar hcim ildir, enda stutt uin liðið, síðan þeir gerðust. En fyi'st verða hér sagðar nokkrar sögur Jóns um hin ar fjölmörgu annarlegu vcrur > Steinum, scm sumar voru honum samtíða þar, en aðrar fyxir hans 343 SUNNUDAGSBþAJJ • HVÝVVBÍABW

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.